Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MA í Evrópufræðum á Bifröst
Evrópa Ólafsvík | Það voru þreyttir enánægðir sjómenn á netabátnumMagnúsi SH frá Rifi sem komu aðlandi um kl. 22.00 á föstudags-kvöldið. Áhöfnin kom með 40 tonn
af slægðum fiski sem fékkst í aðeins
85 net.
Sigurður Valdimar Sigurðsson
skipstjóri sagði að veiðin væri búin
að ævintýraleg síðustu daga. „Við
erum búnir að landa 110 tonnum í
aðeins 4 róðrum og erum með
handónýt net,“ sagði hann.
„Það er alveg sama hvar netin
eru lögð það er alltaf kjaftfullt af
fiski. Svo er þetta mjög góður fisk-
ur og helmingurinn er yfir 7 kíló.
Við erum líka með helling af 20-30
kílóa fiski. Ekki spillir gott verð
fyrir en meðalverðið hjá okkur er
282 krónur á kílóið og aflaverð-
mætið í mánuðinum er komið í 60
milljónir. Þannig að Breiðafjörð-
urinn er algjör gullkista,“ sagði
Sigurður. Hann sendi Hafrann-
sóknastofnun hins vegar tóninn:
„Ég skil ekki þá á Hafró, þeir vilja
endalaust vera að skera niður í
kvótanum, þeim er óhætt að fara að
vakna og sjá staðreyndir. Er Hafró
orðið að friðunarsamtökum? Það
væri óhætt að auka kvótann strax
um 15%. Það er mok í öll veiðarfæri
en Hafró virðist ekkert vilja vita af
því.“
Áhöfnin var sammála um að
þetta væri besta vertíð sem þeir
myndu eftir og eru þeir þó ekki
blautir bak við eyrun.
Sagði Sigurður að þetta væri úr-
vals mannskapur og samhentur
enda væri þetta ekki hægt nema
með góðum mannskap.
Áhöfnin tók netin upp og er kom-
inn í 3 vikna páskafrí. „Við erum að
spara kvótann,“ sagði Sigurður.
Breiðafjörður er gullkista
Morgunblaðið/Alfons
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
STEYPUSTÖÐ BM Vallá ehf. og
Mest ehf. hafa sett upp endur-
vinnslustöðvar á Malarhöfða til að
endurnýja þann afgang sem til fellur
vegna steypuvinnunnar.
Að undanförnu hefur verið unnið
við að dæla jarðefnum, þar á meðal
vatnsblönduðu sementi, úr set-
tjörnum við ósa Elliðaánna.
Nýverið var haft eftir Sigurði I.
Skarphéðinssyni, deildarstjóra hjá
Orkuveitunni, í Morgunblaðinu að
áætlað sé að fimm til sex hundruð
tonn af jarðefnum, einkum frá
steypustöðvum á svæðinu, falli í
tjarnirnar árlega. Talsmenn stöðv-
anna segja þetta vonandi liðna tíð,
því endurvinnslustöðvarnar taki nú
við þessum afgangi að mestu leyti.
Umhverfismálin mikilvæg
Benedikt Guðmundsson, sölu-
stjóri í steypu og einingum hjá Mest,
segir að fyrir um tveimur árum hafi
Mest sett upp endurvinnslustöðvar á
Malarhöfða og hafi síðan endurnýtt
megnið af steypu, vatnsblönduðu
sementi og öðrum afgangi úr steypu-
stöðvunum, bílunum og dælunum.
Þessi afgangur fari ofan í sérstaka
þró. Í henni séu hrærur sem haldi
efnunum á lífi og skilvindur sem færi
möl á einn stað og sand á annan.
Efnin séu þannig nýtt aftur. Sem-
entsblandaða vatninu sem eftir verði
í þrónni sé dælt í röri aftur upp í
steypustöðina og sé endurnýtt.
