Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 42
42 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
dag bera sumir Ganamenn nöfn
þeirra Evrópumanna sem voru við-
riðnir þrælasöluna á sínum tíma;
Johnson, Van Dijk og þar fram eftir
götunum.
Í hverju virki var „heljarhlið“ sem
fangarnir gengu um, fjötraðir sam-
an, út á skipsfjöl og síðan í vít-
isvistina vestan hafs. Hliðið er í raun
dimmur gangur sem nær manni í
mitti eða þar um bil; þrælarnir voru
látnir skríða svona síðustu metrana
svo þeir reyndu ekki að flýja í ör-
væntingu sinni.
Mansal var bannað innan breska
heimsveldisins árið 1833 og í nýlend-
um Portúgala árið 1869. Í Ameríku
var þrælahald lengst leyft með lög-
um í Brasilíu, til ársins 1888.
Í kastalanum í Cape Coast er
minnisvarði um þá sem létu lífið í
ánauð. Þar segir:
Megi þeir sem létust hvíla í friði.
Megi þeir sem snúa til baka finna
uppruna sinn.
Megi mannkyn aldrei framar
fremja svo mikinn glæp gegn sjálfu
sér.
Við sem lifum lofum að efna þetta
heit.
Minning um Afríku
Sex dögum fyrir ferðalok hafði ég
vaknað frekar úrill í Accra. Ég var
með smákveisu og höfuðverk út af
stífluðum ennisholum. Ég missti af
rútunni til Cape Coast því hót-
elstjórinn hafði sagt mér það sem
hann hélt að ég vildi heyra um brott-
farartímann frekar en það sem var
satt í raun (hann vissi að ég vildi
helst ekki vakna fyrir allar aldir og
tjáði mér því að rútan færi klukkan
tíu en ekki sjö eins og áætlunin kvað
á um). Þegar ég var loks komin á
umferðarmiðstöðina til að ná seinni
ferð hafði henni auðvitað seinkað um
ótiltekinn tíma. Margt smátt gerir
eitt stórt og ég var orðin verulega
pirruð á ástandinu.
Ég spurði miðaldra konu sem sat
næst mér hvort ég biði ekki örugg-
lega á réttum stað eftir rútunni til
Cape Coast. Hún fullvissaði mig um
það og kynnti mig svo fyrir vinkonu
sinni sem átti pantað far með sömu
rútu. Sú kona sagðist myndu verða
mér innanhandar og sjá til þess að
ég fengi leigubíl á sanngjörnu verði
þegar ég kæmi á áfangastað. Þegar
þangað var loks komið tók konan
ekki annað í mál en fylgja mér að
hótelinu mínu og borga leigubílinn
sjálf í ofanálag.
Ég þakkaði sessunautnum, sem
ég hafði gefið mig á tal við, fyrir öll
liðlegheitin. „Já, sjáðu til,“ sagði
hún, „mín börn hafa ferðast erlendis
og ætíð notið mikillar gestrisni
þannig að þegar ég hitti ferðalanga
hér reyni ég að gjalda líku líkt.“ Og
viti menn, á svipstundu hafði hún
eytt öllum mínum efasemdum um
ferðalagið.
Þeir dagar komu að ég var við það
að ganga af göflunum. Þær stundir
komu að ég lét vanþróað kerfið fara í
taugarnar á mér, rafmagnsleysið og
þá þraut að fá ekki skýr svör um ein-
falda hluti hjá fólki, eða ég fylltist
samviskubiti yfir að sjá alla fátækt-
ina og vannærðu börnin en gera ekki
neitt.
Dagar komu þegar ég var kóf-
sveitt, önug eða lasin og átti þá ósk
heitasta að hverfa inn í annan heim,
kúra í mjúku rúmi í loftkældu her-
bergi og njóta góðrar bókar. Ég hef
aldrei áður ferðast við jafnerfiðar
aðstæður.
En í hvert skipti sem ég spurði
sjálfa mig hvers vegna í fjandanum
ég væri að þessu hitti ég einhvern
eins og konuna á umferðarmiðstöð-
inni í Accra – eða Arona og hans fólk
í Senegal, eða hina ógleymanlegu
Mme Samb sem fylgdi mér til Gam-
bíu, götusalana í Bamako sem buðu
mér eitt hádegið að deila hrís-
grjónum og tei með þeim, hótelhald-
arana í Malí sem náðu í lækni þegar
ég var lasin og ferðafélagana í rútum
eða leigubílum sem skiptust á kosti
sínum og ferðasögum með mér, svo
ekki sé minnst á alla biðlana og
þeirra rómantísku en vonlausu bón-
orð sem ég vísaði kurteislega á bug.
