Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 4

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 4
4 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umsóknir eru að detta inn tilFornleifaverndar ríkisinsum vísindarannsóknir ísumar, að sögn Agnesar Stefánsdóttur, fornleifafræðings og deildarstjóra á Fornleifavernd. „Við eigum meðal annars von á umsóknum út af áframhaldandi vísindarann- sóknum vegna Skriðuklausturs, Hóla í Hjaltadal, Reykholts, Kirkjubæj- arklausturs og bæjar undir Salthöfða í Öræfasveit, þar sem grafnar eru upp úr vikri mjög heillegar bæjarrústir frá miðöldum. Veggirnir eru einn og hálfur metri og hægt að ganga inn í rústirnar og skoða herbergjaskipan.“ Þá verður haldið áfram rann- sóknum á Hrísbrú í Mosfellssveit, þar sem amerískir fornleifafræðingar hafa rannsakað kirkju og kirkjugarð frá miðöldum. Umsóknir um vísinda- rannsóknir berast þó ekki fyrr en í byrjun maí. Enn sem komið er hafa fyrst og fremst borist umsóknir vegna framkvæmda, en slíkum um- sóknum hefur fjölgað mjög síðustu árin. Í þeim tilvikum eru fornleifar á svæðum þar sem á að byggja. 53 leyfi voru veitt til fornleifarannsókna í fyrra og af þeim voru 22 rannsóknir vegna framkæmda. „Það er ansi hátt hlutfall,“ segir Agnes. „En þetta eru yfirleitt minni rannsóknir, s.s. einn skurður til að kanna umfang og eðli þeirra minja sem eru á staðnum. En stundum eru þetta stórar rannsóknir, s.s. þar sem tónlistar- og ráðstefnuhúsið á að rísa í Reykjavík.“ Bein af hestum og hundi Þær sögulegu minjar sem fundist hafa við hafnarbakkann eru miklar að umfangi, svo sem tveggja metra hár sjávarveggur sem er enn uppistand- andi að hluta. „Ég held að skilningur hafi aukist á þeirri starfsemi sem þarna fór fram með þessum fornleifa- rannsóknum,“ segir Oscar Aldred sem stýrir rannsóknunum. Á meðal þess sem fundist hefur eru tvenn vagnspor í Pósthússtræti, sem eru um þriggja metra löng og hafa líklega verið notuð til að flytja fisk og vörur frá skipum við höfnina. „Við höfum fengið gagnrýni á okk- ur fyrir að leggja stund á svo nýlega fornleifafræði, en þegar rannsókn- irnar bætast við þær heimildir sem fyrir eru, s.s. skjöl, kort, frásagnir og ljósmyndir, þá dýpkum við þekk- inguna á þessum tíma. Við fáum til dæmis innsýn í neyslumynstur, hverju fólk henti og hvað hefur verið flutt út og inn. Sem dæmi má nefna að við höfum fundið bein af lömbum og ekki bestu bitunum. Það er eins og þeir hafi verið seldir annað eins og oft tíðkast á framleiðslusvæðum. Einnig fundum við bein af tveimur hestum og hundi.“ – Þeir hafa nú líklega ekki étið hundinn? „Nei, þeir átu ekki hundinn,“ segir hann og hlær, „en honum hefur verið hent á haugana.“ Það sem fer undir vatn Það er merkilegt við Pálstóftir, sem nefndar eru eftir Páli Pálssyni frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, hversu hátt þær eru til fjalla. En þó að þær séu í 580 til 590 metra hæð munu þær fara undir vatn ef það hefur þá ekki þegar gerst. Tóftirnar eru nefnilega á Hálsi við Kárahnjúka og uppistöðu- lónið nær upp í 620 metra hæð. „Það er einnig merkilegt hversu gamlar rústirnar eru,“ segir Garðar Guðmundsson, formaður Félags fornleifafræðinga, en hann stýrir rannsóknum. „Þetta er reist um eða eftir 950 og er í notkun alveg fram undir 1100. Vinnuteórían er sú að þetta sé sel og í sjálfu sér mælir ekk- ert á móti því. Samt sem áður er margt óvenjulegt við þessar mann- vistarleifar miðað við það, bæði húsa- gerðin og gripir sem fundust.