Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 39
febrúar 1940, eins og enn má greinilega ráða með
samanburði á íslenzku og dönsku hegningarlög-
unum. Hegningarlög beggja landa hafa tekið
nokkrum breytingum frá 1940 eins og eðlilegt er
með tilliti til breyttra lífshátta og viðhorfa, svo eitt-
hvað sé nefnt, sem áhrif getur haft á lagasetningu.
Þegar almenn hegningarlög eru nú borin saman
við þau dönsku má sjá að þar í landi hafa verið
gerðar margvíslegar breytingar, sem ekki hafa
ratað inn í hegningarlög okkar, þótt hér hafi gjarn-
an verið vel fylgzt með því, sem gerzt hefur í ná-
grannalandinu á þessu sviði. Má sérstaklega benda
á ákvæði um brot gegn friðhelgi einkalífs, þótt
einnig megi nefna ráðstafanir, aðrar en refsingar,
gagnvart andlega vanheilum afbrotamönnum svo
og ákvæði um upptöku eigna, sem tekið hafa veru-
legum breytingum í Danmörku en litlum breyt-
ingum hér. Þykir mörgum það miður.
Á árinu 1972 voru sett ákvæði í dönsk hegning-
arlög sem lýsa refsiverða heimildarlausa mynda-
töku af manni, sem ekki er á almannafæri þegar
myndin er tekin. Sama máli gegnir um heimildar-
lausa dreifingu á mynd úr einkalífi manns og dreif-
ingu á mynd af manni, sem sýnir hann við kring-
umstæður, sem augsýnilega má ætlast til að ekki
verði opinberaðar.
Brot á hinum dönsku ákvæðum, sem eru í 264.
gr. a. og 264 gr. d. hegningarlaganna, geta sætt op-
inberri ákæru að kröfu þess, sem misgert var við.“
Þessi athugasemd Boga Nilssonar er verðmætt
innlegg í þær umræður, sem orðið hafa vegna um-
rædds dóms. Ríkissaksóknari sýnir fram á, að
hegningarlögin eru að hluta til orðin úrelt. Þeim
hefur ekki verið breytt í samræmi við margvíslegar
breytingar í samtíma okkar og má það furðu
gegna. Bogi Nilsson segir að vísu að vel hafi verið
fylgzt með breytingum á þeirri dönsku löggjöf,
sem hegningarlög okkar byggjast á. Það hefur þó
ekki verið gert betur en svo að ríkissaksóknari vís-
ar í breytingar á dönsku lögunum, sem gerðar voru
fyrir 35 árum og ekki hafa verið teknar upp hér enn
sem komið er!
Hvaða kerfi er í gangi hér sem á að fylgjast með
því að íslenzk löggjöf á þessu sviði, sem öðrum sé
alltaf í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa
í samfélaginu?
Athugasemd ríkissaksóknara breytir hins vegar
engu um það, að sýknudómur Héraðsdóms Norð-
urlands byggir á ótrúlega þröngri túlkun orðanna
„lostugt athæfi.“
Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður, segir í sam-
tali við Morgunblaðið í dag, að ríkissaksóknara beri
skylda til að áfrýja dómnum og ef Hæstiréttur
staðfesti dóminn sé nauðsynlegt að breyta löggjöf.
Þetta er rétt hjá Atla að öðru leyti en því, að rík-
issaksóknari hefur með athugasemd sinni sýnt á
ótvíræðan hátt fram á nauðsyn þess að endurskoða
almennu hegningarlögin þannig að þau uppfylli
þarfir og kröfur nútímans.
Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður segir í
Morgunblaðinu í dag, laugardag, að „venjan sé sú,
að túlka annars vegar „lostugt athæfi“ og hins veg-
ar blygðunarsemi, sem athæfi, sem hafi yfir sér
kynferðislegan blæ. Í því felist hins vegar ekki að
„lostugt athæfi“ merki að háttsemi gerandans sé til
þess fallin að veita honum einhverja kynferðislega
fullnægingu. Tekur Sif fram, að hún telji að brotið
eins og ákært er fyrir það, sé ekki bara blygð-
unarsemisbrot heldur líka klám og þar með refsi-
vert samkvæmt 210. gr. hegningarlaga.“
Og Sif Konráðsdóttir bætir við: „Þetta er ný teg-
und af brotum, þ.e. þar sem fólk er með síma að
taka dónamyndir. Hér eru miklir hagsmunir í húfi,
því dreifing mynda af nöktu fólki og kynfærum
þess beinist gegn mjög mikilvægum hagsmunum,
þ.e. einkalífi og kynfrelsi.“
Það fer tæpast á milli mála, að hér þarf að breyta
löggjöf, hvað sem líður ágreiningi við dómarann
um merkingu tveggja orða.
