Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
N
etverjar hafa áreið-
anlega tekið eftir því að
alfræðiorðabókin Wiki-
pedia.org kemur of-
arlega upp í leitarnið-
urstöðum vinsælustu
leitarvélanna. Í kjölfar-
ið hafa margir gert það
að vana að fara beint inn á vefinn áður en ann-
arra heimilda er leitað. En hvað er svona sér-
stakt við þennan ört vaxandi vef?
Wikipedia er svokallað frjálst alfræðirit, sem
vísar til þess að það er skrifað í samvinnu not-
enda í sjálfboðavinnu um allan heim og er til á
yfir tvö hundruð tungumálum, m.a. íslensku á
slóðinni is.Wikipedia.org. Ritið er í stöðugri
endurskoðun og gera notendur um allan heim
þúsundir breytinga á hverjum klukkutíma.
Breytingarnar eru skráðar og er fylgst með
skemmdarverkum og bulli og reynt að fjarlæga
slíkt fljótt.
Skemmdarverk og áreiðanleiki
Þrátt fyrir þessar varúðarráðstafanir hefur
margt gerst sem fær fólk til að efast um áreið-
anleika Wikipediu. Í síðasta mánuði þurfti Wiki-
pedia að biðja leikarann og grínistann Sindbad
afsökunar á því að hafa sagt hann látinn. Fréttir
af láti hans voru ótímabærar og var greininni
um Sinbad breytt um leið og málið komst upp.
Sökudólgurinn fannst í gegnum IP-tölu og er sá
hinn sami kominn í ævilangt bann. Skemmd-
arvargar eru settir í bann og því gæta virkir
notendur Wikipediu að því hvað þeir birta á
vefnum.
Essjay, einn úr þessum hópi, var staðinn að
því að ljúga til um bakgrunn sinn. Hann sagðist
vera guðfræðiprófessor í Bandaríkjunum en var
í raun hinn 24 ára gamli Ryan Jordan og hafði
ekki lokið háskólanámi. Upp komst um Jordan
og hann er kominn í Wikipediu-bann. Deilan
stóð ekki um gæði greina hans, þau voru ekki
dregin í efa, en samfélagið í kringum netal-
fræðiorðabókina er byggt á trausti og Jordan
skrifar þar ei meir.
Reyndar virðist sumum greinum sérstaklega
hætt við skemmdarverkum og hefur aðgangur
almennings verið lokaður að þeim, eins og að
greininni um Bill Gates, stofnanda Microsoft.
Annar stofnandi Wikipediu, Jimmy Wales,
Í HNOTSKURN
»Wikipedia hóf göngu sína á ensku 15. janúar2001.
» Íslenska Wikipedia var sett á laggirnar 5.desember 2003 og inniheldur núna um 14
þúsund greinar.
»Alls eru sex milljón greinar á 250tungumálum í Wikipediu, þar af eru
1,6 milljónir í ensku útgáfunni. Mesti
vöxturinn er nú á öðrum tungumálum en
ensku.
»Bandaríkjamað-urinn Jimmy Wa-
les, annar stofnandi
Wikipediu, er mikill
frumkvöðull á Netinu.
Hann hefur komið að
öðrum wiki-verkefnum, m.a. góð-
gerðarstofnuninni Wikimedia og
fyrirtækinu Wikia, Inc. Hann hyggst
stofna leitarvél, sem byggð er á
svipuðum forsendum.
»Á Wikimedia.org er að finnahlekki á fleiri wiki-vefi eins og
wiktionary.org, sem er opin orðabók
og lærdómsvefinn wikibooks.org, sem
vert er að kanna.
»Wikipedia nýtur sívaxandi vin-sælda og var sjötti vinsælasti vefur
heims í desember sl. með 165 milljónir
staka notendur, samkvæmt upplýsinga-
fyrirtækinu comScore.
»Wikipedia komst á topp tíu listann íBandaríkjunum í fyrsta sinn í janúar sl.
með 42,9 milljónir stakra notenda. Not-
endum hefur fjölgað hratt en fyrir ári var
sambærileg tala 18,3 milljónir og vefurinn í 33.
sæti yfir þá vinsælustu vestra.
Netinu. Að þeirra mati var Wikipedia „of frjáls-
leg með óbandarísk gildi“. Conservapedia er nú
með 3.400 greinar og stækkar stöðugt.
Conservapediu-fólki fannst grein Wikipediu um
fóstureyðingu vera eins og auglýsing fyrir
verknaðinn. Einnig hafði það áhyggjur af því að
Wikipedia væri „sex sinnum frjálslyndari“ en
bandarískur almenningur og að villur úr net-
orðabókinni frjálslegu ættu of greiðan aðgang
inn í dagblöðin. Sjónarhorn þessara tveggja
hópa er svo sannarlega ekki það sama.
Wales, fyrrnefndur netfrumkvöðull, hefur
ekki áhyggjur af samkeppninni og svarar því
einungis til að „frjáls menning eigi sér engin
takmörk“. Hann segir að fólk eigi að geta treyst
Wikipediu. Lykilatriðið sé að gæta að því að
greinarnar séu góðar. Almennri skynsemi er
aldrei ofaukið.
