Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 47
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 47 NÚ stendur yfir Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti sem hverfist um al- þjóðadag gegn kynþáttamisrétti, 21. mars. Evrópuvikan miðar að því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evr- ópu með það að mark- miði að byggja Evrópu- samfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð út- liti og uppruna. Frá 17.–25. mars munu hundruð samtaka og stofnana í Evrópu standa að viðburðum þar sem unnið er gegn kynþáttamisrétti, þ.á m. Mannréttinda- skrifstofa Íslands. Síðustu mánuði hef- ur umræða um málefni innflytjenda og útlendinga stóraukist á opinberum vettvangi. Það er áhyggjuefni hversu borið hefur á for- dómum, útlendingafælni og þjóðern- ishyggju í orðræðunni, einkum í net- heimum. Fáir einstaklingar ala á úlfúð og fordómum í skjóli nafn- leyndar auk einstaka stjórnmála- manna sem hafa verið gífuryrtir. Ábyrgð fjölmiðla er einnig rík en t.a.m. er fréttaflutningur af afbrotum þar sem uppruni gerenda er tiltekinn enn algengur í íslenskum fjölmiðlum; upplýsingar um uppruna þjóna sjaldnast öðrum tilgangi en að ala á fordómum í samfélaginu. Það er tímabært að hefja umræðu um innflytjendamál yfir stað- almyndir, sleggjudóma og lýðskrum. Á meðan 18.563 erlendir ríkisborg- arar búa á Íslandi í dag þá áttu rúm- lega 15.000 Íslendingar lögheimili bara á Norðurlöndum árið 2005. Á meðan Íslendingar sem leggjast í víking og útrás eru hafnir til skýjanna eru útlendingar sem koma til Íslands til að vinna litnir horn- auga. Hver er munurinn og hver eru eiginlega þessi vandamál sem eiga að hafa skapast vegna fjölgunar útlend- inga á Íslandi? Hér er næg atvinna og ef ekki væri vinnu að fá myndi fólk ekki setjast hér að. Margt bendir til þess að íslenskar fjölskyldur hafi meira að segja haft beinan hag af flæði erlends vinnuafls hingað til lands. Rannsókn Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaup- þings, leiðir líkur að því að verðbólga hefði verið 1,5 prósentum meiri í fyrra ef ekki hefði komið til erlent vinnuafl. Innflytjendur eru öflugir á íslenskum vinnumarkaði og atvinnu- leysi meðal þeirra er það minnsta sem þekkist í OECD-löndum. Erf- iðlega gengi að fá fólk til starfa í ákveðnum starfsgreinum ef innflytj- enda nyti ekki við og fólk með tíma- bundin atvinnuleyfi borgar skatta og gjöld hér á landi en þiggur litla sem enga þjónustu. Atvinnuleysi hefur ekki aukist þrátt fyrir vaxandi fjölda innflytjenda – auðvitað fá innflytj- endur störf sem Íslendingar gætu unnið en það minnkar ekki mögu- leika Íslendinga á að fá vinnu; at- vinna er ekki takmörk- uð auðlind á Íslandi. Auk þess verðum við að uppfylla kröfur EES- samningsins um frjálst flæði vinnuafls hvað sem tautar og raular ef við ætlum á annað borð að njóta ávaxta fjór- frelsisins. Því er haldið fram að aukinn fjöldi innflytjandi ýti undir glæpi. Þetta eru stað- lausir stafir. Tíðni af- brota innflytjenda hef- ur ekki haldist í hendur við fjölgun þeirra; fjöldi hegningarlagabrota sem framin hafa verið af innflytjendum hefur staðið í stað á sama tíma og innflytjendum hefur fjölgað umtalsvert. Kannanir sýna að þorri þjóð- arinnar er laus við útlendingafælni og almennt eru Íslendingar umburð- arlyndir og opnir fyrir nýjungum. Hjárænulegt gaspur lýðskrumara um ,,útlendingaógn“ sem nærist á ótta og fordómum er tímaskekkja. Ísland er fjölmenningarlegt hvort sem