Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 24
sagnfræði
24 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
essi bók á sér býsna
langan aðdraganda, því
ég byrjaði á henni í árs-
byrjun 1984. Ætli þetta
sé ekki Íslandsmet í
meðgöngu bókar, slær alla vega út
sögu Ólafs Thors, sem Matthías Jo-
hannessen sagðist hafa verið með í
smíðum í 16 ár.
Þetta er reyndar bara fyrsta
bindið og gefið út sem sjálfstætt
verk og ekkert er afráðið um fram-
haldið. En hin bindin tvö bíða og ég
leyfi mér að vona að útgáfa annars
bindisins sé í sjónmáli.“
Það var stjórn Dagsbrúnar, sem
réð Þorleif til þess að skrifa sögu
félagsins og varði hann til þess tíu
árum. Þegar ég spyr af hverju bók-
in sé ekki löngu komin út verst
hann allra frétta og þegar ég geng
frekar á hann segist hann ekki vilja
velta sér upp úr fortíðinni nú þegar
bókin lítur dagsins ljós. „Það er
yndislegt að hafa hana loksins á
milli handanna,“ segir hann og
flettir ástúðlega. „Nú geta menn
dæmt verkið af sjálfu sér, metið
það eftir eigin forsendum.
Þetta er ekki hetjusaga forystu-
mannanna, heldur reyni ég fyrst og
fremst að draga fram aðbúnað og
umhverfi hins almenna félags-
manns, ekki einasta kjarabarátt-
una, heldur líka annað félagsstarf
og lifnaðarhætti eins og fæði, klæði
og húsnæði. Þessir hlutir skiptu
ekki síður máli en kaupið. Þegar
rætt var við einn af stofnendum
Dagsbrúnar á efri árum og hann
beðinn að líta um öxl og nefna ein-
hvern einn atburð, sem hann teldi
að hefði skipt mestu máli, svaraði
hann: „Þegar gúmmístígvélin
komu!“ Ég hafði enga hugmynd um
það hvenær stígvélin komu og fór
að leita svars. Eftir því sem ég
komst næst varð stígvélavæðingin
1923.
Ég hafði aðgang að ljósmyndum
sem eru lýsandi fyrir kjör verka-
fólks á þessum tíma. Finnist fólki
texti minn ríma við þessar myndir,
þá má ég vel við una.“
Bókin kemur út sem 19. bindið í
ritröðinni Sagnfræðirannsóknir –
Studia Historica, sem er merkt Há-
skólaútgáfunni og er samvinnuverk-
efni arftaka Dagsbrúnar; Eflingar
stéttarfélags og Sagnfræðistofn-
unar Háskóla Íslands.
Frá Kaliforníu til Moskvu
Þorleifur segir, að sú töf sem hafi
orðið á útgáfunni hafi valdið því að
verkið var stöðugt uppfært með til-
liti til nýjustu rannsókna og heim-
ilda. „Það er langt síðan það hófst
en stutt síðan því lauk. Það hefur
ekki liðið sá dagur, að ég hafi ekki
hugsað eitthvað um það og engir
tveir án þess að ég ynni eitthvað að
því. Fram á síðasta dag voru nýjar
heimildir að koma fram í rann-
sóknum hér og í nágrannalönd-
unum og þær hef ég nýtt mér eftir
föngum. Ég hugsa að efniviður
einskis annars verks um íslenzka
samtímasögu sé sóttur jafn víða,
því ég styðst við heimildir frá Kali-
forníu og Moskvu, Skandinavíu,
Þýzkalandi, Amsterdam og Íslandi.
Það er rétt að taka fram, að
Dagsbrún átti gríðarlegt safn bréfa
og gerðabóka, en gerðabók fyrir
1917–26 vantaði og er hún enn
ófundin. Þessi tími var því svarthol
í sögunni, en svo gat ég dekkað
hann með efni úr ólíkum áttum.
Ásgeir Pétursson, flugmaður í
Kaliforníu; sonur Péturs G. Guð-
mundssonar, sem var einn af stofn-
endum og formönnum Dagsbrúnar,
gaf Dagsbrún skjalasafn föður síns
með ýmsum gögnum frá 1906–1940.
