Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 32
lækningar 32 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ S amþykkt var einróma að stofna félagið, og hlaut það nafnið: Skurðlækna- félag Íslands. Árgjald var ákveðið kr. 50.-“ Svo segir í fundargerð frá stofn- fundi Skurðlæknafélags Íslands 19. mars árið 1957. Sautján íslenskir skurðlæknar sátu stofnfundinn, en formaður var valinn prófessor Snorri Hallgrímsson. „Á þessari hálfu öld frá stofnun félagsins hafa framfarir í skurð- lækningum verið gríðarlegar,“ seg- ir Tómas Guðbjartsson, núverandi formaður. „Þegar litið er á gamlar myndir úr aðgerðum sést að mörg verkfæranna eru enn á sínum stað og þau heita jafnvel sömu nöfnum. Sem betur fer hafa þó ný verkfæri bæst við og sum eru búin há- tæknibúnaði eins og leysigeisla.“ Forverar Tómasar í skurðlækna- stétt töldu nauðsynlegt að samein- ast í félagi, „bæði til að fylgjast með málum, sem einkum varða þennan starfshóp lækna, en einnig til að hafa samband við skurðlækna annarra landa og þá einkum Norð- urlandanna“. Enn er markmið Skurðlækna- félags Íslands hið sama. Félags- menn eru nú tæplega 100 og af báð- um kynjum. Fjöldi kvenna er rýr enn sem komið er. Fyrsta konan gekk í félagið á sjöunda áratugnum og í dag eru 10 konur innan vé- banda þess. Formaður félagsins sér þó fram á þá jákvæðu þróun að konum muni fjölga hratt innan fé- lagsins á næstu árum, enda konur ríflega helmingur þeirra sem nú stunda læknanám og margar konur erlendis í sérnámi. Fengur í einkamyndum Í tilefni 50 ára afmælis Skurð- læknafélags Íslands hefur gjörða- bók félagsins frá árunum 1957– 1980 verið gefin út á prenti. Kjara- mál læknanna komu oft til umræðu á fundum félagsins og félagar fluttu gjarnan fræðsluerindi fyrir kollega sína. Skurðlæknar voru þá sem nú iðnir við að sækja skurð- læknaþing erlendis. Fyrsta skurð- læknaþingið var haldið hér á landi á Akureyri árið 1972 og um leið var samþykkt að halda slíkt þing á tveggja ára fresti. Skurðlækna- þingi 2007 lauk í gær, laugardag. Tómas Guðbjartsson formaður segist hafa leitað víða fanga þegar ákveðið var að gefa gjörðabókina út, enda vildi hann myndskreyta hana ríkulega. Hann fann myndir í eigu sjúkrahúsanna og hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur, en mesti fengurinn fannst honum að mynd- um úr einkasöfnum skurðlækna. „Þar kom meðal annars í ljós mynd frá 1955, tveimur árum fyrir stofnun félagsins, en hún var tekin þegar danskur skurðlæknir var í heimsókn og gerði heilaskurð- aðgerð á Landakotsspítala. Slíkar aðgerðir voru fátíðar á þeim tíma, enda mjög flóknar og verkfæri skurðlækna ekki eins góð og nú. Einnig munar miklu, að tæki til myndgreiningar voru miklu ófull- komnari en nú og því erfitt að stað- setja æxli nákvæmlega fyrir að- gerðir, svo dæmi sé tekið.“ Fyrir 50 árum voru þó margs konar aðgerðir gerðar hér á landi og má þar nefna ýmsar bæklunar- aðgerðir vegna beinbrota og ýmsar aðgerðir á kviðarholi, til dæmis vegna nýrnasteina og magakrabba- meins, sem var töluvert algengara á árum áður. „Smám saman fóru menn að gera heilaaðgerðir, en hjartaaðgerðir voru hins vegar ekki gerðar hér fyrr en í júní árið 1986, en áður höfðu sjúklingar verið sendir í aðgerðir til annarra landa.