Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 34
samgöngur 34 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ H álendisvegir, jarð- göng, mislæg gatna- mót, einkafram- kvæmdir og þungaflutningar á vegum. Ágreiningsefnin virðast endalaus þegar kemur að sam- göngumálum, enda stór málaflokkur sem snertir nærumhverfi allra íbúa landsins og allir hafa skoðun á hverju þarf að breyta. Engu að síð- ur má spyrja hvort raunverulegur munur sé á afstöðu stjórnmálaflokk- anna þegar kemur að samgöngu- málum, enda vill það loða við að kjördæmalínur verði meira áberandi en flokkslínur þegar tekist er á um hvaða framkvæmdir skuli settar í forgang. Landsbyggðarþingmenn hafa í gegnum tíðina verið háværari í um- ræðum um samgöngumál enda allir stjórnmálaflokkar sammála um að góðar samgöngur séu grunn- forsenda þess að byggð haldist í landinu. Í skoðanakönnun Capacent fyrir Morgunblaðið og Rík- isútvarpið, sem fram fór um miðjan mars, var spurt um álit fólks á því hvert sé mikilvægasta mál eða mál- efni á næsta kjörtímabili. Annars vegar var spurt um kjördæmi svar- enda en hins vegar um landið í heild. Í báðum tilvikum eru samgöngumál efst á blaði eða í um 30% tilvika þeg- ar fjallað er um hvert og eitt kjör- dæmi og í tæplega 12% tilvika á landsvísu. Athygli vekur að kjós- endur í Reykjavík nefna samgöngu- mál ekki síður en landsbyggðarfólk. Samgöngur brenna þó mest á kjós- endum í Suðurkjördæmi og mun minna á konum en körlum. Hálendisvegir ekki í forgang Samhljómur er hjá stjórn- málaflokkum landsins um að bæta þurfi grunnnet samgangna enn frekar. Fleiri jarðgöng, betri al- menningssamgöngur og útrýming einbreiðra brúa er meðal þess sem er nefnt og jafnframt eru allir sam- mála um að lagning hálendisvega sé ekki forgangsmál, þótt andstaðan sé mismikil innan flokkanna. En hvar greinir flokkana á? Í fyrsta lagi má nefna að stjórn- arflokkarnir, andstætt þeim flokk- um sem ekki eiga aðild að rík- isstjórn, telja vel hafa verið staðið að uppbyggingu samgöngukerfisins á Íslandi undanfarin ár þó að sjálf- sögðu bíði mörg brýn verkefni. Nefna þeir nýsamþykkta sam- gönguáætlun sem kortleggi helstu verkefni næstu ára en hún gildir fram til ársins 2010. Stjórnarand- stöðuflokkarnir stóðu hins vegar í vegi fyrir því að ályktun fram til ársins 2018 yrði samþykkt fyrir þinglok og fulltrúar þeirra flokka hafa ekki mikla trú á að stjórn- arflokkarnir standi við gefin fyr- irheit. Fyrir síðustu kosningar hafi einnig komið fram viðamikil sam- gönguáætlun sem ekki komst í framkvæmd enda hafi verið skorið Samhljómur í samgöngumálum Samgöngumál voru efst á blaði þegar fólk var spurt um mikilvæg- ustu málefni næsta kjörtímabils í könnun Capacent fyrir Morg- unblaðið og RÚV. Halla Gunnarsdóttir kynnti sér stefnuskrár og ályktanir lands- funda og flokksþinga stjórnmálaflokkanna og spjallaði við fulltrúa allra flokka um áherslur í samgöngu- málum. Áhugi á samgöngumálum Kjósendur í höfuðborginni hafa ekki síður áhuga á samgöngumálum en landsbyggðarfólk. „KRÖFUR um auknar úrbætur í samgöngumálum eru að aukast enda eru þau svo nátengd lífsgæðum,“ segir Birkir Jón Jónsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins. Birkir segir miður að stjórnarandstaðan hafi komið í veg fyrir að metn- aðarfull samgönguáætlun til næstu tólf ára yrði samþykkt á síðasta þingi. „Ég er hins vegar almennt nokkuð ánægður með fjögurra ára áætlunina sem var samþykkt. Við viljum auka verulega fjárframlög til vegamála og höfum í ljósi sterkrar stöðu ríkissjóðs svigrúm til að ráðast í fram- kvæmdir.