Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ STAÐA BÓKAÚTGÁFU Á ÍSLANDI misnoti ekki markaðsráðandi stöðu sína. „Þó að við segjum nei við hand- riti má samt fullyrða að bókin kemur út svo framarlega sem einhver trúir á hana. Flest atvinnustarfsemi er leyfisskyld á Íslandi en það þarf ekkert sérstakt leyfi frá hinu opin- bera til að gefa út bók. Vonandi verður það þannig um ókomna tíð.“ Kristján er ekki sannfærður um að þessi þróun sé af hinu góða. Fag- leg umgjörð útgáfunnar verði alltaf að vera fyrir hendi. „Það getur hver sem er gefið út bók um hvað sem er á Íslandi og stundum gefa menn út bók bara til að hafa gert það. Metn- aðurinn getur verið mikill en hann er ekki útgáfulegur, það er ekki mark- mið bókanna að koma efninu til sem flestra lesenda og hjálpa þeim að skilja það. Í útgáfufyrirtæki sem rekið er á forsendum hagnaðar eða miðlunar er lesandinn alltaf í aðal- hlutverki því hann er viðskiptavin- urinn. Mjög oft er þetta sjónarmið fyrir borð borið þegar „fólk úti í bæ“ gefur út bækur um annars merkilegt efni. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hafi til langframa neikvæð áhrif á traust viðskiptavina til mið- ilsins.“ Erlend samkeppni ekki yfirvofandi Ein af röksemdunum fyrir sam- einingu Máls og menningar og Vöku-Helgafells á sínum tíma var að búa til fyrirtæki sem væri betur í stakk búið að etja kappi við erlenda útgefendur á innlendum markaði. „Ég man vel eftir þessu,“ segir Árni, „og þetta var ekki tilhæfulaust því á þessum tíma voru erlend forlög að skoða þennan markað, m.a. Köne- mann í Þýskalandi. Sennilega hafa menn þó miklað þetta fyrir sér, a.m.k. hefur ekkert erlent forlag ennþá gefið út hér á landi.“ Í dag telur Árni nær fyrir bóka- forlögin að velta fyrir sér samkeppni frá hálfu innlendra stórmarkaða. Þannig gaf Hagkaup út söluhæstu bók liðins árs, Eftirrétti Hagkaupa. „Það má alveg búast við því að þeir haldi áfram á sömu braut og það er ekkert nema gott um það að segja.“ Útgefendur eru sammála um að mikilvægt sé að hlúa að bókaútgáfu sem fagi. Nýliðun hafi ekki verið nógu mikil. Það beri því að fagna því að í vor brautskrái Háskóli Íslands fyrstu nemendurna sem menntaðir eru í forlagsritstjórn. Von er á þess- um nemendum til starfsþjálfunar hjá Eddu á næstunni. „Þetta hafa menn fram að þessu sótt í reynslu eða til fjölskyldunnar. Til sam- anburðar má nefna að í Þýskalandi fá sárafáir að vera ritstjórar á for- lagi án þess að hafa menntun til þess. Okkur er að fara fram,“ segir Árni. Grunnur lagður að heilsársstarfsemi Áður en Edda varð til höfðu Mál og menning og Vaka-Helgafell unnið markvisst að því í hálfan annan ára- tug að tryggja rekstur sinn á árs- grundvelli en það er gömul saga og ný að bókaútgáfa á Íslandi blómstri fyrst og fremst fyrir jólin. Farið var af stað með öfluga klúbbastarfsemi, kortaútgáfu, ferðabókaútgáfu, skólabókaútgáfu og fleira sem dreifði starfseminni betur yfir árið. „Þetta er svipað og þekkist hjá Aschehaug í Noregi og Gyldendal í Danmörku, svo maður taki einhver dæmi, þar sem heilsársstarfsemi er mjög öflug. Þetta þýðir að jóla- vertíðin er ekki alfa og omega eins og hún var. Hún er t.d. ekki nema 30% af veltu Eddu útgáfu í dag,“ segir Sigurður. Eigi að síður staðfesta þeir Árni að jólavertíðin sé eftir sem áður út- gefendum