“ Margir höfðu miklar efasemdir um hjartaskurðlækningar hér á landi og töldu lækna færast of mik- ið í fang. Átta mánuðum eftir fyrstu aðgerðina var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Þá hafði Morgunblaðið eftir forstjóra Rík- isspítalanna að útlit væri fyrir að fjöldi hjartaskurðaðgerða hér á landi færi langt fram úr áætlunum. Nær allir sjúklingar kusu að leggj- ast undir hnífinn hérna heima, í stað þess að fara utan. Þeir treystu íslenskum skurðlæknum fyllilega til verksins. Núna gera íslenskir skurðlæknar velflestar aðgerðir sem þekkjast, með einni undantekningu þó. „Stærri líffæraflutningar, eins og hjarta- og lungnaflutningar, eru ekki gerðir hér á landi, heldur eru íslenskir sjúklingar sendir til Kaupmannahafnar. Tilfellin hér á landi eru svo fá að við sjáum ekki fram á að þessir stærri líffæra- flutningar verði gerðir hér á landi á næstunni. Við erum hins vegar farnir að gera nýrnaflutninga úr lif- andi gjöfum. Áður þurftu nýrna- þegar og -gjafar að fara í aðgerð til Danmerkur. Slíkar aðgerðir eru al- gengari en hjarta- og lungnaflutn- ingar.“ Fjölbreyttur bakgrunnur Og enn verða framfarir. Næsta stóra skrefið í hjartaskurðlækn- ingum verður þegar hjálparhjarta verður grætt í sjúkling hér á landi. Tómas segir að fjölbreyttur bak- grunnur íslenskra skurðlækna, sem hafa menntað sig í Svíþjóð, Banda- ríkjunum, Englandi, Noregi, Dan- mörku, Hollandi, Frakklandi og víðar, hafi haft áhrif á þróun skurð- lækninga hér á landi. „Íslenskir skurðlæknar hafa ekki eingöngu náð sér í þekkingu erlendis, heldur komist í góð sambönd við kollega sína og þau sambönd hafa nýst vel, bæði í aðgerðum og við rannsóknir. Raunar vil ég að aukin áhersla sé lögð á rannsóknir skurðlækna. Ég Morgunblaðið/Ásdís Skurðlæknar Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og formaður Skurðlæknafélags Íslands og Hulda Brá Magnadóttir, heila- og tauga- skurðlæknir, standa við sjónvarpsskjá, ljósgjafa og gasdælu. Tækin eru notuð við kviðar- og brjóstholsaðgerðir með aðstoð kviðsjár. Þessi tækni ruddi sér til rúms í byrjun níunda áratugarins og er t.d. nær alveg búin að ryðja hefðbundinni gallblöðrutöku til hliðar. Í baksýn eru starfsfélagar Tómasar og Huldu Bráar önnum kafnir við gallblöðruaðgerð. Heilaaðgerð Þrátt fyrir frumstæða tækni á nútíma mælikvarða hófust heilaskurðaðgerðir snemma. Myndin er tekin við slíka aðgerð á Landa- kotsspítala árið 1955. Aðgerðina framkvæmdu Dr. Busch frá Danmörku og Bjarni Jónsson. » Við Íslendingar viljum gjarnan eiga nýj-ustu og bestu tækin og það á líka við um skurðlækna. Hins vegar eru þær miklu framfarir sem orðið hafa í skurðlækningum undanfarna áratugi afrakstur samstarfs allra þeirra, sem starfa innan sjúkrahús- anna. Greiningartækni röntgenlæknanna hefur fleygt fram, svæfing er miklu öruggari en áður og öll gjörgæslumeðferð er miklu öflugri en hún var. Framfarir í hjúkrun hafa líka verið miklar og svo mætti lengi telja. Gríðarlegar framfarir á h Klæðnaður Skurðlæknar fyrri tíma voru hvítklæddir og báru mikil klæði fyrir vitum. Á þessari mynd sem tekin var um miðjan fimmta áratug síðustu aldar er skurðlækn- irinn Stefán Björnsson með slíkan andlitsmaska. Hjálparhjarta Á næstunni er reiknað með að hjálparhjarta verði í fyrsta sinn komið fyrir í íslenskum sjúklingi. Hjálparhjartað er dæla, sem tengd er hjarta sjúklingsins og er tilgangurinn að hvíla hjarta hans tímabundið, á meðan það er að jafna sig eftir alvar- legt áfall. Dælan sjálf er inni í málmhólk nálægt hjartanu. Styttri leggurinn tæmir blóð úr vinstri slegli hjartans, dælir því inn í ósæðina og hvílir þannig hjartað. Utan líkamans er svo stýriein- ing fyrir dæluna og rafhlöður sem knýja tækið áfram, en sá bún- aður er ekki sýndur á myndinni. Skurðlæknafélag Íslands var stofnað af 17 skurð- læknum fyrir 50 árum. Á hálfri höld hafa orðið miklar framfarir og Ragnhildur Sverr- isdóttir komst að því að næsta stóra skrefið verð- ur þegar hjálparhjarta verður grætt í sjúkling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.