“ Hann segir að gólflög og uppbygg- ing þeirra bendi ekki til stöðugrar búsetu heldur árstíðabundinnar, sem gæti passað vel við selbúskap. „En við höfum fundið merkilega gripi, til dæmis tvo peninga sem voru slegnir Haraldi harðráða, einum merkileg- asta konungi Norðurlanda. Hann fór í austurveg alla leið til Konst- antínópel og ríkti frá 1047 þar til hann var drepinn árið 1066 í Eng- landi.“ Garðar segir að einnig hafi fundist glerperla sem er tímasett til þessa tímabils, en hún birtist fyrst um miðja tíundu öldina og hætti að sjást um miðja elleftu öld. „Þannig að tímasetningar falla vel saman við gjóskulagatímasetningar á rúst- unum,“ segir Garðar. „En svo er þarna eitt skrýtið. Það fundust ýmis bein, svo sem kindabein og fuglabein, bæði álftir og gæsir, en einnig bein úr albatrosfugli, sem er ákaflega sjaldgæfur á Íslandi en hef- ur þó sést sem flækingur. Þetta er fugl sem finnst aðallega á suðurhveli, þó að ein tegund haldi til á Norður- Kyrrahafi. Það finnst þarna bein af þessum fugli, sem er annaðhvort mjög tilviljanakennt og fullkomlega á móti allri tölfræði, eða komið til af sérstökum ástæðum. Trú á fugla var almenn, meðal annars hrafna, og einn möguleiki er sá að þetta bein hafi ver- ið slíkur hlutur frekar en að menn hafi fangað fuglinn og étið. Það er hættulegt að fara út í þá sálma, en óhætt að hafa það inni í myndinni og það er skemmtileg kenning.“ – Kom meira í ljós en búist var við? „Já, það má segja það. Það var líka óvenju mikið hlutfallslega af kop- argripum og einnig hluti úr bolla úr steini, sem gæti verið deigla til að bræða málma í. Þannig að það eru ýmsir túlkunarmöguleikar í þessari stöðu og eitt þarf ekki að útiloka ann- að. Þarna gæti hafa verið selbúskap- ur á sumrin, sem útilokar ekki bústað veiðimanna, til dæmis við að drepa gæs, en mikið er af gæsa- og álfta- beinum. Og þriðji möguleikinn er sá að menn hafi verið í málmvinnslu.“ Kuml í fjörusandi Kuml í Hringsdal í Arnarfirði fannst óvænt í fyrra af heimamönn- um og hefur í vetur verið unnið úr rannsóknargögnum og gripirnir skoðaðir. Adolf Friðriksson fornleifa- fræðingur segir að þarna hafi fundist mjög heillegir gripir frá lokum vík- ingaaldar, heiðins siðar á Íslandi. „Við erum að hefja undirbúning að því að fara aftur í vor,“ segir hann. „Við höfum trú á því að þarna leynist fleiri kuml af því að fyrir undarlega tilviljun virðast aðstæður hafa varð- veitt kumlin. Þau eru úti á sjáv- arbakka og þar í fjörunni er hvítur fjörusandur, sem hefur verið dálítið á hreyfingu og m.a. sópast upp á bakk- ana og fært þessi kuml í kaf. Þannig hafa þau í rauninni varðveist nærri óskert til okkar tíma. Síðan hefur myndast rof í þessa sanda á síðustu árum og þannig komu kumlin í ljós.“ Adolf segir þess vegna vel þess virði að kanna hvort ekki séu þarna fleiri kuml. „En þá þarf að hafa fyrir því að grafa í sandinn. Það liggur um eins metra lag af sandi yfir þessu öllu saman. Arnfirðingafélagið hefur tek- ið verkefnið upp á sína arma og mikill áhugi er í firðinum á að efla rann- sóknir og nýta þær þá til kynningar á héraðinu og sögu þess og efla ferða- þjónustu.