Fyrst lærði ég að meta hve íbú-
arnir eru gjafmildir og glaðlyndir og
síðan sá ég allt hitt sem einkennir
þennan hluta heimsins: taktfastan
og seiðandi trumbusláttinn, sterk
fjölskyldubönd, keiminn af steiktu
geitakjöti á grilli úti á götuhorni,
hressandi hafgoluna, blóðrautt sól-
arlag í eyðimörkinni, bonjours og
þétt handtak hvenær sem færi gafst,
og hláturinn allan liðlangan daginn.
Þessi lífsreynsla var endurnær-
andi og því lengri tími sem líður frá
ferðinni, því sterkari verða þessar
ljúfu minningar um leið og þær
sárari dofna og hverfa. Ég reyni enn
frekar en áður að brosa og heilsa
fólki hvar sem ég fer og sýna
ókunnugum þá vinsemd sem mér
var hvarvetna sýnd í Vestur-Afríku.
Sú ferðasaga sem ég hef sett sam-
an er aðeins mín eigin minning um
Afríku. Legðir þú í sömu ferð á sama
tíma að ári yrði þín saga öll önnur.
Ég hélt ekki til allra ferðamanna-
staðanna sem maður „verður að
sjá“. Ég smakkaði ekki á eins mörg-
um réttum og ég hefði átt að gera og
hlustaði ekki á eins mikið af tónlist
heimamanna og ég hefði annars kos-
ið. En ég myndi alls engu breyta.
Og dag einn sný ég aftur á þessar
slóðir – til þess að eignast nýjar
minningar.
Ljósmynd/Eliza Reid
„Hugrekki“ Að mínu mati drýgði ég mestu dáðina alla Afríkuferðina
þegar ég gekk yfir hengibrýrnar sjö á „Himinhvolfagöngunni“ í
Kakum-þjóðgarðinum, í þrjátíu metra hæð frá jörðu. Útsýnið yfir krón-
ur regnskógarins ku vera stórfenglegt en ég sá minnst af því; var allt
of lofthrædd til þess að vera að góna eitthvað út í loftið! Hádeg-
ismatur!
Hér lýkur frásögn Elizu Reid af sjö
vikna ferð hennar um Vestur-
Afríku. Fjóra fyrri hluta ferðasög-
unnar má lesa á mbl.is:
http://mbl.is/go/8hpsw http://
mbl.is/go/y3ma6 http://mbl.is/
go/ysap2
http://mbl.is/go/uz723
eliza@elizareid.com
Tógó:
Mannfjöldi: 5,5 milljónir.
Höfuðborg: Lomé.
Opinber tunga: franska. Ewe og
mina eru töluð í suðri og kabye og
dagomba norðan til.
Trúarbrögð: Vúdú og skyldir sið-
ir (51%), kristni (29%), múham-
eðstrú (20%).
Lífslíkur við fæðingu: 57 og hálft
ár.
Seint á nítjándu öld varð landið
mjóa (það er aðeins 56 kílómetra
breitt til strandarinnar) þýskt
verndarsvæði og kallaðist Tógóland.
Eftir ósigur Þjóðverja í fyrri heims-
styrjöld skiptu Bretar og Frakkar
landinu milli sín; breski hlutinn til-
heyrði þá Gullströndinni (sem síðar
nefndist Gana) en sá franski varð að
nýlendunni Tógó sem hlaut sjálf-
stæði árið 1960. Sjö árum síðar, eftir
mikið umrót á æðstu stöðum, náði
Gnassingbe Eyadema völdum í land-
inu og var forseti til dauðadags árið
2005. Þá upphófst mikið þref. Að lok-
um settist sonur hans á forsetastól
en brögð voru greinilega í tafli.
Halda á þingkosningar í landinu síð-
ar á þessu ári.
Síðastliðið sumar var Tógó í sviðs-
ljósinu fyrir aðrar og betri sakir en
þá keppti karlalandslið landsins í úr-
slitum heimsmeistaramótsins í
knattspyrnu í Þýskalandi.
Gana
Mannfjöldi: 22,4 milljónir.
Höfuðborg: Accra.
Opinber tunga: enska en ýmis
önnur mál, akan, moshi-dagomba,
ewe og ga eru einnig töluð.
Trúarbrögð: kristni (63%), mú-
hameðstrú (16%), ýmsir heimasiðir
(21%)
Lífslíkur við fæðingu: 59 ár.
Gana sem hét áður Gullströndin
hlaut sjálfstæði frá Bretum árið
1957, fyrst allra nýlendna í Afríku
sunnan Sahara. Fyrir utan gullið
sem áður gaf landinu nafn er kókó
helsta náttúruauðlind Gana og eru
Ganamenn aðrir stærstu útflytjend-
ur þessarar afurðar í heiminum. Til-
tölulegar góðar landsnytjar og
þokkalegt menntakerfi (fleiri íbúar
eru læsir en gengur og gerist í þess-
um hluta álfunnar og í landinu eru
fjórir háskólar) ráða því að þjóðar-
framleiðsla er um tvöfalt meiri en
annars staðar í Vestur-Afríku. Gana
á það líka sammerkt með Senegal að
lýðræði hefur að mestu verið sæmi-
lega traust. Landið er líka eitt það
vinsælasta meðal ferðamanna, enda
eru samgöngur góðar og gistirými
sömuleiðis.
