Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 32
athafnalíf 32 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ „ÞJÓNUSTUSTIGIÐ í bænum hefur aukist mikið síðan ákvörðun var tekin um að hér yrði reist álver,“ segir Lára Björnsdóttir rekstr- arstjóri Olís, sem flutti til Reyðarfjarðar frá Reykjavík árið 1995. Hún segir að til að byrja með hafi ástandið smám saman farið versnandi á staðnum og í kringum aldamótin hafi apóteki og verslunum verið lokað og fólk flutt í burtu. „Skipin voru farin, Snæfuglinn seldur, frystihúsinu var lokað og í raun var engin heilsugæsla á tímabili, af því að það var eng- inn læknir – við urðum að sækja þá þjónustu til Eskifjarðar. Þetta fór hægt og hljótt, hvert af öðru.“ – Heldurðu að þetta hefði orðið draugabær með sama áframhaldi? „Ég er ansi hrædd um það. Maður var far- inn að hugsa sinn gang og sá ekki mikla sól- arglætu. Sumir stjórnmálamenn voru á móti álverinu og sögðu að við yrðum að finna eitt- hvað annað. En það komu engar tillögur og ekkert var gert. Ég er ekki að segja að þeir hafi haft rangt fyrir sér, en hvað annað áttum við að gera? Það geta ekki allir verið lista- menn eða lifað á fjallagrösum.“ Undanfarin þrjú ár hefur allt verið á hvolfi í bænum og stanslaus vinna. „Það fór allt í gang,“ segir Lára. „Fólk sá til dæmis fram á að geta tekið húsin sín í gegn, sem það hafði ekki gert í áratugi, og það varð betri ásýnd á bænum. Það tóku líka allir gleði sína á ný þeg- ar þeir sáu fram á að hafa næga vinnu. En þetta hefur verið ótrúlegt kapphlaup. Ég get tekið minn vinnustað sem dæmi. Við höfum nánast hlaupið í hringi; það hefur verið brjál- að að gera. Þetta var pínulítil bensínstöð, hálf- gerður kofi, sem seldi nánast allt milli himins og jarðar, en núna höfum við stækkað húsið mikið og erum komin með grill og veit- ingasölu. Og þetta á víðar við. Með tilkomu Molans geta bæjarbúar farið út í búð og keypt nauðsynjar, þó ekki væri nema brók á barnið sitt. Það hversu mikið þjónustustigið hefur hækkað skiptir máli á svona stöðum, ekki síst fyrir gamla fólkið. Það átti erfitt með að keyra á Eskifjörð að vetri til að sækja lyf eða leita til læknis. Sú þjónusta er öll komin aftur hing- að.“ Leikskólinn og grunnskólinn hafa eflst og Lára segist vilja fá tækninám á háskólastigi til Reyðarfjarðar, svo börnin þurfi ekki að fara burtu í nám. „Það væri kjörið að nýta svæðið út frá, þar sem Bechtel er með vinnubúðir.“ Núna vinna rúmlega 1.500 manns hjá Bech- tel að byggingu álversins, en þeir verða að mestu farnir fyrir árslok. Þrátt fyrir að það fækki á svæðinu er Lára ekki svartsýn. „Það hafa verið miklar sveiflur undanfarið og ég sé fram á að stöðugleikinn verði meiri. Það munu fjölmörg fyrirtæki vinna í kringum álverið, þannig að við þurfum ekki að kvíða neinu. Forsendur hafa nú þegar gjörbreyst eins og sjá má á þessari bensínstöð.“ – Hvað finnst fólki á Reyðarfirði um þá nei- kvæðu umræðu sem átt hefur sér stað um ál- ver og virkjanaframkvæmdir? „Ég held að flestir hlæi bara að því,“ svarar Lára. „Hér eru fæstir hræddir við mengun af álverinu, enda bendir fólk bara á göturnar í Reykjavík. Það er eflaust ekkert skárra að hafa barnið í vagni þar heldur en hér. Við vor- um náttúrlega með bræðslu og mér borg- arbarninu fannst fýlan skelfileg þegar ég flutti hingað fyrst, þangað til mér var bent á að þetta væri peningalykt! Ég skil svo sem fólk í Reykjavík; við erum öll svolítið þröng- sýn.