Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ »Wikipedia er skrifuð í sjálfboðavinnu og er síbreytileg ALFRÆÐI ALMENNINGS J óna Þórunn Ragnarsdóttir er stjórnandiá bæði íslensku og norsku Wikipediu oger mjög virk sem slíkur. Hún hefur líka fleiri titla eins og sjá má í símaskránni þar sem hún er titluð hestakona. „Margir eru titlaðir hestamenn en ég er sú fyrsta til að vera titluð hestakona. Konan á símanum var meira að segja ekki viss um hvort hún mætti titla mig hestakonu og tékkaði sérstaklega á því,“ segir Jóna Þórunn í símaspjalli frá Hvanneyri þar sem hún er búsett. „Ég hef mikinn áhuga á landbúnaði og er að læra búfræði,“ segir Jóna Þórunn, sem byrjaði í náminu síðasta haust. „Ég er Selfyssingur en hef mikið verið í Gnúp- verjahreppi,“ segir hún og ætti því ekki að koma á óvart að hún hefur skrifað margar greinar um til dæmis íslenskan landbúnað, landafræði og dýr. Hún byrjaði að skrifa á íslensku Wikipediu vorið 2005 og hefur verið virk síðan. Hún segir starfið, sem er sjálfboðavinna, taka mikinn tíma en hún vinnur við Wikipediu á hverjum degi. Ennfremur skrifar Jóna Þórunn líka á norsku Wikipediu en hún átti heima í fjögur ár í Noregi og er að hluta til norsk. „Svo tek ég skriftarnir inni á milli, til dæmis þegar ég kemst í skemmtilega bók, fæ áhuga á einhverju sérstöku eða hef mikinn tíma,“ segir hún en eins og hjá flestum notendum taka skrif- in mið af áhugamálum. „Maður velur helst það sem maður kann og hefur áhuga á. Líka það efni sem lítið er um.“ Athygli vekur að Jóna Þórunn hefur skrifað heilmikið um Malaví. „Það kom til vegna áfanga sem ég tók í þróunarlandafræði við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Við áttum að skrifa tveggja eininga annarritgerð um þróunarland og ég valdi Malaví.“ Hvað höfðar mest til þín við að nota Wiki- pediu?„Ég er bara svo fróðleiksfús, vil alltaf vera að læra og lesa. Svo finnst mér líka mjög áhugavert að geta miðlað fríum fróðleik,“ segir Jóna sem auk þess að skrifa greinar notar al- fræðiorðabókina mikið sjálf. Hvernig væri hægt að efla íslensku Wiki- pediu? „Einhver stakk upp á því um daginn að sameinast Vísindavef Háskóla Íslands. Við vitn- um heilmikið í Vísindavefinn því þar eru svo rosalega vel unnar greinar,“ segir hún. Önnur leið til að efla Wikipediu er að fá grunn- og framhaldsskólanema til að skrifa greinar. Það skapi reyndar ákveðna vinnu hjá stjórnendum við að fara yfir greinar en ávinn- ingurinn sé meiri en tapið. Ef nemendur skrifa um námsefnið sem verið er að fara yfir í skól- anum er hægt að nota greinarnar síðar til upp- rifjunar fyrir próf eða í ritgerðasmíð. „Þannig geturðu notað Wikipediu til að hjálpa þér við námið um leið og þú hjálpar til við að byggja upp alfræðiorðabók aðgengilega öllum á Net- inu,“ eins og segir í handbók fyrir tilvonandi höfunda. Getur bannað og eytt Hvað felst í því að vera stjórnandi á Wiki- pediu? „Ég get bannað fólk og líka eytt grein- um. Það er þá alls ekki vegna illkvittni. En ef þú ferð inn og skemmir og heldur áfram eftir að ég er búin að biðja þig um að hætta, þá get ég bannað þig.“ Jóna Þórunn segist hafa orðið vör við nokkra fordóma og vantraust í garð Wikipediu, sér- staklega þeirrar íslensku, því hún sé svo lítil. „Eftirlitið er mjög mikið. Ég er með irkið opið hjá mér allan daginn og fylgist með breytingum og staðreyndatékka jafn óðum. Það er nokkuð auðvelt á meðan breytingar eru fáar í einu. Við reynum að styðjast við áreiðanlegar heimildir eins og Britannicu og önnur alfræðirit, Vís- indavefinn og að komast í áreiðanlegar bækur eins oft og við getum.