Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 26
stríðsglæpir 26 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er nú farið að fyrnast yfir einstök atriði í dóms- salnum, en þetta var óskaplega þrúgandi lífs- reynsla, sem situr ein- hvers staðar í manni ennþá. En eyði- leggingin utan réttarsalarins stendur mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum,“ segir Sverri Þórðarson. Í frásögn hans; Í rjettarsalnum í Nürnberg, sem birtist í Morg- unblaðinu 16. ágúst 1946, fjallar hann líka um eyðilegginguna og segir m.a. að tilgangslaust sé að lýsa henni í smáatriðum. Nürnberg sé gjör- samlega í rústum. „Ég kom líka til Frankfurt, Hamborgar og Berlínar og ég gat varla ímyndað mér að eitt- hvað risi úr þessum rústum,“ segir Sverrir nú. „En svo gerðist það bara eins og á einni hélunótt. Mér fannst endurreisn Þýzkalands satt að segja kraftaverki líkust.“ „Hveitibrauðsátið í hljeinu“ Undirfyrirsögnin með grein Sverr- is er: Stríðsglæpamennirnir bera enn virðingu fyrir Hitler. „Þessir fírar voru dálítið eftirminnilegir,“ segir Sverrir. „Skrýtnast þótti mér, hvað þeir virtust taka þessu létt.“ Í grein- inni lýsir Sverrir m.a. tuttugu mín- útna hléi sem gert var á réttarhöld- unum: „Allir hinir ákærðu höfðu haft með sjer hveitibrauðsbita, er þeir gripu nú til og tóku að borða meðan á hljeinu stóð. Flestir þeirra fengu verjendur sína til að koma nú að stúkunni meðan á hljeinu stóð til að hafa tal af þeim. Hinir ræddu saman sín á milli. Göring virtist vera hinn kátasti. Undraðist jeg yfirleitt yfir því, hve vel virtist liggja á þessum mönnum, er allir gátu búist við að fá dauðadóm sinn upp kveðinn þá og þegar. Það brá meira að segja fyrir brosi á hinu steinrunna andliti Kei- tels, er Baldur von Schirach stakk að honum einhverju skemmtilegu. Þótt Ribbentrop hlyti að hafa heyrt það, var ekki vart við nein svipbrigði á honum. Hann ljet yfirleitt af- skiftalaust allt sem fram fór. Sat eins og í leiðslu.“ Hafði varla augun af sakborningunum Í upphafi greinarinnar ber Sverrir saman Nürnberg nazismans; vett- vang flokksþinganna og Nürnberg stríðslokanna; vettvang réttarhald- anna yfir stríðsglæpamönnunum. „Hjer héldu Nasistaforingjarnir ræð- ur sínar, en miljónir Þjóðverja hlýddu á, eins og hjer væri um að ræða einhvern himnaríkis-boðskap. – Heil Hitler! Sieg Heil! Sieg Heil! Áfram, áfram. Og áfram hjelt við- burðanna rás, sem rak þá einkenn- isbúnu og öfgafullu afbrotamenn ofan af veldisstólunum og inn í fangaklef- ana. Nú sitja þessir menn ákærðir fyrir alþjóða dómstóli.“ Sverrir kom tvisvar sinnum í rétt- arsalinn og fylgdist með atburða- rásinni úr blaðamannastúkunni. Hann segist hafa átt fullt í fangi með að fylgjast með yfirheyrslunni vegna þess að næst blaðamannastúkunni sátu stríðsglæpamennirnir í tveimur röðum í sinni stúku. „Hafði jeg varla augun af þeim, þar sem þeir sátu. Flestir þeirra virtust vera með hug- ann við það sem fram fór í salnum, nema Dönitz. Hann virtist vera út á þekju og Streicher, sá sem frægastur er frá Gyðingaofsóknunum. Hann jóðlaði tuggugúmmí í ákafa og virtist vera með allan hugann við það.