Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ný lög voru samþykkt frá Al- þingi Íslendinga hinn 17. mars síð- astliðinn, breytingar á lögum nr. 19 frá 12. febrúar 1940. Margar þær breyt- ingar eru prýðilegar svo sem um rýmkun refsirammans vegna kynferðisafbrota sem og rýmkun ákvæða um fyrningu slíkra af- brota. Hins vegar er ann- að langt frá því að vera gott og virðist sem íslensk leið sé orðin til þegar kemur að lagasetningu um vændi. Hér áður var brot- legt að stunda vændi. Í Svíþjóð telst brotlegt að greiða fyrir vændi. Á Íslandi, eins og staðan er í dag, er hvorki brotlegt að selja né kaupa vændi. Það er tekið á því í lögunum að þriðji aðili megi ekki njóta ágóða af sölu vændis. Hins vegar virðist það skilningur löggjafans að hvorki kaup né sala vændis skuli vera refsiverð. Að greiða fyrir aðgang að lík- ama annars, eða selja öðrum að- gang að líkama sínum, stríðir gegn mannhelgi einstaklingsins. Löggjafanum ber að tryggja að mannrétt- indi og mannhelgi séu höfð í heiðri. Þessi þáttur sem fjallar um vændi í umræddum lögum fóstrar ofbeldi og kvenfyrirlitningu því í vændi felst alltaf ofbeldi og oftast snýr það ofbeldi gegn kon- um. Nú standa ferm- ingar yfir í kirkjum landsins. Ungmennin játa því að vilja leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Þegar ungmennin hafa ját- að þeirri spurningu hvetur prest- urinn söfnuð sinn að standa með unga fólkinu, eins og segir orðrétt í handbók íslensku kirkjunnar: „Kæri söfnuður. Þessi fermdu ungmenni eru oss á hendur falin. Bjóðum þau velkomin og tökum með gleði á móti þeim sem ját- endum Jesú Krists. Vörumst að hneyksla þau, hafa illt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkurn hátt, en ástundum með orðum og eftirdæmi að halda þeim á hinum góða vegi sem liggur til eilífs lífs.“ Það er stórt hlutverk og mik- ilvægt sem samfélagið tekur að sér að ástunda með orðum og eft- irdæmi að halda ungmennunum á hinum góða vegi. Varast að hneyksla, hafa illt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkurn hátt. Hvernig horfa hinar nýju laga- breytingar við fermingarbörnum vorsins? Verður það framtíð ein- hverra af fermingarstúlkum þessa vors að fara þá löglegu leið, eins og staðan er í dag hér á landi, að stunda vændi? Verður það partur af framtíð margra ferming- ardrengja að kaupa sér aðgang að líkama kvenna? Með þær spurn- ingar í huga er ljóst að breyta þarf ákvæðum laganna sem fjalla um vændi. Ég trúi því að góður vilji búi að baki verkum löggjafans en nið- urstaðan varðandi þetta mál er döpur. Það hlýtur að verða eitt af fyrstu verkum komandi Alþingis að endurskoða ákvæði hegning- arlaganna um vændi, því vændi er ofbeldi. Vændi, ný atvinnugrein á Ís- landi? Nei, vændi er ofbeldi Þorvaldur Víðisson veltir fyrir sér afleiðingum nýrra laga um vændi » Það er stórt hlutverksem samfélagið tek- ur að sér, að sinna unga fólkinu. Varast að hneyksla, hafa illt fyrir þeim eða leiða þau af- vega á nokkurn hátt. Þorvaldur Víðisson Höfundur er miðborgarprestur Dóm- kirkjunnar. Fréttir í tölvupósti FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Seilugrandi 9 3ja herb. endaíbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Falleg og björt 82 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt sér stæði í bílageymslu og sérgeymslu í kjallara í þessum eftirsóttum fjölbýlum í vesturbænum. Íbúðin skiptist í forstofu/gang, 2 herbergi með skápum, rúmgóða og bjarta stofu með útgangi á svalir til suðvesturs og eldhús með borðaðstöðu. Húsið málað og við- gert að utan fyrir um 2 árum. Sameign snyrtileg. Göngufæri í skóla og leikskóla Verð 22,8 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Bjalla merkt 2.4. Verið velkomin. Efstasund 9 3ja herb. íbúð á efri hæð í tvíb.húsi Opið hús í dag frá kl. 15-17 Falleg og rúmgóð 3ja herb. risíbúð í tvíbýlishúsi. Íbúðinni fylgir um 25 fm geymsluskúr fylgir auk geymslulofts. Íbúðin skiptist í eldhús með hvítklakkaðri innréttingu, stofu með glugga til vesturs, 2 herbergi auk herbergis/sjónvarpsher- bergis innaf stofu og baðherbergi. Rafmagn endurnýjað að mestu og nýlegt gler að hluta. Stór skjólsæll garður með grasflöt og trjám. Rólegt og barnvænt hverfi. Verð 17,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Verið velkomin. Bólstaðarhlíð 32 Neðri sérhæð ásamt bílskúr Opið hús í dag frá kl. 15-16 Glæsileg neðri sérhæð í þríbýlishúsi sem er að birtu flatarmáli 129,0 fm þ.m.t. 23 fm bílskúr. Hæðin er endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt, m.a. gler, gólf- efni,innréttingar, innihurðir, rafmagnslagnir o.fl. Baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi og glæsileg ný innrétting í eldhúsi. Borðaðstaða er í eldhúsi og útgangur á svalir til suðurs. Hús að utan nýlega viðgert. Sér geymsla í kjallara fylgir. Laus til afhendingar við kaupsamning. Verð 41,9 millj. Hæðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-16. Verið velkomin. Til sölu-leigu. Nýkomið í einkasölu sérlega gott ca 700 fm atvinnuhús- næði þarf af er ca 180 fm milliloft (skrifstofur ofl.) Mikil lofthæð er í húsinu að hluta til. Innkeyrsludyr. Malbikuð lóð. Góð staðsetning. Hagstæð lán. Húsið laust strax. Verðtilboð. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jón, sölustjóri s. 893-2233 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Vagnhöfði atvinnuhúsnæði - Reykjavík Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Gunnarssund - Hf. 3ja herb. Hraunhamar fasteigna- sala hefur fengið í einkasölu neðri hæð í tvíbýli 45,9 fm ásamt 23,7 fm geymslurými í kjallara, samtals um 69,6 fm, vel staðsett í hjarta Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borð- stofu, herbergi, tvöfalda stofu, snyrtingu og geymslu í kjallara. Verð 13,5 millj. Sérlega fallegt einbýli á þessum vinsæla stað í smáíbúðarhverfinu. Húsið er samtals 291,6 fm með bílskúr sem er 20,5 fm og samþykkt aukaíbúð sem er 57,9 fm. Skipting eignarinnar. Neðri hæð, forstofa, þvottahús, hol, sjón- varpshol og herbergi, baðherbergi, bílskúr og geymsla. Úr forstofunni er einnig gengið inn í aukaíbúð sem skiptist þannig, hol, eldhús með borð- króki, stofa, baðherbergi og geymsla. Efri hæðin skiptist þannig, hol, stofa, borðstofa, eldhús með borðkróki, baðherbergi, 3 svefnherbergi. Þetta er sérlega falleg eign sem vert er að skoða. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Rauðagerði - Rvk. - Einbýli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.