Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 49
UMRÆÐAN
LIÐIN eru 200 ár frá því að
Bretar afnámu þrælasölu, en hún
lifir enn. Afríkumenn minnast þess
nú að 200 ár eru liðin frá því (25.
mars) að Bretar afnámu þrælahald
með lögum. Þar með
var formlega tekið fyr-
ir nauðungarflutninga
þræla frá Afríku til
Ameríku. Þrælasalan
skaut styrkum efna-
hagslegum stoðum
undir hin fornu Evr-
ópsku nýlenduríki
austan Atlandsála.
Þetta voru mikil við-
skipti: Talið er að frá
15. öld til þeirrar
19undu hafi á bilinu 10
milljónir til 30 millj-
ónir manna verið
hnepptar í ánauð í Afríku og sendar
til Ameríku til að byggja þar upp
efnahagsveldi hvítu landnemanna.
200 ár eru ekki langur tími í sögu
Afríku, og hér tala menn um að álf-
an hafi enn ekki jafnað sig á þessum
,,atgervisstuldi“ sem ég leyfi mér að
nefna svo. Vestan hafs varð þetta
,,ódýra vinnuafl“ hvati að uppbygg-
ingu sem Afríka þarf svo sárlega á
að halda enn í dag. Þessi svarti
blettur á sögu hvíta mannsins verð-
ur aldrei afmáður. Hins vegar er
ekki svo að Afríkumenn hafi allir
hreinan skjöld: Álfan er byggð ólík-
um þjóðum og þjóðarbrotum sem
barist hafa innbyrðis, og margir
reyndust fúsir að taka við fjár-
munum hvíta mannsins fyrir að
fanga fólk í þrælaskipin.
Þrælasala tíðkast enn
Þessi sögulegi fróðleikur væri ef
til vill bara smámoli neðanmáls í
dagsins önn ef ekki væri sú stað-
reynd kunn að þrælahald lifir enn.
200 árum eftir að það var fyrst af-
numið með lögum af Bretum tíðkast
nútíma þrælahald þar í landi. Og
víðar um Evrópulönd. Þúsundir
kvenna eru seldar nauðugar frá
löndum eins og Rúmeníu, Búlgaríu
og Litháen, grannlanda okkar í
hinni siðmenntuðu Evrópu. Og
hverjir kaupa? Við, norður Evr-
ópumenn. Viðskiptavinir vænd-
ishúsa og fyrirtækja sem starfa í
margvíslegum ,,þjónustugreinum“
utan við lög og rétt, en innan seil-
ingar neytenda í ríkustu löndum
heims. Þrælasala er talin velta 30
milljörðum Bandaríkjadala árlega í
heiminum, og er talin jafnstór og
ólögleg vopnasala, á eftir eitur-
lyfjasölu.
Margar myndir þrælahalds
Þrælahald er skilgreint á mis-
munandi hátt. Þrælar, sem er haldið
fögnum og látnir vinna með ofbeldi
án launa eru taldir
,,aðeins“ um 30 millj-
ónir manna í heim-
inum. En þrælhald
tekur á sig margar
myndir: Meira en 200
milljónum barna er
haldið að vinnu án
launa eða viðurkenn-
ingar, oft með ofbeldi.
Meira en helmingur
þeirra telst búa við
,,verstu hugsanleg skil-
yrði“. Margir eru
hnepptir í lífstíð-
arfjötra með því að
þeir eru neyddir til að ,,end-
urgreiða“ lán sem þeir eru gabbaðir
til að gangast við með svik-
samlegum hætti. Þvinguð vinna er
svo algeng í margs konar myndum
að ekki eru til neinar áreiðanlegar
tölur um.
Bretar áætla að nokkrar þúsundir
kvenna séu árlega hnepptar í kyn-
lífsánauð þar í landi. Búlgaría og
Rúmenía (Evrópusambandið!) eru
meðal þeirra 11 ríkja sem Samein-
uðu þjóðirnar telja til verstu synda-
sela í þessum efnum. Á Indlandi eru
tugir milljóna barna ,,lánuð“ til
vinnu fyrir aðra svo foreldrar fái
umbun sem oft eru smáskildingar
vegna ,,skulda“, eða bara til að lina
sára fátækt. Börnin sjá um húsverk
og annað sem húsbændur þeirra
ráðstafa þeim til og eiga enga aðra
framtíð. Innan Afríku eru enn við-
skipti með þræla, einkum börn, en
hér í álfu er talið að allt upp í 800
þúsund manns séu í ,,umferð“ með
einum eða öðrum hætti í álfunni. Oft
börn sem látin eru berjast í stríði.