nauðsynleg til að minna almenning á tilvist sína. Þannig kemur um helmingur auglýs- ingakostnaðar Eddu útgáfu fyrir jól- in. Bjartur og JPV hafa líka gert ráð- stafanir til að tryggja afkomu sína allt árið um kring, bæði forlög starf- rækja bókaklúbba, sem ganga vel, og hafa m.a. haslað sér völl á skóla- bókamarkaði. Vika bókarinnar er nýlega af- staðin og undanfarin ár hafa bókaút- gefendur í tengslum við hana haldið úti miklu markaðsátaki. Allir eru viðmælendur Morgunblaðsins sam- mála um að það átak hafi skilað sér ríkulega. Sprenging í sölu bóka í kilju Útgefendur segja mestu og ánægjulegustu breytinguna á mark- aðnum undanfarin ár vera spreng- ingu í sölu bóka í kilju. Kiljan sé orð- in eftirsótt vara. „Kiljuútgáfa er meira en tuttugu ára gömul og á rætur í Íslenska kiljuklúbbnum. Lengi vel var þessi útgáfa þó tak- mörkuð en í dag er kiljan farin að skila fínum hagnaði,“ segir Árni. Til marks um breytinguna bendir Árni á að fyrir tíu árum hafi verið erfitt að fá íslenskar kiljur seldar í Leifsstöð. Nú fari um 25% kiljusöl- unnar fram þar. Sigurður bætir við að ekki þurfi heldur að svipast lengi um á sólar- ströndum Evrópu til að finna Íslend- ing með kilju í hönd. „Meðan Bret- arnir láta blöð og tímarit milli sín ganga skiptast Íslendingar á ís- lenskum kiljum löðrandi í svita og sólarolíu.“ Jóhann Páll hefur sömu sögu að segja. „Við hjá JPV gerðum öflugt átak í útgáfu á bókum í kilju árið 2002 enda vildum við láta reyna á þetta í eitt skipti fyrir öll. Fram að því höfðu kiljur nær eingöngu verið bundnar við bókaklúbba. Við fylgd- um þessari útgáfu eftir með kröftug- um auglýsingum og átakið heppn- aðist óskaplega vel – salan hefur aukist jafnt og þétt síðan.“ Lítið á Netinu að græða Bækur er í auknum mæli að finna á Netinu í seinni tíð og er notkun orðabóka t.a.m. mjög útbreidd á þeim vettvangi. Útgefendur hafa þurft að laga sig að þessu en fá þó litla þóknun fyrir mikil not á Netinu. Árni segir þetta spurningu um hug- arfarsbreytingu af hálfu fólks og virðingu fyrir höfundar- og útgáfu- rétti. „Tónlistariðnaðurinn hefur verið að berjast í þessu lengur en við og þar eru menn farnir að sjá landið rísa en enn sem komið er vill fólk helst ekki borga fyrir aðgang að tón- list eða lesefni á Netinu.“ Íslenskar bókabúðir hafa tekið nokkrum breytingum á umliðnum árum, auk þess sem stórmarkaðir hafa um árabil komið af miklum þunga inn í bóksölu fyrir jólin. Jó- hann Páll er hlynntur þeirri þróun sem orðið hefur á smásölumarkaði bóka. „Maður heyrir oft talað um að bókaverslanir hafi verið fleiri hér áð- ur. Það er mesta firra. Þetta voru upp til hópa gjafavöruverslanir sem snerust ekki nema að hluta um bók- sölu. Í dag eru bókaverslanir færri en öflugri sem er mjög jákvæð þró- un.“ Nefið ræður ferðinni „Það er þetta,“ segir Jóhann Páll og strýkur yfir nefið þegar hann er spurður hvað ráði ferðinni þegar hann tekur ákvörðun um að gefa út bók. „Mínar ákvarðanir hafa alla tíð byggst fyrst og fremst á tilfinningu. Nefið ræður því sem ég er að gera. Ég hef aldrei gert kostnaðaráætlun enda eins gott, þá hefði mig eflaust margoft brostið kjark til að láta slag standa. Þegar allt kemur til alls get- ur maður aldrei stuðst við annað en tilfinninguna og svo auðvitað reynsl- una.