Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 45 UMRÆÐAN NOKKUR umræða hefur verið undanfarið um að færa málefni aldraðra og einnig fatlaðra yfir til sveitarfélaganna og er það vel. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að öll nærþjónusta þ.e.a.s. þau mál- efni sem standa næst ein- staklingum eigi að vera á sömu hendi og þá á hendi sveitarfé- laga sem er það um- hverfi sem einstakling- urinn lifir í. En við eigum að sameina kraftana enn frekar. Á meðan heilbrigðisþjón- usta og félagsþjónusta er í sitt hvoru ráðu- neyti er endalaust hægt að kasta þessum málefnum á milli sín eins og bolta sem lendir svo í neti trú- félaga ef enginn vill grípa hann. Í dag þegar þjóðin er á hlaupabretti neysluhyggju og til- gangsleysis þarf heilstæða stefnu í heilbrigðis- og félagsmálum og setja þau undir eitt ráðuneyti – velferðarráðuneyti. Það mundi stuðla að aukinni velferð og sparn- aði fyrir þjóðfélagið Eðlileg samræming yrði með heimahjúkrun og heimaþjónustu þar sem heildarsýn yfir þá þjón- ustu sem einstaklingurinn þarfn- aðist væri á einni hendi. Í lögum um heilbrigðisþjónustu (31. des. 1990) segir í 1. gr.: Allir landsmenn skulu eiga kost á full- komnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, lík- amlegri og félagslegri heilbrigði. Í dag vantar mikið upp á að hugað sé að félagslegu heilbrigði t.d. á heilsugæslustöðvum. Í 19. gr. sömu laga segir: Á heilsugæslu- stöð eða í tengslum við hana skal veita þjónustu eftir því sem við á og hér segir: … Þar er t.d. í lið 5.13. Félagsráðgjöf, þ.m.t. fjöl- skyldu- og foreldraráðgjöf. Ég er ekki í vafa um að ef boðið væri upp á þjónustu samkvæmt þessum lögum væri hægt að veita betri þjónustu til einstaklinga og fjöl- skyldna. Sérstaklega til barna og aldraðra. Í lögum um málefni aldraðra (31. des. 1999) segir í 1. gr. Mark- mið þessara laga er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og fé- lagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafn- réttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Nú bíða aldraðir vikum og mánuðum saman á bráðadeildum á LSH eftir end- urhæfingarúrræðum eða framtíð- arvistun sem getur verið langt frá þeirra heimili og hjón verða að skiljast að eftir áratugahjónaband. Einnig skortir mjög úrræði fyrir yngra fólk sem hefur tapað færni til athafna daglegs lífs. Það þarf að bíða núna við óviðunandi aðstæður eftir framtíð- arúrlausnum. Það skortir mjög á heild- arsýn í þessum mála- flokkum sem nú eru undir tveimur ráðu- neytum. Í nýrri heildarsýn væri hægt að auka heildarþjónustu í þeim þjónustukjörnum sem eru víða í borgarhlutum og í sveit- arfélögum. Þar væri hægt að hafa þjónusturými þar sem færi fram markviss endurhæfing þ.e.a.s. sjúkra- og iðjuþjálfun. Hjúkr- unarsambýli, sem hentaði bæði fyrir minnissjúka og einnig fyrir þá sem tapað hafa líkamlegri færni, væri fyrir íbúa hverfisins til lengri og skemmri dvalar. Dag- vist. Þjónustuíbúðir. Ráðgjöf og stuðningur við aðstandendur sem vantar sárlega í dag. Öll þjónusta væri samræmd með sjálfstæði ein- staklingsins að markmiði. Það myndi auka öryggi íbúa að geta gengið að öruggri þjónustu í sínu umhverfi þegar færni til daglegra athafna minnkar vegna einhverra orsaka. Að íbúar gætu verið heima eins lengi og kostur væri og þyrftu ekki að fara úr hverfinu sínu. Málefni fatlaðra hafa verið hjá félagsmálaráðuneyti og þjónustan ýmist verið frá ríki eða sveit- arfélögum. Heilbrigðis- og trygg- ingamál þeirra eru frá