“ – Hefur þessi fundur mikið gildi? „Já, það gerist ekki á hverjum degi að menn finni kuml, en það er mjög sjaldgæft að finna þau heil og að ekki hafi verið rótað í þeim. Það er eig- inlega það dýrmætasta fyrir forn- leifafræðinginn að þar sé upphaf- legur fjöldi gripa og í sömu legu og á tíundu öld. Ef við finnum fleiri grafir í jafn góðu ástandi og þá sem fannst í fyrra, þá væru það stórtíðindi. Þá væri kannski kominn grafreitur nokkurra kynslóða og það opnar margar nýjar leiðir til að rannsaka ýmis samfélagsleg fyrirbæri eins og til dæmis fjölskyldustærð, skyldleika og þess háttar.“ Grafið í sandinn Við tóftirnar Páll Pálsson frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal stendur við Pálstóftir, sem við hann eru kenndar. Þótt þær séu í 580 til 590 metra hæð munu þær fara undir vatn ef það hefur þá ekki þegar gerst vegna Hálslóns. Páll fann tóftirnar haustið 2004 og setti fram þá kenningu að þetta gæti verið Reykjasel sem nefnt er í Hrafnkelssögu. Morgunblaðið/RAX Kuml Heilleg beinagrind fannst ásamt sverði, spjótsoddi og fleiru í Hrings- dal í Arnarfirði. Rætt verður um þá rannsókn á ráðstefnunni í dag. Ráðstefna um fornleifarannsóknir verður haldin í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Pétur Blöndal kynnti sér hvaða rannsóknir eru framundan í sumar og talaði við nokkra framsögumenn um kotbónda, albatrosfugla, vagnspor og peninga slegna af Haraldi harðráða. HÚSIÐ sem byggt var yfir Jóhannes Kjarval listmálara af íslensku þjóðinni á sínum tíma og hann bjó aldrei í er auglýst til sölu í Morg- unblaðinu í dag, en húsið hefur verið í einka- eigu undanfarna tæpa tvo áratugi. Húsið stendur á sjávarlóð við Sæbraut á sunnanverðu Seltjarnarnesi og var hafist handa um byggingu þess upp úr miðjum sjöunda áratugnum. Það er rúmir 450 fer- metrar að stærð auk bílskúrs sem byggður var síðar. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið með tilliti til þarfa listamanns- ins. Þar er meðal annars 110 fermetra salur með fimm metra lofthæð og stórum gluggum til suðurs. Framundan húsinu er hlaðin bryggja úr grjóti, sem byggð var af útgerð- arfélaginu Kveldúlfi í upphafi tuttugustu ald- arinnar, en það félag var í eigu Thors Jensen og afkomenda hans eins og kunnugt er. Húsið var byggt fyrir Kjarval eins og áður sagði, en hann hafði aldrei búsetu í húsinu. Framan af var það notað fyrir starfsemi tengda þjónustu við fötluð börn á vegum rík- isins, uns ákveðið var að selja það árið 1991 og komst það þá í einkaeigu. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir glæsi- húsum á sjávarlóðum, ekki síst á Seltjarn- arnesinu og þetta hús er eitt það allra falleg- asta og best skipulagða af þeim húsum sem ég hef fengið til sölu og ég hef fengið þau all- nokkur. Þá má síðan segja að Kjarvalsnafnið sveipi þetta ákveðnum ljóma, enda meistar- inn hafður í huga þegar húsið var hannað,“ sagði Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, sem hefur með sölu á húsinu að gera. Kjarvalshús Húsið stendur á sunnanverðu Seltjarnarnesi og framundan því er grjótbryggja sem hlaðin var í upphafi síðustu aldar af útgerðarfélaginu Kveldúlfi sem var í eigu Thorsaranna. Kjarvalshús á Sel- tjarnarnesi til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.