Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 36
ferðalög
36 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
kennarinn hefur eina fyrir hvern
bekk og skrifar svo upp úr henni á
töfluna.
Í efsta bekknum voru aðeins sex
nemendur – sem réðst líklega af því
að þegar krakkarnir eldast láta for-
eldrarnir þá frekar í vinnu en skóla.
Ég spurði hvert þeirra hvað þau vildu
gera þegar þau yrðu stór. Svörin voru
hvert á sinn hátt: læknir, við-
skiptajöfur, prestur, lögreglumaður
og eina stelpan í bekknum sagðist
vilja verða blaðakona. Hvert þeirra
átti sér því sína æskudrauma og ég
vonaði að þau fengju tækifæri til að
láta þá rætast.
Síðar þennan sama dag rölti ég eft-
ir slóða við skólann og sá lítinn strák
á gangi. Hann var örugglega ekki
orðinn tíu ára, í óhreinum brúnum
stuttbuxum og fráhnepptri skyrtu,
skærbleikri. Allt í einu fór hann á
handahlaupum – algerlega upp úr
þurru eftir því sem ég gat best séð –
og hélt svo glaður leiðar sinnar.
Það er alltaf von.
Kvöldverður í Bogodogo
Við holóttan moldarstíg í Bogo-
dogo, einu hverfa Ouagadougou, er
heimili Sandaogos Kaboré. Kaboré er
næstráðandi bæjarstjórans í Bogo-
dogo og býr með fjölskyldu sinni í
næstu götu við bróður sinn, Moog-
Naaba Baogho II. Sá er nokkurs kon-
ar höfðingi í þessum hluta Bogodogo,
leiðtogi íbúanna með vald til að miðla
málum í hvers kyns erjum þeirra.
Hann játar kaþólska trú og á þrjár
eiginkonur og tíu börn.
Sandaogo Kaboré er glaðlyndur
maður og mun yngri í útliti en árin
hans 45 gefa til kynna. Hann hefur
verið kvæntur konu sinni í hartnær 20
ár og þau eiga sjö börn. Þau búa í gráu
múrsteinshúsi eins og aðrir í Bogo-
dogo og njóta hvorki rafmagns né
rennandi vatns. Húsbúnaðurinn í stofu
þeirra staðfesti aftur á móti að hann
var sæmilega háttsettur í samfélaginu;
þarna voru þrír velúrsófar frá Gana,
standklukka með mynd af bæjarstjór-
anum og mikilfengleg innrömmuð
mynd af hundum að spila biljarð.
Ég hafði glaðst við en ekki orðið svo
hissa þegar Kaboré bauð okkur Patrick
í mat ásamt bróður sínum höfðingj-
anum. Þótt flestir sem ég hitti á ferða-
laginu öllu hefðu úr afar litlu að spila
naut ég stöðugt einlægrar gestrisni og
gjafmildi sem yljaði mér um hjartaræt-
ur. Stundum velti ég því fyrir mér hvort
ég byggi að því að vera kona ein á ferð
en ég held að viðmótið hafi frekar ráðist
af því að ég var gestur sem var langt að
kominn og það sama gilti um alla gesti,
konur og karla, í hópi eða ein síns liðs;
móttökurnar skyldu vera höfðinglegar.
Thérese, eiginkona Kaborés, eldaði
fyrir okkur tô sem svipar til þykkrar
pólentu, með kjötsósu og grilluðum
kjúklingabitum. Maturinn bragðaðist
sérlega vel og með honum sötruðum
við Castel-bjór sem er bruggaður í
borginni. Þar að auki gæddum við
okkur á sætu freyðivíni sem Kaboré
bar á borð með tilþrifum þegar við
tókum til matar okkar.
Siðvenjum var fram haldið þegar
borðhaldi lauk og við vorum búin að
þrífa hendur okkar. Moog-Naaba Ba-
ogho II færði mér baðmullarábreiðu
sem var vafin inn í fjólubláan gjafa-
pappír og ég endurgalt gjöfina með
því að afhenda honum einn hinna fá-
tæklegu minjagripa sem mér hafði
tekist að troða í bakpokann til vonar
og vara; lítinn postulínsplatta með
mynd af lunda.
