Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
ÁRNÝJAR HILDAR ÁRNADÓTTUR,
Heiðarholti,
Keflavík.
Matthildur Óskarsdóttir,
Þuríður Halldórsdóttir,
Anna Pálína Árnadóttir, Karl Einar Óskarsson,
Þuríður Árnadóttir, Rúnar Helgason,
Kolbrún Árnadóttir, Jóhann Bjarki Ragnarsson
og börn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elsku-
lega föður, tengdaföður og afa,
EINARS PÁLMA OTTESEN,
Keilugranda 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Land-
spítalans í Kópavogi, Heimahlynningar og Hlyns
Níelsar Grímssonar læknis.
Guðrún Ragna Einarsdóttir, Þorsteinn V. Snædal,
Sveinbjörn Baldur Einarsson,
Vilhjálmur Pálmi, Ásta Lilja, Aron Víðir,
Steinar Smári og aðrir ástvinir.
✝ Þorvaldur Run-ólfsson fæddist í
Heiðarseli á Síðu 4.
janúar 1920. Hann
lést á hjartadeild
LSH fimmtudaginn
15. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigurbjörg
Þórarinsdóttir, f. í
Norðurhjáleigu 30.
okt. 1884, og Run-
ólfur Guðmundsson,
f. í Heiðarseli 1869.
Bræður Þorvaldar
voru Gísli, f. 19.
nóv. 1911, d. 23. apr. 1932, Þor-
steinn, f. 22. okt. 1913, d. 30. sept.
1991, Ólafur, f. 16. des. 1914, d.
13. jan. 1939, og Guðmundur, f. 2.
júní 1918, d. 9. okt. 1943.
Eiginkona Þorvaldar var Guð-
björg Petrea Jónsdóttir, f. á
Barði í Fljótum 3. júní 1920, d. 15.
október 2005. Dætur þeirra eru:
1) Pálína Skagfjörð, f. 1942, maki
Rúnar Sigurbjörnsson, f. 1949.
Þau búa í Kópavogi. Börn hennar
eru: a) Guðbjörg Valdís, f. 1961,
hún á tvö börn og tvö barnabörn,
b) Jónas, f. 1963, hann á þrjú
börn, c) Erla, f. 1966, hún á tvö
börn, d) Jóhanna, f. 1970, hún á
fjögur börn, e) Hlífar Sigurbjörn,
f. 1973, hann á tvö
börn og f) Hlynur, f.
1978, hann á eitt
barn. 2) Sóley, f.
1952. Hún býr í
Kópavogi. Börn
hennar eru Guðrún
Jóna, f. 1972, hún á
tvö börn, og Mar-
teinn Ari, f. 1978. 3)
Auður Þorvalds-
dóttir, f. 1954, maki
Anfinn Jensen, f.
1953. Þau búa í
Kaupmannahöfn.
Börn þeirra eru
Þorvaldur, f. 1974, hann á eitt
barn, og Áslaug Jóhanna, f. 1975,
hún á tvö börn. 4) Dröfn, f. 1956,
maki Páll M. Skúlason. Þau búa í
Laugarási í Biskupstungum.
Börn þeirra eru Egill Árni, f.
1977, Þorvaldur Skúli, f. 1979,
Guðný Rut, f. 1984, og Brynjar
Steinn, f. 1989.
Þorvaldur bjó hjá foreldrum
sínum í Heiðarseli til 1934. Fór þá
suður með bróður sínum að vinna
fyrir sér. Flutti í Kópavog 1946.
Hann starfaði lengst af sem bíl-
stjóri þar til hann lauk starfsævi.
Útför Þorvaldar var gerð frá
Kópavogskirkju, í kyrrþey að ósk
hins látna.
Hann lifði Bubbu sína í eitt og
hálft ár, hann tengdafaðir minn.
Síðustu mánuðirnir hjá honum voru
í erfiðari kantinum. Veikindi hans á
haustmánuðum gengu nærri honum
og á þeim tíma var nokkrum sinnum
svo komið að læknar töldu að veg-
ferð hans yrði ekki lengri. Daginn
eftir eitt slíkt tilvik sat sá gamli
hinn rólegasti í rúminu sínu og
gæddi sér á slátri. Það má segja að
þetta lýsi lífshlaupi hans nokkuð.