1992 fór ég til Moskvu og þar í mið-
stöð skjalavörzlu og rannsókna á
sviði samtímasögu lá mikill fróð-
leikur í skýrslum sem íslenzkir
kommúnistar höfðu gefið um póli-
tíkina og verkalýðsmálin á Íslandi
1921–1940. Þetta voru býsna ít-
arlegar skýrslur og góðar. Í Amst-
erdam voru höfuðstöðvar Alþjóða-
sambands flutningaverkamanna,
annars alþjóðasambandsins, sem
Dagsbrún gekk í, en þegar til kom
töldu menn lítinn ávinning að aðild-
inni og Dagsbrún hætti að borga
félagsgjöldin og var á endanum tek-
in af félagaskrá. En þarna fann ég
skýrslur og bréf frá árunum 1923–
1930, m.a. frá Héðni Valdimarssyni
og Pétri G. Guðmundssyni. Menn
voru í miklu og góðu sambandi,
þótt langt væri á milli.“
Dramatísk saga
einstaklinganna
„Þetta er feikilega dramatísk
saga, saga fólks sem stendur í
straumi mikilla breytinga og berst
við að beina honum í heillavæn-
legan farveg fyrir sig og börnin sín.
En ef við stiklum meginstraum-
inn verður fyrst fyrir fæti, að
Verkamannafélagið Dagsbrún var
stofnað, þegar hlutfallsleg fjölgun
Reykvíkinga var í hámarki, aldrei
hefur íbúafjölgunin verið jafnör.
Félagið var barn síns tíma; verka-
lýðsfélög voru til úti í heimi og
menn fylgdust vel með því sem þar
gerðist í félagsmálum og verkalýðs-
málum. Félagið varð fljótlega fjöl-
mennt, með 600 félagsmenn í
10.000 manna bæjarfélagi. Það var
hins vegar ekki að sama skapi
sterkt fyrstu árin.
Menn einbeittu sér ekki bara að
beinharðri kjarabaráttu. Þetta voru
svo stórhuga menn. Þeir voru ein-
att að spá og spekúlera. Dagsbrún
bauð fram í bæjarstjórnarkosn-
ingum 1908 og stofnaði fyrirtæki;
pöntunarfélög og kaupfélög, en
slíkt var almennt ekki tengt við
verkalýðsfélög. Og félagið stuðlaði
að betri næringu verkafólks með
garðrækt og betri híbýlum með
byggingu verkamannabústaða.
Fyrstu verkamannabústaðirnir í
Reykjavík risu ekki við Hringbraut,
heldur við Bergþórugötu, þar sem
Byggingarfélag Reykjavíkur reisti
þrjú hús 1919–20 og stendur eitt
þeirra enn.
Dagsbrúnarmenn gerðu tilraun
til verktakastarfsemi með því að
bjóða í uppskipunarvinnu við höfn-
ina.
Þegar saga Dagsbrúnar er borin
saman við það sem gerðist erlendis
vekur athygli sú djörfung og dýna-
mík sem réð ferðinni hér á landi.
Menn voru svo óbundnir og
óhræddir við að brydda upp á nýj-
ungum.
Meðal fyrstu verka Dagsbrúnar
var að koma vinnutímanum í fastar
skorður. Árið 1920 var gerður
samningur um fasta neyzlutíma,
sem atvinnurekendur greiddu að
hluta fyrir, þannig að vinnudag-
urinn var tólf stundir, raun-
vinnutími dagvinnu tíu stundir, en
greitt fyrir ellefu! Þar með komst á
sú venja að gefa ábót á laun með
greiðslu fyrir hluta neyzlutímans.
Útlendingar hafa oft hrist hausinn í
forundran yfir þessu og spurt
hvernig í ósköpunum hafi verið
hægt í litlu þjóðfélagi að gera ein-
falt mál svo flókið.
