Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 17 »Ég fékk tak í bakið, sann-kallað Grettistak. Halldór Gylfason leikari um ástæðu þess að fresta verður frumsýningu á söng- leiknum Gretti um þrjár vikur. Halldór fer með hlutverk Grettis. »Ég átta mig hreinlega ekki áþví hvernig dómskerfið getur brugðist í svona máli, þar sem svo augljóslega er brotið gegn fiðhelgi einkalífs og kynfrelsi. Gísli Hrafn Atlason , félagi í Femínista- félaginu, um sýknudóm sem kveðinn var upp yfir ungum manni sem myndaði sof- andi stúlku án fata í rúmi hans með far- síma sínum og sýndi fólki afraksturinn. »Við gæslu öryggis borg-aranna skiptir samstarf við aðrar stofnanir en hermála- yfirvöld austan hafs og vestan hins vegar meira máli en fyrr í sögu okkar, þegar lagt er mat á hættur, sem að kunna að steðja. Björn Bjarnason , dóms- og kirkju- málaráðherra, í yfirgripsmiklu erindi sem hann flutti á fimmtudag á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. »Mér finnst það ekki við-unandi að 15 ára ungmenni sé í fangelsi en hugsanlega er ástæðan úrræðaleysi lögregl- unnar. Steinunn Bergmann , formaður Barna- verndar Reykjavíkur, um mál 15 ára drengs, sem sætti einangrunarvist á Litla-Hrauni vegna vopnaðs ráns í 10–11- verslun í Hafnarfirði. Drengnum var sleppt úr haldi á miðvikudag. »Aðeins sál mín kemur nakinfram á þessari plötu. Af- klædd og afklæmd. Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker um nýja plötu sína, sem gefin er út í takmörk- uðu upplagi á Íslandi en kemur líkast til út í fjölmörgum Asíulöndum á næsta ári. » Svo endaði með því þegarmýsnar geispuðu golunni að ég fór og keypti mér rottur í staðinn. Margrét Nilsdóttir , sem heldur tvær rott- ur, Ívar og Baldur, sem gæludýr. »Mér finnst skipta gríðar-miklu máli að Óperan sé í sterkum tengslum við almenn- ing í landinu og áhorfendur. Stefán Baldursson , nýráðinn óperustjóri. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Eggert Gagntekinn Halldór Gylfason mæt- ir brátt til leiks í hlutverki Grettis. Rumsfeld varnarmálaráðherra og Johns Bolton, sendiherra hjá Sam- einuðu þjóðunum, er skýrlega til vitnis um. Og fleiri hugsjónamenn neðar í valdakerfinu hafa einnig neyðst til að axla sín skinn. Skipun Roberts Gates í embætti varnar- málaráðherra og ummæli hans síð- ustu mánuði eru ennfremur prýðileg staðfesting þessa; þar fer varfærinn raunsæismaður af gömlum skóla. Valdníðingum léttir Um afleiðingar þessa, raunveru- legar og mögulegar, mætti hafa mörg orð. Miklu skiptir að með slíkri breytingu léttir þeim þrýstingi, sem Bandaríkjamenn hafa beitt banda- menn sína, einkum í Arabaheimin- um, um að þeir innleiði lýðræðislega stjórnarhætti. Á dögunum var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Egypta- landi um pólitískar breytingar sem ganga þvert á áætlanir Bush-stjórn- arinnar um „lýðræðisvæðingu“. Þar á bæ greindu menn stöðuna og voru ekki lengi að bregðast við. Hið sama gildir um Sádi-Arabíu. Ráðamenn í ríkjum á borð við Pakistan og Azerbaídsjan (þar sem einræðis- herrann Ilam Alijev er við völd) hafa einnig nýtt sér þennan „slaka“ og eiga áfram samstarf við Bandaríkin. Í Bandaríkjunum nýtur sú skoðun nú nokkurs fylgis að Bush-stjórnin hafi með gáleysislegri ef ekki bein- línis galinni framgöngu sinni styrkt valdníðinga í sessi. Rökin eru þau að þessum mönnum hafi tekist að spyrða saman kröfu um lýðræðisleg- ar umbætur og þann rétt, sem Bandaríkjamenn hafi áskilið sér til að grípa inn í rás atburða. Þannig hafi einræðisherrum auðnast að leggja að jöfnu andstöðu við lýðræð- isþróun og „heimsvaldastefnu“. Fyrir liggur að Bush forseti er af- ar þrjóskur maður, „staðfastur“ eins og það kallast á vettvangi stjórnmál- anna. Slík umskipti heimilar hann ekki nema brýna nauðsyn beri til; sýn hans og afstaða hefur tæpast tekið stakkaskiptum. Vísast kemur það í hlut arftaka Bush að koma her- liðinu út úr Írak og hið sama kann að gilda um mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkuáforma klerkastjórnarinn- ar í Íran. Framkvæmd stefnunnar út kjörtímabilið virðist hafa verið ákveðin og hún felur í sér fráhvarf frá mörgum þeim hugsjónum, sem Bush forseti lagði upp með er hann hófst til valda vestra. sjónvarp. Skjaldbökuæðið náði hins vegar hámarki þegar sett voru á markað alls konar leik- föng að fyrirmynd skjaldbakanna. Í kjölfarið fylgdi svo fatnaðurinn, skólatöskurnar, pennaveskin, tölvuleikirnir, Pez-kallarnir, morgunkornið og myndavélarnar, svo fátt eitt sé talið. Kvikmyndin Teenage Mutant Ninja Turtles frá 1990 nýtti sér snilld brúðugerðar- mannsins Jims Hensons til að lýsa sögu skjaldbökudrengjanna snjöllu. Framhaldsmyndir voru gerðar árin 1991 og 1993, en vin- sældirnar fóru dvínandi. Upp á síðkastið hefur markaðs- fólki í henni Ameríku tekist að vekja aftur áhuga á skjaldbök- unum. Nýjar teiknimyndir birtast á sjónvarpsskjánum og nú er tölvuteiknuð mynd í fullri lengd komin í kvikmyndahúsin. Í henni er sögð saga hinna hugumprúðu og baráttuglöðu, sem hafa tvíst- rast víða um lönd, en sameinast að sjálfsögðu í baráttunni gegn illum öflum. Enn ber ekkert á að jafnmikið æði sé í uppsiglingu og fyrir hartnær 20 árum, en til að hafa vaðið fyrir neðan sig er e.t.v. rétt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að leika sér ekki í holræs- um. Hægt er að sækja um störf hjá Alcoa Fjarðaáli á capacent.is (áður IMG-Mannafl). Nánari upplýsingar fást á www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur (sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is) og Helgu Snædal (helga.snaedal@capacent.is) hjá Capacent í síma 540 1000. Tækifæri til að nýta og njóta Á Mið-Austurlandi er að myndast öflugur byggðaklasi í skjóli einstakrar náttúru, friðsæll og fjölskylduvænn staður. Hátt í þúsund ný framtíðar- störf bjóðast fólki með margs konar menntun og reynslu. Með eflingu atvinnulífs og fjölgun íbúa skapast fjölbreytt viðskiptatækifæri fyrir hugmyndaríka frumkvöðla. Sveitarfélög á Mið-Austurlandi hafa kostað kapps um að styrkja innviði samfélagsins og hundruð nýrra íbúðarhúsa eru að rísa. Á svæðinu er yfirbyggður knattspyrnuvöllur, glæsilegar útisundlaugar og frábært skíðasvæði. Þjónusta á Mið-Austurlandi færist stöðugt nær því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu og neytendur hafa úr mörgu að velja. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, á landi, í lofti og á sjó. Tækifæri til hvers konar útivistar eru fjölmörg. Fallegar gönguleiðir eru við hvert fótmál, stærsti skógur landsins og góðir hálendisvegir. Hægt er að stunda hvers kyns veiðar, hestaíþróttir njóta vaxandi vinsælda og golfurum fjölgar stöðugt. Einnig bjóðast frábær tækifæri til afþreyingar, listirnar dafna og íþróttastarfsemi er öflug. www.alcoa.is Framleiðslustarfsmenn Okkur vantar fleiri eldhressa starfsmenn í álframleiðslu og málmvinnslu. Til framleiðslustarfsmanna eru ekki gerðar ákveðnar kröfur um menntun eða kunnáttu. Allir fá viðamikla þjálfun og fræðslu í fyrirtækinu. Verkefni hvers starfsmanns verða fjölbreytt og mikið er lagt upp úr starfsþróun og símenntun. Rafiðnaðarmenn og véliðnaðarmenn Við leitum að faglærðum rafiðnaðarmönnum og véliðnaðar- mönnum til að sinna viðhaldi tækja og búnaðar í hátæknivæddu álveri Fjarðaáls. Hjá fyrirtækinu verða um 120 tæknimenntaðir starfsmenn. Faglegur metnaður og stöðug þróun verða leiðarljós okkar inn í framtíðina. Öll störf henta bæði konum og körlum. Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl. Viðkomandi munu hefja störf á næstu sex mánuðum. Síðustu 100 störfin í boði ÍS L E N S K A /S IA .I S /A L C 3 69 26 0 3/ 07 Gríptu þitt tækifæri Hjá Fjarðaáli er nú búið að ráða hátt í 300 starfsmenn og við leitum enn að fólki sem vill starfa með okkur, að konum jafnt sem körlum. Konur er nú um þriðjungur starfsmanna hjá Fjarðaáli og hlutfall kvenna af starfsmannafjölda í álveri er hvergi í heiminum jafnhátt. Austurland tækifæranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.