Hann hafði á yngri árum tekist á
við lífshættuleg veikindi oftar en
einu sinni, en hafði þá ávallt sigur,
þótt afleiðingarnar settu mark sitt á
lífsgæði hans að ýmsu leyti til ævi-
loka.
Þessi öldungur sem nú er geng-
inn var nú dálítið sérstakur; fór sín-
ar eigin leiðir og hafði ákveðnar
skoðanir á flestum málum. Hann
var ekkert sérstaklega mannblend-
inn og var gjarnan fyrstur til að
kveðja þegar mannfagnaðir af ein-
hverju tagi voru annars vegar. Hon-
um var hins vegar mikið í mun að
hafa samband við og heyra fréttir af
dætrum sínum og fjölskyldum
þeirra. Það var okkur fjölskyldunni
mikið gleðiefni að hann skyldi
treysta sér til að koma austur í
sveitir á afmælistónleika Egils Árna
í febrúar síðastliðnum. Þar lék hann
við hvern sinn fingur í helgarleyfi af
spítalanum.
Valdi var stefnufastur maður og
honum var mjög annt um sjálfstæði
sitt gagnvart öllu og öllum. Sjálf-
sagt á það að einhverju leyti skýr-
ingar í því að hann missti föður sinn
15 ára og þurfti að standa á eigin
fótum að miklu leyti upp frá því.
Það kom þó að því að hann gerði
sér grein fyrir að hann þurfti að
reiða sig á aðstoð annarra. Þá var
hann óþreytandi að láta vita af því
að hann væri hættur að hafa skoð-
anir á hlutum og segði bara já við
öllu. Þetta held ég að hafi aðallega
verið á yfirborðinu; hann hélt áfram
að hafa sínar skoðanir þó svo hann
þyrfti að lúta því sem aðrir sögðu í
meira mæli. Að mörgu leyti held ég
líka að honum hafi þótt það gott að
geta treyst á aðra til að sjá um dag-
legt amstur.
Það er meðal fyrstu minninga
minna af Valda þegar hann lýsti því
yfir við mig hvað hann hlakkaði til
að hætta að vinna og geta farið að
gera ekki neitt. Formlega stóð hann
sig vel í því þegar þar að kom.
Formlega já, en hann fann sér þó
alltaf eitthvað til dundurs svo lengi
sem honum entist til þess þróttur.
Hann þurfti að dytta að ýmsu heima
fyrir og hann naut þess í botn að
geta flatmagað í sólskýlinu sínu fyr-
ir utan hús þegar vel viðraði. Sólin
var þeim hjónum báðum kær og á
efri árum, svo lengi sem þeim entist
heilsa til, skelltu þau sér í sólar-
landaferðir í skammdeginu.
Nú eru þau bæði horfin af sjón-
arsviðinu, Valdi og Bubba. Arfur
þeirra til framtíðarinnar eru afkom-
endurnir og skarinn sá sér til þess
að um ókomin ár muni sporin sem
þau mörkuðu á strönd eilífðarinnar
varðveitast.
Páll M. Skúlason.
Elsku afi minn er látinn.
Það er mikið tómarúm í fjölskyld-
unni nú þegar þú ert farinn afi. Þú
varst Guðfaðirinn sem tengdir okk-
ur öll saman og alltaf voru allir vel-
komnir til þín á Álfhólsveginn. Þú
varst lúmskt félagslyndur, þrátt
fyrir að halda staðfastlega fram
hinu gagnstæða, og hafðir gaman af
því að fá heimsóknir og rabba um
daginn og veginn. Að sitja við hlið-
ina á þér í ruggustólnum og rök-
ræða við þig var einstaklega
skemmtilegt og það sem var svo
skondið var að ef þér tókst að snúa
mér, þá skiptir þú sjálfur um skoð-
un – til að geta áfram verið á móti!
Það sem við tvö áttum sameig-
inlegt voru draumar. Þú varst alltaf
mjög berdreyminn og ræddum við
oft um drauma og merkingu þeirra.
Reglulega hringdi ég í þig til að
spyrja þig út í drauma og þú kennd-
ir mér að ráða þá. Stundum þegar
ég vakna á morgnana og hugsa um
drauminn sem mig dreymdi sakna
ég þess að geta hringt í þig og spurt
þig út í hann.
Eins mikið og ég sakna þín er ég
glöð að þú hafir fengið hvíldina sem
þú þráðir. Nú ertu kominn til ömmu
sem hefur tekið glöð og spennt á
móti þér. Ég elska þig heitt og mun
aldrei gleyma þér.
Guðrún.
Elsku afi minn,
Nú var þinn tími kominn til að yf-
irgefa okkur og munum við sakna
þín. Það er þó huggun að vita að þú
ert búinn að hitta hana ömmu aftur.
Á fluginu á leið heim frá Danaveldi
varð mér hugsað til unglingsáranna
þegar ég var að byrja að fara í
partý. Það var hlutur sem var á
bannlista en afmæli voru í lagi. Ég
minnist þess að eitt árið átti einn
skólabróðir minn afmæli, „mörgum
sinnum“. Á fullorðinsárum sagðir
þú mér að þú hafir alltaf undrast
hvað hann skólabróðir minn átti oft
afmæli.
Auðvitað var ekki hægt að gabba
þig og reyndi maður það ekki oft.
Elsku afi minn, ég á eftir að
sakna þín og þíns góða húmors mik-
ið.
Megir þú hvíla í friði.
Þúsund kossar til þín og ömmu.
Þín,
Guðbjörg.
Þorvaldur Runólfsson
✝ Fannlaug Ingi-mundardóttir
fæddist á Kirkju-
skarði í Laxárdal í
Húnavatnssýslu 9.
september 1924.
Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð 17. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingimundur Bjarna-
son járnsmiður, f.
16.9. 1886, d. 6.3,
1976, og kona hans
Sveinsína Bergs-
dóttir húsmóðir, f. 25.11. 1894, d.
28.3. 1975. Synir Fannlaugar og
Björns eru: 1) Sveinn jarðfræð-
ingur, f. 15.12. 1958, kvæntur
Ingibjörgu Margréti Gunnlaugs-
dóttur aðstoðarleikskólastjóra, f.
8.11. 1961. Börn þeirra eru Gunn-
ar Ingi, f. 1983, unnusta Katrín
Pálsdóttir, f. 1985, Snorri, f. 1988,
og Björn Logi, f. 1992. 2) Ragnar
viðskiptafræðingur, f. 29.11. 1963,
kvæntur Þuríði Elínu Stein-
arsdóttur lífeindafræðingi, f. 27.6.
1961. Börn þeirra eru Fanney, f.
3.10. 1996, og Kjartan, f. 30.5.
2000.
Útför Fannlaugar fór fram í
kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
20.12, 1981. Fann-
laug var næstelst
fjögurra systra, hin-
ar eru: Sigríður, f.
1922, Herdís Helga,
f. 1928, d. 1990, og
Steinunn, f. 1938.
Eiginmaður Fann-
laugar var Björn R.
Ásmundson vélstjóri,
f. 1.3. 1923, d. 4.11.
1995. Foreldrar
Björns voru Ásmund-
ur S. Jónsson, f. 27.6.
1884, d. 20.6. 1951,
og kona hans Rann-
veig Bjarnadóttir, f. 13.2. 1897, d.
Að heilsast og kveðjast er lífsins
saga. Fyrir 26 árum heilsuðumst
við Lolla í fyrsta sinn. Ég var óör-
ugg og feimin. Hún einlæg og
hreinskiptin. Mér duldist ekki að
hún vildi sonum sínum og fjöl-
skyldu aðeins það besta. Hún tók
vel á móti mér, enda kunni Lolla
að taka á móti gestum, en á op-
inskáan hátt skoðaði hún mig og
lagði fyrir beinskeyttar spurning-
ar, það var hennar siður að ganga
hreint til verks; ég var sett á vo-
gaskálar gildismats og væntinga.
Sennilega skoraði ég ekki hátt á
því prófi en var tekin í sátt og
naut upp frá því verndar og um-
hyggju þeirra Lollu og Björns eins
og ég væri þeirra eigin dóttir.
Hugtökin umhyggja og þjón-
ustulund lýsa Lollu vel. Hún helg-
aði líf sitt eiginmanni og sonum og
gerði það af slíkri einlægni og alúð
að vart á sinn líka. Eftir að synir
okkar Sveins fæddust nutu þeir
einnig umvefjandi umhyggju
ömmu sinnar.
