Morgunblaðið - 04.03.2007, Page 18

Morgunblaðið - 04.03.2007, Page 18
Tveir sparisjóðir sam- einast, tveir banka- stjórar stjórna og óska sér góðs byrs. » 30 byr ræður fylgjendur. Þær eru væntanlega líka yngri, kannski uppteknari og finnst mikilvægt að vera í þægi- legum fötum. Nokkur einkenni klæðnaðarins eru stórir vasar, hett- ur og hlýjar kápur. Mikið af fötunum var í svörtum, gráum og ljósum lit- um en líka í sterkrauðum og -bleik- um. Stellu-stúlkan þarf helst að vera leggjalöng því pilsin eru stutt og föt- in gjarnan víð að ofan. Hálandahöfðinginn Gaultier Hálandastemningin réð ríkjum hjá franska hönnuðinum Jean Paul Gaultier. Fyrirsæturnar gengu takt- föstum skrefum við sekkjarpípu- tónlist í stórum loðfeldum, ullar- sjölum og gul- og rauðköflóttu efni. Þær voru með fjaðrir í hárinu eða einhvers konar hanakamb. Gaultier lýsti því yfir að hann hefði viljað inn- leiða ákveðna ættbálkastemningu í vetrartískuna og tókst vel upp með það. ingarun@mbl.is Valentino Rauð- ir síðkjólar eru einkennismerki hönnuðarins. AP Christian Dior Flott föt til að fara í á galaóperusýningu. Reuters Comme des Garçons Jap- anski hönnuðurinn Rei Kawa- kubo er alltaf skapandi. AP Jeremy Scott Rokkuð föt frá þessum bandaríska hönnuði. Á tískuviku í París sýna allt frá framúrstefnu- legustu hönnuðum yfir í þekktustu og virtustu tískuhús heimsins. Breiddin er mikil og sömuleiðis fag- mennskan. Í vikunni var verið að sýna vetrartískuna 2007–8 en tísku- viku borgarinnar lýkur í dag. Engar buxur hjá Dior Bretinn John Galliano var við sama heygarðshornið hjá Christian Dior og á síðustu hátískusýningu. Fötin voru mjög í anda Dior sjálfs og ekki einar einustu buxur í allri lín- unni. Innblásturinn í hátískufötum sumarsins var frá Madama Butter- fly og sáust áhrifin einnig nú. Gal- liano var mjög litaglaður í þetta skiptið og líflegur. Áhrifin frá fimmta áratug síðustu aldar voru sterk og andi myndarinnar The Women í leikstjórn George Cukor frá árinu 1939 með Joan Crawford í einu aðalhlutverkanna. Valentino í 45 ár Áratugurinn var einnig áhrifa- valdur í fatalínu Valentino og ekki síst kvikmyndastjörnur þess tíma. Fötin voru kvenleg og sýndi hann og sannaði af hverju hann hefur verið lengi í fremsta flokki. Þessi ítalski hönnuður sagði eftir sýninguna að það sem hann hefði ávallt í huga væri að láta konum finnast þær fal- legar. Fegurð, fágun og glæsileiki eru einkunnarorð hans og einkenn- ismerki rauðir síðkjólar. Innblást- urinn kom frá annarri leikkonu en Crawford, nefnilega Lauren Bacall. Til þess að fagna 45 ára starfs- afmæli ætlar Valentino, sem er 74 ára, að sýna komandi vetrarhátísku- línu sína í Róm, þar sem hann hóf ferilinn, frekar en í París. Hvað varðar breytingarnar sem hann hef- ur orðið vitni að í tískuheiminum á ferlinum segir hann: „Sumum tísku- bylgjum hef ég fylgt, öðrum ekki. Ég er mjög þrjóskur, ég er naut, þannig að ég geri nákvæmlega það sem mig langar til að gera.“ Unga Stellu-stúlkan Til marks um hvernig mismun- andi tíska þrífst hlið við hlið var breski hönnuðurinn Stella McCart- ney í allt öðrum hugleiðingum. Föt hennar hæfa konum sem eru stæl- legar á annan hátt en Valentino- Sterkir litir og stórir feldir AP Jean Paul Gaultier Hönnuðurinn var í sannkölluðu hálandastuði. París er samnefnari smekklegheita og á tísku- viku í borginni eru saman komnar margar af stællegustu konum heims. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði nýjustu tískustraumana. Reuters Christian Dior Himinháir hæl- ar og að sjálfsögðu taska í stíl. AP Emanuel Ungaro Mað- ur læðist ekki um í þessum loðfeldi. Stella McCart- ney Litríkt, líf- legt og unglegt. Reuters |sunnudagur|4. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Í Matarsetrinu í Grandagarði var nýverið boðið upp á skyr- konfekt, blóðbergsdrykk og sæti við geitamjólkurbar. » 24 samspil Komin er út ný plata með hljómsveitinni GusGus, sem orðin er að tríói og leitar áfram að hinum sanna tóni. »20 tónlistarleit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.