heilbrigð- isráðuneyti. Enginn vafi er á að betri heildarmynd á þeirra stöðu myndi stórbæta þjónustu með samræmingu á þjónustustigum. Í nýrri skýrslu frá OECD kem- ur fram að börnum okkar líður ekki nógu vel. Málefni fjölskyld- unnar er í mörgum ráðuneytum. Forvarnir, fíkniefnavandi, ráðgjöf og stuðningur er ýmist hjá ríki eða sveitarfélögum. Ef málefni fjölskyldunnar væru á einni hendi skapaðist heildarsýn þar sem þjónusta til foreldra og barna væri eðlileg og sýnileg. Hugsum til framtíðar. Hvernig viljum við hafa okkar líf þegar við þurfum aðstoð? Stjórnmálamenn. Hvað ætlið þið að bjóða kjós- endum? Velferðarráðuneyti Kristjana Sigmundsdóttir skrifar um málefni aldraðra og fatlaðra » Það mundi auka ör-yggi íbúa að geta gengið að öruggri þjón- ustu í sínu umhverfi þegar færni til daglegra athafna minnkar vegna einhverra orsaka. Kristjana Sigmundsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi. Fréttir á SMS Falleg 3ja herb. 79,2 fm íbúð á 1. hæð í húsi fyrir eldri borg- ara. 3 öryggishnappar eru í íbúðinni. Húsvörður býr í hús- inu. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og kaffi á virkum dögum. Íbúar hafa aðgang að fullkomnu smíða/föndurher- bergi, leikfimisal með sauna og snyrtiaðstöðu. Hárgreiðslu- og snyrtistofa er í húsinu. Stutt í alla þjónustu. Mjög góð eign, vel staðsett í þessu vinsæla þjónustu- húsi eldri borgara. V. 24,3 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hjallabraut - Hf. Eldri borgar Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Opið hús - Hrauntungu 27 Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Í dag sunnudag frá kl. 16 - 17 sýnum við glæsilegt einbýlishús á skjólgóðum stað í grónu hverfi í Kópavogi með glæsilegu útsýni. Einstakt tækifæri - glæsilegt 191 fm einbýlishús í suðurhlíðunum í Kópavogi. Góð svefnherbergi og rúmgóð stofa með glæsilegu útsýni. Sólstofa á jarðhæð. Einstök eign á frábærum stað. Mikil veðursæld. Verðtilboð óskast. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholt 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Í einkasölu glæsilegt 240 fm einbýli á fráb. barnvænum stað. Falleg fjallasýn, m.a. vest- ur á Jökul. 4 svefnherb. vandaðar innréttingar og gólfefni. 100 fm sólpallur. V. 65 m. Opið hús verður í dag sunnudaginn 1 apríl 2004 frá kl. 14-16. Ottó og Elín taka á móti áhugasömum. Sími 588 4477 Vesturfold 34 - glæsil. einbýli Opið hús í dag sunnudag frá kl 14-16 Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 288,8 fm glæsilegt einbýli á tveimur hæðum teiknað af Kjartani Sveinssyni við Háaleitisbraut í Reykjavík. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, ar- instofu, eldhús með borðkrók, þvottahús, þrjú barnaherbergi, baðherbergi, hjónaherbergi og sólskála. Á neðri hæðinni er tvö herbergi, hol, salerni og bíl- skúr. V. 69,8 m. Háaleitisbraut Glæsilegt hús Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is Ísak V. Jóhannsson, sölustjóri 822 5588 534 2000 www.storhus.is Glæsilegt skrifstofuhúsnæði í þessu sögufræga húsi við Skógarhlíð í Reykjavík. 150 fm á 2. hæð sem skiptist í 4 rúmgóðar skrifstofur, rúmgott opið vinnurými, salerni og sameiginlegt eldhús á jarðhæð. Einnig í sama húsi á jarðhæð ca 90 fm og 60 fm skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið er allt ný endurnýjað á glæsilegan hátt. isak@storhus.is GLÆSILEGT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Á ÞÓRODDSTÖÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.