Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI LANDSLIÐSMENNIRNIR í handknattleik, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson, hafa skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarliðið GOG frá Svendborg. Þeir ganga til liðs við félagið í sumar og er samningur þeirra til tveggja ára „Ég valdi GOG fyrst og fremst vegna þess að ég sé fram á að fá að leika í 60 mínútur í hverjum leik sem er talsvert annað en ég bý nú við í Þýskalandi,“ sagði Ásgeir Örn í samtali við Morgunblaðið en hann er nú hjá Lemgo í Þýskalandi. GOG hefur um langt árabil verið meðal fremstu handknattleiksliða Danmerkur og varð m.a. meistari á síðasta vori. „Ég hefði aldrei skrifað undir hjá GOG ef ég liti á það sem skref aftur á bak á ferli mínum að fara til félagsins. Það er alveg ljóst að ég er að fara til betra liðs en ég er hjá núna. Hins vegar er danska deildin ekki eins sterk og sú þýska en ég tel mig betur settan hjá toppliði í Danmörku en hjá botnliði í Þýskalandi,“ sagði Snorri. Til Dan- merkur FJÓRÐA sinfó-nía Atla Heimis Sveins-sonar verður heims-frum-flutt í tón-listar-höllinni Rudolf-inum í Prag þann 30. mars. Tékk-neska fíl-harmóníu-sveitin flytur verkið en það er hluti af ár-legri tón-listar-hátíð í Prag. Hátíð-in er að þessu sinni mestu helg-uð samtíma-tón-skáldum frá Norður-löndunum og ber yfir-skrift-ina „Haldið norður“. Tékk-neskir hljó-færa-leikarar spreyta sig á hátíð-inni á rúm-lega þrjá-tíu verk-um eftir tón-skáld frá Norður-löndunum og Tékk-landi. Atli Heimir samdi sinfó-níuna sína í ná-grenni Prag síðasta vor þegar hann dvald-ist á lista-manns-setri í eigu hjónanna Ingi-bjargar Jóhanns-dóttur og Þóris Gunnars-sonar, alræðis-manns Ís-lands í Tékk-landi en þau hjón hafa boðið ís-lenskum lista-mönnum að dvelja þar sér að kost-naðar-lausu frá árinu 2005. Frumflutt í Prag Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun félagsmálaráðherra að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 80% upp í 90% , - en þetta var tilkynnt til Kauphallarinnar þann 28. febrúar sl. Þá hækkaði einnig hámarkslán sjóðsins úr 17 milljónum í 18 milljónir króna. Með þessari aðgerð er lánshlutfall og hámarksfjárhæð komin aftur í sama horf og var áður en ríkisstjórnin ákvað í fyrra að lækka hlutfallið og fjárhæðina sem lið í efnahagsaðgerðum. Hjá bönkum er fremur lítil hrifning með hina nýju ákvörðun ráðherra en aðrir telja hana koma fólki á landsbyggðin vel - síður höfuðborgarbúum. Íbúðalána- sjóður - 90% Lög-reglan í Kaup-mannahöfn réðst á fimmtu-dags-morgun inn í gamla félags-mið-stöð og fjar-lægði þar hústöku-fólk. Dóm-stóll hafði skipað hústöku-fólkinu að fara úr húsinu en borgin var búin að selja það kristi-legum söfnuði fyrir nokkrum árum. Átök urðu í gær og þrír menn meiddust, þó ekki alvar-lega. Húsið er í hverfinu Norður-brú. Þyrla flutti lögreglu-menn á staðinn, þeir lentu á þakinu áður en aðgerðin hófst. Lög-reglan lokaði síðan nokkrum götum í grennd-inni. Margir höfðu kastað grjóti i lögreglu-menn eða reist vegar-tálma. Nokkrum grunn-skólum í Kaup-manna-höfn var lokað í bili meðan á aðgerð-unum stóð af því að hætta var á óeirðum. Meira en 70 manns voru hand-teknir. Neglt var fyrir glugga versl-ana og banka í grennd við bygg-inguna sem slegist var um. Hún er kölluð Ung-doms-huset á dönsku. Eftirlit við landa-mæra-stöðvar var hert af því að hústöku-fólkið hafði á Netinu beðið um aðstoð útlend-inga í baráttunni gegn lög-reglunni. Hugðist hún stöðva slíkt fólk ef það reyndi að komast til Dan-merkur. Slegist við hústöku-fólk Reuters Lögreglu-menn hand-taka mót-mælendur í Kaup-manna-höfn. ÓSKARS-VERÐLAUNIN voru veitt við hátíð-lega athöfn í Hollywood aðfara-nótt mánu-dags. Margir höfðu velt vöngum yfir því hvort leik-stjórinn Martin Scorsese hlyti verð-launin í fyrsta sinn, en hann hefur verið tilnefndur fimm sinnum áður. Það varð úr, Scorsese þótti besti leik-stjórinn á hátíðinni og mynd hans, The Departed, þótti besta myndin. Helen Mirren var valin besta leik-konan í aðal-hlutverki fyrir leik í kvikmyndinni The Queen, þar sem hún leikur Elísabetu Englands-drottningu. Leikarinn Forest Whitaker þótti svo fremstur meðal jafn-ingja fyrir hlutverk sitt í The Last King of Scot-land, en hann lék meðal annars í kvikmynd Baltasars Kormáks, Little Trip to Heaven. Jennifer Hudson fékk Óskar fyrir bestan leik í auka-hlut-verki kvenna fyrir hlut-verk sitt í Dream-girls og Alan Arkin fyrir auka-hlutverk karla fyrir Little Miss Sun-hine.Besta erlenda myndin var hin þýska Das Leben der Anderen (Líf annarra) og besta teikni-myndin Happy Feet. Það var Ellen De-Generes sem var kynnir kvölds-ins og fórst það starf vel úr hendi. Scorsese hlaut Óskars-verðlaun Reuters Verð-launaður Leik-stjórinn Martin Scorsese. Netfang: auefni@mbl.is Virðisaukaskattur á matvælum lækkaði 1. mars úr 24,5% eða 14% í 7%. Ýmsir telja sig hafa fundið fyrir hækkunum á matvælum að undanförnum og óttast að virðisaukaskattslækkunin skili sér ekki sem skyldi í vasa neytenda. ASÍ ætlar að láta fylgjast með því eftir föngum að kaupmenn lækki Matvæli lækka í verði verð í samræmi við lækkkun virðisaukaskattsins á hinum ýmsu matvælum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefur hins vegar trú á að kaupmenn hafi metnað til að láta hækkanirnar skila sér til neytenda. Auk lækkunar virðisaukaskatts hafa vörugjöld af matvælum verið felld niður en nokkur tími líður þangað til sú aðgerð skilar sér út í verðlagið. Ráðherra hefur boðað að ef lækkanir verða ekki eðlilegar þurfi að skoða leiðir til að auka samkeppni. Stjórnvöld og aðrir skora á almenning að halda vöku sinni og láta vita ef matvara lækkar ekki í samræmi við það sem gert er ráð fyrir sem afleiðingu af umræddri lækkun virðisaukaskatts og vörugjalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.