“ – Botnar fólk í niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar í Hafnarfirði? „Guð, það er eins gott þú talir ekki við manninn minn núna,“ segir Lára og skellir upp úr. „Hann er umboðsmaður Olís og karl- arnir mæta til hans í kaffi á morgnana. Þeir eru ansi heitir. Þeim finnst að bæjarstjórnin hefði átt að ákveða þetta sjálf í stað þess að velta ábyrgðinni yfir á bæjarbúa, ekki síst eft- ir allan þennan undirbúning.“ Hún segir að stemmningin í Hafnarfirði gæti breyst ef álverið færi úr bænum. „En það er aðeins styttra fyrir Hafnfirðinga að sækja aðra vinnu en okkur hér fyrir austan. Það sem mér finnst best er hvað byggðin hérna hefur þjappast saman. Hér á bensínstöðinni vinna til dæmis þrjár frá Fáskrúðsfirði og ég var með eina frá Stöðvarfirði, sem ég býst við að fá aft- ur í sumar. Ég rak líka bensínstöðina í Nes- kaupstað á tímabili og við róteruðum starfs- mönnum á milli. Það er ekki eins hræðilegt og áður að sækja vinnu yfir í annað byggðarlag.“ Liðsandinn hefur eflst í Fjarðabyggð með tilkomu álversins. „Við erum eins og eitt lið,“ segir Lára. „Það fannst mér ekki fyrst þegar ég kom hingað. Þá var ofboðslegur hrepp- arígur. Raunar fannst mér það mjög fyndið og botnaði ekkert í þessu. En sjálfsagt var þetta svipað og með fellin og selin í Breiðholti. Mér fannst fólk einmitt þurfa að standa saman úti á landi. Og ég held að það hafi náðst núna. Við erum líka komin með aðfluttan bæjarstjóra, sem ég tel betra af því að hún hefur meiri yf- irsýn og engra hagsmuna að gæta.“ Lára segist þekkja fullt af fólki sem vinnur í álverinu og að einnig hafi gamlir skólafélagar að sunnan flutt austur. „Það er notalegt að fá allt þetta fólk hingað, en maður verður líka svolítið óöruggur ef maður þekkir ekki alla í plássinu. Maður mætir einhverjum á götu og spyr sig: „Hver var þetta?“ En það er mikið af útlendingum á svæðinu að byggja álverið sem sem koma til með að fara. Raunar erum við að fara í heimsókn til fjölskyldu í Kanada sem við kynntumst hérna.“ Og uppgangurinn hefur haft fleira í för með sér fyrir Láru og Samúel Karl Sigurðsson, eiginmann hennar. „Við hjónin stofnuðum bílaleigu vegna þess að það var leitað svo mik- ið til mannsins míns, sem hefur umboð fyrir Olís. Við tókum fyrst tíu bíla og nú eru þeir orðnir níutíu, þar á meðal vörubílar og lyft- arar. B&L hafði trú á fyrirtækinu og keypti í því 40% hlut. Þetta var allt mjög óvænt eins og margt sem er bein afleiðing af þessum auknu umsvifum. Það vantaði þessa þjónustu.“ – En sogar álverið ekki til sín vinnuafl? „Eflaust gerir það það,“ svarar Lára. „Það er mikið rót á vinnumarkaðnum og fólk er að þreifa fyrir sér – það vill prófa. Ég er svo heppin að hafa ekki lent í því með mitt starfs- fólk, en hinsvegar hef ég þurft að neita mörg- um um vinnu, sem hefur aldrei gerst áður. En eflaust á þetta eftir að koma niður á einhverri starfsemi. Þá spyr ég mig: Fáum við ekki ann- að fólk í staðinn í hin störfin? Það vilja ekki allir vinna í álveri.