En samskipti íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar og atvinnurekenda
eru á fleiri máta frábrugðin því sem
menn þekkja erlendis. Á fjórða ára-
tugnum tókst samvinna þarna á
milli, sem alltaf bjó undir þótt átök
geisuðu á yfirborðinu. Lengi vel
þekktist til dæmis ekki annars stað-
ar að atvinnurekendur innheimtu
félagsgjöld fyrir verkalýðshreyf-
inguna.
Hér voru menn óhræddir við að
fara sínar eigin leiðir og sagan er
uppfull af framtaki, sem átti sér
ekki fyrirmynd annars staðar. Þessi
djörfung er held ég séríslenzkt fyr-
irbæri og hennar sér enn stað, til
dæmis í útrás íslenzkra fyrirtækja.“
Kreppuæfingar
á hagvaxtartíma
„Þriðji áratugurinn var kreppu-
áratugur, sem kom við verkafólk
sem aðra. Reyndar er hann í tölum
talinn tími hagvaxtar, en ég kýs að
líta á hann sem samfellt æfinga-
tímabil fyrir kreppuna miklu, sem
skall á 1931. Þótt góðæri væru, þá
komu alltaf kreppusveiflur á móti.
Á þessum sveiflukennda áratug
börðust menn við að stækka félagið.
Menn óttuðust frjálst aðstreymi fá-
tækra vinnumanna úr sveitunum og
reyndu allt hvað af tók að fá for-
gangsrétt til vinnunnar. Það fengu
þeir þó ekki. Héðinn Valdimarsson
vildi til dæmis taka upp að danskri
fyrirmynd að Dagsbrúnarmenn
gengju með merki á sér svo hægt
væri að takmarka aðgang ófélags-
bundinna manna að atvinnunni.
1930 var Dagsbrún loksins orðið
það sterk, að félagið gat beitt hand-
afli til þess að tryggja sínum mönn-
um forgang.“
Þrettán verkföll
stóðu í 45 daga
„Þegar litið er til verkfalla þessa
tímabils, sem bókin spannar, má
skipta því í þrennt; 1906–1910 hag-
vaxtarskeið án verkfalla, áratug-
urinn 1911–20 hagvaxtarskeið með
tveimur verkföllum og þriðji ára-
tugurinn, sem kallaði á átök, sem
voru mjög skammvinn og óskipu-
lögð; Dagsbrún háði þá þrettán
verkföll, sem stóðu í 45 daga.
Fyrst glitti í skipulag verkfalla
1923 og í samúðarverkfalli Dags-
brúnar 1926 var verkfallsvörzlu
beitt í fyrsta skipti. Síðan eykst
skipulagið með stígandi fjórða ára-
tugarins. Þá breytast átökin úr illa
skipulögðum skyndiverkföllum í
strategíska baráttu og eftir 1942 er
hægt að tala um tíma stórstyrjalda,
þar sem Dagsbrún var herfræðilegt
stórveldi.
En nú er ég kominn langt fram
úr þessu fyrsta bindi!“
Morgunblaðið/Kristinn
Loksins, loksins Þorleifur Friðriksson með fyrsta bindi sögu Dagsbrúnar, sem hann byrjaði á 1984.
Ljósmynd/Þorleifur Þorleifsson
Kolun skips Strákur fylgist með þegar þeir fullorðnu setja kolin um borð.
Ljósmynd/Óskar Gíslason
Fyrstu verkamannabústaðirnir Byggingarfélag Reykjavíkur reisti fyrstu
verkamannabústaðina við Bergþórugötuna, þ.á m. húsin tvö til hægri og
stendur annað enn. Myndin er tekin til norðurs af Skólavörðuholti og er
skólavarðan í forgrunni.
» Menn einbeittu sérekki bara að beinharðri
kjarabaráttu. Þetta voru
svo stórhuga menn. Þeir
voru einatt að spá og
spekúlera.
Ljósmynd/Guðbjartur Ásgeirsson
Lífið er saltfiskur Þurrkuðum saltfiski staflað á vörubíl.
Stígvélin voru stærsta bótin
Við brún nýs dags nefn-
ist nýútkomin saga
Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar 1906–1930.
Freysteinn Jóhannsson
ræddi við höfundinn;
Þorleif Friðriksson.
freysteinn@mbl.is