Kamboré hélt síðan stutta en hríf-
andi ræðu, kvaðst vona að vinátta
okkar myndi endast og þakkaði mér
fyrir aðstoðina við að halda á lofti því
góða verki sem fram færi í École
Christ-Roi. „Fólk eins og þú kemur að
liði, ekki vegna þess að þið hafið tök á
því heldur vegna þess að þið teljið að
fólk eigi að hjálpast að í lífinu,“ sagði
hann á frönsku. Þakkir mínar voru
ekki nærri eins vel orðaðar.
Krókaleið til Benín
Næst lá leið mín til Benín. Rútu-
ferðin frá Ouagadougou til Cotonou
er 1.100 kílómetra löng og tekur um
20 klukkustundir. Cotonou, sem ligg-
ur við strandlengjuna, er stærsta
borg landsins og höfuðstaður í raun.
Banaslys á leiðinni eru miklu algeng-
ari eftir sólsetur svo ég bjó til ferða-
áætlun sem ég taldi víst að gæti ekki
misheppnast. Að morgni myndi ég
halda til Natiningou, stórs bæjar í
norðurhluta Benín, gista þar um nótt-
ina og halda ferðinni síðan áfram
morguninn eftir; alltaf í björtu.
Ég hringdi á umferðarmiðstöðina og
pantaði far til Natiningou. Ég var kom-
in á stöðina klukkan sex um morguninn
og náði í miðann til Natiningou sem ég
hafði tekið frá. Ég kom bakpokanum
mínum fyrir í geymsluhólfi rútunnar og
starfsmaður merkti hann kyrfilega með
límbandi fyrir ferð til Natiningou. Við
dyr rútunnar sýndi ég miða minn til –
jú, mikið rétt, Natiningou – og aftur við
upphaf ferðarinnar þegar starfsmaður
athugaði miða okkar farþeganna.
Það má því rétt geta sér þess til að
ég brást hvumsa við þegar við höfð-
um ekið í tvo og hálfan tíma og bíl-
stjórinn tilkynnti sisona að hann ætl-
aði til Tógó, næsta lands vestan við
Benín!
Ég var ekki sú eina í rútunni á leið
til Benín (þótt engir aðrir ætluðu
reyndar til norðurhluta landsins).
Ferðafélagarnir voru flestir kaup-
menn og yrðu nú að greiða enn frek-
ari mútur en ella fyrst þeir þyrftu að
fara um tvenn landamæri. Þeir voru
vægast sagt óánægðir út af þessari
óvæntu breytingu.
Nýja leiðin lá suður frá Ouga-
dougou til Tógó og langleiðina eftir
því mjóa landi til höfuðborgarinnar
Lomé (aftur um 1.100 kílómetra
vegalengd). Síðan yrði haldið áfram í
hér um bil þrjá klukkutíma austur til
Benín og Cotonou og loks, eins og bíl-
stjórinn fullvissaði mig um, „munum
við halda norður á bóginn [um 800
kílómetra!] og koma þér á áfanga-
stað“. Ég átti einskis annars kost en
að halda áfram til Lomé.
Um hálf-sexleytið tók sólin að
hníga til viðar og húm færðist óðum
yfir. Í ljósaskiptunum lýstu geislar
sólarinnar upp fallegt og hæðótt
landslagið í norðurhluta Tógó. Hing-
að til hafði ég nýtt mér almennings-
samgöngur í trausti þess að ef öku-
maðurinn dottaði við stýrið eða æki
yfir asna myndum við í mesta lagi
renna út á næsta akur. En hér stóðu
gild tré við tré og vegurinn hlykkj-
aðist upp og niður hóla og hæðir, með
snörpum beygjum til hægri og
vinstri. Ég beið og vonaði að jafn-
slétta tæki á ný við áður en aln-
iðamyrkur skylli á.
Tveimur tímum síðar var svo komið
að við höfðum tekið stutt kvöldmat-
arhlé (sardínur úr dós ofan á bagettu
fyrir mína parta) en stöðvuðum á ný
þar sem þrjú ungmenni stóðu við veg-
arkantinn. Það kom á daginn að þetta
voru málaliðar og bílstjórinn var að
semja við þá um þóknun fyrir að fylgja
okkur áleiðis og vernda gegn stiga-
mönnum sem gætu gert okkur fyr-
irsát á leiðinni fram undan.
Svo tók ég eftir hríðskotabyss-
unum sem þessir krakkar höfðu á öxl-
um sér.
