Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 34
ferðalög
34 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
!"! #$
Kanada
% & !' $ " ( )(
((( ' " *"+
#
,%"-
. !%
/ & 0 &%
1%%"-%
2"" 3
4
5 --! #"
%(!(6 %(!
!
"
# !$
# $ # %
% &' % $ !
7 $ !' ( )( 8 (
) *
+,#
$ !
- # -./
0
$ $
7 $ !' ( ( 8 )
(
) *
+,#
$ !
- # -./
0
- $ $
9$ - %
- $ :; <-
$$=
É
g hefði mátt vita að
fyrst ég naut loftkæl-
ingar á langferð í
fyrsta sinn, og fyrst ég
tók bara eina vatns-
flösku með mér en ekki tvær, hlytu
einhver óhöpp að dynja yfir.
Morgunrútan frá Bobo-Dioulasso
til Ouagadougou hafði ekið eftir djúp-
um hjólförum í forarsvað sem mynd-
aðist eftir miklar rigningar. Hún fest-
ist þar og hallaðist ískyggilega um
leið og við farþegarnir skröngl-
uðumst út. Sólin var í hádegisstað og
hitinn brakandi.
Almenningssamgöngur í þróun-
arlöndunum eru í raun eins og ís-
lenskt lýsi fyrir líkama og sál. Maður
veit af öllum kostunum; að kynnast
heimamönnum og lífi þeirra og njóta
landslagsins því sjaldnast þýtur það
beinlínis framhjá á leiðinni. En það er
ekki þar með sagt að þetta sé jafngott
þegar það stendur yfir! Tafir eru seg-
in saga og alltaf varð ég jafnhissa á
því hve mörgum var hægt að koma
fyrir í litlu plássi, einkum þegar troð-
fullir strigapokar og hvers kyns hús-
dýr bættust við. Auk þess virtist regl-
an vera sú að því heitara sem var í
veðri, því minni líkur voru til þess að
farþegarnir vildu hafa gluggana
opna. Rykið og andvarinn voru víst
verri að þeirra mati en ferskt loft og
þolanlegt hitastig.
Um leið og íbúar frá litlu þorpi í
grenndinni hópuðust í kringum rút-
una spjallaði ég við tvo ferðafélaga
mína. Myndum við tefjast hérna í
nokkra klukkutíma eða jafnvel leng-
ur? Ég bjóst orðið við hinu versta
eins og málum var komið.
En svo tók einhver sig til og náði í
skóflur. Margir buðust til að moka.
Og ótrúlegt en satt; eftir aðeins 25
mínútna bið mjakaðist rútan upp úr
moldarflaginu og við gátum haldið
ferðinni áfram. Samvinnan hafði skil-
að árangri en ég fann til með farþeg-
um næstu rútu sem myndi vænt-
anlega falla í sama farið.
Leikur að læra
Áfangastaður minn var Ouaga-
dougou, höfuðborg Búrkína Faso.
Þangað hafði mig langað að fara síðan
ég komst að því fyrir mörgum árum
að í fjarlægu landi í Afríku væri til
borg með svo undursamlega hljóm-
andi nafni (það er borið fram waga-
dúgú). Ekki var það þó eina ástæða
þess að ég ætlaði að dveljast þar
næstu fjóra daga. Mér hafði verið
boðið að heimsækja barnaskóla í
borginni, École Christ-Roi, sem hol-
lensk mannúðarsamtök reka.
Búrkína Faso er með fátækustu
löndum heimsins og menntakerfið er í
molum. Kennararnir við École Christ-
Roi fá aðeins 30.000 CFA (um 4.000
krónur) á mánuði í laun. Innan við
fjórðungur landsmanna er læs. Með-
alaldur er 49 ár og ómegð er mikil;
konur eignast að jafnaði yfir sex börn.
