Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 33
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Hjartaaðgerð Árið 1986 var byrjað að gera hjartaaðgerðir hér á landi, en áður höfðu sjúklingar þurft að leita er-
lendis. Þeir treystu hins vegar íslenskum skurðlæknum vel til verksins og sífellt fleiri kusu að leggjast undir hníf-
inn hér á landi. Myndin er tekin við hjartaaðgerð á síðasta ári.
styð heils hugar háleit markmið
rektors Háskóla Íslands að koma
Háskólanum í röð þeirra bestu í
heiminum. Skurðlæknar geta tekið
þátt í að láta það verða að veruleika
með því að efla rannsóknir. Hins
vegar þykir mér ekki vænlegt að
færa sérnám í skurðlækningum
hingað til lands, nema þá að tak-
mörkuðum hluta. Við verðum að
eiga þess kost að læra og starfa á
sjúkrahúsum, þar sem tryggt er að
við fáum þjálfun í aðgerðum, sem
eru sjaldgæfar hér á landi.“
Ímynd skurðlækna
að breytast
Skurðlækningar eru fjölbreytt
sérgrein, sem snertir ótalmarga
sjúkdóma. Skurðlæknar fást við
kviðarhols- og æðaskurðaðgerðir,
bæklunarskurðaðgerðir, þvagfæra-
sjúkdóma, hjarta- og lungna-
aðgerðir, tauga- og heilaaðgerðir
og lýtalækningar og er þá ekki allt
talið. Núna er stór hópur í fram-
haldsnámi erlendis.
Aðspurður segir Tómas að ímynd
skurðlækna sé að breytast. „Starfið
er krefjandi, enda getur tekið á að
standa við skurðarborðið tímunum
saman, þurfa að sinna útköllum
með skömmum fyrirvara vegna
slysa og fleira af því taginu. Vakt-
irnar eru þungar og sumum ungum
læknum þykir sérgreinin ekki eins
eftirsóknarverð og hún var. Þeir
vilja fjölskylduvænna starf. Við
skurðlæknar eigum ekki að reyna
að halda í gamla kerfið, heldur
leggja okkar af mörkum að breyta
því. Það versta væri ef við festumst
í gömlum viðhorfum þar sem enda-
lausar vaktir og vinnuálag er talið
óhjákvæmilegt. Reyndar gerist
þetta að hluta sjálfkrafa þegar evr-
ópskar reglur um vinnutíma taka
gildi.“
Formaður Skurðlæknafélagsins
er ánægður með tækjabúnaðinn
sem hann hefur til umráða hér á
landi. „Ég hef starfað á stórum
sjúkrahúsum í Svíþjóð og í Banda-
ríkjunum og hérna er aðstaðan síst
verri. Við Íslendingar viljum gjarn-
an eiga nýjustu og bestu tækin og
það á líka við um skurðlækna. Hins
vegar eru þær miklu framfarir sem
hafa orðið í skurðlækningum und-
anfarna áratugi afrakstur sam-
starfs allra þeirra, sem starfa innan
sjúkrahúsanna. Greiningartækni
röntgenlæknanna hefur fleygt
fram, svæfing er miklu öruggari en
áður og öll gjörgæslumeðferð er
miklu öflugri en hún var. Framfarir
í hjúkrun hafa líka verið miklar og
svo mætti lengi telja. Skurðlæknar
eru hluti af stóru teymi, sem vinnur
þétt saman.“
Ef eftirmaður Tómasar Guð-
bjartssonar á formannsstóli Skurð-
læknafélags Íslands yrði spurður
að því árið 2057 hverjar hefðu verið
merkustu framfarir síðustu 50 ára,
hverju myndi hann svara?
Tómas segir erfitt að spá svo
langt fram í tímann. „Ég held að
þjálfun skurðlækna eigi eftir að
gjörbreytast. Nú eru þegar komnir
aðgerðahermar fyrir skurðlækna,
rétt eins og flugmenn hafa átt kost
á þjálfun í flughermum. Tölvu-
tækninni er líka alltaf að fleygja
fram. Núna get ég varpað mynd til
starfsbróður míns í Boston og feng-
ið álit hans á sjaldgæfu tilfelli. Í
framtíðinni gæti hann fylgst með
allri aðgerðinni og jafnvel fram-
kvæmt hana með aðstoð fjarstýrðs
vélmennis. Slík aðgerðavélmenni
eru þegar farin að ryðja sér til
rúms.“
hálfri öld
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 33
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
!"! #$
Króatía
% & !% &
' ()**!
$ * ++,
-$ "." %
///& ! 0&
%(1 *" ) $(."$
21 "0$
%(1
-" 1$
*0
"0 3+
5 *"*$
-
%(1 6**$*$
*** !% *#"0
Póstsendum
Ný sending
Þú minnkar
um eitt númer
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Fáðu úrslitin
send í símann þinn