Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 53
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður
okkar, tengdaföður, bróður, mágs, afa og langafa,
ANTONS VIGGÓS BJÖRNSSONAR
rafmagnstæknifræðings,
Barónsstíg 43,
Reykjavík.
Anna María Antonsdóttir, Valgarður Unnar Arnarson,
Linda Pettersen, Bjarne Pettersen,
Ragnar Antonsson, Guðbjörg Jensdóttir,
Björn Antonsson, Cecilia Antonsson,
Theresia Erna Viggósdóttir, Gísli Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og velvild við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐNÝJAR BENEDIKTSDÓTTUR
frá Garði,
Aðaldal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Húsavíkur.
Benedikt Skarphéðinsson, Ingveldur Haraldsdóttir,
Halldór Skarphéðinsson,
Guðmundur Skarphéðinsson, Enrice Ernst,
Valdimar Hólm Skarphéðinsson,
Guðný Valborg Benediktsdóttir, Ingi Sölvi Arnarson,
Guðrún Matthildur Benediktsdóttir, Ívar Örn Árnason,
Héðinn Valdimarsson,
Baldvin Bragi Ingason.
✝
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ORMHEIÐAR SVERRISDÓTTUR
frá Hjallanesi,
síðast til heimilis á Kumbaravogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kumbaravogs.
Guð blessi ykkur öll.
Halldór Helgason,
Ólafur Kristján Helgason,
Jón Helgason,
tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
BERGS BÁRÐARSONAR
málarameistara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Eir.
Sigríður Eiríksdóttir,
Einar Bragi Bergsson, Guðrún Bernódusdóttir,
Guðlaug Ásta Bergsdóttir,
Margrét Bergsdóttir, Reynir Pálsson,
Hjördís Inga Bergsdóttir,
Bárður Arnar Bergsson, María Valsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HELGA HAFLIÐASONAR,
Hátúni 23,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild L-5 Land-
spítala Landakoti fyrir umönnun og hlýtt viðmót.
Helgi Helgason, Anna Kristín Hannesdóttir,
Dagbjört Helgadóttir, Þorkell Hjaltason,
Júlíus B. Helgason, Hildur Sverrisdóttir,
Hafliði Helgason, Barbara Helgason,
Ragnar Hauksson, Josephine Tangolamus,
afabörn og langafabarn.
✝ Soffía Axels-dóttir fæddist í
Sandgerði 19. ágúst
1923. Hún lést á
Heibrigðisstofnun
Suðurnesja 19. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Axel Jónsson kaup-
maður í Sandgerði,
f. á Akranesi 29. júlí
1893, d. 12. júlí 1961
og Þorbjörg Ágústa
Einarsdóttir hús-
móðir í Sandgerði,
f. 5. ágúst 1896, d.
11. júlí 1960. Þau bjuggu allan
sinn búskap í Sandgerði. Systkini
Soffíu voru Friðrikka Pálsdóttir, f.
8. mars 1918, d. 20. júní 1996, Jón
Axelsson, f. 14. júní 1992, d. 19.
ágúst 2003, tvíburabróðir hans
Einar, d. 10. febrúar 1966 og Gróa
Axelsdóttir, f. 21. október 1924, d.
9. apríl 2004.
Soffía giftist 1. apríl 1944 Ingv-
ari G. Oddssyni, f. í Keflavík 28.
mars 1923, d. 6. apríl 1998. Börn
þeirra eru: 1) Axel, f. 30. júlí 1944,
kvæntur Elsu Björk Kjart-
ansdóttur. Börn þeirra eru: a) Þor-
geir, kvæntur Þorgerði Kristjáns-
dóttur. Börn þeirra eru Elína Dís,
Friðrik, f. 16. desember 1950, d.
21. ágúst 1999. Eftirlifandi maki
Hólmfríður Júlíusdóttir. Börn
þeirra eru: a) Júlía Elsa, gift Jóni
Steinari Adolfssyni. Börn þeirra
eru Íris Eir, Friðrik Hólm og
drengur óskírður. b) María Rós,
gift Steini Þórhallssyni. Börn
þeirra eru Þórallur Orri, Hólm-
fríður Arna og Hrafnhildur Ýr. c)
Sigurður Oddur, kvæntur Anitu
Ársælsdóttur. d) Birgir Már, í
sambúð með Aldísi Ósk Sævars-
dóttur. Sonur þeirra Sævar Snær.
