Morgunblaðið - 29.04.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.04.2007, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „Hljóðdeyfandi“ malbik  Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, boðar tilraunir með steypta akvegi  Bikið gæti minnkað hávaða sem nemur helmingun umferðar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „TIL GREINA kemur að flytja aðra tillögu þar sem verður farið fram á að það verði prófuð steypulögn á akveg- um og síðan malbikslögn með mun harðara efni en tíðkast hefur,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan, sem telur vel mögulegt að flytja inn steinefni í bikið til að gera efnið slitsterkara en tíðkast hafi, seg- ist hafa hug á að tilraunir með slík slitlög verði gerðar sem fyrst. Hann segir að því megi vænta til- rauna með slitlögin tvö á næstunni, jafnvel þegar í sumar, gangi allt eftir. Um yrði að ræða fjölfarna kafla á ak- vegum og tilraunirnar þyrfti helst að gera í samvinnu við Vegagerðina. Hann segir einnig æskilegt fyrir borgina að skoða kosti „hljóðdeyf- andi“ malbiks (e. low noise pave- ment), sem Henning Kaas, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Colas Danmark, kynnti á þingi um malbik og svifryk á Hótel Sögu á föstudag. „Ég er mjög jákvæður gagnvart því. Ég hef fengið kvartanir frá íbú- um, ekki bara við stofnbrautir, heldur líka við tengigötur inni í hverfum, við nokkuð fjölfarnar götur. Hingað til hafa borgaryfirvöld reynt að draga úr þessu vandamáli með því að veita íbú- um við hávaðasamar götur styrki til að þrefalda glerið hjá sér. Þannig að ég væri mjög hlynntur því að gera til- raunir með slík yfirborðsefni.“ Malbik eða steypa? Umrædd malbiksgerð er þynnri og hefur grófari yfirborðsflöt en hefð- bundið bik, en að sögn Kaas hafa Danir náð mjög góðum árangri með tilraunir með slíkt slitlag, sem ætti að henta við íslenskar aðstæður. Máli sínu til stuðnings bendir Kaas á rannsókn nærri bænum Herning, sem sýni að hávaðaminnkun frá 15 km löngum kafla með slíku slitlagi jafngilti því að umferð hefði minnkað um helming. Fyrir vikið hefði fólk aft- ur getað farið að nota verandir og not- ið umhverfisins. Að auki hefðu verið gerðar tilraunir á hraðbrautinni M10 við Kaupmannahöfn, sem hefðu gefið góða raun. Hann segir slíkt malbik ekki dýrara en venjulegt, það sé þynnra og að samanlögðu sé kostn- aður sá sami. Elías Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Kemis ehf., er á meðal fylgj- enda þess að flutt verði inn harðari steinefni í malbik, frostþíðusveiflur hefðu minni áhrif á niðurbrot þess en hefðbundið bik og það entist jafn- framt lengur. Málið snerist um að hækka hlutfall harðari steinefna. Spurningin hvort klæða eigi akvegi með steypulagi eða malbiki var til um- ræðu á þinginu og sagði Harpa Birg- isdóttir, verkfræðingur hjá Línu- hönnun, í erindi sínu, að ekki væri næg þekking fyrir hendi til að skera úr um það hvort yfirborðslagið leiddi til minni svifryksmengunar, til þess þyrfti frekari rannsóknir. Það sama ætti við um greiningu á orsökum svif- ryksmengunar yfirleitt. Henning Kaas Kjartan Magnússon ÁLFTIN Svandís er trú sínum heimaslóðum og liggur nú á eggj- um í hólmanum við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Mun þetta vera 13. árið í röð sem Svandís og hennar ektamaður unga út eggjum sínum í þessum sama hólma. Undanfarin tvö ár hefur þeim heiðurshjónum orðið fimm unga auðið og verður spennandi að fylgjast með hve margir afkomendurnir verða í ár. Um 90% íslenskra álfta fljúga til Bretlandseyja á hverjum vetri en snúa heim aftur, yfirleitt undir lok aprílmánaðar. Morgunblaðið/Ómar Svandís komin heim í hólmann EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir engan vafa á því að uppsögn 48 starfsmanna hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Bakkavík á Bol- ungarvík sé mikil vonbrigði en bend- ir á að um tímabundið áfall sé að ræða. Hann segir að framundan séu mestu framkvæmdir í Bolungarvík frá upphafi, sem muni skapa tugi starfa. Nefnir hann í því sambandi jarðgangagerð, hafnargerð og fram- kvæmd við snjóflóðavarnargarð. „Ég er sannfærður um að þrátt fyrir þetta tímabundna áfall muni búsetu- skilyrði í Bolungarvík batna langt umfram það sem þau hafa verið áð- ur,“ segir hann. „Það er kallað eftir stjórnvaldsað- gerðum. Það er eðlilegt við svona að- stæður. Þær aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eftir þeim er unn- ið. Ég vísa þar til tillagna Vestfjarða- nefndarinnar sem fela m.a. í sér sér- stakar aðgerðir við rækjuiðnaðinn. Enginn vafi er á að þær aðgerðir muni gagnast Bakkavík í Bol- ungarvík mjög mikið og styrkja stjórnendur fyr- irtækisins í þeirri viðleitni að end- urreisa það.