“ Jóna Þórunn segir að áætlað sé að um 90% af Wikipediu sé skrifað af litlum hópi. Á norsku Wikipediu hefur hún tekið eftir því að einhverjir tugir manna hafi skrifað samtals mörg þúsund greinar. Sú norska er stærri en sú íslenska, komin í 103.000 greinar. „Síðast þegar ég gáði voru íslensku greinarnar 13.804. Inn í það eru ekki taldar þær síður sem eru tilvísanir. Ég man ekki hver heildarsíðufjöldinn er en hann er miklu meiri.“ Til marks um hversu hratt Wiki- pedia stækkar eru íslensku greinarnar nú 14.216 talsins, einhverjum dögum eftir samtalið. Íslenski hópurinn sem er hvað virkastur á Wikipediu hefur einu sinni hist, fyrir um ári. Hópurinn ætlar sér að hittast oftar og var stefnt á fund um þessa helgi. Norðmennirnir hittast hins vegar aðra hvora viku í Osló og segir Jóna það hjálpa þeim mikið. Hún vildi gjarnan að eldri kynslóðin tæki virkari þátt í skrifum á Wikipediu. „Það væri gott að fá fullorðna fólkið meira í lið með okkur. Það situr oft á svo miklum fróðleik sem er svo gaman að.“ Er Wikipedia framtíðin?„Mér finnst það. Það er svo gaman að svona frjálsum fróðleik og kunnáttu sem hægt er að setja þarna inn og kynna allri heimsbyggðinni.“ FRÓÐLEIKSFÚS HESTAKONA Morgunblaðið/Ásdís Sveitastelpan Hestakonan Jóna Þórunn verður líka að gefa sér tíma til að fara í fjósið. » Það væri gott að fá fullorðnafólkið meira í lið með okkur. Það situr oft á svo miklum fróð- leik sem er svo gaman að. S alvör Kristjana Gissurardóttir er lektorvið Kennaraháskóla Íslands þar semhún kennir m.a. námskeiðið „Nám og kennsla á Netinu“. Hún hefur mikið notast við ýmiss konar wiki-vefi og hefur tvisvar sinnum sótt heim ráðstefnuna Wikimania, þar sem fólk skiptist á hugmyndum og ræðir ný verk- efni við aðra áhugasama. Hún flutti á ráð- stefnunni í fyrra fyrirlestur, sem fjallaði m.a. um hvernig kennarar geti notað Wikibooks og Wikipediu í kennslu. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Frankfurt, sú næsta í Boston og í sum- ar verður hún í Taipei í Taívan og þangað ætl- ar Salvör. Hún byrjaði að prófa sig áfram með wiki- kerfi fyrir þremur árum en kynntist Wiki- pediu síðar. „Ég fékk í kjölfarið áhuga á Wiki- pediu og fór á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnuna 2005. Þjóðverjar eru svo mikil bókaþjóð og þýska Wikipedia er virkilega góð. Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta er mikið samfélag fyrr en ég var komin þangað út. Svo voru þarna 3–400 blaðamenn, fleiri en þátttakend- urnir.“ Hún vill gjarnan auka veg íslensku Wiki- pediu og hefur skrifað inn á hana greinar um kennslutækni og kennaramenntun, femín- isma, hannyrðir og jurtir svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hún öflug á moggablogginu eins og sjá má á salvor.blog.is. Hún notast einnig við annað kerfi, Wikibooks, í kennslu. Hún er því mikið á Netinu og hefur gaman af. Google-kynslóðin „Nemendur í framhaldsskólum nota Wiki- pediu mikið, þessi google-kynslóð sem fer beint á Netið að leita heimilda. Það er mjög gott að lesa þar yfirlitsgreinar ef maður er að kynna sér eitthvert málefni, þó enginn vís- indamaður dirfist að halda því fram að þetta passi fyrir akademíuna,“ segir háskólakenn- arinn