Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 51
✝ AðalheiðurKjartansdóttir
fæddist í Reykjavík
16. apríl 1947. Hún
andaðist á heimili
sínu 12. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru Kjartan
Guðmundsson
kaupmaður, f. á
Ísafirði 19. ágúst
1922, d. 15. sept-
ember 1973, og Sig-
ríður Jónsdóttir, f.
á Klúku í Kaldr-
ananeshreppi í
Strandasýslu 2. nóvember 1923.
Systkini Aðalheiðar eru Baldur,
f. 21. febrúar 1944, Guðm. Bragi,
f. 13. apríl 1948, Bára, f. 23. des-
ember 1951, Jórunn, f. 19. ágúst
1954, og Gunnhildur Sigríður, f.
17. október 1958.
Aðalheiður giftist
9. júlí 1966 Þor-
valdi W.H. Mavby
símvirkja, þau
skildu. Dætur
þeirra eru Súsanna,
f. 9. janúar 1965,
maki Baldvin A.
Jónsson, f. 23. októ-
ber 1961, börn
þeirra eru Jón Atli,
f. 14. desember
1989, og Hans
Andri, f. 19. maí
1999, og Jónína, f.
2. desember 1973, barnsfaðir
Hlynur Jónsson, börn þeirra eru
Kara, f. 18. desember 1997, og
Frosti, f. 2. ágúst 1999.
Útför Aðalheiðar var gerð í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Lífsglöð, sjálfstæð, hjartahlý,
skapandi, fagurkeri. Þannig var
Heiða. Heiða gerði sér far um að
horfa jákvæðum augum á lífið,
halda sig sólarmegin í tilverunni.
Einkennandi fyrir það var guli lit-
urinn sem hún hafði í hávegum.
Heiðu fylgdi hins vegar engin logn-
molla. Hún var sjálfstæð í hugsun,
hugsaði út fyrir hefðbundinn
ramma og hafði nægan kjark til að
hafna viðteknum viðhorfum og
viðra nýja sýn á hlutina. Heiða var
hreinskilin í samskiptum og opin í
hugsun.
Þrátt fyrir að hún hafi lengstum
gegnt starfi bókara og sinnt því af
kostgæfni, var hún í raun listamað-
ur í eðli sínu fremur en bókari.
Hún var skapandi, kraftmikil og
trúði á sjálfa sig og sína sýn á hlut-
ina. Fyrir sköpunargleðina fékk
hún útrás í frístundum. Heimili
Heiðu og klæðaburður einkenndist
af smekkvísi. Sköpunargleðinni
miðlaði hún til ömmubarnanna sem
höfðu mikið yndi af föndurstundum
með ömmu sinni.
Til marks um hugrekki og æv-
intýraþrá sem einkenndi Heiðu, þá
seldi hún íbúð sína fyrir rúmum 10
árum og ákvað að eiga svolítinn
tíma fyrir sjálfa sig, enda búin að
vera á vinnumarkaðnum og sjá fyr-
ir fjölskyldu frá 17 ára aldri. Jafn-
framt langaði Heiðu að prófa nýjan
starfsvettvang. Hún prófaði ýmis
ólík störf á þessum tíma, en hélt
aftur til starfa við bókhald þar sem
atvinnumarkaðurinn vildi steypa
hana í gamalt mót og var ekki
tilbúinn að gefa tækifæri á nýjum
vettvangi.
Heiða hafði gaman af að takast á
við nýja hluti og afla sér þekkingar
og þroska. Það gerði hún bæði með
námskeiðum og bóklestri. Andleg
málefni voru henni sérlega hug-
leikin og átti hún fjölda bóka um
þau efni. Það er synd að hún skyldi
ekki fá að njóta gullnu áranna, því
víst er að það hefði hún kunnað.