5) Ágúst, f. 1. ágúst 1957, kvæntur
Heru Ósk Einarsdóttur. Synir
þeirra eru Einar Örn og Sigurgeir
Ingi. 6) Ómar, f. 30. janúar 1961,
kvæntur Huldu Einarsdóttur.
Börn þeirra eru Magni, Ylfa Eik
og Flosi. Stjúpdóttir Ómars er Sig-
ríður Vilma Úlfarsdóttir og á hún
eina dóttur, Nadíu Líf.
Soffía stundaði nám við hús-
mæðraskólann á Ísafirði einn vet-
ur og hóf síðan búskap með Ingv-
ari, eiginmanni sínum og bjuggu
þau mestallan sinn búskap í Kefla-
vík. Soffía var húsmóðir að að-
alstarfi en vann hlutastarf utan
heimilis eftir því sem börnin uxu
úr grasi, lengst af við veitinga- og
þjónustustörf.
Útför Soffíu fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 27. mars, í kyrrþey.
Axel Þór og Anney
Fjóla. b) Guðjón
Magnús, kvæntur
Arnbjörgu Ólafs-
dóttur. Saman eiga
þau Elvar Snæ. Úr
fyrra hjónabandi á
Guðjón Aniku Rós,
Elsu Björk og Guðjón
Þorberg. Stjúpdóttir
Guðjóns er Ólöf
Steinunn Lár-
usdóttir. c) Soffía,
gift Jóni Halldóri
Sigurðssyni. Dætur
þeirra eru Ásta Sól-
lilja og Birgitta Rós. 2) Oddur, f. 3.
febrúar 1947, d. 13. september
2006. Eftirlifandi maki, Ulla Nil-
sen. Börn þeirra eru: a) Pía, gift
Sören Friborg. Saman eiga þau
Söru, en úr fyrri sambúð á Pía
soninn Jónas. Stjúpsonur Píu er
Friðrik Friborg. b) Lisa, í sambúð
með Lars Ewers. Börn þeirra Ce-
cilia og Clara. 3) Ingvar, f. 3. júlí
1949, kvæntur Olgu Eidi Péturs-
dóttir. Sonur þeirra er Ingvar,
kvæntur Sigríði E. Kristjáns-
dóttur. Dóttir þeirra Elín Ósk.
Fyrir á Ingvar soninn Aðalstein,
kvæntur Katrínu Harðardóttur.
Börn þeirra eru Eva og Thelma. 4)
Það vex hér inni á heiðinni ein veðruð jurt
sem vindar hafa ekki getað slitið burt.
Þó að nísti blöðin hennar bitur nál
ber hún lit að nýju um sumarmál.
Og þó að gráni, hélustilk hún hneigi í svörð
hnarreist aftur rís hún er þiðnar jörð.
Það sem henni yljar best er auglit þitt
– heiðin þar sem hefst hún við er hugskot
mitt.
(Olga Guðrún Árnadóttir)
Elsku Soffía. Ég vaknaði í morgun,
leit út um gluggann, veðrið milt, sól á
lofti og jörðin hvít. Í dag göngum við
með þér síðasta spölinn, en þú ert
lögð upp í langferð á vit forfeðranna
og fjölskyldunnar. Við hugsum til þín
með söknuði um leið og við þökkum
fyrir þær stundir sem við höfum átt
saman í blíðu og stríðu í gegnum tíð-
ina.
Þú komst oft á vorin og ef það dróst
eitthvað þá spurðu strákarnir: „Hve-
nær kemur amma?“ Með ömmu kom
vorið og sumarið, stóra tiltektin og
tímabil á hverju ári þar sem um-
gengni heimilismanna tók stórum
framförum og gengið var frá öllum
hlutum á sinn stað. Stundum staði
sem við könnuðumst ekki við, en þá
var líka bara hringt í ömmu og spurt
„hvar er?“ og amma leysti gátuna. Þú
minntir okkur stöðugt á mikilvægi
samverunnar og tengsla. Þú varst
upplýsingamiðillinn í fjölskyldunni og
þátttakandi í sigrum hennar og sorg-
um. Það er skrítið til þess að hugsa að
fyrir aðeins örstuttu sátum við saman
í stofunni yfir kaffi og vöfflum ásamt
fleiri gestum, spjölluðum og hlógum
og þú minntir rétt sjötugar systurnar
á að þær væru bara unglömb með
mörg ár framundan. Í verkum þínum
minntir þú okkur á að enginn er ey-
land og að við þurfum að hugsa um og
huga hvert að öðru. Fjölskyldan
stækkar og vex, afkomendurnir orðn-
ir 46 og fleiri á leiðinni. Við minnumst
þín með orðum óþekkts höfundar:
„Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur, og ég, þótt látin sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“
Blessuð sé minning þín.