“ „Þannig litu þeir út“ Síðan lýsir Sverrir hverjum sak- borningnum á fætur öðrum, eins og þeir komu honum fyrir sjónir. Göring sat á enda í neðri röðinni og var sí og æ að skrifa eitthvað niður á miða, sem gengu til verjanda hans. Rudolf Hess var sessunautur Görings og var sá síðarnefndi alltaf við og við að hnippa í hinn og hvísla einhverju að honum, „sem þeir hafa einhverja skemtun af, því báðir hlógu þeir á eft- ir“. Að öðru leyti sat Hess með „sam- anherptan munninn eins og hann væri að berjast við að kasta ekki upp“. Flestir komu Sverri kunn- uglega fyrir sjónir af fréttamyndum stríðsáranna, en þó getur hann þess sérstaklega í lýsingu sinni, að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því, hve Hess „er ákaflega ljótur til augn- anna“. Af neðribekkingum nafngreinir Sverrir næst Ribbentrop, fyrrver- andi utanríkisráðherra, sem hann segir vera fölan og grannan „og í einu orði sagt, aumingjalegur“. En hann virtist taka mjög vel eftir því, sem fram fór. Næstur Ribbentrop sat „hár og þrekinn maður. – Ósvikinn Prússi á svipinn. Þetta var von Kei- tel, yfirmaður þýska herforingjaráðs- ins sem var. Hann var í ljósgrænum hershöfðingjabúningi. Sat keikur í sæti sínu og var öll framkoma hans hin hermannlegasta. Svipharður er hann, með miklar augabrýr og hárið talsvert farið að grána“. Kalten- brünner „bar með sjer að hann gæti haft sitthvað á samviskunni … Hann lagði fram sinn skerf til að skipu- leggja hinar ægilegu fangabúðir. Hann er þrekinn maður, stórskorinn, með gífurlegt nef. Kinnbeinamikill, hökubreiður, dökkhærður. Jeg virti hann fyrir mjer góða stund í sjón- auka mínum“. Næstur sat Rosen- berg, sem einu sinni var ritstjóri aðal- málgagns Nasistaflokksins og ráðherra fyrir þjóðir sem nasistar lögðu undir sig. Hann horfði lengst af niður á fætur sér en virtist hlýða á réttarhöldin með athygli. Við hlið Ro- senbergs sat Frank, sem var land- stjóri Þjóðverja í Póllandi, og síðan „krúnurakaður náungi, sem heitir Frick, er eitt sinn hafði það vanda- sama verk að stjórna „kosningum“. Hann er bæði ófríður og illilegur í út- liti. Höfuðstór og brúnn“. Og ekki er „Gyðingahatarinn Streicher“ ásjá- legri – með allan hugann við tyggi- gúmmíið. „Lítill og ljótur maður … Lágur vexti og frekar grannur, sköll- óttur, með íbogið nef.“ Síðustu neðri- bekkingarnir, sem Sverrir lýsir í greininni, eru „fjármálasjerfræð- ingar Hitlers, Funk og Schacht. Funk sat makindalega í stól sínum og notaði ekki heyrnartólið. Schacht er næst elstur hinna ákærðu, 69 ára að aldri. Hann ber aldurinn sæmilega, þó nokkuð væri hann þreytulegur á svip. Ekki sá jeg hann skrifa neitt. En hann virtist hlýða á með athygli á það sem fram fór“. „Dönitz og kvenfólkið“ Í efri röðinni fyrir aftan Göring sat Dönitz og lýsir Sverrir honum sem grönnum meðalmanni með dökk sól- gleraugu. „Hann geispaði oft, rjett eins og það, sem fram fór, kæmi hon- um harla lítið við. Í blaðamannastúk- unni vinstramegin við hann var tals- vert af kvenfrjettaritunum, sem voru þarna í stuttri heimsókn eins og jeg. Virtist mjer þær vera það helsta sem Dönitz veitti athygli.“ Næst Dönitz var sæti Raeders aðmíráls, sem verið var að yfirheyra, og síðan telur Sverrir upp á efri bekknum „foringi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Blaðamaðurinn Þegar stríðinu loksins lauk greip Sverri löngun til þess að komast sem fyrst á vettvang. Réttarsalurinn Yfirlitsmynd yfir réttarsalinn í Nürnberg. Undir vinstri vegg sitja sakborningarnir og verjendur þeirra þar fyrir framan. Sakborningar Hermann Göring situr á enda í fremri röð, þá Rudölf Hess, Joakim von Ribbentrop og Wilhelm Keitel. Fyrir aftan Göring situr Karl Dönitz, þá Erich Rader, Baldur von Schirach og fjórði maðurinn er Fritz Sauckel. Þrúgandi lífsreynsla Tuttugu og fjögurra ára íslenzkur blaða- maður fór um Þýzka- land 1946 og fylgdist með stríðsréttarhöld- unum yfir nazistum. Freysteinn Jóhanns- son ræddi við Sverri Þórðarson og rifjar upp frásögn hans úr rétt- arsalnum í Nürnberg. Dómararnir Tveir menn frá hverju fjórveldanna; Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Sovétríkjunum, skipuðu dóminn við Nürnberg réttarhöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.