Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 6

Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 6
6 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12–16 um helgina Stórsýning Hymer Nova S UMRÆÐUR um ályktanir lands- fundar Sjálfstæðisflokksins hófust eftir hádegið í gær og halda áfram í dag. Eftir hádegið í dag, sunnudag, verður forysta flokksins kosin. Landsfundarfulltrúar skiptu sér í 26 starfsnefndir um jafnmarga málaflokka. Nefndirnar fjölluðu í gærmorgun um drög að þeim álykt- unun sem lagðar voru fyrir fund- inn. Tillögur nefndanna komu síðan til umfjöllunar á landsfundinum sjálfum eftir hádegið í gær og um- ræður og afgreiðsla ályktana held- ur áfram í dag, sunnudag. Landsfundarfulltrúar komu sam- an á landsfundarhófi á skemmti- staðnum Broadway í gærkvöldi. Að loknum borðhaldi og skemmti- dagskrá var dansleikur fram á nótt. Í dag verður kosið til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Þeirri kosn- ingu á að vera lokið klukkan 10. Kosning í embætti formanns og varaformanns verður klukkan 15 og áætluð fundarslit eru kl. 16. Ályktanir afgreiddar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Niðursokkin Landsfundarfulltrúar rýna í gögn sem lögð voru fram. Fund- inum lýkur í dag með kjöri formanns og varaformanns. NÚ um stundir eiga sér stað miklar hrær- ingar í íslensku há- skólaumhverfi. Starfs- umhverfi háskólanna er að breytast og kröf- ur um aukin gæði og á sama tíma lýsa for- svarsmenn íslenskra háskóla yfir metn- aðarfullum áætlunum til framtíðar. En hvernig ber að meta árangur og stöðu ís- lenskra háskóla í al- þjóðlegu samhengi? Einn drjúgur mæli- kvarði á stöðu og vægi háskóla er fjöldi doktora sem þaðan útskrifast. Fyrir áratug luku aðeins fáeinir doktorar prófi frá Háskóla Ís- lands á hverju ári. Síðustu tvö ár hafa þeir hins vegar verið um 15. Enn sem komið er hefur Háskóli Íslands einn innlendra háskóla útskrifað doktora. Það gæti breyst á næstu árum. Nú leggja rúmlega 230 manns stund á doktorsnám við íslenska háskóla. Einn prófsteinn á íslenskt háskóla- samfélag er það hversu margir úr þeim hópi muni ljúka doktorsnámi sínu og þá hvaðan. Hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, er haldið til haga tölulegum upplýsingum um slíka þætti. Ásdís Jónsdóttir starfar sem sérfræðingur á greiningarsviði Rannís. Hún hefur undanfarið verið að undirbúa sam- antekt um tölfræði viðvíkjandi ís- lenskum doktorum sem útskrifuðust á árunum 1997–2006, hvort heldur er hér á landi eða erlendis. Auður í alþjóðlegri menntun Það er ýmislegt sem telja má at- hyglisvert í þessari samantekt, segir Ásdís. Þar má til dæmis nefna það hlutfall doktorsprófa sem lokið er hér á landi. Samkvæmt tölunum hefur doktorum sem ljúka námi frá íslensk- um háskóla (þ.e. HÍ) fjölgað frá því að vera 10% eða minna af öllum íslenskum doktorum í fjórðung nú á fáeinum árum. Og er það þá ekki bara eðlileg og góð þró- un? „Jú, á vissan hátt því öflug doktorsmenntun hér heima skiptir miklu fyrir uppbyggingu ís- lensku háskólanna. Há- skóli Íslands hefur til að mynda mótað sér skýra stefnu um að fjölga doktorsvörnum. En um leið vekur þetta spurningar um al- þjóðlegan grunn háskólamenntunar okkar Íslendinga í framtíðinni. Í fyrra kom út úttekt sérfræðinga OECD á æðri menntun á Íslandi. Í skýrslunni er sérstök athygli vakin á jákvæðum áhrifum þess fyrir íslenskt hagkerfi hve Íslendingar hafi í mikl- um mæli sótt framhaldsmenntun sína á háskólastigi til annarra landa. Höfundar skýrslu OECD telja að hinn alþjóðlegi grunnur að fram- haldsmenntun Íslendinga sé mikill styrkur,“ segir Ásdís. “Flestar þjóðir Evrópu hafa byrjað á því að byggja upp sína eigin háskóla og eru svo núna að líta til þess hvernig auka megi hreyfanleika nemenda milli landa. Þróunin hefur eiginlega verið öfug hér vegna smæðarinnar, við byrjuðum á að auðvelda nemendum að fara utan, til dæmis með því að veita námslán fyrir nám erlendis en erum nú að snúa okkur að uppbygg- ingu heima við. En við þessa uppbyggingu þurfum við auðvitað að vera vakandi til að missa ekki alþjóðlega forskotið sem við höfum og byggist á fjölbreytileika og alþjóðlegum uppruna þekking- argrunns okkar háskólamenntaða fólks. Ein spurning sem fjölgun doktora frá íslenskum háskólum vekur er til dæmis: hvaða fólk er það þá sem skipar þennan hóp sem fjölguninni hérlendis nemur? Er þetta hrein við- bót; er hér um að ræða fólk sem hefði ekki farið í doktorsnám erlendis eða gerir þessi breyting kannski að verk- um að færri fara utan? Og fyrstu vís- bendingar benda að minnsta kosti til þess að hið seinna eigi við, því á síð- ustu tveimur árum hefur um og yfir fjórðungur allra íslenskra doktora út- skrifast frá íslenskum háskólum. „Það hafa orðið miklar breytingar á háskólasamfélaginu hér síðustu ár,“ segir Ásdís. „Hlutverk okkar hjá Rannís er meðal annars að fylgjast með tölfræði um doktora sem gefur nokkra innsýn í áhrif þessara breyt- inga á námsval þeirra sem fara í framhaldsnám í háskólum. Eitt sem hér ber að hafa í huga er að þegar vísindamenn fara utan til náms mynda þeir tengsl við erlent vísinda- samfélag sem helst e.t.v. allan þeirra starfsferil, þótt þeir komi aftur heim að námi loknu. Þessi tengsl og erlent samstarf getur skipt sköpum fyrir ís- lenska háskóla og íslenskt rannsókn- arumhverfi almennt.“ Mikilvægi doktora Og hvaða máli skiptir þetta svo allt, kynni nú einhver að spyrja. Hverju skiptir það í raun hvort fleiri eða færri Íslendingar útskrifast sem doktorar? „Það skiptir afar miklu máli,“ segir Ásdís. „Við erum kannski ekki alveg farin að gera okkur grein fyrir mik- ilvægi doktorsmenntunar fyrir hag- kerfið. Doktorar hafa mikið hagrænt gildi fyrir samfélög sem bæði vilja byggja upp þekkingu almennt og byggja hagvöxt á nýsköpun. Í fyrsta lagi vegna þess að þeir eru mið- punktur í bæði þekkingarsköpuninni og dreifingu á henni í menntakerfinu. En líka vegna hins, og það er mjög mikilvægt, að við erum að átta okkur á að ekki eru skörp skil milli grunn- rannsókna og hagnýtra rannsókna. Þetta tvennt verður að haldast í hendur. Við erum til dæmis að nýta í dag í atvinnulífinu grunnrannsóknir sem engan hefði grunað fyrir fáein- um árum að væru hagnýtar. Evrópusambandið hefur til dæmis verið að átta sig á þessu og í 7. rann- sóknaráætlun þess, sem ýtt var úr vör nú í desember, er í fyrsta sinn dá- góðri upphæð varið í grunnrann- sóknir. Grunnrannsóknir ýta út landamærum þekkingar okkar og skapa forða eða „banka“ þekkingar sem ekki var til áður. Og sumt af því kann að hafa hagnýtt gildi í framtíð- inni. Staðreyndin er sú að þær þjóðir sem vilja stuðla að hagvexti með ný- sköpun þurfa að huga vel að mann- auði sínum. Og þar skipta doktorar miklu, því í doktorsnámi bæði „fram- leiða“ menn nýja þekkingu og læra að ráða fram úr flóknum vanda- málum. Þetta fólk gefur um leið af sér ýmis áhugaverð störf, ekki síst í svonefndum „tækniþungum“ grein- um.“ Benda þessar fyrstu athuganir Rannís annars til einhverra sér- stakra einkenna á þeim hópi sem kýs að ljúka doktorsnámi hérlendis? „Þar er að minnsta kosti ekki kynjamunur á,“ segir Ásdís. „En þeir sem ljúka doktorsnámi hérlendis eru heldur eldri en þeir sem ljúka námi erlendis. Þetta á sérstaklega við um karlana en það munar að jafnaði rúmum þremur árum á meðalaldri þeirra karla sem ljúka námi hér heima og erlendis. Þetta er auðvitað ekki mjög mikill munur en það má vera að þá sér frekar um að ræða að fólk er ýmist bundið fjölskyldubönd- um eða vinnu og á þess vegna erf- iðara með að fara utan. Við hjá Rann- ís erum annars að fara af stað með stóra könnun sem mun svara ít- arlegri spurningum um íslenska doktora en þessi samantekt sem við gefum út núna.“ Hvers vegna fækkar körlum í doktorsnámi? Má lesa fleira athyglisvert úr þess- um tölum? „Já, til að mynda það sem snertir kynjamuninn,“ segir Ásdís. „Konum í doktorsnámi hefur fjölgað mjög, þær eru nú um tvöfalt fleiri en fyrir fáein- um árum, en heildarfjöldi þeirra sem ljúka doktorsnámi hefur ekki aukist. Með öðrum orðum hefur körlunum verið að fækka. Ég tel að það séu kannski megintíðindin hér, því við vitum auðvitað af fjölgun kvennanna.“ Hvernig skyldi standa á þessari fækkun karlanna? „Það er ekki gott að segja. Ein spurning er hvort hér hafi áhrif að hálaunastörfum í þjónustu- og fjár- málageiranum hefur fjölgað á þess- um tíma. Eru karlar kannski upp- teknari en konurnar af því að komast í slík störf og velja það fremur en að verja fjölda ára í skóla? Þetta eru í sjálfu sér bara vangaveltur.“ Doktorsvarnir sem mælistikur                  !             "          ! #  !   Einn mælikvarði á stöðu háskólasamfélags er fjöldi þeirra, sem útskrifast með doktorsgráður. Í þeim efnum hefur margt breyst hér á landi á und- anförnum árum. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við Ásdísi Jónsdóttur, sérfræðing hjá Rannís, sem hefur gert samantekt á tölfræði um íslenska doktora. Ásdís Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.