“ Samgönguframkvæmdum hefur sums staðar verið slegið á frest vegna þenslu en Birkir segist ekki sammála þeim hugmyndum að þenslan hafi einungis verið vegna stóriðjuverkefna og nefnir m.a. húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. „Forgangsverk- efnið núna er að stytta sem mest vegalengdir milli byggðakjarna til að mynda heildstæð at- vinnu- og þjónustusvæði,“ segir Birkir og leggur áherslu á jarðgangagerð og þá ekki síst heildstæða jarðgangaáætlun fyrir Austurland. Aldrei aftur ríkisskip Birkir er jafnframt þeirrar skoðunar að einkaframkvæmdir geti átt rétt á sér þótt í það heila tekið sé hagkvæmara að ríkið fjármagni samgönguframkvæmdir, enda hafi það aðgang að lánsfjármagni á betri kjörum. „Gjaldtaka getur líka í vissum tilvikum átt rétt á sér til að hraða framkvæmdum en menn þurfa þá að eiga val um að aka aðra leið,“ segir Birkir og er jafnframt staðfastur á því að ferjur til og frá byggðum eyjum séu hluti af þjóðvegakerfinu. Hvað þungaflutninga varðar segir Birkir kröfu dagsins í dag vera að flutningar gangi hratt fyrir sig og þar hafi landflutningar haft vinninginn. „Hins vegar myndi ég halda að það væri grundvöllur fyrir strandsiglingum þegar kemur að ákveðnum vörum,“ segir Birkir en bætir við að ríkisskip verði ekki sett aftur á fót. Birkir segir Framsókn ekki hafa tekið einarða afstöðu með eða á móti hálendisvegum og að horfa þurfi til umhverfismála og veðurfars áður en slíkar ákvarðanir séu teknar. „Margir vilja klára nauðsynlegar vegaframkvæmdir á láglendi áður en ráðist er í hálendisfram- kvæmdir,“ segir Birkir. Samgöngumál nátengd lífsgæðum „ÞETTA kemur mér sannarlega ekki á óvart,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurð um áhuga kjósenda á samgöngumálum og bætir við að lands- byggðarþingmenn hafi löngum haft á þennan málaflokk. Arnbjörg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt fram mjög metnaðarfulla samgöngu- áætlun þar sem framlög til samgöngumála eru aukin verulega. Þá opni nýsamþykkt vegalög fyrir möguleikum á markaðslausnum í þessum mála- flokki. „Það er mikilvægt að nýta rekstrarþekkingu einkaaðila þar sem hún er til staðar,“ segir Arnbjörg og bætir við að verkefni geti þá ýmist verið fjármögnuð af ríkinu eða einkaaðilum eftir því hvað sé hagkvæm- ast. Þá geti gjaldtaka á vegum komið til greina ef hún flýtir fram- kvæmdum. Arnbjörg segir áætlunina einnig boða átak í umferðaröryggismálum og að auk mikilla framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu standi til að hefja vinnu við mörg stór verkefni sem geti skipt höfuðmáli fyrir landsbyggð- ina. „Það er verið að horfa til þess að koma dreifðum byggðum í almenni- legt vegasamband,“ segir Arnbjörg og bætir við að samgöngur skipti á heildina litið mjög miklu máli í byggðasamhengi. „Eitt af meginmarkmiðunum í samgönguáætlun er að sem flestir landsmenn komist milli heimkynna sinna og höfuðborgarsvæðisins á innan við þremur klukkustundum, hvort sem þeir aka, fljúga og/eða sigla,“ segir Arnbjörg og lítur einnig á ferjuleiðir sem hluta af þjóðvegakerfinu. Stóriðja bara hluti af þenslu Hvað þungaflutninga á vegum varðar segir Arnbjörg að núverandi fyrirkomulag sé í raun krafa nútímans. „Þótt það væri æskilegra út frá mörgum sjónarmiðum að strand- flutningar væru nýttir þá voru þeir lagðir af vegna þess að fyrirtæki og einstaklingar völdu frekar landflutninga.“ Arnbjörg segir að þótt samgönguframkvæmdum hafi verið slegið á frest í fyrrasumar vegna þenslu hafi það litlu breytt enda hafi verið um langtímaverkefni að ræða sem muni klárast á svipuðum tíma og upphaflega var lagt upp með. „Stóriðja er bara hluti af skýr- ingu á þenslu,“ segir Arnbjörg og nefnir byggingarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Kemur ekki á óvart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.