Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 55
HUGVEKJA
stjörnuspá apríl
Þér finnst mánuðurinn byrjar með brambolti, en með
sólina í merkinu þínu geturðu tekist á við hvað sem er!
Mars og Plútó eru samstilltar á fullu tungli í vog þann 2.
apríl. Þú ert til í smá hasar, en hvernig er dómgreindin
þín og félagsfærni? Láttu á það reyna en vertu varkár
bæði í ástum og peningamálum. Undir áhrifum þessara
stjarna geta aðstæður orðið svolítið ýktar. Eitthvað eða
einhver er ekki tilbúinn fyrir það sem þú vilt bera á borð.
Risavaxinn Júpíter snýr aftur 6. apríl, og þá ættirðu að
enduskoða hugmyndir þínar um þenslu. Vertu þó á varð-
bergi fyrir óvinum og hindrunum og snertu ekki sjálfs-
eyðingartakkann! Þú skalt vinna á bakvið tjöldin næstu
vikurnar.
Hrútur 21. mars - 20.apríl
Þú ættir að taka því rólega með sólina í hrútsmerkinu.
Leyfðu heiminum að snúast á sínum hraða. Hvíldu þig
meira en vanalega. Þú ættir að fylgjast meira með og
taka minni þátt, þótt þú þurfir auðvitað að framkvæma
vissar grunnaðgerðir. Þú getur – og ættir að – bæta
vinnureglur þínar. Fullt tungl í vog þann 2. apríl mun
gefa þér góða sýn á það. Samstarfsfólk þitt kemur við
sögu þegar þú fínstillir nálgunaraðferðir þínar. Þú
stendur þig vel og færist upp um þrep í metorðastig-
anum. Hafðu þó í huga að vera stimamjúkur í samn-
ingum við yfirmanninn til þess að það nái fram að ganga.
Eftir það skaltu halda aftur af þér og horfa á stöðuna úr
fjarlægð. Brostu breitt því þú ert frábær.
Naut 20. apríl - 21. maí
Byrjaðu mánuðinn vel með smá geggjun. Fáðu vini
þína í lið með þér og látið öllum illum látum, eða fáið
útrás með hugmyndaríkum samræðum og klikkuðum
hugmyndum. Þú sérð ekki eftir því. Með Satúrnus í
ljónsmerkinu ættirðu að freista gæfunnar í félagsskap
við aðra. 6. apríl hreyfist Júpiter aftur á bak. Þá hægir
hins vegar á tímabili þar sem þú vex í samskiptum við
aðra. Þú klippir jafnvel á sambönd eða tekur þér pásu
frá vissum aðilunum. Ef ekki, þá ættir þú ef til vill að
endurskoða viðkomandi samband. Þú ættir að gera
skurk í framamálunum eða takast á við nýtt ábyrgð-
arhlutverk á vinnustað. Ekki láta minniháttar átök
koma þér á óvart.
Tvíburi 21. maí - 20. j́úní
Þegar sólin er í hrútsmerkinu á krabbinn að helga líf sitt
viðskiptum, atvinnulífinu og samningum við yfirvöld.
Með risastóra Júpíter í bogmanni og Satúrnus í ljóni,
skapast forsendur fyrir nýju ævintýri þar sem peningar
og nýtt atvinnutækifæri koma við sögu. Þú gætir þurft
að þræða fína línu svo allt gangi upp. Þú ættir að taka til
endurskoðunar vinnuaðferðir þínar. Hugsaðu þig vel um
áður en þú gerir stórfelldar breytingar. Upplýsingar frá
útlöndum hafa áhrif á stóru myndina og gætu ýtt af stað
spennandi ferli. Á annan í páskum geta orðið sam-
skiptaörðugleikar innan fjölskyldunnar og þá skiptir öllu
að semja. Ef þú ert að ferðast skaltu setja öryggið á odd-
inn.
Krabbi 21. júní - 22. júlí
Ljónið ætti að huga að framtíðinni núna þegar sólin er í
hrúti. Líka að stóru myndinni og taka inn í hana ferðalög
og vini erlendis. Þegar fullt tungl birtist í vog þann 2.
apríl, ná samskipti hámarki og ýmis ný tækifæri koma í
ljós. Hins vegar verða líklega einhver sambandsslit,
hvort sem það er í vinnunni eða íeinkalífinu. Þú ert tæp-
ur á tauginni, svo þú ættir að slappa af. Þegar mars fer
inn í fiskamerkið 6. apríl gætir þú stressast enn meira
upp. Þú verður að gæta þín að losa ekki um spennuna
með því að eyða í vitleysu eða stunda kynlíf sem þú sérð
eftir. Venus fer inn í tvíburana 12. apríl, þá lýsist lífið
upp og þú ert umkringdur vinum í bestu hugsanlegustu
aðstæðum. Njóttu!