Eitt sinn er Frosti og Kara voru
tveggja og þriggja ára lýsti Heiða
því yfir að hún ætlaði ekki að vera
„sælgætissjálfsali“ í augum
barnanna. Hún vildi standa fyrir
annað og meira. Börnin fengu að
njóta lífsgleðinnar sem einkenndi
ömmu Heiðu. Þau biðu með til-
hlökkun og eftirvæntingu þegar
von var á henni, enda skemmti-
legar og skapandi samverustundir í
vændum. Heiða átti það til að
senda börnunum bréf með fallegum
kveðjum, sögum og föndri. Hún
vissi að börnunum myndi þykja
spennandi að fá bréf í póstinum.
Eftir jólin skrifaði hún þeim bréf
með þökkum fyrir yndislega sam-
veru. Þannig gaf hún börnunum
góðar minningar og uppbyggilegt
veganesti sem þau munu varðveita
og njóta. Í dagbókina sína ritaði
Kara eftir að hafa fregnað andlát
ömmu Heiðu:
„Aðalheiður er best. Ég elska
hana. Amma Heiða dó 12. mars
2007. Hún var mjög góð og
skemmtileg amma. Kveðja, Kara.“
Textann myndskreytti Kara með
hjörtum, blómum og englum í anda
ömmu sinnar.
Við þökkum fyrir samveruna og
góðar minningar um Heiðu.
Hlynur, Kara og Frosti.
Elsku systir, það er erfitt að
sætta sig við að þú sért farin,
svona skyndilega. Ég óskaði þess
að símtalið frá Sússu væri bara
draumur.
Enginn veit hvenær kallið kem-
ur. Ekki efa ég að pabbi okkar hafi
tekið vel á móti þér og þú sért um-
vafin björtu ljósi, í faðmi ástvina
okkar sem farnir eru. Elsku Heiða,
þú varst alltaf svo góð við litla
bróður. Þegar við vorum krakkar á
Sölvhólsgötunni man ég ekki betur
en að þú leyfðir oft litla bróður að
vera með þegar þú varst í leikjum
með vinum þínum. Mikið var
spennandi þegar við fluttum inn á
Réttarholtsveg, þvílík breyting frá
því að búa í bragga. Þú þurftir ekki
að hafa mikið fyrir því að læra, þú
varst líka svo samviskusöm. Þegar
ég var spurður að því hvort Heiða
væri systir mín, var ég ævinlega
fljótur að svara já með stolti, enda
var ég montinn af því að eiga svona
fallega og góða systur. Mér er
minnisstætt þegar tilstand ung-
lingsáranna byrjaði, þá þurfti að
setja rúllur í hárið en stundum var
úr vöndu að ráða, þegar spurt var
eftir þér. Ég var sendur út til að
segja að þú kæmir eftir augnablik,
á meðan reifstu úr þér rúllurnar,
fórst síðan út og spjallaðir, inn aft-
ur og rúllurnar voru settar í aftur.
Svona var það í þá daga. Svo kom
að því að þú kynntist fyrstu ástinni
þinni, honum Þorvaldi, og þú varst
ófrísk af Súsönnu. Í þá daga var nú
ekki eins nákvæmt með fæðing-
ardaginn og núna í dag, en þú
varst alveg viss með daginn, því
þig hafði dreymt töluna 9 og þú
vissir að barnið ætti að fæðast 9.
janúar, og þar reyndist alveg rétt,
hún fæddist á þessum degi. Það
var mannmargt á heimili foreldra
okkar í þá daga, börn, barnabörn
og tengdabörn og mamma hafði í
nógu að snúast, ellefu og tólf
manns í einu og stundum meira.
En alltaf var nóg pláss, og mikið líf
og fjör og mamma eldaði besta mat
í heimi. Þið Þorvaldur giftið ykkur
svo árið 1966 og stofnuðuð heimili,
Jónína Björk fæddist svo 2. desem-
ber 1973.
