Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 90. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Opið 13-17 í dag
Fermingarfötin
bíða eftir þér!
SUNNUDAGUR
ÁSTFANG-
IN 5 ÁRA
STEINUNN ÓLÍNA
OG PÆJUSJÁLFIÐ
DAGLEGT LÍF
VISTVÆN-
IR Í VERKI?
FORMENN FLOKKA
UNDIR SMÁSJÁ
DAGLEGT LÍF
Í NÜRN-
BERG 1946
ÞRÚGANDI
LÍFSREYNSLA
DAGLEGT LÍF
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
„ÉG ER bara svo fróðleiksfús, vil alltaf vera að læra
og lesa. Svo finnst mér líka mjög áhugavert að geta
miðlað ókeypis fróðleik,“ segir Jóna Þórunn Ragn-
arsdóttir, stjórnandi á frjálsu netalfræðiorðabók-
inni Wikipediu, sem til er á 250 tungumálum, þar á
meðal íslensku, og stækkar stöðugt.
Jóna Þórunn, sem er tvítug, stundar líka bú-
fræðinám á Hvanneyri og titlar sig hestakonu í
símaskránni. Hún hefur nóg að gera því hún leggur
ýmislegt á sig til að efla alfræðiorðabókina en það
starf er allt unnið í sjálfboðavinnu.
„Núna er ég að skipuleggja ákveðið einkafram-
tak, Normania eða Nordisk Wikimania,“ segir hún
en Wikimania er ráðstefna sem hefur verið haldin
síðustu tvö ár. „Ég stefni að því að Normania verði
haldin hérlendis í sumar, að Norðurlandaþjóðirnar
hittist hér. Ég er búin að hafa samband við lítinn
hóp stjórnenda í Noregi og á Íslandi og þeir hafa
tekið mjög vel í þetta.“ Jóna Þórunn býst við ágætri
Sex milljónir greina á Wikipediu
Wikipedia er til á 250 tungumálum Opinn aðgangur Ráðstefna haldin hérlendis í sumar
þátttöku í ráðstefnunni sem stefnt er á að fari fram
13.–15. júlí. Ráðstefnan verður haldin á Suðurlandi
en ekki er búið að taka ákvörðun um staðinn þar
sem Jóna er enn að ganga frá lausum endum.
Í umfjöllun um Wikipediu í Morgunblaðinu í dag
er einnig rætt við háskólakennarann Salvöru Krist-
jönu Gissurardóttur. „Nám snýst ekki lengur um að
nemendur lesi bara ákveðnar bækur heldur um
meiri þátttöku og sköpun. Endurblöndun er orð
dagsins. Verkfæri til sköpunar og þátttöku notenda
þekkingarinnar eru orðin miklu fleiri.“ | 10
Tákn Margir þekkja þennan heim,
einkennismerki Wikipediu.
ÞEGAR fjórar stökkbreyttar ung-
lingsskjaldbökur slógu í gegn fyrir
25 árum þurfti að hafa gætur á hol-
ræsum svo börn skriðu ekki niður í
þau. Nú snúa skjaldbökurnar aftur.
Skæðar skjald-
bökur snúa aftur
FRAMBOÐ Íslandshreyfingarinnar
og Baráttusamtakanna eru nýjustu
dæmin um hreyfingar sem stofn-
aðar eru til að hrista upp í ríkjandi
flokkakerfi og hugmyndafræði.
Gengi nýrra
framboða
NÝR tónn er sleginn í Washington.
Þar sem hugsjónir virtust áður
ráða ferð í stefnu stjórnar George
Bush Bandaríkjaforseta, markast
ákvarðanir nú af raunsæi.
VIKUSPEGILL
Raunsæi í
Washington
ÓÐUM styttist í páskana og eru
börnin farin að föndra fyrir hátíð-
ina enda ekki seinna vænna, þar
sem pálmasunnudagur er runninn
upp. Krakkarnir í leikskólanum
Grænatúni í Kópavogi klæddust
gulum flíkum á föstudag og föndr-
uðu svolítið eins og vera ber. Eft-
irvæntingin skein úr hverju and-
liti.
Skírdagur er næstkomandi
fimmtudag og á föstudaginn langa
minnast kristnir menn krossfest-
ingar frelsarans og er þá víðast
flaggað í hálfa stöng. Í huga
margra hafa páskarnir mikilvæga
þýðingu vegna trúarinntaks hátíð-
arinnar en aðrir líta til þeirra
tækifæra sem gefast til að stunda
ferðalög innanlands sem utan.
Þannig eru páskaferðir um fjöll
og firnindi órjúfanlegur þáttur í
lífi margra. Jafnan er margt um
ferðamanninn á hálendinu um
páska ef vel viðrar og þá eru
skíðasvæðin tilbúin að taka á móti
fjölmenni í góðu ári.
Næstu daga er spáð suðlægum
áttum og talsverðum hita.Morgunblaðið/Árni Sæberg
Föndrað
fyrir
páskana