Hægt sé að nota fylliefnin í steypu
eða grunna og sementsblandaða
vatnið fari í framleiðslu morg-
undagsins.
Að sögn Benedikts hefur Mest
unnið með Reykjavíkurborg og
Orkuveitunni við að koma þessum
málum í lag.
Sementsblandað vatn frá steypu-
stöðvunum hafi runnið út í Elliða-
árnar í áratugi en ekki hafi verið
sýnt fram á að það hafi haft áhrif á
laxinn eða lífríkið í ánni enda um
steinefnaríkt vatn að ræða. Umræða
um hugsanlegan skaða hafi hins veg-
ar orðið til þess að þrær hafi verið
settar upp og hafi Mest og BM Vallá
dælt sementsblönduðu vatni sitt í
hvora settjörnina.
Í framhaldi hafi Mest ráðist í kaup
á fullkominni þýskri endur-
vinnslustöð og stefnan sé að gera
enn betur á þessu sviði. Sérstakur
öryggisstjóri hafi verið ráðinn til að
taka á öllum umhverfismálum fyr-
irtækisins og hugmyndin sé að fram-
fylgja öllum Evrópustöðlum.
„Við ætlum að verða umhverfinu
holl í framtíðinni,“ segir Benedikt og
bætir við að mjög lærdómsríkt hafi
verið að steypa álverið hjá Bechtel í
Reyðarfirði. Þar hafi verið unnið
samkvæmt mjög ströngum örygg-
isstöðlum og það sé til eftirbreytni.
„Við ætlum að vera til fyrirmyndar í
þessum umhverfismálum,“ segir
hann. „Við ætlum að skila aftur til
umhverfisins því sem við tökum.“
Ný endurvinnslustöð
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri hjá BM Vallár ehf.,
segir að undanfarið eitt og hálft ár
hafi verið lokað á afrennslið eins og
hægt sé. Tvær endurvinnslustöðvar,
þar af önnur um nýliðin áramót, hafi
verið settar upp á svæðinu til að
skilja jarðefnið frá til endurvinnslu
og sementsblandaða vatninu sé dælt
aftur í steypustöðina.
Fylliefnin séu seld í fyllingar eins
og sökkla eða lóðir en sementsbland-
aða vatnið sé endurnýtt í steypu.
Afgangur endurnýttur
hjá steypustöðvunum
Morgunblaðið/ÞÖK
Endurvinnsla Mest endurnýtir megnið af steypu, vatnsblönduðu sementi og öðrum afgangi úr steypustöðvunum,
bílunum og dælunum. Endurvinnslustöð fyrirtækisins og steypustöðvar BM Vallár er staðsett á Malarhöfða.
NOKKRIR af stofnendum Iceland
Express lýsa í yfirlýsingu sem borist
hefur Morgunblaðinu ánægju vegna
úrskurðar Samkeppniseftirlitsins
um brot Icelandair á samkeppnislög-
um gagnvart fyrirtækinu á árinu
2004. Þessi úrskurður sé hins vegar
þremur árum of seint á ferðinni.
„Ljóst er að undirverðlagning Ice-
landair á árunum 2003 og 2004
þrengdi mjög að rekstri Iceland Ex-
press, enda var leikurinn til þess
gerður af hálfu Icelandair,“ segir í
yfirlýsingunni. „Stofnendur Iceland
Express höfðu aftur á móti treyst því
að njóta verndar samkeppnislaga
gagnvart hinu markaðsráðandi fyr-
irtæki, enda eitt af markmiðum sam-
keppnislaga að auðvelda aðgang
nýrra keppinauta að markaðnum.
Þegar á hólminn kom reyndist þetta
tálsýn ein og lítil stoð í yfirvöldum
samkeppnismála.