Alltaf var náið samband milli
okkar systkinanna, og þær eru
ótaldar veiðiferðirnar í Hítardal til
Rúnu frænku, tjaldað við vatnið
með allan krakkaskarann, þramm-
að yfir hraunið og alltaf þurfti að
bera nokkur yngstu börnin. Stund-
um var allt á floti því það hafði
rignt svo mikið, allar sortir af veðr-
um. Það er spurning hvort náttúra
Hítardalsins hafi ekki átt þátt í að
móta þitt viðmót til náttúrunnar
sem þú naust hverrar stundar sem
gafst. Síðan hafa árin liðið og fjöl-
skyldur okkar systkinanna stækk-
að. Leiðir ykkar Þorvaldar skildu.
Þú leiddir Sússu og Nínu út í lífið
með móðurumhyggju þinni og trú á
Guð.
Elsku Heiða ég þakka þér hve
vel þú hefur reynst mömmu, sem
saknar þín svo sárt og mikið. Ég
efa ekki að þú eigir eftir að kíkja
við og reyna að stuðla að meiri
kærleika okkar hér á jörð. Megi
góður Guð geyma þig kæra systir.
Elsku Sússa og Nína, ég og fjöl-
skylda mín sendi ykkur og fjöl-
skyldum ykkar innilegar samúðar-
kveðjur. Megi góður guð vera með
ykkur.
Guðmundur Bragi
Kjartansson, Stykk-
ishólmi.
Það er komið að leiðarlokum,
tími til að kveðja hinstu kveðju
systur mína, Aðalheiði Kjartans-
dóttur. Minningar fylla hugann,
myndir birtast ein af annarri,
stríðnisglampi í augum, hlátrasköll,
líf og fjör, við hverju er að búast í
sex systkina hópi? Baldur elstur,
þá Heiða eins og hún var alltaf
kölluð, Guðmundur Bragi, Bára,
Jórunn og Gunnhildur Sigríður.
Heiða var frá upphafi fyrirmynd
okkar í einu og öllu frá því að hún
tók þátt í umönnun okkar frá unga
aldri og einnig líka er kom á full-
orðinsár. Ekki var verra að hún
var jafnframt fyrirmynd okkar
systranna í hinum ýmsu dyggðum
kvenlegra kosta, ásamt því að hafa
mikil áhrif á fegurðargildi okkar
hvað viðkom tískustraumum. Heiða
var glæsileg kona, há, grönn og bar
sig vel. Frá unga aldri dáðist ég að
glæsileik hennar og reyndi hvað ég
gat að tileinka mér eitt og annað
frá henni. Mér er minnisstætt að
ég sat í stiganum heima og horfði
niður með andakt á Heiðu hafa sig
til, setja í sig stórar rúllur, túbera,
setja upp hárið í fínustu greiðslu,
að lokum úða að mér fannst heilum
hárlakksbrúsa yfir meistaraverkið.
Svo var það hvernig hún gat geng-
ið öruggum skrefum á þessum fínu
pinnahælum sínum.
Heiða var einstök, lífsglöð, hló
mikið og gerði að gamni sínu, það
var gaman að lifa og hún naut þess.
Ég sjálf komst aldrei upp á lagið
með háu hælana, fór bara í fótlaga
skó hafði lesið um slæmar afleið-
ingar af notkun háhæluðu og
támjóu skónna. Reyndi að gera
Heiðu ljóst hve alvarleg áhrif þetta
gæti leitt af sér en hún var ákveðin
í að halda glæsileikanum, ég var
bara púkó, Heiða gekk hnarreist
um á sínum háu hælum og einnig
seinna meir eftir að hún var farin
að nota sléttbotna skó.
