Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Steinþór Guðbjartsson í Winnipeg
steinthor@mbl.is
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sagði á morgunfundi við-
skiptaráðs Winnipeg sl. föstudag að
mörg sameiginleg viðskiptatækifæri
væru til staðar fyrir Íslendinga og
Kanadamenn og arfleifðin væri mik-
ilvæg viðskiptaleg auðlind.
Á fundi viðskiptaráðsins gerði
Ólafur Ragnar Grímsson grein fyrir
íslenska viðskiptalífinu, hvernig það
hefði breyst og orðið miklu al-
þjóðlegra en áður, en fyrir vikið
væru fjölþættari tækifæri fyrir við-
skiptatengsl og samvinnu fyrirtækja
og framkvæmdamanna við fyrirtæki
á Íslandi á fjölmörgum sviðum. Hall-
dór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, gerði grein fyrir
starfsemi bankans og tilkynnti opn-
un viðskiptaskrifstofu í Winnipeg og
Magnús Þorsteinsson stjórn-
arformaður Eimskipafélags Íslands
hf. skýrði stöðu fyrirtækisins.
Ólafur Ragnar Grímsson benti á
að þegar Íslendingar settust hér að í
lok 19. aldar hefði Ísland um aldir
verið fátækasta þjóð Evrópu og
skiljanlegt að fólk hefði leitað betri
lífskjara annars staðar. Á seinni
hluta 20. aldar hefði Íslendingum
tekist að ná þeim árangri að vera eitt
auðugasta og farsælasta ríki ver-
aldar. Í árdaga nýrrar aldar hefðu
Íslendingar hafið viðskiptasókn á
fjölmörgum sviðum vítt og breitt um
veröldina. Í því sambandi nefndi
hann bankastarfsemi, fjármálaþjón-
ustu, lyfjaframleiðslu, verslun, hug-
búnað og fjölmargt annað. Í fyrsta
skipti í sameiginlegri sögu íslensku
þjóðarinnar og Kanadamanna af ís-
lenskum ættum væru nú fjölþætt
tækifæri á öllum þessum sviðum fyr-
ir fyrirtæki og athafnamenn í Kan-
ada að leita eftir samvinnu við ís-
lensk fyrirtæki um sameiginlega
sókn á markaði í Norður-Ameríku
og á heimsmarkaði. Opnun Lands-
banka Íslands í Winnipeg væri
ágætt dæmi um þessa nýju tíma.
Eiginleikar gulls ígildi
Forsetinn sagði að margar ástæð-
ur lægju að baki árangri Íslendinga í
viðskiptum. Á meðal þeirra væri arf-
leifðin, sem fylgt hefði þjóðinni um
aldir og einnig þeim Íslendingum
sem hefðu flutt til Kanada og afkom-
endum þeirra. Það væri svolítið
skemmtilegt að sú arfleifð sem Ís-
lendingar hefðu fengið frá fyrri kyn-
slóðum, áræðnum sjósóknurum,
kjarkmiklum bændum og vinnu-
sömu fólki ásamt því að meta mikils
persónuleg tengsl og persónulegt
orðspor, væru eiginleikar sem
reyndust gulls ígildi á heimsmarkaði
og ein af ástæðum þess af hverju ís-
lensk fyrirtæki næðu árangri um-
fram önnur. Þetta hljómaði kannski
eins og ákveðið stærilæti en stað-
reyndin væri einfaldlega sú að fólk í
viðskiptalífi væri mótað af menningu
eins og allir aðrir og þessi arfleifð
sem við ættum sameiginlega með
fólki af íslenskum ættum væri mik-
ilvæg, viðskiptaleg auðlind.
Ólafur Ragnar Grímsson sagðist
vera sannfærður um að það væru
mikil tækifæri fyrir Íslendinga og
menn hér vestra að spinna þráðinn
saman. Árangur Rúmfatalagersins í
Kanada væri ágætt dæmi þó fyr-
irtækið ætti uppruna sinn í Fær-
eyjum, og margir ættingjar íslensku
landnemanna hefðu orðið áhrifaríkir
í viðskiptum vítt og breitt í Kanada.
Nú væri lag til að stilla saman
strengina með alþjóðlegan markað í
huga.
Möguleikar Manitobaháskóla
Manitobaháskóli stóð sl. fimmtu-
dagskvöld fyrir móttöku fyrir út-
skriftarnema af íslenskum ættum og
sóttu tæplega 400 manns fagnaðinn.
Ólafur Ragnar Grímsson var heið-
ursgestur og í erindi sínu benti hann
meðal annars á mikilvægi Manitoba-
háskóla. Hann hefði verið eins konar
móðurskóli íslenska samfélagsins í
Kanada og sá háskóli sem flestir
Kanadamenn af íslenskum ættum
hefðu sótt. Hann hefði líka haft
ákveðnar skyldur gagnvart íslensku-
kennslu og íslenskri menningu og
gæti haft ýmis sóknarfæri. Mögu-
leiki Manitobaháskóla til að taka
ákveðna forystu í alþjóðlegu fræða-
samfélagi ásamt háskólum á Íslandi
væri meiri en áður.
Arfleifðin mikilvæg
viðskiptaleg auðlind
Sameiginleg viðskipta-
tækifæri Íslendinga og
Kanadamanna voru
rædd á morgunverðar-
fundi viðskiptaráðs
Winnipeg síðastliðinn
föstudag.
Morgunblaðið/Steinþór
Háskólahátíð „Í dag erum við öll íslensk tilfinningalega,“ sagði rektor Manitobaháskóla, dr. Emöke Szathmáry,
og stillti sér upp með prófessor Richard Sigurdson, Ólafi Ragnari Grímssyni og Erlu Wankling fjallkonu.
