Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 29 kapphlaup Morgunblaðið/ÞÖK „Hér er allt stærra og heitara en annars staðar,“ segir Hrollaug- ur Marteinsson, starfsmaður í steypuskála Fjarðaáls. „Ég hafði aldrei komið inn í álver áður en ég réð mig hingað og vissi ekkert á hverju ég átti von. Þetta er engu öðru líkt.“ Hrollaugur flutti frá Höfn í Hornafirði til að starfa í álverinu. Á Höfn hafði hann starfað hátt í 40 ár í vöru- og skipaafgreiðslu Kaupfélags Skaftfellinga. Þótt hann væri kominn nokkur ár yfir sextugt fannst honum freistandi að söðla um og sótti um vinnu í álverinu. „Ég sótti um í mars í fyrra, þegar auglýst var eftir framleiðslustarfsmönnum. Við hjónin eigum enn húsnæði á Höfn, en leigjum íbúð í Fellabæ. Við höfum ekki enn getað selt á Höfn og höldum að okkur höndum hér á meðan. Annars er húsnæði að verða fokdýrt hérna.“ Ástæða þess að Hrollaugur ákvað að sækja um starf í álverinu eftir áratuga starf á Höfn var að hann sá hvert stefndi, eins og hann orðar það. „Menn bíða eftir að geta selt húsin sín heima á Höfn. Þar eru störfin að hverfa. Landvinnslan er alltaf að verða sjálfvirkari, sem þýðir færri starfsmenn og svo er fryst um borð í skipunum. Við flutningana færðumst við nær syninum, sem býr á Héraði, en dóttirin er í Noregi, svo ekki komumst við nú nær henni.“ Hann sér ekki eftir skiptunum. „Launin eru miklu betri en ég hafði áður. Bæði eru grunnlaun hærri og svo bætist vaktaálag of- an á.“ Framleiðslustarfsmenn Fjarðaáls ganga nú 8 tíma vaktir, en þegar álverið verður komið í fullan rekstur og reynsla fengin á öll störf verða vaktirnar tvískiptar, þ.e. 12 tíma tarnir í einu. Mótmælin koma að sunnan Hrollaugur segir að starfsmenn álversins hafi lítið rætt um kosningarnar í Hafnarfirði um það hvort leyfa ætti stækkun ál- vers Alcan. „Fólk hérna ræðir þetta lítið og ég verð ekkert var við einhver mótmæli hér við virkjunum og álveri. Mótmælin koma að sunnan. Einstaka menn hér fyrir austan setja sig upp á móti þessu, en þeir eru ekki að vinna hérna í álverinu.“ „Engu öðru líkt“ Morgunblaðið/ÞÖK Í deiglunni Hrollaugur Marteinsson, sem er í forgrunni, að störf- um í steypuskálanum þar sem bráðið ál verður að bakskautum. Leggðu góðu málefni lið Leggðu góðu málefni lið er heiti á þjónustu í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans sem auðveldar þér að hefja mánaðarlegan stuðning við góð málefni. Það þekkja það flestir að greiða mánaðarlega af húsinu og bílnum og fyrir rafmagn og hita. Nú er auðvelt að bæta góðum málefnum við þann lista og gerast áskrifandi að þeim. Þú getur styrkt eitthvert af 75 góðgerðarmálefnum; velur einfaldlega styrkupphæðina og hversu lengi þú vilt styrkja. Hver króna skilar sér til góðgerðar- félaganna og notendur bera engan kostnað við stuðning sinn. Með einfaldri aðgerð er svo hægt að hætta stuðningi. Landsbankinn hefur boðið þessa þjónustu síðan 1. júlí sl. og síðan þá hafa hundruð Íslendinga gerst áskrifendur að góðu málefni. Það er auðvelt að skipta máli gottmalefni.is ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 35 18 2 04 /0 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.