Samkomulag náðist ekki um sann-
gjarna þóknun og rútan ók af stað án
þeirra. Ég hafði vart tíma til að hug-
leiða hvort það var ógnvænlegt eða
ekki áður en mun raunverulegri hættu
laust niður í hugann: Bílstjórinn hlaut
að vera orðinn örmagna af þreytu.
Fyrir utan tvö 15 mínútna mat-
arstopp og bið við landamærin hafði
hann verið stanslaust undir stýri frá
klukkan sjö um morguninn. Gengi allt
eftir áætlun yrðum við komin til Co-
tonou klukkan fjögur um nóttina og
allir voru þegar í fastasvefni í myrkr-
inu. Ég sat stjörf í sæti mínu og sendi
bílstjóranum þau hugskeyti að fyrst ég
gæti vakað þá gæti hann það líka.
Um leið og við ókum áfram í svart-
nættinu sá ég fram á hin og þessi
ósköp í huganum: Myndu ræningjar
sitja fyrir okkur? Myndi ég lenda
verst í því, eina manneskjan frá Vest-
urlöndum? Eða myndi bílstjórinn
ekki geta haldið augunum opnum
lengur þannig að við húrruðum út af
veginum?
Mínúturnar liðu.
eliza@elizareid.com
Tilbúin fyrir nærmynd Tveir nemendur stilla sér upp í frímínútum. Stúlk-
an til vinstri er með hárgreiðslu, sem er vinsæl hjá stúlkubörnum.
Ábyrgð Sandaogo Kaboré við skrifborð sitt á
skrifstofu borgarstjórans í Bogodogo. Fáni Búrk-
ína Faso stendur á vinstri hönd og á borðinu liggja
opinber gögn, sem hann sýndi mér stoltur og báru
vitni þeirri ábyrgð, sem fylgir stöðu hans.
Starfsliðið Kennararnir við École Christ-Roi. Patrick Nitiema skólastjóri er annar frá hægri. Hver kennari ber
ábyrgð á einum árgangi. Mánaðarlaun þeirra eru um fjögur þúsund krónur.
Það kom á daginn að þetta
voru málaliðar og bílstjór-
inn var að semja við þá um
þóknun fyrir að fylgja okk-
ur áleiðis og vernda gegn
stigamönnum sem gætu
gert okkur fyrirsát á leið-
inni fram undan.
Höfðinginn Moog-Naaba Baogho II,
höfðingi í hluta Bogodogo, slappar
af eftir kvölmat í húsi bróður síns.
Hefð er fyrir því að fólk í hans stöðu
beri höfuðfat af þessu tagi.
Eliza Reid ferðaðist ein síns liðs
um sjö lönd í Vestur-Afríku í októ-
ber og nóvember á liðnu ári. Þetta
er þriðji hluti ferðasögu hennar og
sagan heldur áfram næstu tvo
sunnudaga. http://mbl.is/
go/8hpsw er slóðin á fyrstu grein-
ina og http://mbl.is/go/y3ma6
slóðin á aðra greinina.
Aðeins þriðja hvert barn sækir skóla í Búrkína Faso, einkum
þau sem búa í Ouagadougou og öðru þéttbýli. Þegar börn vaxa
úr grasi fara þau gjarnan að vinna á ökrunum eða heima við og
þar að auki hafa foreldrar sjaldnast ráð á að borga fyrir náms-
bækur eða nauðsynleg námsgögn. Rétt um 1% barna gengur svo
í framhaldsskóla.
Í orði kveðnu eru skólagjöld við École Christ-Roi en hol-
lensku samtökin, sem styðja rekstur skólans, safna fé til að
standa straum af þeim. Kostnaður við einn nemanda á ári nem-
ur um hundrað evrum (8.800 krónum). Skólagjöldin eru 30 evr-
ur og hinar 70 eru fyrir námsgögn, skólatösku, skóm og hlut-
deild í launum kennara.
Hollensku samtökin safna nú fé til að kaupa fleiri náms-
bækur, koma fyrir fleiri útikömrum, betrumbæta leiksvæði við
skólann, múra skólahúsið og mála það að innan og utan. Þeir
sem óska frekari upplýsinga geta haft samband við Mieke Riet-
veld, forseta Stichting École Christ-Roi (g-m.rietveld@wxs.nl).
Mennt er máttur