Ágúst, Hera, Einar Örn
og Sigurgeir Ingi.
Elsku Soffía frænka, þá er kominn
tími til að kveðja. Hanna Stína Mar-
íusdóttir, alltaf jafnættrækin, hringdi
í mig og sagði mér um andlát þitt. Ég
veit að hún var oft í sambandi við þig.
Elsku Soffa frænka, þið hjón Ingvar
Oddsson og þú Soffía Axelsdóttir
bjugguð á Faxabraut 16 í Keflavík.
Það var heimili fullt af börnum og ást
sem þið alltaf áttuð sameiginlega.
Strákarnir ykkar voru svo margir að
þeir hefðu getað fyllt heilt fótboltalið,
eins og maður segir. Þú varst sér-
staklega sterk eiginkona og móðir og
höndlaðir þína fjölskyldu svo vel.
Eins og Gróa systir þín, þið voruð alla
tíð nánar, þú varst aldeilis góður
kokkur og bakaðir alltaf eftirmið-
dagskökur og brauð, sem og Gróa
frænka gerði. Þegar ég fer til baka og
hugsa um allar minningarnar, þá man
ég hversu mér þótti vænt um þig
Soffa frænka. Alltaf svo glettin og
frjálslynd. Þú varst eldri systirin og
varst alltaf í sambandi við Gróu syst-
ur þína sem missti eiginmann sinn af
slysförum fyrir aldur fram. Gróa
flutti til Keflavíkur frá Sandgerði til
þess að vera nálægt þér Soffa mín. Og
þú reyndist alltaf systur þinni vel. Þið
systur voruð frægar fyrir tísku og
gott útlit alltaf. Enda voruð þið
komnar af góðum foreldrum sem
gerðu allt til þess að þið væruð ham-
ingjusamar. Axel afi og Tobba amma
hugsuðu alltaf vel um sín börn og
barnabörn. Soffa mín, ég man sem
barn hversu oft við pabbi komum að
heimsækja ykkur á Faxabraut 16 í
Keflavík. Þar var leikvöllur bak við
húsið ykkar sem mér fannst svo gam-
an að leika mér á, meðan þú og pabbi
töluðuð saman, þið systkin voruð allt-
af náin. Þar var sandkassi, vegasalt,
rólur, mjög gaman fyrir litla stúlku. Á
þessum tíma var ekkert sjónvarp eða
tölvur svo við krakkarnir vorum alltaf
úti að leika okkur. Þetta eru yndisleg-
ar minningar sem ég geymi í hjarta
mínu. Þegar ég fór í Gagnfræðaskól-
ann í Keflavík, 3ja bekk X, skólinn
var nálægt Faxabrautinni, þá spurði
pabbi hvort ég gæti verið í mat hjá
þér vegna þess að mamma Einarína
hafði samband við Steinu vinkonu
sína, sem bjó líka á Faxabraut, og bað
hana um að leigja mér herbergi. Svo
þetta small allt saman. Alltaf hlakk-
aði ég til að koma til þín eftir skólann,
fá nýbakað góðgæti með ískaldri
mjólk. Soffa mín, þú áttir góða móð-
ur, Þorbjörgu Ágústu Einarsdóttur,
ég veit hún var svo góð manneskja
sem kenndi þér og Gróu allt, að búa
til góðan mat og hugsa vel um börnin
ykkar alltaf. Eitt sinn kom Tobba
amma á Þorláksmessukvöld með
„Möttu Mæju“-bækurnar fyrir mig
sem hún fékk í bókabúðinni hans afa.
Ég var í rúminu því það var síðla
kvölds. Soffa mín, þið voruð góð fjöl-
skylda sem ég ekki gleymi meðan ég
lifi. Ég veit að lífið hefur ekki verið
dans á rósum fyrir þig elsku frænka.