Í Vesturheimi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hitti meðal annars
fylkisstjórahjónin John Harvard og Lenore Berscheid.
NÝ viðhorfskönnun Capacent Gallup
fyrir Lýðheilsustöð leiðir í ljós að
75% þátttakenda eru hlynnt eða frek-
ar hlynnt reyklausum veitinga- og
skemmtistöðum og hefur þetta hlut-
fall aukist frá 2005 en þá var það um
60%. Frá og með 1. júní nk. verður
samkvæmt nýjum tóbaksvarnalögum
ekki lengur leyft að reykja í þjón-
usturými neinna fyrirtækja, þar með
talið veitinga- og skemmtistaða. Í
könnuninni voru 17% frekar eða
mjög andvíg reyklausum skemmti-
stöðum.
Í könnuninni sagðist mikill meiri-
hluti aðspurðra myndu fara jafnoft
eða oftar á veitinga- og skemmtistaði
ef þeir væru reyklausir eða um 89%.
Ekki er um marktæka aukningu að
ræða síðan 2005 þegar hlutfallið var
85,6%. Þá telja langflestir ferðir sínar
á veitinga- og skemmtistaði verða
ánægjulegri eða jafnánægjulegar eft-
ir að þessir staðir verða reyklausir.
Capacent Gallup gerði könnunina
fyrir Lýðheilsustöð bæði árin. Árið
2005 var endanlegt úrtak 1.365 og
svarhlutfallið 61,9% en í könnunni að
þessu sinni var endanlegt úrtak 1.244
og svarhlutfall 61,3%.
Flestir vilja
reyklaust
♦♦♦
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
gudrung@mbl.is
BLÁTT áfram, samtök um for-
varnir gegn kynferðislegu ofbeldi á
börnum, á aðild að ráðstefnu um
það efni í Kennaraháskóla Íslands
í 24. og 25. maí nk.
John C. Patterson er einn úr
hópi fimm erlendra fyrirlesara á
ráðstefnunni. Hann starfar hjá
samtökunum Risk Managment
Center í Washington, DC. Þessi
stofnun vinnur að vernd á ýmsum
sviðum og Patterson hefur sérhæft
sig í vernd barna gegn kynferð-
islegu ofbeldi og hefur langa
starfsreynslu á því sviði.
Patterson kveðst ætla að ræða
reynslu sína á þessu sviði á ráð-
stefnunni, en hann vinnur með
ýmsum stofnunum við að finna að-
ferðir til að koma í veg fyrir að
börn séu beitt kynferðislegu of-
beldi. „Megináhersla í þeim efnum
er að hjálpa stofnunum, einkum
skólum, að þróa aðferðir til að
tryggja öryggi barna.
Kynnir og nýtir
niðurstöður rannsókna
Við vitum hvaða skilyrði þurfa
að vera til staðar til að möguleikar
skapist á að börn séu beitt kyn-
ferðislegu ofbeldi,“ segir John C.
Patterson. „Svo dæmi sé tekið er
eitt af þessum skilyrðum að barnið
þarf að vera einangrað. Forvarnir
felast þá m.a. í því að koma í veg
fyrir að slíkar aðstæður skapist.
Eitt af því sem gert er er að
skoða umhverfi og athuga hvort
þar sé möguleiki á að taka börn af-
síðis, einnig að sjá um að nægt
starfsfólk sé til að fylgjast vel með
börnunum.“
John C. Patterson vinnur fyrst
og fremst við að nýta sér niður-
stöður rannsókna og koma þeim á
framfæri við stofnanir sem hafa
með börn að gera og hlutast til um
að tryggja sem best öryggi
barnanna.
Hann vinnur mikið með skólum
og reynir að koma þar á framfæri
upplýsingum til skólastjórnenda og
barnanna sjálfra um hvernig hægt
er að koma í veg fyrir ofbeldið,
hvernig börn geti varast slíkt og
skólafólk geti verndað þau.
Hann kveður erfitt að segja til
um hvort aukning hafi átt sér stað
á kynferðislegu ofbeldi en með til-
komu netsins sé nú vafalaust meira
afhjúpað af kynferðislegu ofbeldi
en nokkru sinni fyrr.
„Það hefur orðið vakning í
Bandaríkjunum í umræðum um
kynferðislegt ofbeldi á börnum
sem hefur leitt til þess að þessi
mál hafa komið upp á yfirborðið,
gömul og ný,“ segir Patterson.
Kynferðislegt ofbeldi mik-
ið rætt í Bandaríkjunum
HALLDÓR Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
og Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra hafa undirritað samkomulag
um samstarf um að efla almennings-
samgöngur sveitarfélaga. Sam-
komulagið er í samræmi við stefnu-
mótun í samgönguáætlun fyrir árin
2007 til 2010.
Í yfirlýsingunni segir meðal ann-
ars að með því að efla og nýta betur
almenningssamgöngur verði unnið
að því markmiði að draga úr mengun
af völdum bílaumferðar og þar með
minnkun svifryks og losun gróður-
húsalofttegunda vegna notkunar
jarðefnaeldsneytis.
Þá gerir samkomulagið ráð fyrir
að skipaður verði starfshópur
þriggja fulltrúa samgönguráðuneyt-
is og þriggja fulltrúa Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga sem falið verði
að leggja fram tillögur um að efla og
bæta nýtingu almenningssam-
gangna sveitarfélaga. Skal starfs-
hópurinn m.a. kanna möguleika
sveitarfélaga til að byggja upp og
stjórna almenningssamgöngum og
gera þær notendavænni, meðal ann-
ars með hóflegri gjaldtöku af not-
endum þjónustunnar með aðkomu
og stuðningi ríkis og sveitarfélaga.
Minnka á
mengun