fólki líkar betur eða verr og nú þarf kjark og dug til að vinna mark- visst og málefnalega að íslensku fjöl- menningarsamfélagi þar sem allir íbúar njóta virðingar og eiga jöfn tækifæri – óháð útliti og uppruna. Mikið hefur verið fjallað um aðgerðir sem ætlað er að hjálpa útlendingum að aðlagast íslensku samfélagi og er það vel – boðaðar aðgerðir stjórn- valda eru hér framfaraskref. Það er hins vegar ekki nóg að tryggja aðlög- un innflytjenda – við verðum að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvað við sem þjóð ætlum að gera til að aðlagast breyttum tímum. Þau sjónarmið er búa að baki kyn- þáttahatri og útlendingafælni eru einhver þau hættulegustu sem mannkynið þekkir og þau verður að kveða niður á Íslandi. Birting- armyndir kynþáttahaturs breytast frá einum tíma til annars en verum þess minnug að þjóðernishreinsanir í fyrrum Júgóslavíu, þjóðarmorðin í Rúanda, helför nasista og voðaverkin sem nú eru framin í Darfur-héraði spretta úr ógnarjarðvegi kynþátta- haturs. Við erum öll eins inn við beinið … Guðrún D. Guðmundsdóttir skrifar um innflytjendur »… almennt eru Ís-lendingar umburð- arlyndir og opnir fyrir nýjungum. Guðrún D. Guðmundsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Opið hús - Álftamýri 54 Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Einstakt tækifæri Mjög falleg og björt 58 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Gott svefnherbergi með fataherbergi innaf og góð stofa. Stutt er í Versló, Háskólann í Reykjavík og Kringluna. Verð 15,9 millj. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholt 14. Upplýsingar gefur Björn Daníelsson s: 849 4477. Í dag sunnudag frá kl. 15-16 sýnum við mjög fallega og bjarta 2ja herbergja íbúð á jarðhæð á eftirsóttum stað í Álftamýrinni. Bjalla merkt Hafsteinn og Eva.           !" #$ %  " #&$ '  ( ( # )* +% ' , )  ( )-  & , '$&   & .  ( # )*)( / $  $ $$ *, ,( 0  $  ,1 $$ ) ')  ) ,& & *))   & $2& $$- $&( 3$$  *)  ) ' , *, * , 4 , *)  & )%1 1%))( 5 ,  $$ $2 ) )$ $( / ,  $$ $$ ) $%&  4& ) $& ,  ( 62 )') ,   ' , ) '  ) ( 7'$ & 1  ,  ) ( % , ) $$) 8 +' $$ 9) $ && *    : ;() +'$ ) <$ +'$ )),$ ( (  ) $ )     =1 *)   ( 6 !6  Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Skeljagrandi 6 Opið hús í dag á milli kl. 14-15 5 herbergja íbúð á 2. hæð, tilbúin til afhendingar. Falleg 120,1 fm íbúð með stórri geymslu í sameign. 30,9 fm bílastæði í lokaðri bílgeymslu fylgir eigninni. Fjögur svefnherb. með fataskápum. Endurinnréttað baðher- bergi með tengi fyrir þvottavél. Útgengt á stórar svalir frá stofu. Verð 26,9 millj. 7522 Ný hesthús Glæsileg, vönduð 12 hesta hesthús á besta stað við Sörlaskeið í Hf. Um er að ræða 5 hús sem afhend- ast fljótlega. V. frá 16,9 millj. Hagstæð lán áhvílandi. Nánari upplýsingar gefur Helgi Jón s. 893-2233. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hesthús Sörlaskeið - Hf. Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag milli kl. 15-16 VESTURHOLT 17 - HF. GLÆSILEG SÉRHÆÐ Laust strax! Glæsileg ca 80 fm íbúð með sérinngangi og sólpalli á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Falleg, flísalögð forstofa, bjart þvottahús/geymsla, 2 herbergi, glæsilegt, flísalagt baðherbergi með glugga, opið eldhús með fallegri innréttingu og björt stofa með gönguhurð út á suðursólpall. Parket á gólfum. Verð 19,9 millj. Aðalheiður tekur vel á móti gestum í dag milli kl. 15 og 16. Teikningar á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.