Vestur-Afríka
!"
# $
%
&$'
!
()
"
*
$$'
!&
+( &
$
Mér þykir þakkarvert þeg-ar fleira kemur fá list-rýnum en fræðin ein ogaftók sjálfur á sínum
tíma að taka við þessu starfi nema að
ég fengi jafnframt að skrifa upplýs-
andi greinar um myndlist. Það
reyndist auðsótt mál, einnig seinna
að blaðið styddi við bak mér að meira
eða minna leyti þegar ég hóf að
skrifa um stórsýningar og aðra
markverða viðburði ytra. Ég var líka
ráðinn að blaðinu til að segja skoð-
anir mínar en ekki að skrifa skýrslur
um verk á sýningum eins og nú tíðk-
ast víða og hingað hefur ratað. Einn-
ig vill það stundum gleymast að list-
rýni verður sjálfkrafa hluti af
sagnfræði tímanna, eða kannski vita
viðkomandi það of vel.
Það knýr mig ýmislegt til að leggja
orð í belg sem persónugervingur
hins ónefnda gagnrýnanda sem rýn-
irinn J. B. Rannsu vitnar til í upphafi
pistils síns hér í blaðinu 13. mars, og
alveg ljóst að átt er við mig þótt ein-
hverra hluta vegna skirrist hann við
að nefna mig með nafni. Málið er að
ég á einhvern tíma að hafa sagt við
hann, að þegar ég byrjaði að skrifa
um listir fyrir um 40 árum hefðu
álíka margar myndlistarsýningar
verið opnaðar á einu ári og nú tíðk-
aðist um góða helgi.
Auðvitað kannast ég við þetta, en
annað tveggja hef ég ekki tjáð mig
nógu skýrt sem ég tek þá til mín, eða
að hér sé að hluta um misminni að
ræða og einhverjir gætu jafnvel álitið
að ég hafi átt beinan þátt í nefndri
þróun. En því er einmitt þveröfugt
farið þar sem til mín var leitað vegna
stórfelldrar fjölgunar listsýninga á
fyrra helmingi sjöunda áratugarins
og þáverandi gagnrýnanda blaðsins,
Valtý Pétursson (ekki ónefndur!),
skorti sárlega mann við hlið sér.
Fram má koma, að fyrri hlutisjötta áratugarins var afarrólegur og á ársgrundvelli
mátti telja stærri sýningarviðburði á
fingrum sér en þeim tók eitthvað að
fjölga á seinni helmingnum. Sumir
töldu þá margföldun listsýninga sem
yfir dundi framför, aðrir dómgreind-
arleysi, en naumast hækkaði gæða-
staðallinn nema að síður væri. Og til
voru þeir listamenn sem voru alveg á
móti Myndlista- og handíðaskólanum
og töldu hann aðalskaðvaldinn,
brautskrá keppinauta sem stælu at-
hyglinni frá þeim sjálfum og fleiri
grónum listamönnum. Skólinn var þó
lengstum rekinn til að styðja við bak-
ið á myndlist og listíðum, stórlega
vanræktum menntageirum, vera um
leið eins konar þekkingarveita á
sjónmenntir, síður slá menn til ridd-
ara sem listamenn og vera þar
óskeikult yfirvald: „autoritet“.
Sömuleiðis eyða ranghugmyndum
um eðli listnáms sem til þess tíma og
frá upphafi vega hafði verið miðlun
fróðleiks um allt sem skarar skyn- og
sjónsviðið, jafnframt hugmynda-
fræðina að baki. Nemendur sem
brautskráðust úr myndlistadeildum
skólans mátti lengi vel telja á fingr-
um sér, jafnvel annarrar handar,
seinna margfaldaðist talan og út-
skriftarnemendum fjölgaði jafnt og
þétt allt þar til skólinn var lagður
niður eftir að einangraðri hug-
myndafræði hafði verið vísað til há-
sætis á kostnað alls annars.
Pistilshöfundur er einn þeirra sem
tekur list og listsköpun alvarlega og
telur annars vegar þá stöðlun og hins
Orð að
gefnu tilefni
SJÓNSPEGILL
Eftir Braga Ásgeirsson
AP
Heillandi safn Hér er hægt að skoða lífríki þriðja stærsta kóralrifs heims
við eyjuna Andros í karabíska hafinu á Náttúrusögusafninu í New York.