Ljón 23. júlí - 23. ágúst
Í upphafi mánaðar verða peningar í brennideplinum hjá
meyjunni. Ekki síst peningar í sameign og fjárhagslegar
skyldur. Reyndu að gera þér grein fyrir hvert þú ert að
stefna í peningamálum, og svo skaltu bregðast við á við-
eigandi hátt. Það verður fullt tungl á morgun sem beinir
ljósinu að einkaeyðslunni. Þá gerir þú þér grein fyrir
hvað má og ekki má. Þessi hlutur fjármálanna skiptir
sköpum. Stjörnurnar standa með þér í þessu átaki. Ekki
taka neina áhættu og vertu mjög hreinskilinn við fólk.
Kannski verða tafir eða eitthvað villir þér sýn. Það máttu
ekki taka nærri þér heldur halda ótrauður áfram. Þú
kemst á leiðarenda með bros á vör. Þú hefur sjaldan ver-
ið ánægðari.
Meyja 23. ágúst - 23. september
Þegar Júpíter hreyfist aftur á bak 6. apríl ættir þú að
nota tækifærið og fara yfir ýmiskonar mál, einsog nám,
viðskipti og samskipti. Þarftu kannski að breyta aðferð-
um þínum eða stefnu? Myndi hjálpa til að ferðast? Þar
sem Mars fer inn í fiskamerkið sama dag, gætu orðið ein-
hver átök varðandi vinnu og heilsu. Þú munt breyta venj-
um þínum og gera vissa hluti daglega. Vertu á varðbergi
gagnvart slysum eða öðrum hindrunum á ferðalögum
alla vega fram yfir 10. apríl. Eftir það verður meira en
nóg að gera og þú í miklu stuði. Nýtt tungl í hrúti þann
17. apríl sér til þess að þú leggir grunninn að nýjum
kynnum sem eiga eftir að skipta þig miklu og breyta lífi
þínu.
Vog 23. september - 22. október
Nú ættir þú að beina kastljósinu þínu að vinnunni, heils-
unni og daglegri rútínu. Á morgun gerir þú þér grein
fyrir hver staðan er í lífi þínu, sérstaklega á þessum svið-
um. Það borgar sig að vera með púlsinn á heilsunni og
gæta að þreytumerkjum og orkutapi. Einhver í þínum
innsta hring hefur áhrif á þig með skapsveiflum. Reyndu
að taka því með jafnaðargeði. Kannski þessi mannvera
muni hafa jákvæð áhrif á ákvarðanir þínar varðandi
vinnuna. Mikill kraftur kemst í áætlanir sem snúa að
fjölskyldunni og fjölskyldulífinu frá og með 5. apríl. Upp-
lagt er að setja nýjar reglur bæta lífið ykkar þann 17.
apríl. Ástarmálin munu ráða ríkjum seinni hluta mánð-
ararins.
Sporðdreki 23. október - 21. nóvember
Með sólina í hrútsmerkinu blasa við þér ljúfir dagar þar
sem þú leggur áherslu á ástina, slökun og skemmtun. Á
fullu tungli á morgun verður þú í sambandi við réttu vin-
ina til að fá útrás með. Reyndu nú samt að hafa hemil á
þér, og ekki verða fyrir vonbrigðum ef einhvern vantar í
hópinn. Þú færð það sem þú vilt þann 5. apríl ef þú legg-
ur þig nógu mikið fram. Þú munt líklega aðstoða mjög
sterka masnneskju, og það hefur jákvæð áhrif seinna
meir. Á annan í páskum skaltu reyna að forðast árekstur
innan fjölskyldunnar, og athugaðu sérstaklega öryggi
heimilisins og slysavarnir. Daginn eftir munu ný æv-
intýri og tækifæri bíða þín. Ræktaðu ástarsamband og
vinskap.
Bogmaður 22. nóvember - 21 desember
Heimilið og fjölskyldan eru þér ofarlega í huga nú þegar
sólin skín í hrútnum. En þegar tunglið fyllist á morgun
mun framinn eiga hug þinn allan, samskipti við yfirvöld,
ábyrgð og skyldur. Þú þarft að meta hvorum mála-
flokknum þú vilt sinna, en reyna að gera vel við báða.
