Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ármúla 21 • 108 Reykjavík Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali GLÆSIBÆR TIL SÖLU EÐA LEIGU Glæsilegt verslunarhúsnæði á jarðhæð. Stærð um 300 fm. Sérlega bjart og áberandi húsnæði. Góð aðkoma. Mikil og góð sameign. Húsnæðið hefur mikið auglýsingagildi. LAUST STRAX. Uppl. hjá Kjöreign, Dan V.S. Wiium s. 896 4013 og hjá Ásbyrgi, Ingileifur Einarsson s. 894 1448. jöreign ehf Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali Opið hús í dag milli kl.14.00-16.00 Til sölu Lúxus sumarhús í Ásgarðslandi. Nýkomin í einka- sölu glæsilegt, nýlegt (2005), vandað 80 fm. sumarhús, auk 20 fm. gestahús, í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Húsið skiptist m.a. þannig: Tvö rúmgóð herbergi, stór stofa og eldhús, baðherbergi, geymsla ofl. Gestahús: Svefnherbergi og baðherbergi. Hitaveita. Kjarri vaxin 0,8 ha. eignalóð. Parket og náttúruflísar á gólfi. Ca. 150 fm verönd m. heitum potti. Ca. 60 km. frá Reykjavík. Erla og Magnús bjóða ykkur velkomin. S. 892-7006. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús Ásgarðsland - Grímsnes Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Eign óskast í Grafarvoginum Undirrituðum hefur verið falið að leita eftir rúmgóðri 4ra herbergja íbúð í Grafarvoginum. Óskastaðsetning er Víkurhverfi en þó alls ekki skilyrði og aðrir möguleikar koma sterklega til greina, jafnvel í öðrum hverfum sé um góða eign að ræða. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við undirritaðan í síma 510-3800 eða 895-8321 Reynir Björnsson, löggiltur fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasali Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Daggarvellir - Hf. 4ra herb. Glæsilega vel skipulögð 120,2 fm íbúð, 4ra herb. á frábærum útsýnisstað í fjögra íbúða húsi við Daggarvelli númer 11 í Vallarhverfinu í Hfj. Eign- in er með sérinngang og er smekklega innréttuð með vönduðum innrétt- ingu og gólfefnum. Eignin skiptist í forstofu, gang, 2 barnah., hjónah., baðh., stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og geymslu. Stutt í skóla og leik- skóla. V. 28,4 millj. Eignin getur verið laus við kaupsamning. Sérlega glæsilegt endaraðhús á þessum vinsæla stað í Smára- hverfinu í Kópavogi. Húsið skráð 198,1 fm með bílskúrnum sem er 22,4 fm. Húsið er mun stærra á gólffleti því efri hæðin er þó nokk- uð undir súð. Skiptinga eignarinnar. Neðri hæðin, forstofa, eldhús með borðkróki, þvottahús, hol, baðherbergi, stofa, borðstofa, 2 pallar og bílskúr. Sérlega vönduð eign sem vert er að skoða. V. 53 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Lindarsmári - Kóp. - Raðhús Menguð er orðin og myglugræn. Markviss stefnir að eigin bana. Hvorki elskuð né umhverfisvæn. Ástæðulaust að kjósa hana. (Indriði Aðalsteinsson ) Jón Kristjánsson alþingismaður leitast við í Fréttablaðinu 3. apríl að svara umfjöllun minni um fram- sóknarmaddömuna níræða sem birtist í Mbl. 15. mars og Fréttablaðinu 30. mars. Þarna er á ferð- inni fyrrverandi heil- brigðis- og félags- málaráðherra, formaður fjár- laganefndar um árabil, sömuleiðis stjórn- arskrárnefndar og á árum áður blaðamað- ur og ritstjóri. Við- brögð við afmæl- isgrein minni hafa verið afar mikil og öll á einn veg: þakklæti, samsinni, orð í tíma töluð. Framsóknarforustan þagði fyrst en þegar greinin kom fyrir nánast allra augu í Fréttablaðinu þoldi hún ekki lengur við og J.K. var sendur fram á ritvöllinn og það verður að segjast að aumari og ómerkilegri málsvörn pólitísks þungavigtarmanns og þaulreynds ritstjóra hefur ekki sést á prenti í marga áratugi. Greinin er einfald- lega hundalógík í hæsta gæða- flokki. Jón byrjar á að slíta úr sam- hengi og setja í syrpu lýsingarorð mín á gerðum, markmiðum og nú- verandi stöðu flokksins sem er samkvæmt skoðanakönnunum ekki bara álit þorra þjóðarinnar heldur líka meira en helmings þeirra sem kusu Framsókn síðast. Valda- græðgin, spillingin, einkavinavæð- ingin og sukkið hafa leitt flokkinn í þann táradal haturs og