Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 67

Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 67 Gerð myndarinnar er hafin og vonast er til þess að hún verði tilbúin haustið 2008. Til að byrja með verður myndin sýnd á hátíðum víðs vegar um heim. Samkvæmt upplýsingum frá Zik Zak er um dúndrandi dansveislu að ræða. Forðist okkur Höfundur: Hugleikur Dagsson. Framleiðandi: Sögn ehf. Upphæð: 375.000. Handritið verður að sögn Hug- leiks byggt á samnefndu leikriti sem Nemendaleikhúsið setti upp í fyrra og sívinsælu teiknimyndasögunum hans. Hugleikur segist hafa skýra mynd í höfðinu af því hvernig hann vilji hafa handritið en ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. „Þetta er svo nýtilkomið að ég er í rauninni ekki búinn að gera neitt. Ég á alveg eftir að funda almenni- lega með framleiðendunum,“ segir Hugleikur. „En ég sé ekki annað en þetta verði bara besta mynd allra tíma.“ Draumalandið Leikstjóri: Þorfinnur Guðnason. Framleiðandi: Hrönn Kristinsdóttir. Upphæð: 12.000.000. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða mynd byggða á metsölubók Andra Snæs Magna- son. Hann er jafnframt annar handritshöfunda ásamt Þorfinni Guðnasyni. Framleiðandi myndarinnar er Hrönn Kristinsdóttir en hún segist vilja halda fyrir sig enn um sinn þeim aðferðum sem kvikmyndagerð- armennirnir ætla að nota við gerð myndarinnar, sem er heimild- armynd. „Myndin verður tekin á 35 mm filmu og þetta er mjög metnaðarfullt verkefni,“ segir Hrönn og bætir við að myndin sé af þeirri stærðargráðu að hún eigi sér fáa sína líka hér á landi. „Tökurnar eru ekki formlega hafnar en það brestur vonandi á í næstu viku,“ segir Hrönn og upp- lýsir að áætlað sé að frumsýna myndina síðar á árinu. Skrapp út Leikstjóri: Sólveig Anspach. Framleiðandi: Zik Zak. Upphæð: 3.000.000. Stefnt er á að hefja tökur á mynd- inni hér á landi um miðjan apríl „Myndin fjallar um konu sem á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt,“ sagði Sólveig í við- tali við Morgunblaðið fyrir skemmstu. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Diddu Jónsdóttur. í bígerð Andri Snær Magnason.Arnaldur Indriðason.Didda Jónsdóttir Júlíus Kemp Hugleikur Dagsson. www.kvikmyndamidstod.is Hrönn Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.