Stofnendur Iceland Express höfðu
ekki mikið fjármagn á bak við sig,
heldur góða viðskiptahugmynd sem
átti alla möguleika til að lifa og
dafna. Vegna aðgerða Icelandair á
samkeppnisleiðunum varð rekstur
Iceland Express erfiðari og erfiðari
eftir því sem leið á árið 2004. Linnu-
laus undirboð Icelandair á fargjöld-
um höfðu þau áhrif á Iceland Ex-
press að þrátt fyrir að félagið væri
með miklu lægri rekstrarkostnað á
hvern farþega en Icelandair, þá
hrukku tekjur ekki fyrir gjöldum í
samkeppninni. Forsvarsmenn fé-
lagsins gerðu ítrekaðar athugasemd-
ir til Samkeppnisstofnunar vegna
hátternis Icelandair á árunum 2003
og 2004. Lokatilraun til að fá íhlutun
stofnunarinnar var gerð síðsumars
2004, án árangurs.
Vegna undirboða Icelandair og
fjárhagslegs afls þess til að valda
keppinaut sínum áframhaldandi
tjóni var lítill áhugi meðal utanað-
komandi fjárfesta um að styrkja
rekstur Iceland Express. Niður-
staða eigenda félagsins varð því sú
að selja 89% hlutafjár til Pálma Har-
aldssonar og Jóhannesar Kristins-
sonar, fremur en hætta rekstri þess
með tilheyrandi tjóni.
Aðkoma þeirra Jóhannesar og
Pálma var um margt sérstök. Þeir
voru stórir hluthafar í Icelandair, og
Pálmi sat í stjórn félagsins, um þær
mundir sem félagið gekk hvað harð-
ast fram í undirboðunum gagnvart
Iceland Express. Á sama tíma höfðu
þeir margoft samband við forsvars-
menn Iceland Express til að lýsa yfir
áhuga á að kaupa félagið á lágu
verði, en var ávallt hafnað. Með stöð-
ugum undirboðum Icelandair hafði
hins vegar dregið svo þróttinn úr
Iceland Express að eigendur þess
áttu engra kosta völ og seldu þeim
Pálma og Jóhannesi fyrirtækið á af-
ar lágu verði.
Eftir að Jóhannes og Pálmi höfðu
tekið við sem eigendur Iceland Ex-
press fór að draga úr undirboðum
Icelandair gagnvart félaginu. Far-
gjöld beggja félaga hækkuðu, svo og
skattar og gjöld. Strax á árinu 2005
hagnaðist Iceland Express verulega,
líkt og Icelandair. Á þessum tíma
áttu þeir Pálmi og Jóhannes í nánu
viðskiptasambandi við Hannes
Smárason, stjórnarformann Ice-
landair. Nú eiga tvímenningarnir
Iceland Express í félagi við Hannes í
gegnum Northern Travel Holding.
Ástæða er til að lýsa miklum von-
brigðum yfir vangetu Samkeppnis-
stofnunar til að standa vörð um
hagsmuni neytenda og hagsmuni
stofnenda þessarar fyrstu raunhæfu
samkeppni í íslensku millilandaflugi.
Ekki bætti úr skák ótrúleg linkind
áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Fyrir vikið stefndu þessi yfirvöld
eigum manna og samkeppni í mikla
hættu. Á sama hátt hafa núverandi
yfirvöld samkeppnismála sett kíkinn
fyrir blinda augað gagnvart þeirri
augljósu staðreynd að til skamms
tíma skiptu áðurgreindir viðskipta-
félagar með sér stjórnun Icelandair
og Iceland Express. Neytendur hafa
klárlega fundið fyrir þeim skorti á
samkeppni sem af því hefur leitt.“
Undir yfirlýsinguna skrifuðu
skrifa Aðalsteinn Magnússon hag-
fræðingur, Guðmundur Þór Guð-
mundsson lögfræðingur, Ólafur
Hauksson blaðamaður og Sigurður
I. Halldórsson lögfræðingur.
Úrskurðurinn of
seint á ferðinni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson