Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 65
Af og til hef ég nefnt hugtakið„infotainment“ í skrifummínum í Morgunblaðinu án
þess að gefa á því sérstaka útskýr-
ingu aðra en þá, að það eigi við
þegar list og skemmtun slái saman.
„Infotainment“ er samruni ensku
orðanna „information“ (upplýs-
ingar) og „entertainment“
(skemmtiefni/skemmtun) og hefur
aðallega verið notað yfir frétta-
flutning í sjónvarpi og dagblöðum
þar sem fréttum af alvarlegum at-
burðum er blandað saman við slúð-
urfréttir til að auka áhorf eða lest-
ur. Menningarsíður Morgunblaðs-
ins eru til að mynda „infotain-
ment“.
Í myndlist var fyrst farið að nota
hugtakið um miðjan níunda áratug
síðustu aldar yfir listamenn sem
nýttu sér fjölmiðla eða álíka dreif-
ingarkerfi sem miðil í myndlist-
arsköpun til að ná til fjöldans. „In-
fotainment“ hefur þó ekki fest sig
almennilega í sessi í myndlist-
arumræðu, máski vegna þess að
það er ekki beinlínis myndlist-
arhugtak, en það birtist stundum í
greinum og umræðu um sam-
tímalistir og þykir mér hugtakið
eiga vel við um margt innan þess
sem kallast Ný-popplist (Neo pop)
eða Póstpopplist (Post pop) og á við
um listamenn á borð við Jeff Ko-
ons, Damien Hirst og Tracey Emin.
Af Íslenskum listamönnum má
nefna Gjörningaklúbbinn, Egil Sæ-
björnsson og Curver Thoroddsen.
Rómantík (Romanticism) er öllueldra hugtak sem á rætur að
rekja til frásagnalistar í Frakk-
landi á miðöldum. Á 18. og 19. öld
hlaut hugtakið sína listrænu merk-
ingu í tónlist, ritlist og myndlist
þar sem áhersla var lögð á tilfinn-
ingalega túlkun og náttúrulegan
mikilfengleika til móts við rök-
rænu og fegurð klassíkurinnar.
Á 20. öldinni héldu fáeinir lista-
menn rómantískum gildum á lofti
til mótvægis við tilraunasemi mód-
ernismans og voru þeir kallaðir
Ný-rómantíkerar (Neo romantics).
Með tilkomu póstmódernismans
hófu enn fleiri listamenn að leita
til rómantísku stefnunnar og til
varð póst-rómantík (Post rom-
anticism). Í dag eru allmargir
myndlistarmenn sem tengja má við
rómantík þótt að módernísk áhrif
séu þar líka við líði. Má þar nefna
Peter Doig, Peter Frie, Neo Rauch
og Justine Kurland. Af íslenskum
samtímalistamönnum má nefna
Georg Guðna Hauksson, Húbert
Nóa Jóhannesson, Ásdísi Spanó og
Pétur Thomsen.
Síðastliðinn miðvikudag hleraðiég viðtal við Ragnar Kjart-
ansson myndlistarmann í útvarps-
þættinum Víðsjá. Ragnar sýnir
þessa dagana málverk og mynd-
bandsverk í Gallerí i8. Í viðtalinu
var listamanninum tíðrætt um
rómantíkina og dálæti sitt á henni
og nefndi m.a. þýska málarann
Caspar David Friedrich sem
áhrifavald, en hann er eitt stærsta
nafn rómantísku stefnunnar.
Á föstudaginn leit ég síðan inn á
sýningu Ragnars og sá þar dágóð-
an fjölda af málverkum sem sýna
myndir af dauða, þjáningu, upp-
gjöf, sársauka og eftirsjá. Mál-
verkin eru unnin í anda nýja ex-
pressjónismans (Neo
expressionism) og sem slík mundu
þau flokkast sem „vond málverk“
(Bad paintings) sem var nokkurs
konar pönk-bylgja málverksins á
hvörfum áttunda og níunda áratug
síðustu aldar.
Áttaði ég mig fljótlega á því að
tilgangslaust væri að skoða mál-
verk Ragnars út frá gildum mál-
verksins. Þau ber að skoða út frá
gjörningnum og rann upp fyrir
mér að ljósmynd sem hafði birst af
listamanninum með viðtali í Morg-
unblaðinu væri ekki síður partur
af sýningunni en málverkin og
myndbandið. Ragnar situr vel til
hafður við trönurnar og með pal-
lettu í hönd, eins og útspekúleruð
klisja. Ragnar er hér kominn í
hlutverk listmálarans og er mál-
verkasýningin partur af því hlut-
verki. Umrædd rómantík er því
réttilega leikræn dramatík. Hún
snýst ekki um rómantíska upplifun
heldur ímynd þess sem er róm-
antískt og fer listamaðurinn í
gervi hins einlæga og tilfinn-
ingalega. Ragnar er þá allt annað
en rómantískur listamaður. Hann
er í raun „póstpopp“ í róm-
antískum grímubúningi og er sýn-
ingin borðleggjandi dæmi um „in-
fotainment“.
ransu@mbl.is
Hugtök
Morgunblaðið/Ásdís
Infotainment Ragnar Kjartansson í hlutverki listmálarans.
AF LISTUM
Jón B. K. Ransu
»Ragnar situr vel til hafður við trön-
urnar og með pallettu
í hönd, eins og
útspekúleruð klisja.