Kannski verður samkeppnin meiri frá Citi-
zendium.org, nýrri alfræðiorðabók á Netinu, en
prufuútgáfa opin almenningi fór í loftið í vik-
unni. Maðurinn á bak við hana er Larry Sanger,
en hann er jafnframt annar stofnandi Wikipediu
ásamt Wales. Uppúr því samstarfi slitnaði og nú
ætlar Sanger að eigin sögn að bjóða upp á áreið-
anlegri alfræðiorðabók en fyrrverandi félagi
sinn. Samfélag Citizendium byggist meira á sér-
fræðingum og hlutur almennings er ekki eins
stór og í Wikipediu. Núna eru um 1.100 greinar
á Citizendium, miðað við sex milljón á Wiki-
pediu, en Sanger vonast eftir hröðum vexti.
Almennt er ekki mælt með því að nota Wiki-
pediu eða reyndar aðrar alfræðiorðabækur sem
heimildir í háskólanámi. Wikipedia er góður
staður til að hefja rannsóknir og fá grunn-
upplýsingar um ýmsa hluti. Ekki má heldur
gleyma því að Wikipedia
birtir ekki í raun
neitt
vissi ekki að hann hefði gaman af skák fyrr en
hann las það á netalfræðiorðabókinni. Villurnar
eru því misalvarlegar og koma kannski ekki all-
ar að sök. Það góða við opna aðganginn er að
fólk getur að sjálfsögðu tekið út vitleysu sem
það les um sjálft sig. Þar vakna siðferðilegar
spurningar því möguleiki er á að einstaklingar
taki út upplýsingar sem þeim mislíkar, þó sann-
ar séu.
Er þetta nóg til að afskrifa Wikipediu? Varla.
Rannsóknir sýna fram á að hún er ámóta áreið-
anleg og Britannica hvað vísindagreinar varðar.
Tímaritið Nature greindi frá athugun sem leiddi
í ljós að margvíslegar villur var að finna á báð-
um stöðum. Af þeim vísindagreinum sem kann-
aðar voru fundust álíka margar villur á hvorum
stað. Á Wikipediu voru þær um fjórar en í Brit-
annicu um þrjár í dæmigerðri vísindagrein.
Wikipedia endurspeglar líka áhugasvið
þeirra sem skrifa inn á hana og er að finna þar
margar greinar um rokkhljómsveitir og fræga
fólkið í Hollywood, sem ekki er að finna í Brit-
annicu. Táknrænt er að þegar Franz Ferdinand
er flett upp á báðum stöðum er erkihertoginn í
fyrirrúmi í Britannicu en á Wikipediu er bæði
að finna greinargóðar upplýsingar um hertog-
ann og líka rokkhljómsveitina vinsælu sem
dregur nafn sitt af honum.
Leitin að sannleikanum
„Hugtakið „sannleikur“ hefur verið á hröðu
undanhaldi og hugtakið „sjónarhorn“ nánast
leyst það af hólmi. Fæstir eru lengur vissir um
neitt, flestir efast og þurfa að ganga í gegnum
djúpa reynslu og rökræðu til að móta sér stað-
fasta skoðun. Vissan sjálf er þó ævinlega utan
seilingar,“ skrifaði heimspekingurinn og rithöf-
undurinn Gunnar Hersveinn í pistli í Lesbók
Morgunblaðsins 10. mars sl. og eiga þessar hug-
leiðingar ágætlega við hér.
Sannleikur Wikipediu fellur ekki öllum í
geð þrátt fyrir hlutlausa ritstjórn-
arstefnu. Nýverið tók hópur fólks
sig til í Bandaríkjunum og
stofnaði netalfræðiorða-
bókina Conserva-
pediu, strang-
trúaða systur
Wikipediu á
nýtt, ekki nýjar kenningar eða rannsóknir, þar
sem það er nauðsynlegt að vitna í þekktar og
áreiðanlegar heimildir.
Wales benti á í viðtali við Time.com að gæði
Wikipediu séu miklu meiri nú en fyrir þremur
árum. Að sögn Wales er verið að hanna hug-
búnað sem gerir það að verkum að hægt verður
að stöðva breytingar frá óþekktum notendum til
að koma í veg fyrir að lifandi fólk sé sagt látið og
annað þess háttar. Eða að Tony Blair sé „sendi-
tík George Bush“ og að Robbie Williams „lifi á
hömstrum“, eins og stóð í stuttan tíma á Netinu.
Andlegar æfingar fjöldans
Af hverju skrifar fólk á Wikipediu? Wales
hefur svar við því. „Fólk áttar sig á því að það er
gaman að stunda andlegar æfingar innan
ákveðins samfélags. Við ætlum ekki að fara að
borga fólki fyrir að skrifa greinar. Fólk spyr
aldrei af hverju fólk spili körfubolta ókeypis þó
margir fái mikið borgað fyrir að taka þátt í
íþróttinni.“
Vissulega fara fallega innbundnar bækur,
skrifaðar af færum fræðingum, vel í hillu. Bókin
táknar ákveðið öryggi og stöðugt ástand, ekki
síbreytilegt eins og netalfræðiorðabók. Ekki má
þó gleyma því að fólk með völd og peninga milli
handanna hefur í gegnum tíðina reynt að
stjórna upplýsingaflæði með ýmsum hætti,
jafnt í bókum sem öðrum miðlum.
Fyrir hinn staka snilling sem vill rísa upp úr
fjöldanum er Wikipedia ekki rétti staðurinn til
að láta ljós sitt skína, heldur byggist vefurinn á
samvinnu fjölda fólks. Eftir stendur að fólk vill
leggja til ólaunaða vinnu á Wikipediu í leit að
einhvers konar sannleika og ekki ólíklegt að vef-
urinn eigi enn eftir að eflast.
ALFRÆÐI ALMENNINGS
»Sannleikur Wikipediu
fellur ekki öllum í geð