sjálfur. Hún vildi gjarnan að fleiri skrifuðu inn á Wikipediu en „þeim mun meira sem greinin er notuð, því líklegra er að hún verði betri“. Hún hefur stuðlað að þessu en nemendur í upplýs- ingatækni hjá henni hafa skrifað greinar í al- fræðiorðabókina. Á ensku Wikipediu er að finna efni úr alfræðiorðabókinni Britannicu, þar sem höfundarréttur er fallinn úr gildi. Sal- vör vildi gjarnan að opinberir aðilar gæfu efni í íslensku Wikipediu. „Það þarf einhver að gefa vinnu sína. Til dæmis væri gott ef birt væru grundvallarrit úr íslenskum sjávar- útvegi eða kristnisögu eða eitthvað þess hátt- ar. Einnig myndi það auðvelda margt ef það mætti fjölfalda efni af opinberum vefsíðum til birtingar á Wikipediu í óbreyttu formi.“ Hvernig sérðu fyrir þér að wiki-kerfi geti haft áhrif á nám og kennslu í framtíðinni? „Kerfið býður upp á meiri möguleika varð- andi samvinnu nemenda því þetta er mjög gott samvinnuverkfæri. Við erum í mörgum til- vikum hvort eð er að vinna saman og sendum texta á milli í tölvupósti í staðinn fyrir að nota kerfi eins og Wikibooks, sem gerir samvinn- una auðveldari. Það sem einkennir þessi wiki- kerfi er að það er alltaf hægt að skoða sögu breytinga og bakka með þær.“ Salvör er eins og gefur að skilja mikill stuðningsmaður Wikipediu og andmælir þeim sem segja ekkert að marka þessa heimild vegna opins aðgangs. Segja má að alltaf sé ákveðin stýring á bak við þekkingu og heim- ildir þó á Wikipediu sé hún með öðrum hætti en þekkst hafi hingað til í bókaheimi. „Það má velta fyrir sér hvernig sagan hefur verið sögð hér, til dæmis í kennslubókum. Íslandssaga Jónasar frá Hriflu var skrifuð frá ákveðnu sjónarhorni, á móti Dönum. Allt öðruvísi saga er sögð í dag. Hún var ekkert betri þó það væri bara einn maður sem skrifaði hana.“ Bætt við bókina Þekkingin á Wikipediu byggist upp með notandanum. „Notandinn skapar verðmætið. Þú ert aldrei bara neytandi eða framleiðandi þekkingarinnar. Þú setur inn grein og notar hana aftur einu eða tveimur árum seinna. Nám snýst ekki lengur um að nemendur lesi bara ákveðnar bækur heldur meiri þátttöku og sköpun. Endurblöndun er orð dagsins. Verkfæri til sköpunar og þátttöku þekking- arneytandans, eru orðin miklu fleiri. Hingað til opnaði neytandinn bara bókina og las hana. Eina sem hann gat stjórnað var kannski að gera hlé á lestrinum eða byrja í miðju. En núna getur hann líka bætt við bókina. Það er eitthvað sem er ekki hægt að gera í prentaðri bók,“ segir Salvör og útskýrir nánar: „Þetta minnir í raun meira á munnlega geymd. Eins og þekking var áður en hún var læst inni í helgum bókum. Eins og þekking hefur alltaf verið, hún flæðir og er síkvik og sívaxandi. Hún getur líka verið hjaðnandi. Ef þú hefur ekki áhuga á þekkingu lengur og heldur henni ekki við þá grotnar hún niður.“ Hún rifjar upp að í upphafi Netsins hafi fólk sett fram fína vefi en ekki hugað að viðhaldi. „Þeir urðu draugavefir því það verður að halda þeim við. Þetta minnir á lifandi frumur og vefi. Ef enginn notar Wikipediu deyr vef- urinn, grotnar niður smám saman og verður sagnfræðilegt efni. Það þarf að rækta þekk- inguna.“ NOTANDINN SKAPAR VERÐMÆTIÐ Morgunblaðið/G.Rúnar Háskólakennarinn Salvör vill gjarnan auka veg íslensku Wikipediu » Þetta minnir í raun meira ámunnlega geymd. Eins og þekking var áður en hún var læst inni í helgum bókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.