Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13-15 ÁLFTALAND 1 – FOSSVOGI Glæsilegt 279 fm einbýlishús á 2.hæðum þ.a er bílskúr 32 fm. Húsið stendur á hornlóð neðarlega í nýrri hluta Fossvogshverfisins. Húsið skipt- ist þannig: Forstofa, vinnuherbergi, nýlegt stórt eldhús, stór stofa/borð- stofa, gesta wc, rúmgott baðherbergi með sauna-klefa, 5 herbergi, þvottaherbergi/geymsla, gangur og rúmgóður bílskúr. Útgengi á tvo vegu út á stórar suð-austur svalir með glæsilegu útsýni yfir Fossvogsdalinn. Óskað er eftir tilboði í eignina. Ólafur B. Blöndal S:6-900-811 & Sveinn Eyland S:6-900-820 frá Fasteign.is verða á staðnum Um er að ræða mjög glæsilega 114 fm neðri sérhæð í litlu fjölbýli í Suð- urhlíðum Kópavogs. Fallegar sérsmíðaðar innréttingar. Þrjú Svefnherbergi. Parket. Sérinngangur. Rúmgóðar suðursvalir. Opin og björt íbúð á eftir- sóttum stað. Sérlega fallegt útsýni. Stutt í skóla og alla þjónustu. Sjón er sögu ríkari. Verð 31,8 millj. Hrafnhildur og Jakob bjóða ykkur velkomin GNÍPUHEIÐI 3 SUÐURHLÍÐUM KÓPAVOGS OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, Á MILLI KL. 14 OG 16 Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Opið hús – Vallarás 1 Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Einstakt tækifæri – Mjög falleg og björt 88 fm íbúð á 5. hæð í lyftu- fjölbýlishúsi. Stofa og eldhús samliggjandi. Rúmgóð svefnherbergi með fataskápum. Fallegt útsýni. Stutt er í leikskóla, grunnskóla og fallega náttúru. Verð 19,4 millj. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Björn Daníelsson í s. 849 4477. Í dag, sunnudag, frá kl. 13.30-14.30 sýnum við mjög fallega og bjarta 3ja herbergja íbúð á 5. hæð á barnvænum stað í Árbænum. Bjalla merkt 5-6. A K R A N E S Ármúla 21 • 108 Reykjavík Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali GLÆSIBÆR TIL LEIGU Glæsilegt verslunarhúsnæði á jarðhæð. Stærð um 300 fm. Sérlega bjart og áberandi húsnæði. Góð aðkoma. Mikil og góð sameign. Húsnæðið hefur mikið auglýsingagildi. LAUST STRAX. Uppl. hjá Kjöreign, Dan V.S. Wiium s. 896 4013 og hjá Ásbyrgi, Ingileifur Einarsson s. 894 1448. jöreign ehf Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali Í UMRÆÐU um stóriðju hafa andstæðingar frekari uppbygg- ingar á því sviði oft haldið því fram að núverandi stjórnvöld hafi aðeins horft á stóriðju þegar kem- ur að atvinnuþróun í landinu. Þetta er alrangt. Þvert á móti hafa aðgerðir stjórn- arflokkanna í at- vinnuþróun síðustu árin miðað að því að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu og að ný störf verði til á grundvelli þekkingar. Þannig hafa aðgerðir stjórnvalda miðað að því að byggja upp svokallaðan þekking- ariðnað. En þrátt fyr- ir þetta er allt öðru haldið fram og þeir, sem tala gegn stóriðj- unni, segjast boða „nýjar“ leiðir. Í viðtali við Kastljós sagðist Ómar Ragnarsson, formaður Íslands- hreyfingarinnar, vilja fara finnsku leiðina í atvinnuþróun. Með þeirri leið væri hægt að hverfa frá frek- ari stóriðjuuppbyggingu. Góður árangur Finna Það er rétt hjá Ómari Ragn- arssyni að Finnar hafa náð góðum árangri í atvinnuþróun síðustu ár- in. Hins vegar láðist Ómari að geta þess að íslensk stjórnvöld fóru finnsku leiðina fyrir nokkrum árum! Með samþykkt laga um Vís- inda- og tækniráð árið 2003 var vísindarannsóknum og tækniþróun komið í svipaðan far- veg og í Finnlandi enda kemur fram í at- hugasemdum með frumvarpinu að skipu- lag rannsóknarmála í Finnlandi hafi verið haft til hliðsjónar við gerð frumvarpsins. Vísinda- og tækniráð er m.a. skipað þeim ráðherrum, sem koma að rannsóknar-, vís- inda- og atvinnuþró- unarstarfi, auk fulltrúum atvinnulífs og háskólastigsins. Forsætisráð- herra er formaður ráðsins. Þessi skipan mála hefur gefist vel enda var hér ekki verið að finna upp hjólið heldur leitað í smiðjur Finna. Auk þessa voru sett ný lög árið 2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og opinber- an stuðning við tækniþróun og ný- sköpun. Nýir sjóðir tóku til starfa, sem hafa nú úr mun meira fjár- magni að ráða til stuðnings vís- inda- og tæknirannsóknum í land- inu en áður hefur þekkst. Allar þessar breytingar voru gerðar með hliðsjón af reynslu Finna og reyndar var einnig horft til ann- arra þjóða, sem hafa náð góðum árangri, eins og Íra, Dana og Ástrala. Nú á nýliðnu þingi voru gerðar breytingar á þessum lög- um, þar sem m.a. er gert ráð fyrir sameiningu og aukinni samvinnu opinberra aðila á sviði at- vinnuþróunar og auknum tengslum við háskóla. Aftur var horft til Finnlands. Ekkert nýtt hjá Ómari Það var því afar óheppilegt af Ómari Ragnarssyni, sem hefur starfað lengi sem fréttamaður og ætti að þekkja skipan mála á þessu sviði hér á landi, að láta þess alveg ógetið í áður nefndu Kastljósviðtali að við Íslendingar höfum þegar ákveðið að fara finnsku leiðina. Eða getur verið að þrátt fyrir miklar hugmyndir Óm- ars Ragnarssonar um framtíð- arskipan mála hafi hann litla sem enga hugmynd um hvernig málum er fyrir komið nú þegar? En hver sem skýringin er má ljóst vera að framlag Ómars og Íslandshreyf- ingarinnar á þessu sviði er lítið. Fjögur ár eru síðan finnska leiðin var lögfest hér á landi. Að auki hafa vísinda- og tæknisjóðir verið stórefldir, Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins fengið aukið fjármagn og framundan er enn frekari sam- þætting á starfsemi rannsókn- arstofnana, háskóla, atvinnulífs og opinberra stofnana á sviði at- vinnuþróunar. Allar yfirlýsingar Ómars Ragnarssonar og annarra stóriðjuandstæðinga um að íslensk stjórnvöld hafi einblínt á eina at- vinnugrein og ekki sinnt þekking- argreinum eru orðin tóm. Ómar Ragnarsson og finnska leiðin Páll Magnússon gerir at- hugasemd við ummæli Ómars Ragnarssonar »Hins vegar láðistÓmari að geta þess að íslensk stjórnvöld fóru finnsku leiðina fyr- ir nokkrum árum! Páll Magnússon Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.