Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 67 Gerð myndarinnar er hafin og vonast er til þess að hún verði tilbúin haustið 2008. Til að byrja með verður myndin sýnd á hátíðum víðs vegar um heim. Samkvæmt upplýsingum frá Zik Zak er um dúndrandi dansveislu að ræða. Forðist okkur Höfundur: Hugleikur Dagsson. Framleiðandi: Sögn ehf. Upphæð: 375.000. Handritið verður að sögn Hug- leiks byggt á samnefndu leikriti sem Nemendaleikhúsið setti upp í fyrra og sívinsælu teiknimyndasögunum hans. Hugleikur segist hafa skýra mynd í höfðinu af því hvernig hann vilji hafa handritið en ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. „Þetta er svo nýtilkomið að ég er í rauninni ekki búinn að gera neitt. Ég á alveg eftir að funda almenni- lega með framleiðendunum,“ segir Hugleikur. „En ég sé ekki annað en þetta verði bara besta mynd allra tíma.“ Draumalandið Leikstjóri: Þorfinnur Guðnason. Framleiðandi: Hrönn Kristinsdóttir. Upphæð: 12.000.000. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða mynd byggða á metsölubók Andra Snæs Magna- son. Hann er jafnframt annar handritshöfunda ásamt Þorfinni Guðnasyni. Framleiðandi myndarinnar er Hrönn Kristinsdóttir en hún segist vilja halda fyrir sig enn um sinn þeim aðferðum sem kvikmyndagerð- armennirnir ætla að nota við gerð myndarinnar, sem er heimild- armynd. „Myndin verður tekin á 35 mm filmu og þetta er mjög metnaðarfullt verkefni,“ segir Hrönn og bætir við að myndin sé af þeirri stærðargráðu að hún eigi sér fáa sína líka hér á landi. „Tökurnar eru ekki formlega hafnar en það brestur vonandi á í næstu viku,“ segir Hrönn og upp- lýsir að áætlað sé að frumsýna myndina síðar á árinu. Skrapp út Leikstjóri: Sólveig Anspach. Framleiðandi: Zik Zak. Upphæð: 3.000.000. Stefnt er á að hefja tökur á mynd- inni hér á landi um miðjan apríl „Myndin fjallar um konu sem á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt,“ sagði Sólveig í við- tali við Morgunblaðið fyrir skemmstu. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Diddu Jónsdóttur. í bígerð Andri Snær Magnason.Arnaldur Indriðason.Didda Jónsdóttir Júlíus Kemp Hugleikur Dagsson. www.kvikmyndamidstod.is Hrönn Kristinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.