Áður en ég lagði upp í ferðina
höfðu margir sérstakar áhyggjur yfir
því að ég skyldi ætla til Búrkína. „Ég
hef aldrei heyrt um þetta land,“ var
viðkvæðið. „Er ekki hættulegt
þarna?“ „Nei,“ svaraði ég þá. „Þetta
er eitt öruggusta land Afríku. Þú hef-
ur bara ekki heyrt um það af því að
styrjaldir og hungursneyð hafa ekki
geisað þar en það eru einkum fréttir
af slíkum hörmungum sem berast
okkur frá Afríku.“
Kennarinn Patrick Nitiema stofn-
aði École Christ-Roi. Patrick er 38
ára, brosmildur, blíðmæltur og hlær
oft skemmtilega skrækt. Þegar ég
frétti fyrst af þessum skóla óttaðist
ég að kristilegt nafnið bæri með sér
að meiningin væri að boða kristindóm
í fátækrahverfum þar sem fólk hefði
um annað og brýnna að hugsa en heil-
aga kenningu. Patrick fullvissaði mig
hins vegar um að trúarbrögð væru
alls ekki í fyrirrúmi í skólanum; hann
hefði aðeins gefið skólanum þetta
nafn vegna þess að hann er sjálfur
kaþólskur þótt flestir íbúar Búrkína
séu annaðhvort múslimar eða trúi á
stokka og steina.
Patrick beið stundvíslega við hót-
elið mitt klukkan sjö að morgni eins
og við höfðum rætt um. Þá þegar var
hitinn að minnsta kosti 30 gráður.
Skólinn er í Yamtinga, einu fátækasta
hverfi Ouagadougou, og við héldum
þangað á skellinöðru, algengum far-
arskjóta þar í borg.
Skellinöðrur fylla einnig hin víðu
og ójöfnu stræti annarra borga í
Vestur-Afríku. Fæstir hafa ráð á að
eignast eigin bíl og þótt litlu mót-
orhjólin séu ekki heldur á færi hvers
og eins geta borgarbúar oft fengið
þau lánuð eða leigð.
Enginn notaði hjálm og flestir sem
ég talaði við töldu slíkt algeran
óþarfa; það væru „allir hinir“ sem
ækju óvarlega og tækju afleiðing-
unum. Smám saman vandist ég af því
að grípa dauðahaldi um axlir öku-
mannsins þegar við þutum áfram og
hélt þess í stað þéttingsfast í hand-
fangið fyrir aftan sætið – en ekki láta
móður mína vita af þessu!
École Christ-Roi er til húsa í lág-
reistri byggingu úr ljóslitum múr-
steinum sem var byggð til skólahalds-
ins. Nú eru sex skólastofur þar og 208
nemendur í fyrsta til sjötta bekk.
Líkt og annars staðar í Yamtinga er
hvorki rafmagn né rennandi vatn í
skólanum. Nemendur nota tvær hol-
ur á skólalóðinni til að ganga örna
sinna og kona í nágrenninu kemur
hvern dag með drykkjarvatn sem er
Eliza Reid ferðaðist um Vestur-Afríku í haust
sem leið. Við lok síðasta kafla ferðasögunnar beið
hún eftir því að langferðabifreið, sem var föst í
foraði í Búrkína Faso kæmist leiðar sinnar.
Handahlaup í Oua
Blogg er orðið afskaplega út-breitt, varla er lengurneinn maður með mönn-um nema hann bloggi.
Stundum kíkir maður á brot úr þess-
ari landsframleiðslu sem birt er í
blöðum og sér þá að sannarlega sýn-
ist sitt hverjum um hin ýmsu mál.
Það er svo sem gott og blessað og
telst víst varla til frétta. Hins vegar
fór ég af þessu tilefni að velta fyrir
mér af hverju fólk bloggaði. Ég sá
um daginn haft eftir fræðikonu að
blogg væri líklega einn angi af dag-
bókarskrifum. En það skýrir hreint
ekki alla flóruna. Ég held nefnilega
að menn bloggi af mjög ólíkum
ástæðum.
Í fyrsta lagi virðast menn blogga
til þess að koma á framfæri fremur
þurrlegum upplýsingum sem þeir
telja að eigi erindi til fólks almennt.
Í öðru lagi bloggar fólk til að viðra
persónulegar skoðanir sínar á mönn-
um og málefnum, ekki síst þjóð-
málum.
Í þriðja lagi sýnist fólk blogga
stundum í einmanaleika, hafa fáa til
að tala við og lítið að gera.
Í fjórða lagi er um að ræða per-
sónulegt blogg, frásagnir af einka-
málum og líkist það blogg talsvert
dagbókarskrifum.
Í fimmta lagi er svo bloggið sem á
að draga upp þá mynd af blogg-
aranum sem hann vill sýna umheim-
inum.
