Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
TMNT kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára
Scool for Scoundrels kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15
Scool for Scoundrels LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15
The Hitcher kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Epic Movie kl. 2, 4, 6 og 8 B.i. 7 ára
The Number 23 kl. 10 B.i. 16 ára
Night at the Museum kl. 3.20 og 5.40
Anna & skapsveiflurnar STUTTMYND kl. 2
Hot Fuzz kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 16 ára
TMNT kl. 2-450 kr., 4, 6 og 8 B.i. 7 ára
The Hitcher kl. 10 B.i. 16 ára
Norbit kl. 2-450 kr. og 4
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
Frábær gamanmynd frá leikstjóra
Old School með Billy Bob Thornton
og Jon Heder úr Napoleon Dynamite.
PÁSKAGAMANMYNDIN 2007
Of góður?
Of heiðarlegur?
Of mikill nörd?
Hjálp er á leiðinni.
Skóli þar sem góðir strákar
eru gerðir slæmir!
Lífið er leikur. Lærðu að lifa því.
Toppmyndin
í USA
PÁSKAMYNDIN Í ÁR
Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur
í flottustu ævintýrastórmynd ársins
FREGNIR herma að
leikkonan Isla Fisher
og ektamaki hennar,
Borat-stjarnan Sacha
Baron Cohen, eigi von
á sínu fyrsta afkvæmi.
Parið hefur ekki stað-
fest fregnirnar en
samkvæmt banda-
ríska tímaritinu Life
& Style Weekly er erf-
ingi að Borat-veldinu
á leiðinni.
Eftir því sem tíma-
ritið heldur fram til-
kynnti Isla nánustu
vinum parsins frétt-
irnar á bar í Los Ang-
eles. „Við erum með
góðar fréttir – ég er
ólétt,“ á Isla að hafa
sagt og skálaði hóp-
urinn vel og lengi í
kjölfarið.
Isla og Sacha
hyggjast gifta sig síð-
ar á árinu.
Borat yngri á leiðinni?
Reuters
Ástfangin Sacha Baron Cohen og Isla Fisher munu
vera ástfangin upp fyrir haus og hæstánægð með
þungunina.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ROKKSVEITIN Envy of Nona
hefur verið til í fjögur ár en það
var ekki fyrr en á þessu ári að al-
mennilegur skurkur komst á starf-
semina. Út er komin plata, Two
Years Birth, og lag af henni, „Cha-
insaw“ er komið í spilun á X-inu
977. Heimasíða ásamt myspace-
setri hefur þá verið sett upp og
framundan er mikil spilamennska.
Að sögn Magnúsar Inga Svein-
björnssonar trymbils stofnaði
Dave Dunn, gítarleikari og söngv-
ari, hljómsveitina eftir að önnur
sveit, d.u.s.t., lagði upp laupana.
„Envy of Nona lék fyrst á tón-
leikum haustið 2003 og þá tromm-
aði Bassi, sem er nú í Benny Cres-
po’s Gang. Ég kom svo inn í þetta
fyrir ári.“
Hann segir að platan hafi verið
klár en allir taktar voru úr tölvu-
trommum.
„Það var eitthvað verið að spá í
að gefa þetta út þannig sem demó
en við ákváðum að bæta við frek-
ari gíturum og bassa og svo „lif-
andi“ trommuleik.“
Magnús kynntist Dave á Dom-
inos, en þá var Dave á ofninum en
hann sendill. Þeir tóku tal saman
og var Dave þá að svipast um eftir
trommara. Magnús stökk á þetta
tækifæri og ásamt því að vera á
fullu í trommunámi í FÍH leikur
hann nú með þremur sveitum;
Envy of Nona, 6íJazz og Egill &
The Gay Guys. Og ýmislegt er nú
farvatninu hjá þeirri fyrstnefndu.
„En erum við með nógu stóran
háf?“ segir Magnús og spaugar.
„En já, það er mikill hugur í okk-
ur, heilmikið stuð og fjör. Á dög-
unum vorum við með útgáfu-
tónleika á Amsterdam, sem virðist
eini haldbæri tónleikastaðurinn í
Reykjavík í dag, og það var þrus-
umæting. Við erum þá farnir að
líta til útlanda og vonandi lítur ein-
hver til baka.“
Til að sannfærast um að þeir fé-
lagar ætli að kýla á þetta fyrir al-
vöru er nóg að kíkja á heimasíðu
sveitarinnar. Auk hefðbundinna
upplýsinga er hægt að nálgast
hringitóna, boli og „thong“ kven-
mannsnærbuxur, með merki sveit-
arinnar að sjálfsögðu. Rokk og ról!
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjórir fýrar Hljómsveitin Envy of Nona hefur verið til í fjögur ár og gaf ný-
verið út sína fyrstu plötu sem nefnist Two Years Birth.
Keðjusagir og
kaldir draumar
Envy of Nona
gefur út sína
fyrstu plötu
Two Years Birth er komin út.
www.envyofnona.com
ÞAÐ VAR rífandi stemmning á þrjá-
tíu ára afmælistónleikum Mezzo-
forte. Flestir helstu smellir fjór-
menninganna voru á dagskránni og
hrynurinn feikiöflugur; einn af raf-
bassameisturum Evrópu, Jóhann
Ásmundsson, tryllti með þumlinum
fræga, Gulli Briem við trommusettið
auk hins makalausa slagverksleik-
ara, Thomas Dyani-Akuru, stjúp-
sonur suðurafríska bassaleikarans
Johnny Dyani. Tveir Norðmenn,
Antonsen og Sunde, blésu í trompet
og básúnu, en það voru aðrir sem
blésu sólóin: Sebastian Stunitzky
trompetleikari, sem einnig lék á
hljómborð og Óskar Guðjónsson sem
blés í tenór utan altó í nýrri útsetn-
ingu á Happy Hour þar sem ger-
ilsneyddi blærinn sem einkenndi
Rising-skífuna var horfinn. Það voru
margir hápunktar á þessum tón-
leikum; ég nefni aðeins spunaskipti
Sebastians og Óskars í Action Man,
rafpíanósóló Eyþórs og trompetsóló
Sebastians í Evolution og gítarleik
Friðriks Karlssonar í Early Aut-
umn. Svo voru þau fáu sóló er Gulli,
Jói og gítaristinn Bruno Müller léku,
flott. Tónleikarnir stóðu í rúma tvo
tíma án hlés og það eina sem vantaði
voru fleiri sóló og nýtt efni – en vel
að merkja: það var verið að taka
þetta upp fyrir mynddisk.
Mezzoforte í 30 ár
TÓNLIST
Borgarleikhúsið
Þriðjudaginn 27. mars.
Mezzoforte ásamt liðsauka Vernharður Linnet