Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 67

Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 67 P IP A R • S ÍA • 7 0 5 3 8 >>Kennaraháskóli Íslands sími 563 3800 >www.khi.is Í samræmi við ákvæði 3. gr. reglugerðar um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla, nr. 327/1999 og samstarfssamning Kennaraháskóla Íslands og Umferðarstofu um ökukennaranám auglýsir Kennara- háskóli Íslands eftir umsækjendum umnám fyrir verðandi ökukennara á vegum sérstakrar stofnunar innan skólans Símenntunar – rannsókna – ráðgjafar. Fáist næg þátttaka er að því stefnt að námið hefjist á komandi hausti og ljúki í maí árið 2009. Námið er skilgreint sem 30 eininga nám á háskólastigi. > Inntökuskilyrði eru þessi: Stúdentspróf eða önnur sambærilegmenntun Að hafa ekið bifreið (bifhjóli) að staðaldri síðustu þrjú árin Líkamlegt og andlegt heilbrigði fyrir ökumenn í hópi 2, sbr. reglugerð nr. 501/1997 Að hafa ekki hlotið dóm skv. ákvæðum 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga Við inntöku í námið verður auk þessa litið til starfsreynslu umsækjenda, einkum á sviði uppeldis- og kennslumála, ökuferils en umsækjendurmega ekki hafa fengið refsipunkta vegna brota á umferðarlögum undanfarin þrjú ár. Lögð er áhersla á að konur jafnt og karlar sæki um námið. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð semmá nálgast á vef stofnunarinnar, http://srr.khi.is/. Þar er ennfremur að finna ýmsar upplýsingar um námið, s.s. námskrá og kennsluskrá ásamt nánari upplýsingum umhvenær kennsla fer fram. >Nauðsynlegt er að afrit prófskírteina fylgi umsókn. Ökukennaranám til b-réttinda Umsóknarfrestur er til 6. maí 2007. Námskostnaður er kr. 990.000 (sjá nánar í kennsluskrá). Allar frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri ökukennaranáms, Arnaldur Árnason, í síma 5634888milli kl. 9 og 12 virka daga og utan þess í síma 8925213. Einnigmá senda tölvupóst á netfangið arnarnas@khi.is.                        !   " #$ %&     ' (  Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is UNDANFARINN mánuð hefur Strengjakvartettinn Amiina verður á tónleikaferð um Bandaríkin og fengið fyrir fína dóma í ýmsum blöðum og tímaritum vestra. Síð- astliðinn föstudag lék sveitin á tvennum tónleikum í Los Angeles og síðustu tónleikarnir voru svo í San Diego í gærkvöldi. María Huld Markan segir að tónleikaferðin hafi gengið vonum framar, víst hafi hún verið strembin, sautján tónleikar á þremur vikum, en hún hafi líka verið einkar skemmtileg, ekki síst vegna þess hve sveitinni hafi verið vel tekið þar vestra og víða uppselt á tónleika. Ekki er þó tónleikaferðin það eina sem er að sveitinni af frétta því diskur Amiinu, Kurr, er nánast kominn út, hægt að kaupa hann á tónleikum sveitarinnar og eins í vefverslun hennar á vefsetrinu ami- ina.com. „Hann kemur svo út um heim allan 18. júní, en kannski tekst okkur að koma honum fyrr út heima,“ sagði María. Ekki er bara að síðustu vikur hafi verið strembnar því ekki er langt frí framundan – eftir síðustu tón- leikana halda þær stöllur heim á leið þar sem ýmis verkefni bíða, meðal annars upptökur með Sigur Rós. Síðan hefst stutt tónleikaferð Amiinu um Evrópu 14. maí og að því loknu verður loks færi fyrir tónleikahald hér heima áður en platan kemur út. „Svo þegar hún er komin þurfum við væntanlega að skreppa eitthvað út til að kynna hana og svo byrjar annar hringur í haust,“ segir María. Þá verði farin tónleikaferð um Bandaríkin og síð- an aftur til Evrópu. Aðspurð hvort þetta sé ekki fullmikið af því góða hlær María við og svarar að bragði: „Þetta er einmitt það sem við vild- um.“ Amiina á ferð og flugi Ánægðar Stúlkurnar í Amiinu eru ánægðar með að hafa nóg að gera. EIRÍKUR Hauksson fékk næstum fullt hús stiga í norræna sjónvarps- þættinum Inför ESC 2007, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu föstudagskvöldið síðastliðið. Í þætt- inum eru leikin lögin sem taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í ár. Eiríkur flytur lagið Ég les í lófa þínum eftir þá Svein Rúnar Sig- urðsson og Kristján Hreinsson. Dómarar frá fjórum Norður- landanna gáfu Eiríki hæstu ein- kunn, eða fimm stig hver, en Eiríki fannst ekki við hæfi að hann væri að gefa sjálfum sér stig svo hann eftirlét þáttarstjórnandanum það. Hann gaf Eiríki fjögur stig. Eiríkur fékk háa einkunn Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.