Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 18
Tveir sparisjóðir sam- einast, tveir banka- stjórar stjórna og óska sér góðs byrs. » 30 byr ræður fylgjendur. Þær eru væntanlega líka yngri, kannski uppteknari og finnst mikilvægt að vera í þægi- legum fötum. Nokkur einkenni klæðnaðarins eru stórir vasar, hett- ur og hlýjar kápur. Mikið af fötunum var í svörtum, gráum og ljósum lit- um en líka í sterkrauðum og -bleik- um. Stellu-stúlkan þarf helst að vera leggjalöng því pilsin eru stutt og föt- in gjarnan víð að ofan. Hálandahöfðinginn Gaultier Hálandastemningin réð ríkjum hjá franska hönnuðinum Jean Paul Gaultier. Fyrirsæturnar gengu takt- föstum skrefum við sekkjarpípu- tónlist í stórum loðfeldum, ullar- sjölum og gul- og rauðköflóttu efni. Þær voru með fjaðrir í hárinu eða einhvers konar hanakamb. Gaultier lýsti því yfir að hann hefði viljað inn- leiða ákveðna ættbálkastemningu í vetrartískuna og tókst vel upp með það. ingarun@mbl.is Valentino Rauð- ir síðkjólar eru einkennismerki hönnuðarins. AP Christian Dior Flott föt til að fara í á galaóperusýningu. Reuters Comme des Garçons Jap- anski hönnuðurinn Rei Kawa- kubo er alltaf skapandi. AP Jeremy Scott Rokkuð föt frá þessum bandaríska hönnuði. Á tískuviku í París sýna allt frá framúrstefnu- legustu hönnuðum yfir í þekktustu og virtustu tískuhús heimsins. Breiddin er mikil og sömuleiðis fag- mennskan. Í vikunni var verið að sýna vetrartískuna 2007–8 en tísku- viku borgarinnar lýkur í dag. Engar buxur hjá Dior Bretinn John Galliano var við sama heygarðshornið hjá Christian Dior og á síðustu hátískusýningu. Fötin voru mjög í anda Dior sjálfs og ekki einar einustu buxur í allri lín- unni. Innblásturinn í hátískufötum sumarsins var frá Madama Butter- fly og sáust áhrifin einnig nú. Gal- liano var mjög litaglaður í þetta skiptið og líflegur. Áhrifin frá fimmta áratug síðustu aldar voru sterk og andi myndarinnar The Women í leikstjórn George Cukor frá árinu 1939 með Joan Crawford í einu aðalhlutverkanna. Valentino í 45 ár Áratugurinn var einnig áhrifa- valdur í fatalínu Valentino og ekki síst kvikmyndastjörnur þess tíma. Fötin voru kvenleg og sýndi hann og sannaði af hverju hann hefur verið lengi í fremsta flokki. Þessi ítalski hönnuður sagði eftir sýninguna að það sem hann hefði ávallt í huga væri að láta konum finnast þær fal- legar. Fegurð, fágun og glæsileiki eru einkunnarorð hans og einkenn- ismerki rauðir síðkjólar. Innblást- urinn kom frá annarri leikkonu en Crawford, nefnilega Lauren Bacall. Til þess að fagna 45 ára starfs- afmæli ætlar Valentino, sem er 74 ára, að sýna komandi vetrarhátísku- línu sína í Róm, þar sem hann hóf ferilinn, frekar en í París. Hvað varðar breytingarnar sem hann hef- ur orðið vitni að í tískuheiminum á ferlinum segir hann: „Sumum tísku- bylgjum hef ég fylgt, öðrum ekki. Ég er mjög þrjóskur, ég er naut, þannig að ég geri nákvæmlega það sem mig langar til að gera.“ Unga Stellu-stúlkan Til marks um hvernig mismun- andi tíska þrífst hlið við hlið var breski hönnuðurinn Stella McCart- ney í allt öðrum hugleiðingum. Föt hennar hæfa konum sem eru stæl- legar á annan hátt en Valentino- Sterkir litir og stórir feldir AP Jean Paul Gaultier Hönnuðurinn var í sannkölluðu hálandastuði. París er samnefnari smekklegheita og á tísku- viku í borginni eru saman komnar margar af stællegustu konum heims. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði nýjustu tískustraumana. Reuters Christian Dior Himinháir hæl- ar og að sjálfsögðu taska í stíl. AP Emanuel Ungaro Mað- ur læðist ekki um í þessum loðfeldi. Stella McCart- ney Litríkt, líf- legt og unglegt. Reuters |sunnudagur|4. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Í Matarsetrinu í Grandagarði var nýverið boðið upp á skyr- konfekt, blóðbergsdrykk og sæti við geitamjólkurbar. » 24 samspil Komin er út ný plata með hljómsveitinni GusGus, sem orðin er að tríói og leitar áfram að hinum sanna tóni. »20 tónlistarleit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.