Þessi flokkur bloggara hefur vak-
ið sérstaka athygli mína og minnir
mig einna helst á Dorian Gray. Árið
1891 sendi breski rithöfundurinn
Oscar Wilde frá sér afar eft-
irminnilega skáldsögu um ungmenn-
ið Dorian Gray sem eltist ekki, fögur
og síung mynd hans blasti við fólki,
meðan málverk af honum tók í leyni
við soranum – þeim tolli sem ólifn-
aður og illmennska hefði ella sett á
andlit Dorians sjálfs.
Í Dorian-blogginu er því reyndar
öfugt farið, þar er í tölvuskrifum
dregin upp fögur ytri umgjörð um
persónuleika sem þegar betur er að
gáð sýnist öllu ófélegri. Þegar verst
gegnir nota bloggarar af þessari teg-
und bloggið m.a. til að slá sig til ridd-
ara á þjáningum annarra, svo leggur
næstum nálykt af.
Blogg getur án efa haft margar
góðar afleiðingar. Með slíkum hætti
má nálgast mál sem ekki er sagt frá
annars staðar, fólk kemur með
bloggi á framfæri gagnlegum upp-
lýsingum, fær persónulega útrás
fyrir tilfinningar sínar og nær á
þennan hátt líka sambandi við annað
fólk.
Með blogginu má ræða málin á
fljótlegan hátt. Hið neikvæða er að í
flýtinum lætur fólk kannski eitt og
annað fljóta með sem betur væri
ekki sagt. Það felst líka í því ákveðin
hætta að geta á þennan máta tjáð sig
skriflega í æstu skapi, yfrið glaður
eða fokreiður – þá vill skorta á yf-
irvegun.
Fátt af þessu er þó neitt ógeðfellt,
– stundum bara óþægilegt aflestrar.
En þeir sem eru í ætt við Dorian
Gray eru hins vegar ógeðfelldir, í
skrifum þeirra má greina undirtón
ákvörðunar um að nota allt sem fyrir
verður til þess að ná fram duldum
tilgangi sem þjónar hagsmunum við-
komandi Dorian-bloggara.
Þetta bloggsamskiptaform er
vafalaust komið til að vera og seinna
mun ábyggilega verða sjálfsagt að
því fylgi myndskeið, þar sem fólk
getur tjáð sig með andlitsdráttum,
sett upp merkissvip, vandlæting-
arsvip, sorgarsvip, píslarvættissvip,
dómarasvip, meðaumkvunarsvip
o.s.frv. En rétt eins og gerist með
önnur mannleg samskipti, hvort sem
þau eru augliti til auglitis, í gegnum
bréf eða tölvuskrif, þá er hyggilegt
að reikna með að persónurnar á bak
við séu rétt eins og gerist í lífinu, –
þar séu margir ágætir, aðrir ágætir
inn við beinið – en gleyma ekki hópn-
um þar sem flagð er undir fögru
skinni og mærðarlegum skrifum.
Seinna kemur ugglaust að því að
bloggskrifin verði skoðuð með fræði-
mannsaðferðum og út frá samfélags-
legu sjónarmiði. Þau geyma án efa
mjög víðáttumikla og sannferðuga
lýsingu á íslensku fólki nú um stund-
ir, bæði eins og það er – og líka eins
og það vill vera.
Til hvers bloggar fólk?
Myndin af Dorian Gray
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR
Guðrún Guðlaugsdóttir
Búrkína Faso
Fólksfjöldi: 13,9 milljónir
Höfuðborg: Ouagadougou
Opinber tunga: franska en flestir
mæla á einhver hinna mörgu afrísku
mála sem eru töluð í landinu
Trúarbrögð: múhameðstrú (50%),
ýmis frumbyggjatrú (40%), kristni
(10%)
Búrkína Faso telst til fátækustu
ríkja heimsins. Það er landlukt og
þurrt loftslagið þýðir að upp-
skerubrestir eru allt of tíðir, eink-
um að því er varðar baðmull. Búrk-
ína Faso hlaut sjálfstæði árið 1960
og herinn rændi sex sinnum völdum
áður en núverandi forseti, Blaise
Compaoré, náði yfirráðum í land-
inu fyrir réttum 20 árum. Síðan
hefur stjórnarfar verið stöðugt þótt
mörgu sé vissulega enn ábótavant í
þeim efnum. En ferðalangar geta
hiklaust sótt landið heim.
Vestur-Afríka
!
!
"
# $
%
& $ '
()
"
*$
'
+
$$'
# $ $