“ Fólk bendir bara á göturnar í Reykjavík Breytingar Lára Björnsdóttir sá ekki mikla sólarglætu á Reyðarfirði áður en álverið kom til sögunnar. Hún segir að ekki geti allir verið listamenn eða lifað á fjallagrösum. issviðs. Verkfræðingar og tækni- fræðingar eru á hverju strái, sumir komnir um langan veg frá útlöndum að aðstoða við gangsetningu álvers- ins. Einn þessara gesta er Robert Roy, sem aldrei er kallaður annað en Bob. Hann ætlar að sjá til þess að allir ferlar séu rétt skilgreindir og virki eins og til er ætlast. Bob er annar tveggja erlendra starfsmanna álversins. Hinn heitir líka Bob og einbeitir sér að umhverfis- og heil- brigðismálum álversins. Nánast allir aðrir starfsmenn ál- versins eru íslenskir, enda er gerð þessir eru m.a. notaðir til að skipta um rafskaut á kerjunum. Þeir heita á ensku Pot Tending Machine en upp á íslensku heita þeir kerfreyjur. Fjölbreytileg störf Í álverinu eru fjölmargir á ferli, klæddir vinnugöllum frá toppi til tá- ar. Verkamenn, sem vinna í kerskál- unum og steypuskála, svo dæmi sé tekið. Þarna vinna líka aðrar stéttir. Á göngum skrifstofuhússins mætum við bókasafnsfræðingi álversins, iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðingi, þar eru tölvuherbergi og tilraunastofur og aðstaða öryggis- og heilbrigð- sú krafa af öryggisástæðum að allir verði að tala íslensku sem vinna hjá fyrirtækinu. Búið er að ráða 270 manns alls og eru 230 þegar komnir til starfa. Enn á eftir að ráða rúm- lega 100 manns. Þegar álverið er heimsótt vekur athygli að starfsmenn eru á öllum aldri. Sumir eru vart komnir af ung- lingsaldri og eru að hefja starfsævi sína. Aðrir eru komnir yfir sextugt og ætla að starfa í álverinu þar til þeir setjast í helgan stein. Konur eru þriðjungur starfsmanna og þær er bæði að finna í hópi sérfræðinga og verkamanna. Álversfólk heldur því fram að hvergi í heiminum sé hlut- fall kvenna í áliðnaði jafn hátt. Enginn klappaði Með hverjum deginum eykst starfsemin í álveri Alcoa Fjarðaáls. Þennan dag sem álverið er heimsótt var stór stund í lífi Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa Fjarðaáls. „Ég settist í fyrsta skipti við skrifborðið mitt,“ segir hann kampakátur en hann hefur aðsetur í byggingu 341, fyrstu skrif- stofubyggingu álversins sem tekin er í notkun úti á álverslóð. Fyrsti sú- rálsfarmurinn kom þar í land í lok mars og laugardaginn 31. mars var upphafi starfsemi fagnað. Um kvöld- ið var árshátíð starfsmanna haldin í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Á meðan starfsmenn gæddu sér á kræsingum voru af og til lesnar upp- lýsingar um stöðu mála í Hafn- arfirði, þar sem íbúar tókust á um hvort álver Alcan ætti að stækka. Þegar úrslitin lágu fyrir og ljóst að ekki yrði af stækkun voru við- brögðin lítil í veislusal Fjarðaáls. „Það klappaði enginn,“ segir einn árshátíðargestur. Þetta er nefnilega fólk sem er ánægt með álverið sitt. Morgunblaðið/ÞÖK Allt stærst Súrálskraninn á bryggjunni vegur 650 tonn og er þyngsti einstaki farmur sem skipað hefur verið á land á Íslandi. Risaskipið Pine Arrow liggur við bryggju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.