Í bernsku okkar var algengt að
mæður okkar ynnu heima, stjórn-
uðu heimilinu af mikilli festu og
reisn, systkini fengu sín hlutverk
og því var fylgt eftir með vökulu
auga. Heiða tók snemma þátt í að
sjá um okkur yngri systkinin og
varð okkur stoð og stytta sem þró-
aðist í kærleiksríka vináttu á full-
orðinsárum. Gott að rifja upp liðna
tíð og geta brosað að því hvernig
tímarnir breytast og mennirnir
með. Sé fyrir mér okkur systurnar
hengja út þvott í brakandi þurrki,
man ekki betur en að næstum allur
þvottur hafi verið þurrkaður utan-
dyra. Ekki var hægt að fá okkur til
að fara út með þvott ef búið var að
setja í sig hárrúllur, mamma
stríddi okkur á þessum tepruskap.
Nú eru engar snúrurnar og Heiða
löngu hætt að velta vöngum yfir
áliti annarra.
Faðir okkar, Kjartan Guðmunds-
son, rak matvöruverslunina
Bjarmaland á Laugarnesvegi 82
þar sem nú er snyrtistofan Paradís
og þar byrjaði Heiða ung að starfa.
Síðar fékk hún starf við bókhald í
fyrirtækinu Heklu þar sem hún
öðlaðist þá grunnþekkingu í bók-
haldi sem reyndist henni mjög svo
farsæl á starfsævi hennar. Hvert á
fætur öðru yfirgáfum við bernsku-
heimili okkar og héldum út í lífið,
full orku og tilhlökkunar. Í mínum
huga var Heiða alltaf stóra systir,
hún var snemma mikill forustu-
sauður enda í stjörnumerki hrúts-
ins og allir vissu að henni var hægt
að treysta.
Við héldum hópinn á sumrin, fór-
um í útilegur með fjölskyldum okk-
ar og nutum útivistar í náttúrunni.
Það varð að hefð að fara í veiði í
Hítarvatn og koma við hjá Rúnu
móðursystur okkar í Hítardal þar
sem höfðinglega var tekið á móti
okkur, slegið á létta strengi og
hláturinn hljómaði um allt hús, þá
var gott að vera saman á slíkum
stundum.
Það var í þessum ferðum sem ég
kynntist náttúrubarninu Heiðu, að
breiða út faðminn mót sólu, að
anda að sér angan af jörðu, drekka
ferskt lindarvatn, tína jurtir, ber,
matsveppi, fara í fjöru að tína
kræklinga, að fara á vit upprunans,
hún gefur yður það sem yðar er.
Alltaf var Heiða reiðubúin að
rétta hjálparhönd ef til hennar var
leitað, söknuður okkar er mikill,
umhyggja hennar fyrir móður okk-
ar og fjölskyldu og hinn ferski blær
sem barst með Heiðu tilheyrir
minningu um einstaka konu, megi
minning hennar vera ljós í lífi okk-
ar. Guð styrki þig mamma mín, og
leiði ykkur Súsönnu, Baldvin, Jón-
ínu Björk, barnabörn og aðra vini
mót bjartri framtíð.
Þín systir
Bára Kjartansdóttir.
Aðalheiður Kjartansdóttir
!" # $ % &
' $
#(
' )$ * '
' )$ +' &#
' )$ ,
# - #
' )$ . /
' )$ / 0
' )$ ✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLL RÚNAR ÓLAFSSON,
Hringbraut 57,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn
26. mars.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
4. apríl kl. 14.00.
Hlynur Ólafur Pálsson, Ella Hvanney Hlöðversdóttir,
Jóhanna Ólafsdóttir, Brynleifur Siglaugsson,
Ólöf Ólafsdóttir, Kristinn Halldórsson,
Dagmar Pálsdóttir,
María Ósk Pálsdóttir, Brynjar Guðmundsson
og barnabörn.
✝
MARGRÉT ÞORLEIFSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
lést laugardaginn 17. mars
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur.
✝
Ástkær systir mín,
BERGÞÓRA PÁLSDÓTTIR
frá Vesturhúsum
við Eskifjörð,
er látin.
Jarðarförin auglýst síðar.
Magnús Pálsson.