Er réttarkerfið
ekki í sambandi?
Í
tilviki sem þessu kann að vera ágrein-
ingur um merkingu orða og augljós þörf
á nútímavæðingu lagabálka. En svo falla
aðrir dómar, þar sem ekki skortir á laga-
heimildir til að dæma á annan veg en
gert er.
Þegar hinn umtalaði dómur hæstaréttar um
kynferðislega misnotkun manns á fimm stúlku-
börnum er skoðaður kemur í ljós, að maðurinn er
dæmdur í 3ja mánaða fangelsi fyrir hvert stúlku-
barn, sem hann misnotaði. Síðan hafa fallið fleiri
dómar í undirrétti, þar sem niðurstaðan er sú
sama. Viðkomandi er dæmdur í 3ja mánaða fang-
elsi fyrir eitt barn, sem misnotað er.
Í þessu tilviki skortir ekki á lagaheimildir til að
fella þyngri dóma. Samkvæmt íslenzkum lögum
má dæma menn í margra ára fangelsi fyrir svona
athæfi. Hvers vegna er það ekki gert?
Nú liggur fyrir svo mikil þekking á sálarlífi
barna að hægt er að fullyrða, að kynferðisleg mis-
notkun, sem dómar hafa fallið um, getur eyðilagt
allt líf þessara einstaklinga. Þeir bíða þess aldrei
bætur og burðast með afleiðingarnar alla tíð. Er
eðlilegt að sá, sem veldur annarri manneskju því
tjóni, þurfi aðeins að sitja í fangelsi í 3 mánuði fyrir
það afbrot?
Sagt er að dómarar geti ekki tjáð sig nema í
dómunum sjálfum en í þeim dómum, sem hér um
ræðir er ekki að finna neinn efnislegan rökstuðning
fyrir þessum ótrúlega vægu dómum vegna mjög al-
varlegra afbrota.
En auðvitað er það tóm vitleysa að dómarar geti
ekki tjáð sig. Það er hægt að skilja að dómarar við
Hæstarétt Íslands vilji ekki tjá sig um einstök mál
en auðvitað getur dómari við réttinn lagt leið sína í
lagadeild Háskóla Íslands eða á hvern annan fund-
arstað sem er og flutt fyrirlestur um þau almennu
sjónarmið, sem liggja að baki niðurstöðum hæsta-
réttar í málum, sem fjalla um afbrot af þessu tagi.
Það er ekkert sem bannar dómara það. Og raunar
má segja, að það sé beinlínis nauðsynlegt að dóm-
arar taki upp þann hátt.
Það er að skapast alvarlegur trúnaðarbrestur á
milli dómara og samfélagsins eins og kannanir hafa
sýnt. Það er mikilvægt fyrir dómara að þeir útskýri
þau almennu sjónarmið, sem liggja að baki ákvörð-
unum þeirra og að þannig geti farið fram opinberar
umræður um þau almennu sjónarmið. Í slíkum um-
ræðum er líka visst aðhald fyrir dómarana sjálfa.
Trúnaðarbrestur á milli dómara og samfélagsins
að öðru leyti er alvarlegt mál. Hvorki dómstólarnir
né samfélagið mega við því, að almenningur hætti
að trúa því, að dómstólar kveði upp sanngjarna og
réttláta dóma.
Er þriggja mánaða fangelsi fyrir að eyðileggja líf
annarrar manneskju sanngjarn og réttlátur dóm-
ur?
»Morgunblaðið hefur orðið fyrir gagnrýni vegna afstöðublaðsins til vistunar unglingsins á Litla-Hrauni. En sú
gagnrýni og þær röksemdir, sem færðar hafa verið fram til
stuðnings þeirri ákvörðun að loka piltinn inni á Litla-Hrauni,
breyta ekki þeirri skoðun blaðsins, sem hér hefur verið fjallað
um. Þetta á ekki að gerast.
rbréf
Morgunblaðið/Ómar