Eitthvað fer á annan veg en þú ætlaðir þér, en við því er
ekkert að gera. Ekki vera leiður, þetta er ekki þér að
kenna. Þú mátt búast við spennu í andrúmsloftinu og
einhverjar tafir þegar kemur að peningum og ástum,
þessar tvær fyrri vikur mánaðarins. Vertu þolinmóður
og hafðu í huga að æsa þig ekki við fólk að óþörfu.
Áhrifaríkar stundir eiga sér stað og það mun hafa áhrif á
fjármál heimilisins – til hins betra.
Steingeit 22. desember - 20. janúar
Nú þegar sólin er í hrúti ættir þú að taka mikilvægar
ákvarðanir sem snúa að ferðalögum og ævintýra-
mennsku. Ertu búinn að ákveða hvert skal halda í sum-
arfrí? Ef ekki, gerðu það þá nú. Annars má líka fara vel
yfir smátriðinin í ferðaáætluninni. 6. apríl hreyfist Júpi-
ter aftur á bak. Þá skaltu vera búinn að sinna þeim mál-
um sem snúa að samskiptum við fólk sem þér finnst frek-
ar leiðilegt. Ef beðið er með það, gæti hitnað í kolunum
og jafnvel soðið upp úr! Sama dag fer mars inn í fiska-
merkið. Þá má taka til hendinni heima við og jafnvel gera
vorhreingerninguna svona í fyrra lagi. Láttu ekki koma
þér á óvart ef enginn vil hjálpa þér. Þú tekur þá til fyrir
sjálfan þig - með bros á vör.
Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar
Finnst þér þú ekki fullur orku? Með sól í hrúti ættir
þú að fara út að skokka eða jafnvel beina orkunni á
enn nytsamari brautir. Viltu ekki hjálpa einhverjum
sem þarfnast hjálpar? Er ólétt vinkona að flytja? Eftir
á verður þú líka mjög ánægður með sjálfan þig. Sam-
skipti ganga mjög vel þegar góða skapið leikur við þig
og njóttu þess. Hvernig væri að bjóða fólki heim? Þú
skalt samt ekki búast við að allir séu í jafn góðu skapi
og þú, en þú lætur það ekki á þig fá. Ekki hika þegar
þú færð góða skapandi hugmynd. Hrintu henni í fram-
kvæmd og fáðu aðra fjölskyldumeðlimi í lið með þér.
Vittu til, þetta sameinar ykkur meira en öll heimsins
vandræði hafa gert.
Fiskar 20. febrúar - 20. mars
Þ
etta hafði gengið
upp og ofan.
Hinir lærðu
flestir verið á
móti því sem
trésmiðurinn frá Nasaret
hafði verið að boða og fram-
kvæma en alþýðan með, sá
hvað var að gerast og skynj-
aði að það var eitthvað mik-
ilfenglegt. Fyrir henni voru
engar kenningar að þvælast,
engin gleraugu sem allt af
þessum toga varð að skoðast
með. Nei, reynslan ein og
sér var henni fullnóg.
Hér var ekki bara maður
á ferð, það var greinilegt. Úr aug-
um hans skein ljós, ekki af þessum
heimi, og bjartara en sólin. Í
brjósti hans var uppsprettu alls
hins góða að finna. Í höndunum bjó
kraftur eilífs lífs. Og tungan var lít-
ilmagnanum hlý. Alltaf.
Svo kom pálmasunnudagur.
Frá innreið meistarans í höf-
uðborg Gyðingalands er sagt í öll-
um guðspjöllunum fjórum – nánar
tiltekið í 21. kafla Matteusarguð-
spjalls, 11. kafla Markúsarguð-
spjalls, 19. kafla Lúkasarguð-
spjalls og 12. kafla
Jóhannesarguðspjalls.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sókn-
arprestur í Langholtskirkju í
Reykjavík, komst svo að orði í út-
varpsmessu um þetta leyti árið
2002:
Hún er um margt undarleg
þessi vika sem nú er hafin, kyrra-
vika – síðasta vikan fyrir páskahá-
tíðina – svo þrungin andstæðum en
um leið eru mestu leyndardómar
fagnaðarerindisins fram reiddir.
