Morgunblaðið - 15.04.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.04.2007, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 36 81 2 03 /0 7 FÁÐU REYKLAUSA BÓK Í NÆSTU VERSLUN LYFJU BETRI LEIÐTIL AÐ HÆTTA FRÍ BÓK ÞAÐ er engan veginn nægjanlegt fyr- ir hægriöflin að endurtaka orðræður jafnaðarmanna um jöfn tækifæri samfélagsþegnanna og önnur bar- áttumál þeirra, ef þess háttar yfirlýs- ingum er ekki fylgt eftir með aðgerð- um að mati Helle Thorning-Schmidt formanns danska jafnaðarmanna- flokksins sem var heiðursgestur á landsfundi Samfylkingarinnar. Í ávarpi sínu á föstudag sagði hún að einungis jafnaðarmönnum væri treystandifyrir jafnaðarstefnunni. „Hægriflokkarnir geta ekki staðið við orð sín um jöfnuð vegna þess að það fylgir ekki hugur máli,“ segir hún. Thorning-Schmidt varð formaður danska jafnaðarmannaflokksins árið 2005, eða um svipað leyti og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð formaður Samfylkingarinnar. Segist Thorning- Schmidt hafa fylgst af hrifningu með störfum Ingibjargar Sólrúnar en þær hafa unnið saman á vettvangi nor- ræns samstarfs sem stjórnmálaleið- togar. „Hún er frábær leiðtogi og ég tel að hún yrði jafnframt frábær for- sætisráðherra. Ég hef þekkt hana frá því hún var kjörin formaður og hún hefur þá reynslu sem þarf til að stunda alþjóðapólítík. Hún segist ekki í vafa um að Sam- fylkingin muni endurheimta kjörfylgi í komandi kosningum og hún minnir á að eina marktæka könnunin sé sú sem fram fari á sjálfan kjördag. Ekki fylgir hugur máli hjá hægriflokkum um jöfnuð Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestur Helle Thorning-Schmidt er formaður danskra jafnaðarmanna. AFNÁM launaleyndar er mikilvægt skref í að jafna laun kynjanna, eða öllu heldur ein- staklinga. Þetta sagði Bjarni Ármansson, for- stjóri Glitnis, á málþingi undir yfirskriftinni Jafnrétti í raun á landsfundi Samfylking- arinnar í gær. Í máli Bjarna kom fram að frelsi í viðskiptum hafi aukist gríðarlega til góðs en að frelsinu fylgi ábyrgð. Fyrirtæki eigi að vera mikilvægur bandamaður í bar- áttu fyrir bættara samfélagi en ekki upp- spretta vandans og óvinur framfara. „Ég er fylgjandi því að við grípum til nokkuð rót- tækra aðgerða til að jafna launamun,“ sagði Bjarni og kallaði eftir ábyrgð einstaklinga, hins opinbera og fyrirtækja. Karlar þyrftu m.a. að taka aukna ábyrgð á heimilishaldi. „Á margan hátt er komið að því að við karlar spyrjum okkur þeirrar spurningar hvort við þorum viljum og getum,“ sagði Bjarni við mikinn fögnuð landsfundargesta. Landsfundinum lauk í gær en vel á annað þúsund manns voru skráð til þátttöku. Í gær- morgun kynntu starfshópar niðurstöðu sínar og lögðu til breytingar á drögum að álykt- unum sem lágu fyrir fundinum. Meðal þeirra hugmynda sem voru settar fram var að jafnt hlutfall verði í mögulegu ráðherraliði Sam- fylkingar, tómstundir barna verði fléttaðar inn í skólastarf og vægi þjónustusamninga og útboða verði aukið í heilbrigðisþjónustu. Hvatningarávörp voru áberandi á dagskrá fundarins í gær og meðal þeirra sem deildu skoðunum sínum með fundinum voru Einar Kárason rithöfundur, Ragnhildur Sigurð- ardóttir bóndi, og Dagný Ósk Aradóttir, for- maður Stúdentaráðs. Dagný sagði að það virtist vera tilviljanakennt hvaða mál verða kosningamál þegar flokkarnir „ausa frá sér loforðum“ og vildi koma menntamálum að. „Það má ekki gleymast, þótt sú sé gjarnan raunin, að forsenda þess að hægt sé að standa við öll stóru orðin er menntun,“ sagði Dagný. SAMFYLKINGARFÓLK MÓTAÐI KOSNINGASTEFNU FYRIR VORIÐ Á LANDSFUNDI FLOKKSINS Launaleynd burt Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hvatti til róttækra aðgerða í ávarpi á landsfundinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Aftur til fortíðar Við setningu landsfundarins mátti sjá gömul andlit í bland við ný, m.a. Karl Steinar Guðnason, Öddu Báru Sigfúsdóttur, Bryndísi Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Golli Smá spjall Árni Páll Árnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kristrún Heimisdóttir stinga saman nefjum milli dagskrárliða. Langur og strangur fundur Dagskráin á landsfundinum var stíf og landsfundarfulltrúar máttu hafa sig alla við að fylgjast með öllu sem fram fór. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla @mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.