“ Einar K. tekur fram að kvóta- staða í Bolungarvík á liðnum árum hafi styrkst mjög mikið. „Útgerð hefur verið að eflast og sala á kvóta Rekavíkur og Bakkavíkur er til fyr- irtækis í Bolungarvík.“ Einar K. segir að aflaheimildir muni nýtast áfram í Bolungarvík eft- ir að Bakkavík hefur lagað lausafjár- stöðu og lækkað skuldir. Aflaheim- ildirnar muni nýtast til annarrar atvinnusköpunar í bænum og gefa væntingar um störf. Mikil vonbrigði en tímabundið áfall Einar K. Guðfinnsson HÁVAÐAMENGUN er ekki eini fylgifiskur sívaxandi umferðar- þungans á höfuðborgarsvæðinu, svifryksmengun er einnig tengd bílamergðinni. Ekki eru hins vegar allir á einu máli um þátt naglanna í menguninni og bárust þeim Þor- steini Jóhannssyni jarðfræðingi og Hörpu Birgisdóttur verkfræðingi margar fyrirspurnir í kjölfar er- inda þeirra um svifrykið í gær. Aðspurður hvort hægt væri að treysta mælingu á vegum Iðn- tæknistofnunar sem gæfi til kynna að malbik væri 55% ryksins í Reykjavík, sagði Þorsteinn nið- urstöður frá Noregi styðja þá ályktun að malbikið væri stór þátt- ur, líkt og eldri rannsókn Línu- hönnunar gerði. Hann viðurkenndi að óvíst væri hvaða áhrif það hefði á rykmagn- ið, sem hefur farið minnkandi vegna rykbindingar og aukinnar úrkomu, að banna naglana. Reynsla Norðmanna væri að það minnkaði um eitt míkrógramm við 10 prósentum minni nagladekkja- notkun. Sænsk rannsókn gæfi hins vegar til kynna minnkun um 10 míkrógrömm. Deilt um rykið KARLMAÐUR sem fannst slasaður í húsi í Hveragerði á föstudags- kvöld og var fluttur á Landspít- alann lést þar skömmu eftir inn- lögn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi sem rannsakar málið er dánarorsök ókunn og er beðið nið- urstöðu krufningar. Lögregla sagði í gærmorgun að enginn hefði verið handtekinn vegna málsins og ekki væri víst að um saknæmt athæfi væri að ræða. Lögreglan fékk á sjötta tímanum í fyrradag tilkynn- ingu um að maðurinn, sem er á sex- tugsaldri, lægi í blóði sínu í húsinu. Lögreglan lét annan mann sem er húsráðandi, dvelja í fangageymslu í fyrrinótt en ekki var unnt að taka af honum skýrslu þá vegna ölvunar. Sú skýrslutaka var framkvæmd í gærmorgun og er viðkomandi nú frjáls ferða sinna. Lát karlmanns rannsakað UM nokkurt skeið hefur Morgun- blaðið verið með í notkun innsendi- form fyrir aðsendar greinar og minn- ingargreinar á vefsíðu blaðsins, www.mbl.is. Frá og með 1. maí verður eingöngu tekið við greinum sem send- ar eru í þessu formi. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“, sem staðsettur er ofarlega á mbl.is. Nýir notendur þurfa að skrá sig inn í kerfið og fá þá úthlutað lyk- ilorði, sem sent er á netfang viðkom- andi, til seinni nota. Þeir, sem áður hafa notað formið, þurfa eingöngu að fylla út í netfangs- og lykilorðsreit og opnast formið þá. Ætlast er til að greinarnar séu skrifaðar eða afritað- ar inn í textabox í forminu. Myndir og önnur skjöl tengjast einnig í þessu kerfi. Innsendiformið auðveldar meðferð þessara efnisþátta blaðsins og eykur öryggi í samskiptum við blaðið. Ekki verður tekið við greinum sem sendar eru til blaðsins í tölvupósti. Greinamót- taka eingöngu á vefsíðu Þeir sem hafa þegar skráð sig inn í kerfið þurfa eingöngu að fylla út þessa tvo reiti og þá opnast formið. GÍSLI Þorsteinsson, lögreglu- fulltrúi hjá ofbeldisbrotadeild LRH, þar sem mál fimmtán ára gæsluvarð- haldsfanga er nú til rannsóknar, seg- ir það rangt sem komi fram í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, að lögregla eigi að meta það hvort drengurinn verði fluttur á Litla-Hraun eða önnur úr- ræði verði nýtt, s.s. vistun á lokaðri deild á Stuðlum. Jafnvel þó svo að það sé ekki í verkahring lögreglunn- ar að hlutast til um vistunarstað, heldur Fangelsismálastofnunar, hafi lögreglan samt kannað hvort hægt væri að setja drenginn á Stuðla. „En þar var allt fullt,“ bendir Gísli á. „Það er dómara að úrskurða um kröfu lögreglunnar og síðan Fang- elsismálastofnunar að ákveða hvar viðkomandi er vistaður. Lögreglan stjórnar því ekki.“ Umræddur unglingur er fæddur 1991. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi í annað sinn á stuttum tíma en hann hefur nokkuð oft komið við sögu lög- reglu frá áramótum. Segir Stuðla plásslausa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.