Hósíanna, hrópaði fólkið er Jes-
ús reið inn í borgina helgu, bless-
aður sé sá sem kemur í nafni
Drottins. Mikil eftirvænting bjó
með þeim – að þeir atburðir voru
að rætast sem Guð hafði gefið fyr-
irheit um fyrir munn spámanna –
að Messías var á leið til borg-
arinnar til að sigra …
Fáum dögum síðar var hrópað
af lýðnum í sömu borg: Krossfestu,
krossfestu – þegar varnarmenn
hefða og valda beittu áhrifum sín-
um.
Þeir eru þrungnir andstæðum
næstu dagar, og saman end-
urspegla þeir hina mestu gleði og
eftirvæntingu allt eins og hin
mestu vonbrigði og sorg; þ.e. öll
litbrigði mannlegs lífs …
Þetta er vel mælt.
Dagarnir, sem framundan eru,
eiga að vera okkur kennslustund.
Þar erum við einungis beðin um að
muna tvennt og hugleiða: Annars
vegar mannlegan breyskleika og
hins vegar guðlega forsjá og stað-
festu. Hið fyrr nefnda þarf ekki að
útskýra, grunnurinn liggur í text-
anum hér að framan, en hinu síðar
nefnda er rétt að skerpa aðeins á,
þó ekki væri nema til áminningar.
Í öllu þessu ferli – úr Betlehem og
til Golgata – var einn sem aldrei
hvikaði, þótt vindar blésu sterkir í
móti, heldur gekk veginn ótrauður
alla leið. Til þess var hann kominn.
Þessi punktur er afar mik-
ilvægur, því hann varðar í raun alla
framtíð okkar og heill. Jesús Krist-
ur er nefnilega enn á ferð. Það
tókst ekki að stöðva hann. En allt
hefur sinn tíma, og upprisunni
verður fagnað um næstu helgi.
Núna er að skoða aðdragandann.
Í guðspjöllunum segir, að fólkið
hafi þennan tiltekna dag lagt flíkur
sínar í götuna og veifað pálma-
greinum. Slíkt var einungis gert
þegar konungar voru á ferð. Um
symbólíkina á bak við þetta ritaði
sr. Kristján Valur Ingólfsson, lekt-
or við guðfræðideild Háskóla Ís-
lands, 9. apríl árið 2006 á
www.kirkjan.is:
Ísrael er á leið frá Egyptalandi.
Sex vikur eru liðnar frá því að
þau lögðu af stað þaðan.
Í dag, pálmasunnudag, eru liðnir
sex sunnudagar í föstu.
Ísrael hvílist í Elím.
Elím er vin, með vatnslindir og
pálmavið.
Vin er staður hvíldar og nær-
ingar.
Þar er endurnæring til lífs og
sálar.
---
Það voru pálmatré í Elím forð-
um. Pálmar eru heilög tré frá
fornu fari. Pálmaviðurinn hefur
mörg tákn sem orðið hafa til á
löngum tíma. Eitt er tákn friðar og
blessunar í fjölskyldu og heimili.
Annað er tákn lífsins.
Í Róm var pálmagreinin tákn
um sigur í orustu.
Hjá hinum kristnu varð hún
tákn um sigurinn yfir dauðanum.
Mynd af pálmagrein er að finna
á mörgum elstu legsteinum krist-
inna.
Pálmagreinar eru tákn písl-
arvottanna og boða sigur lífsins yf-
ir máttarvöldum heimsins.
Sérstakar pálmavígslur voru
hluti af trúariðkun kristninnar og
komu snemma til sögunnar.
Pálmasunnudagur var í sumum
löndum kallaður græni sunnudag-
ur. Með honum mætti kirkjan hin-
um forna sið náttúrudýrkunar-
innar að fagna nýju lífi, nýjum
gróanda, og gerði að helgum siðum
kirkjunnar. Fólkið tók með sér
sprota af brumandi trjám til kirkju
þar sem þeir voru blessaðir.
Pálmagreinar voru blessaðar og
bornar heim. Þeim er stillt upp bak
við krossinn heima í húsinu, eða úti
á akri, eða í gripahúsunum.
Þannig minntist söfnuðurinn
komu Krists í kirkjunni og komu
vorsins í náttúrunni.
Og gerir enn.
Græni
sunnudagur
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Með pálmasunnudegi rennur upp helgasta vika
kristindómsins, sem landsmenn flestir kalla nú-
orðið dymbilviku eða páskaviku, en heitir einn-
ig fleiri nöfnum, s.s. kyrravika og efsta vika.
Sigurður Ægisson er með atburði hennar til
umfjöllunar í dag.