fyrirlitn- ingar almennings, ásamt með álæði og Íraksstríði, að þessi aldna og fyrrum virta maddama er nú álitið þjóðfélagsillgresi. Óstjórn Hvergi hefur stjórn- arstefna, eða skortur á henni, komið harðar niður en hér vestra. Sjávarplássin eru rúin veiðiheimildum, okkar fólki er á vegunum oft á sólarhring ætlað að stofna sér í bráða lífs- hættu af völdum snjó- flóða og grjóthruns, vargur úr villidýrafrið- landi stofnsettu og vernduðu af núverandi stjórnarflokkum gengur í skrokk á lömbum, eyðir nytja- og mó- fuglastofnum og veldur örsnauðum sveitarfélögum stórkostlegum kostnaðarauka. Við viljum ekki álver en á sama tíma og ríkið hefur veitt millj- arðahundruðum í þá veru austur á landi höfum við Vestfirðingar feng- ið til sértækrar atvinnuuppbygg- ingar sem svarar andvirði lítillar kjallaraíbúðar á höfuðborgarsvæð- inu. Jón vitnar í HKL: „Í hvernig húsi býr þessi maður, sem svo tal- ar?“ Ég og mín fjölskylda búum í fallegu, bráðum 70 ára gömlu timb- urhúsi með sál en það er kalt í frosti og vetrarstormum og þar sem Valgerður frá Lómatjörn, í umboði núverandi ríkisstjórnar, hækkaði orkureikninginn úr rúm- lega 30 þús. kr. fyrir tveggja mán- aða tímabil í tæplega 60 þús. kr. með vanhugsuðum og alls óþörfum orkulagabreytingum þurfum við oft að vera í tveimur lopapeysum og ullarsokkum og setja hitapoka í rúmið frekar en hækka á miðstöð. Og svo á ég, Vestfirðingurinn, fórn- arlamb þessarar stjórnarstefnu, að læðast með veggjum, biðjast afsök- unar á tilvist minni og nota alls ekki stór orð! Feitur þjónn Svo slær enn alvarlegar útí fyrir Jóni þegar honum finnst skorta á að ég skammi Íhaldið. Í fyrsta lagi var grein mín um Framsókn en ekki Sjálfstæðisflokk; mér er illa við stílbrot og rými var takmarkað. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir sem einn, ég nefni kvótakerfi, Íraksstríð, þjóðlendumál, einka- væðingu, orkuverðshækkun og stóriðju. Þarna eiga báðir óskipta sök. Að ekki sé hægt í grein minni að lesa nein styggðaryrði um Sjálf- stæðisflokkinn bendir ekki til skar- prar hugsunar. Það þarf raunar ekki að koma lesendum á óvart enda er Jón á útleið, saddur póli- tískra lífdaga. Líklega hefði hann aldrei átt að hætta sem innanbúð- armaður hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa. Og það eru fleiri lesnir í HKL en Jón: „Feitur þjónn er lítill maður“, segir í Íslandsklukkunni. Það tekur á taugarnar að vera feit- ur þjónn hjá Íhaldinu. Það hafa fleiri framsóknarmenn fengið að reyna en Jón. Ingibjörg Pálma heilbrigðisráðherra leið útaf í beinni útsendingu. Magnús Stef- ánsson félagsmálaráðherra sömu- leiðis. Hjálmar Árnason þingflokks- formaður fékk hjartaáfall og framdi síðan pólitískt sjálfsmorð í prófkjöri. Halldór Ásgríms fór í út- legð, Finnur bað guð fyrir sér þeg- ar átti að gera hann að formanni og Árni Magg stakk sér fyrir borð ásamt Dagnýju Jóns og Kristni H. Líf er eftir Framsókn Góðkunningi JK á Reyðarfirði og samflokksmaður til skamms tíma þakkaði mér með virktum fyrir að hafa kastað svo vel rekunum á Framsókn. Eitt hefði þó vantað: Hvaða flokk ætti að kjósa í staðinn. Skal nú úr því bætt. Samfylkingin kemur ekki til greina, formaðurinn búinn að spila rassinn algerlega úr sínum buxum, hver höndin upp á móti annarri, svo sem í stóriðju- og umhverf- ismálum, og hægrikratalíkin í lest- inni verða æ augljósari. Ras- istagælur Frjálslyndra eru forkastanlegar. Ómar og Margrét Sverrisdóttir eru virðingarverðir einstaklingar en stefna nú í að bjarga ríkisstjórninni frá falli með því að atkvæði þeim greidd fara al- gerlega í súginn. Fyrir okkur álversandstæðinga og umhverfisverndarfólk dugir ekki að deila um áttir, dreifa sér og týn- ast. Gerum því veg Vinstri grænna sem mestan í kosningunum 12. maí. Feitur þjónn er lítill maður Indriði Aðalsteinsson kastar rekunum á Framsókn » Það verður að segj-ast að aumari og ómerkilegri málsvörn pólitísks þungavigt- armanns og þaulreynds ritstjóra hefur ekki sést á prenti í marga ára- tugi. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.