200 ár eru stuttur tími í sögu sið-
menningar, en það er tíminn síðan
lög gegn þrælahaldi voru samþykkt.
En hversu langan tíma tekur að af-
nema þrælahald í raun og veru?
Önnur 200 ár?
200 ár liðin og enn
viðgegnst þrælasala
Stefán Jón Hafstein fjallar um
þrælahald » Þrælasala er talinvelta 30 milljörðum
Bandaríkjadala árlega í
heiminum, og er talin
jafnstór og ólögleg
vopnasala.
Stefán Jón Hafstein
Höfundur starfar að þróunarsam-
vinnumálum í Afríku.
www.heimili.is
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-16
BARÐASTAÐIR 87 - REYKJAVÍK
Bogi Molby
Pétursson
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
Í einkasölu fallegt fullbúið hús á einni hæð með stórum bílskúr.
Vandað 155 fm einbýlishús með innbyggðum 40 fm bílskúr.
Húsið stendur á stórri lóð í jaðri borgarinnar. Stutt í alla útivist,
göngu- og hjólreiðastíga með ströndinni og golfvöllinn. Þrjú til
fjögur svefnherbergi, Vandaðar innréttingar og gólfefni og flísa-
lagður bílskúr. Stór 140 fm afgirt verönd, hellulagðar stéttir og
stórt bílaplan, hitalögn. Tengi fyrir heitan pott og ljósatenglar í
blómabeðum. Gott hús á góðum stað. V. 49,5 m.
Bogi Molby Pétursson löggiltur fasteignasali
sýnir húsið í dag frá kl. 15-16.
Nýkomið glæsilegt nýlegt
einbýli á 1. hæð með inn-
byggðum bílskúr, samtals
152 fm. Vönduð nánast full-
búin eign. 3 góð svefnher-
bergi, verönd í garði. Frábær
staðsetning í enda í botn-
langa, við sjávarsíðuna. Verð
31,9 millj. Nr. 107923-1
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Mýrargata - Vogum - Einbýli
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Glæsileg og vönduð 2ja herbergja 77,8 fm íbúð á 1. hæð í fallegu og full-
frágengnu fjölbýlishúsi. Að utan eru þrjár hliðar klæddar en húsið var byggt
árið 2005 af Húsvirki hf, en þeir hafa getið sér traust orðspor á bygginga-
markaðnum sl. 20 ár. Íbúðin er með fallegar eikar innréttingar og þvotta-
húsi innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Frá stofu er gengið út á rúm-
góðar svalir til suðurs. Verð 19,2 millj.
Sævar býður gesti velkomna í dag frá kl. 15-16, íbúð merkt 105.
Teikningar á staðnum.
Opið hús í dag frá kl. 15-16
Akurhvarf 5 - Rúmgóð
Til leigu í Síðumúla
Fallega hannað og innréttað 1.905m² skrifstofuhúsnæði til leigu og afhendingar
strax. Húsnæðið getur leigst sem ein heild eða í einingum. Á 4. hæð er m.a. fullinn-
réttað mötuneyti ásamt skrifstofuaðstöðu með glæsilegu útsýni og stórum svölum.
Þriðja hæðin skiptist í móttöku, 2 fundarherbergi og er með góða blöndu af opnum
og lokuðum skrifstofurýmum. Veggir á 3.h. eru ýmist úr gleri
eða gipsi, falleg lýsing er á hæðinni og á gólfum er parket, dúk-
ur og flísar. Önnur hæðin er að mestu í opnu rými með dúk á
gólfum. Frábært húsnæði miðsvæðis í Reykjavík með nægum
bílastæðum. Teikningar og allar nánari upplýsingar veitir Guð-
laugur gsm. 896 0747.
Sími 511 2900
2. hæð 666m² (efri jarðhæð)
3. hæð 924m²
4. hæð 315m²
Samtals: 1.905m²
Stærðir (brúttó):
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Við Dimmuhvarf í Kópavogi, ekki langt frá Elliðaánum er ca 2.000
fm skógi vaxin lóð með litlu einbýlishúsi úr timbri. Talið er að
mögulegt sé að skipta lóðinni. Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Nánari upplýsingar gefur Ægir á skrifstofu. 7109
DIMMUHVARF KÓP. - STÓR LÓÐ