“ Jóhann Páll segir útgefendur í seinni tíð aðhyllast í auknum mæli það sem hann kallar „bestsell- erisma“, þ.e. veðjað er á söluvæn- lega titla. „Það er neikvæða hliðin á verðstríðinu á bókamarkaðnum og mun hafa slæm menningarleg áhrif þegar fram sækir og draga úr fjöl- breytni í útgáfunni. Það leiðir af sjálfu sér að þær bækur sem bóksal- ar lækka í verði eru eftirsóttustu bækurnar sem sitja fyrir á met- sölulistunum. Verð annarra bóka verður því mjög óhagstætt í sam- anburði og dregur enn frekar úr sölu þeirra sem aftur leiðir til þess að úr- valið mun minnka. Þessi þróun er áberandi á erlendum mörkuðum þar sem bókaverð er frjálst og verðstríð geisa.“ Eins og gefur að skilja seljast bækur misjafnlega vel, allt frá örfá- um eintökum upp í tuttugu þúsund B ækur seljast ekki af sjálfu sér og Jóhann Páll segir að markaðskostnaður forlaganna hafi aukist verulega á undanförnum árum. „Þá er ég ekki bara að tala um keyptar auglýsingar. Nú þurfa forlögin sjálf líka að stunda sölumennsku í bókabúðum og stórmörkuðum, ota sínum tota. Hér áður fyrr sá þetta um sig sjálft en nú þarf að hafa fyrir þessu, ekki síst fyrir jólin. JPV er með einn mann í fullri vinnu við þetta allt árið um kring og fleiri fyrir jólin.“ Snæbjörn tekur undir þetta en Bjartur hefur aukið markaðsstarfsemi sína jafnt og þétt á undanförnum árum. „Markaðurinn hefur verið að breytast og það var óhjákvæmilegt fyrir okkur að taka þetta skref ef við ætluðum að vera með,“ segir hann. Síðasta skrefið í þessa átt var sameining Bjarts og Veraldar á dögunum. „Veröld hefur verið meira í söluvænlegum bókum en Bjartur og við bindum vonir við þessa sameiningu. Pétur Már er mjög flinkur markaðsmaður,“ segir Snæbjörn. Móðurfélagið hefur hlotið nafnið Bjartur-Veröld en bækur verða áfram gefnar út undir merkjum hvors forlags um sig. „Þetta breytir í raun ekki svo miklu. Ég verð áfram með Bjart og Pétur Már mun sjá um Veröld en þetta hefur tvímælalaust hagræðingu í för með sér í rekstri,“ segir Snæbjörn. En það er ekki nóg að auglýsa bækur. Jóhann Páll segir það sína reynslu að þörf, áhugi og orðspor vegi langþyngst. Hvað segir einn lesandi við annan. „Þá vegur óbein umfjöllun líka þyngra en auglýsingar, svo sem gagnrýni eða viðtöl í fjölmiðlum. Það liggur því í hlutarins eðli að bókaútgefendur eru mjög háðir fjöl- miðlum. Við erum svo heppnir hér á Íslandi að áhugi fjölmiðla á menningu er almennt mikill og lifandi.“ Ritstjórnarkostnaður líka meiri Það er ekki bara markaðskostnaður sem hefur auk- ist, ritstjórnarkostnaður íslenskra bókaútgefenda fer líka vaxandi. „Hér áður var lítið um eiginlega rit- stjórn á bókum. Þeim var skilað fullfrágengnum í hendur útgefenda,“ segir Jóhann Páll. „Þetta hefur breyst, bæði gera útgefendur miklar kröfur um fag- mennsku í dag og lesendur vilja fá eins gott efni og unnt er í hendurnar. Þess vegna er orðið mun algeng- ara að handrit séu þróuð. Það er skemmtileg vinna en hún tekur tíma og kostar peninga. Ég tek svo djúpt í árinni að ritstjórnarkostnaður sé að sliga íslenska bókaútgáfu.“ Við þetta má bæta að yngri höfundar eru, að dómi Jóhanns Páls, upp til hópa kærulausari í vinnubrögð- um en þeir eldri. Það þýðir að vinna við frágang er meiri en áður. MARKAÐS- OG RIT- STJÓRNARKOSTNAÐUR HEFUR AUKIST Morgunblaðið/Kristinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.