Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurjón Magn-ússon fæddist í Strandasýslu 1. mars 1944. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi föstudagin 16. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Magnússon, f. í Kolbeinsvík í Árneshreppi 26.2. 1897, d. 28.2. 1965 og Guðbjörg Guð- mundsdóttir, f. í Ár- neshreppi 20.12. 1904, d. 29.3. 1991. Systkini Sig- urjóns eru Sigrún Jóhanna, f. 29.6. 1928, d. 12.2. 1944, Magnea, f. 18.4. 1930, Hákon Gunnar, f. 18.2. 1933, Sigmundur, f. 7.3. 1939, uppeldissystir þeirra er Sig- rún Guðmunda, f. 12.7. 1944. Sigurjón kvæntist Regínu Pét- eru: a) Regína Angela Ýrr, f. 18.12. 1983, gift Hreini Júlíusi Ingvarssyni, f. 17.3. 1985, börn þeirra eru Rannveig Ýrr og Mar- grét Hanna, f. 21.11. 2005, d. 21.11. 2005 og b) Ingvar Kristinn, f. 26.9. 2006, b) Selma Ósk, f. 7.10. 1987. Sigurjón ólst upp á Kleifum í Kaldbaksvík fyrsta árið en fluttist þá að Drangsnesi. Þar bjó fjöl- skyldan í 4 ár en flutti þaðan til Skagastrandar, þar ólst hann upp til fullorðinsára. Sigurjón stund- aði nám við Iðnskólann á Ak- ureyri þar nam hann húsasmiða- iðn og fékk meistararéttindi í þeirri iðn, hann starfaði við sína iðn með hléum og stundaði einnig sjómennsku. Sigurjón bjó í Reykjavík mestan hluta ævinnar. Útför Sigurjóns var gerð frá Krossinum 27. mars, í kyrrþey að ósk hins látna. ursdóttur, f. 5.7. 1947, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Aðalheiður, f. 13.8. 1967, gift Ísak Kristni Halldórssyni, f. 1.7. 1966, dóttir þeirra er Karítas Kristín, f. 10.6. 2004, fyrir átti Aðalheiður börnin: a) Antoníu Katrínu, f. 19.5. 1985, synir hennar eru Aðalsteinn Elv- ar, f. 29.7. 2002, og Freysteinn Gunnar, 13.6. 2005, og b) Berg, f. 21.2. 1989. 2) Magnús Örn, f. 17.9. 1970, kvæntur Elísabetu Hjálm- arsdóttur, f. 5.5. 1971, börn þeirra eru Hjálmar Rafn, f. 3.5. 2001, og Alda Kristín, f. 30.11. 2006. Fyrir átti Regína dóttur, Rannveigu Ólöfu, f. 20.9. 1965, dætur hennar Elsku pabbi minn. Við vissum hvert stefndi í ágúst síðastliðnum þegar þú greindist með þennan ólæknandi sjúkdóm. Þú fluttir til mín, Ísaks, Begga og Kaju, og ég er svo þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem við fengum saman, þrátt fyrir mikil veikindi. Við vorum góðir vinir áður en þú veiktist en sú ást og vinskapur varð meiri og dýpri en orð fá lýst. Það var oft glatt á hjalla þetta síðasta hálfa ár okkar saman hér á jörðu, við töl- uðum mikið saman um trúna á Guð, lífið og tilveruna, við gátum setið löngum stundum og gleymt okkur í spjalli. Þú varst trúaður maður og naust þess að fara á samkomur með elsku vini þínum og trúbróður, honum Gústa, sem er kær fjölskylduvinur. Þú vissir svo margt um lífið og trúna á Jesú, við urðum sannarlega snert, og sýn mín á lífið og tilveruna hefur breyst mikið síðasta árið og reyndar fjölskyldunnar allrar. Við elskum þig svo mikið, elsku pabbi, og söknum þín og ég hlakka til að koma til ykkar ömmu og afa og allra hinna, þegar minn tími kemur. Ég var bara sex eða sjö ára þegar þið mamma skilduð. Sennilega hefur þetta verið erfiður tími, mikið áfall og breyting fyrir litla stúlku, því minningar mínar frá þessum tíma eru litlar, en ég á margar brúður sem ég man að þú gafst mér, þær eru mér mjög kærar. Ég veit að þú sakn- aðir okkar barnanna þinna mikið og við höfum oft talað um þennan erfiða tíma. Það má segja að ég hafi kynnst þér upp á nýtt þegar ég var orðin 18 ára og var orðin mamma, ég vildi að litla telpan mín kynntist afa sínum. Það er sú afastelpa sem gerði þig svo að langafa 58 ára og aftur 61 árs, svo þú hafðir nóg að gera í afa- og langafahlutverkinu og stóðst þig vel þar. Kaja mín litla og langafastrákarn- ir kalla þig alltaf „sirró“ afa, þau elska þig svo mikið og sakna afa síns. Kaja litla var vön að leggjast upp í rúm til þín bæði hér heima og á spít- alanum, nudda á þér eyrun og klappa þér á kinn og það sást langa vegu hversu heitt þið elskuðuð hvort ann- að. Við Kaja urðum „háðar“ mentol- brjóstsykri meðan þú bjóst hjá okk- ur og það var ósjaldan að ég spurði litlu dömuna hvað hún væri með í munninum og þá kom oftast svarið „mola hjá afa“. Það var svo yndislegt að sjá litlu Kaju kúra í rúminu hjá þér og þrátt fyrir lasleika og þverr- andi krafta hélstu henni svo þétt að þér og brostir þótt þú svæfir. Guð minn ég lofa, þó gisti í kofa, gullið og silfrið mér eigi sé veitt, indæl mín bíður, að afloknu stríði íbúð með gulli og steinum skreytt. Ég á mér bústað á himnanna hæðum, hrörnun ei þekkist við Guðsdýrðar stól. Allir þar mettast af Hans eilífu gæðum. Aldrei til viðjar þar hnígur sól. Reynd var með árum oft trúin með tárum. Tíðum minn koddi, sem Jakobs er steinn. Hásalur fríður, á himni mín bíður, hér, niðri’á jörðu, ég á ei neinn. Hrygg ei ég kvíði, í hættum og stríði hræðist ei fátækt né bugast af eymd. Auðlegð míns hjarta er ættlandið bjarta, er mér þar kórónan fögur geymd. (Höf. ók.) Þetta var eitt af uppáhaldslögun- um þínum og ég er viss um að nýtur núna alls hins góða sem um er sung- ið. Bless elsku pabbi minn. Þín dóttir Aðalheiður. Elsku afi minn, nú ert þú farinn til himna og þér líður svo vel þar, það segja mamma og pabbi. En ég sakna þín voðalega mikið og bið alltaf bæn- irnar mínar á kvöldin með mömmu og við biðjum góðan Guð og alla englana að taka vel á móti þér. Kannski gefur þú einhverri lítilli stelpu mola þarna á himnum, ég fékk alltaf mola og fékk að kúra hjá þér, bæði hér heima og líka á spítalanum. Það var svo gott að sofna í fangi þínu, finna afa-ilminn og strokur á hárið. Ég elska þig svo mikið afi minn, ég fékk blómið þitt og mynd af þér og mér og passa hvort tveggja mjög vel. Guð geymi þig elsku afi. Þín afastelpa Karítas Kristín. Sigurjón Magnússon Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HANNES BIERING, Laufásvegi 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.00. Hulda Biering, Margeir Gissurarson, Rannveig Biering, Jón Gunnar Biering Margeirsson, Sigríður Aradóttir, Bjarni Margeirsson, Herdís Biering Guðmundsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Kristín Sveinsdóttir, Lára Sveinsdóttir, Hulda og Kormákur. ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, HJÁLMTÝR JÓNSSON fyrrverandi símaverkstjóri, Kirkjuvegi 1B, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 3. apríl kl. 14.00. Kristín Guðmundsdóttir og fjölskyldur hins látna. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR EIRÍKA GÍSLADÓTTIR, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 22. mars, verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík mánudaginn 2. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunar- heimilið Skógarbæ. Rafn Kristjánsson, Ingibjörg Rafnsdóttir, Magnús Rafnsson, Arnlín Óladóttir, Sigríður Rafnsdóttir, Rafn Jónsson, Auður Rafnsdóttir Bett, James Bett, Hjördís Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR MOGENSEN, Suðurhólum 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. apríl kl. 15.00. Brynjólfur Mogensen, Anna Skúladóttir, Rúnar Mogensen, Diljá Gunnarsdóttir, Kristín Mogensen, Sigvaldi Þorsteinsson, Helga Mogensen, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR SIGHVATSSON, Reynimel 82, Reykjavík, lést í Skógarbæ sunnudaginn 11. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hólabæjar fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Úrsúla Valtýsdóttir. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.