Þú hefur lifað það að missa Inga eig-
inmann þinn og tvo syni, Friðrik og
Odd. Friðrik bjó í Vestmannaeyjum
og Oddur í Kaupmannahöfn, Dan-
mörku. Það er sagt að ekkert sé eins
sársaukafullt og að missa börnin sín
og maka. Soffa mín, þú ert líka búin
að lifa öll þín systkin; Einar pabba
minn, Friðrikku hálfsystur þína,
Nonna frænda, tvíburabróður pabba,
og Gróu systur þína. Elsku hjartað
mitt, ég hef fundið til með þér, en þú
ert á góðum stað með foreldrum,
systkinum og sonum í ljósinu. Árið
1987 lést móðir mín, Einarína Sum-
arliðadóttir. Stuttu eftir jarðarförina
komuð þið systur, þú og Gróa, í heim-
sókn til okkar systkina á Laugalækn-
um. Báðar svo góðar og reynduð að
hugga okkur systkin, því við höfðum
misst pabba ung, Sumarliða bróður
og elsku mömmu Einarínu. Soffa,
mér þótti vænt um þessa heimsókn
ykkar. Þennan dag tók ég sérstak-
lega eftir hversu vel þú leist út í fal-
legri beinhvítri silkibuxnadragt, sem
þú hafðir keypt í „Köben“ þegar þú
heimsóttir Odd son þinn og fjöl-
skyldu. Sonur þinn Oddur lést í Dan-
mörku fyrir nokkrum mánuðum. Ég
er svo fegin að ég talaði við þig þá og
gat sagt þér hvað mér þætti vænt um
þig. Fjarlægðin var mikil en andinn
alltaf nálægur.
Axel Þorberg, Ingvar, Ágúst, Óm-
ar og fjölskyldur, mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra og
barnabarna hennar Soffu. Lífið held-
ur áfram en alltaf er sárt að sjá af
yndislegri móður, ég veit það. Elsku
Soffa frænka, ég bið algóðan Guð um
að blessa þig, varðveita og vernda. Þú
ert á góðum stað með þinni fjölskyldu
sem á undan fór.
Þín elskandi frænka, með þakklæti
fyrir allt gamalt og gott.
Tómasína Einarsdóttir,
Perth, Ástralíu.
Þá hefur hún Soffa mín kvatt. Síð-
ust systkinanna á Borg í Sandgerði.
Borg í Sandgerði var mektarheimili
og við stjórnvölinn voru hjónin Þor-
björg Ágústa Einarsdóttir og Axel
Jónsson kaupmaður. Börn þeirra
voru Friðrikka Pálsdóttir dóttir Þor-
bjargar, tvíburarnir Einar og Jón og
Soffía og Gróa. Þetta var mikið
rausnarheimili og afar gestkvæmt.
Móðir undirritaðrar, Jenný, og Þor-
björg voru systur og afar nánar. Mik-
ill samgangur var á milli heimila okk-
ar og vorum við systkinin á
Suðurgötu 16 og systkinin á Borg
ótrúlega náin þótt töluverður aldurs-
munur væri á okkur. Það sem ein-
kenndi systkinin á Borg og ekki síst
Soffu var glaðværð og bjartsýni. Ung
giftist Soffa Ingvari Oddsyni og eign-
uðust þau fimm syni. Ingvar dó fyrir
níu árum og Soffa upplifði þá miklu
sorg að missa líka tvo syni sína, þá
Friðrik og Odd. Við hittumst fyrir
nokkrum mánuðum er við hjón heim-
sóttum hana. Að venju var hún glöð
og kát og kvaðst ekki hafa yfir neinu
að kvarta. Illa farin af beinþynningu
blés hún á þá erfiðleika. Þá sagði hún
okkur að hún væri tilbúin að fara og
væri búin að ganga frá öllu. Alltaf allt
á hreinu hjá henni Soffu minni. Ekk-
ert kusk á hvítflibba þar. Soffa var
mikill snyrtipinni sem kom ekki síst í
ljós þegar strákarnir fimm voru litlir.
Þá bjó þessi sjö manna fjölskylda í
þriggja herbergja íbúð á Faxabraut-
inni. Það var sama hvort maður kom í
heimsókn að morgni eða kveldi, allt
var „spic and span“. Fyrir nokkrum
vikum áttum við hjón merkisafmæli.
Af því tilefni hringdi Soffa í mig að
morgni 7. mars. Við töluðum lengi
saman og þegar við kvöddumst sagði
Soffa: „Jæja Gugga mín, nú þegar ég
er búin að fá símnúmerið þitt ætla ég
að hringja oft.“ Seinni part sama dags
komu synir hennar að henni meðvit-
undarlausri. Tólf dögum síðar var
hún látin. Um leið og við systkinin og
makar okkar sendum ættingjum
Soffu samúðarkveðjur þökkum við
henni samfylgdina.
Fyrir hönd systkinanna á Suður-
götu 16,
Guðný Helga Árnadóttir.
Soffía Axelsdóttir