Hún bar ekki tilfinningar sínar á
torg; vildi ekki faðmlög og kossa-
flens en var alltaf til taks, sýndi
hverju viðfangsefni áhuga, veitti
og þjónaði. Hún sat löngum stund-
um og lék við þá, spilaði við þá,
bauð í bæjarferðir eða á kaffihús.
Heimili þeirra Björns bar
smekkvísi hennar og snyrti-
mennsku glöggt vitni og mér er
enn minnisstætt að ganga þar inn í
fyrsta sinn. Þar var engu ofaukið
en öllu komið afar smekklega fyr-
ir. Þannig var það alla tíð, aldrei
drasl, aldrei skítugt en alltaf hlý-
legt. Hún hafði næmt fegurðar-
skyn, mat fegurð mikils í öllum
þáttum og lá ekki á skoðunum sín-
um þar um. Við hentum oft gaman
að því þegar hún lagði mat sitt á
fólk með þessum mælistikum en
því tók hún aldrei illa. Hún sá sjálf
spaugilegar hliðar þessa gildis-
mats síns enda hafði hún ríka
kímnigáfu og var á stundum æði
stríðin. Aldrei sá ég Lollu í vondu
skapi, það var ekki til í hennar
fari. Hún óttaðist hins vegar ein-
veru og eftir fráfall Björns fengu
sonarsynirnir tækifæri til að end-
urgjalda alúðina með því að dvelja
hjá henni um nætur og helgar. Það
var þeim engin kvöð heldur sóttust
þeir eftir samvistum við ömmu
sína.
Áhugi á landafræði og ferðalög-
um skipaði stóran sess í lífi þeirra
Björns og naut Lolla þess mjög að
heimsækja fornar slóðir en þó
kannski enn frekar að sjá nýja og
áður óþekkta staði.
Nú ylja minningar um marga
ferðina okkar saman, ekki síst hin-
ar nánast árlegu ferðir norður í
Skagafjörð á vit æskuslóðanna og
Siggu Fríðu, æskuvinkonu hennar.
Ferðir til Siggu voru stöðugt um-
ræðuefni og þegar heilsan leyfði
ekki að af þeim yrði, bar hugurinn
hana hálfa leið. Það var aldrei til í
hennar huga að hún kæmist ekki
norður.
Lolla hafði mikinn áhuga á fólki.
Hún lét ekki mikinn í samkvæm-
um en naut félagsskaparins og
þeim sem hún bast vináttuböndum
sýndi hún mikla tryggð og um-
hyggju. Síðustu ár horfði hún á
eftir mörgum vina sinna og minnt-
ist þeirra af miklum söknuði.
Nú hefur Lolla kvatt okkur en
heilsað á ný vinum og fjölskyldu
sem hún efaðist ekki um að biðu
hennar í annarri og betri vist. Við
sem eftir sitjum kveðjum hana
hins vegar með söknuði, staðráðin
í að halda minningunni um ein-
stæða konu lifandi.
Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir.
Fannlaug Ingimundardóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar , tengdafaðir
og afi,
VALDIMAR BJÖRNSSON
skipstjóri,
Sóltúni,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 28. mars.
Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 4. apríl kl. 15.00.
Steinunn Guðmundsdóttir,
Marta Guðríður Valdimarsdóttir,
Anna Steinunn Valdimarsdóttir,
Björn Valdimarsson, Sigríður Líba Ásgeirsdóttir,
Guðmunda Valdimarsdóttir, Hafsteinn Viðar Árnason,
Ásta Valdimarsdóttir, Kristján Gunnar Valdimarsson,
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR Þ. JÚLÍUSSON,
Holtsgötu 13,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
30. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Unnur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Arndal,
Kristinn H. Gunnarsson, Guðlaug S. Ragnarsdóttir,
Björn V. Gunnarsson, Guðrún Kr. Óladóttir,
Margrét Gunnarsdóttir, Sigurður V. Jónsson,
Helga Gunnarsdóttir, Jón Júlíusson,
Gunnar J. Gunnarsson, Ágústa Halldórsdóttir,
Hulda Gunnarsdóttir, Ísak J. Matthíasson,
Unnur B. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
afabörn og langafabörn.