Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 19 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 www.mirale.is HÚSGAGNA- SÝNING laugardag 11–17 sunnudag 13–17 við að það skili sér til kjósenda. „Fólk fagnar endurnýjun. Hinir flokkarnir eru að bjóða sama fólkið fram þriðja kjörtímabilið í röð og það er þeirra vandi.“ Íslandshreyfingin hefur skamman tíma til að ná vopnum sínum en Mar- grét hefur ekki áhyggjur. „Við kom- um vel undirbúin til þessarar kosn- ingabaráttu enda veitir ekki af þar sem hinir flokkarnir koma ekki til með að hlífa okkur þegar þeir sjá að þeim stendur ógn af okkur.“ Að sögn Margrétar mun Íslands- hreyfingin ekki hafa fjármagn til að keppa við flokkana sem fyrir eru á Alþingi í því sem hún kallar „ímynd- arslag“ fyrir kosningarnar. Þar séu þeir búnir að „skammta sér drjúgan skilding“. „En við látum það ekki á okkur fá.“ Ekki of langur meðgöngutími Margrét vísar öllum vangaveltum um að fæðing Íslandshreyfing- arinnar hafi dregist á langinn á bug. „Ég skil ekki þá umræðu. Ég geng úr Frjálslynda flokknum um mán- aðamótin janúar/febrúar og þá hefst þetta ferli. Við Ómar snúum strax bökum saman og þá eru þetta orðn- ar tvær fylkingar. Það tekur alltaf tíma að stilla saman strengi og ég held að meðgöngutíminn hefði ekki getað verið mikið styttri. Hver er annars eðlilegur meðgöngutími framboðs? Ég bara spyr. Þegar maður vandar sig og vinnur baki brotnu við að koma einhverju á lagg- irnar er undarlegt að heyra viðhorf af þessu tagi.“ » Fólk fagnar end- urnýjun. Hinir flokk- arnir eru að bjóða sama fólkið fram þriðja kjör- tímabilið í röð og það er þeirra vandi. samtökin fram í þremur kjördæm- um, hlutu 5,5% atkvæða og þrjá fulltrúa á þingi. Í alþingiskosningunum 1987 bauð Kvennalistinn fram í öllum kjördæmum og hlaut 10,1% at- kvæða og tvöfaldaði þingmanna- fjölda sinn. Árið 1991 fékk Kvennalistinn 8,3% greiddra at- kvæða og tapaði einum þingmanni. Síðast buðu samtökin fram 1995 og fengu þá 4,9% atkvæða og þrjá menn kjörna. Markmið Kvennalistans, eins og samtökin voru jafnan kölluð, voru m.a. að vinna að hagsmunamálum kvenna og gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefnumót- andi afli í samfélaginu ekki síður en reynslu, menningu og viðhorf karla. Ólíkt öðrum stjórnmála- flokkum kaus Kvennalistinn sér ekki formann. Borgaraflokkurinn Borgaraflokkurinn vann stórsig- ur í alþingiskosningunum 1987, hlaut 10,7% atkvæða og sjö menn kjörna. Þótti þessi árangur merki- legur í ljósi þess að framboðið átti sér afar skamman aðdraganda en réttum mánuði fyrir kosningar sagði Albert Guðmundsson af sér ráðherradómi vegna ásakana um vantaldar greiðslur frá Hafskipi. Í kjölfarið gekk hann úr Sjálfstæð- isflokknum og stofnaði Borgara- flokkinn. Niðurstaða kosninganna var góð en samt lakari en skoð- anakannanir höfðu gefið til kynna. Flokkurinn tók mest fylgi frá Sjálfstæðisflokknum sem fékk 11,5% lakari útkomu en 1983. Úr þingflokki Borgaraflokksins klofnuðu Frjálslyndir hægrimenn í apríl 1989 og í september sama ár gerðist Borgaraflokkurinn aðili að ríkisstjórn. Flokkurinn bauð ekki aftur fram til Alþingis. Í stefnuskrá Borgaraflokksins var m.a. lögð áhersla á atorku ein- staklingsins fremur en miðstýrðan ríkisrekstur. Þjóðvaki Nýtt framboð, Þjóðvaki, varð til þegar Jóhanna Sigurðardóttir gekk úr Alþýðuflokknum. Flokk- urinn bauð fram í alþingiskosning- unum 1995, hlaut 7,2% atkvæða og fjóra menn kjörna. Segja má að það teljist góður árangur hjá ný- stofnuðum flokki en niðurstaðan var eigi að síður vonbrigði fyrir Þjóðvaka þar sem fylgi flokksins hafði mælst mun meira í skoð- anakönnunum. Þjóðvaki rann inn í Samfylkinguna fyrir kosningarnar 1999. Nýtt landslag 1999 Af fimm flokkum sem nú eiga fulltrúa á Alþingi buðu þrír fyrst fram árið 1999. Samfylkingin varð þá til á grunni tveggja rótgróinna flokka á vinstri vængnum, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Þegar þessir flokkar hurfu af vettvangi stjórnmálanna varð líka til Vinstri- hreyfingin – grænt framboð (VG). Þá kom Frjálslyndi flokkurinn fyrst fram á sjónarsviðið fyrir Al- þingiskosningarnar 1999. Samfylkingin hlaut 26,8% at- kvæða, VG 9,1% og Frjálslyndir 4,2%. Allir bjóða þessir flokkar fram í þriðja skipti nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.