Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 64
hann hafði oft verið svikinn á langri út- gáfuævi og réð ellefu börn- um sínum eindregið frá því að fara tónlistarveginn… 72 » reykjavíkreykjavík „ÞETTA eru smásögur sem allar tengjast laxveiði,“ segir Bubbi um bókina sem hann segir að sé að sumu leyti sannsöguleg, en að öðru leyti skáldskapur. „Hvað er nú satt og hvað er logið? Sumt er skáldskapur, en skáldskapur er samt sannur þegar hann er kominn á blað,“ segir hann. „Sumar sögurnar eru reynslusögur þar sem ég er úti í á. Síðan eru þetta skáldaðar sögur, og sögur sem ég hef heyrt í gegnum tíðina hjá veiðimönnum.“ Bubbi segir svona veiðibók ekki hafa kom- ið út á Íslandi áður. „Þetta er ekki svona hefðbundið eins og við þekkjum úr veiðiflór- unni undanfarin ár, þar sem tekið er viðtal við mann sem þylur upp einhverjar stað- reyndir um hylji, flugustærð og flugulínur og svo framvegis,“ segir Bubbi sem er að fín- pússa bókina þessa dagana, en hún hefur hlotið vinnuheitið Sögur af löxum og stefnir Bubbi á að hún komi út í síðasta lagi fyrir jól. Hann segir bókina eiga að höfða til allra. „Góð veiðisaga stimplar sig inn hvar sem er og það getur hver sem er lesið skemmtilega veiðisögu án þess að hafa hundsvit á flugu- veiði, ef sagan er góð í eðli sínu.“ Gúlagið og stórlaxinn Bubbi hefur stundað laxveiði frá blautu barnsbeini, en hann setti í sinn fyrsta lax sjö ára gamall. „Veiði er mín ástríða og ég er búinn að kynnast alls konar fólki á lífsleið- inni, og heyra mikið af sögum,“ segir hann. „Í bókinni eru sögur sem eru svo ótrúlegar að þær taka lyginni fram, það hefði engum dottið í hug að ljúga slíkum sögum. Þarna er til dæmis saga um mann sem lifði bæði af út- rýmingarbúðir nasista og Gúlagið hjá Stalín. Þetta var veiðimaður sem ég kynntist og ein sagan fjallar um hann, og þessa ótrúlegu lífs- reynslu. Þessi maður lést fyrir nokkrum ár- um en hann veiddi stærsta laxinn sem þá hafði veiðst í viðkomandi á, og sá lax er uppi á vegg í veiðihúsinu,“ segir Bubbi sem nafn- greinir engar ár eða staði í bókinni. „Svo er líka saga af risalaxi í bókinni, laxi sem hafði gífurlega afdrifaríkar afleiðingar fyrir vænt- anlegt hjónaband og líf ákveðins manns.“ Aftur í rokkið? Á næstu dögum ætlar Bubbi svo að hefja æfingar með hljómsveitinni Mínus, en til stendur að þeir félagar gefi sameiginlega út plötu. „Ég fer að setja mig í stellingar, ég hef verið að semja til hliðar við bókina, lög og texta sem ég ætla að vinna með Mínus- mönnum. Ég ætla að fá þá til að vera hljóm- sveitina mína, ég mæti bara með mínar mel- ódíur og mín lög og svo skulum við bara sjá hvernig þeir tækla það,“ segir Bubbi sem hefur lengi verið aðdáandi sveitarinnar. „Ég leitaði til þeirra fyrir löngu síðan, en svo hringdi einn af strákunum og sagði bara: „hvernig er það, eigum við ekki að fara að gera þetta?“ Þannig að núna verður loksins eitthvað úr þessu.“ Á síðustu plötum Bubba hefur kassagít- arinn verið áberandi og minna farið fyrir raf- magnsgítarnum. Aðspurður segist hann ekki vita hvort það muni breytast nú þegar hann gerir plötu með alvöru rokksveit. „Ég get ekki einu sinni svarað því, ég veit ekkert hvernig þeir nálgast lögin mín. Ég set mig ekki í stellingar til þess að semja pönk, rokk eða neitt slíkt. Það verður kassagítar í ein- hverju, en ef að líkum lætur verður meira rafmagn en „akústík“,“ segir Bubbi, en stefnt er að því að gefa plötuna út á þessu ári. Eins og frægt er orðið spilaði Bubbi ásamt stórsveit í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, í janúar. Hann segir að ákveðinn draumur hafi ræst þetta kvöld. „Ég hef alltaf gengið með það í mag- anum að fá að syngja í smóking með stór- sveit. Ég prófaði það í afmælinu umtalaða hjá honum Ólafi og mér líkaði það vel. Það er mergjaður andskoti að vera með svona stór- sveit fyrir aftan sig,“ segir Bubbi og bætir við að hann stefni að því að halda tónleika með stórsveit áður en langt um líður, og gefa svo út plötu í kjölfarið. „Það hefur enginn gert þetta á Íslandi, enda er þetta mjög dýrt. Ég gæti trúað að kostnaður yrði um milljón á kvöldi þannig að það þarf að íhuga þetta vel. En ég hafði enga hugmynd um hvers kon- ar maskína þetta er, þegar svona hljómsveit fer í gang. Þegar ég heyrði „Ísbjarnarblús“ fara í gang fyrir aftan mig var þetta bara svipað og vera með þungarokkssveit fyrir aftan sig. Styrkurinn og hávaðinn er alveg rosalegur,“ segir Bubbi, sem ætlar að finna styrktaraðila til að hjálpa til við fjármögnun. Flytur inn í sumar Bubbi hefur staðið í stórræðum á und- anförnum mánuðum, en hann er að byggja sér hús við Meðalfellsvatn í Kjós. Bubbi seg- ir framkvæmdir um það bil hálfnaðar en hann ætlaði að vera fluttur inn í húsið fyrir löngu. Hann segir að töluverðar tafir hafi orðið á framkvæmdum. „Mér finnst öll seink- un óeðlileg, ég er mjög stundvís maður. Ég ætlaði að flytja inn um áramótin en ég gæti trúað því að ég flytti inn í júlí,“ segir Bubbi sem flytur þá inn með unnustu sinni, Hrafn- hildi Hafsteinsdóttur, og Isabellu Ósk, dóttur hennar og stjúpdóttur Bubba. Morgunblaðið/Einar Falur BUBBI BYGGIR ÞRÁTT FYRIR AÐ LÍTIÐ HAFI HEYRST FRÁ BUBBA MORTHENS AÐ UNDANFÖRNU HEFUR HANN MÖRG JÁRN Í ELDINUM. HANN ER AÐ UNDIRBÚA UPPTÖKUR MEÐ HLJÓMSVEITINNI MÍNUS, AÐ LJÚKA VIÐ AÐ SKRIFA BÓK, AÐ BÚA SIG UNDIR FLUTNINGA AUK ÞESS SEM HANN GENGUR MEÐ ÝMSAR HUGMYNDIR Í MAGANUM. JÓHANN BJARNI KOLBEINSSON SPJALLAÐI VIÐ KAPPANN. www.bubbi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.