Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 48

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 48
48 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ 1. maí 1977: „Þekkingarleysi okkar nær ekki aðeins til alda- mótanna og fyrstu ára þess- arar aldar. Þeir sem eru á miðjum aldri og yngri geta enga grein gert sér fyrir hlut- skipti fólks á kreppuárunum milli 1930 og 1940. Við þekkj- um ekki sögu fátæka fólksins, sem fluttist úr heimabyggð sinni á mölina í von um at- vinnu, hírðist með barnahóp í lélegu húsnæði og leitaði eftir stopulli vinnu. Þeir sem nú eu á efri árum voru þá á barns- aldri, og þeir eru síðasta kyn- slóð Íslendinga, sem man fá- tækt og örbirgð. En þótt við þekkjum ekki þessa tíma af eigin raun getum við fræðst um þá með ýmsum hætti, m.a. með því að lesa bók Tryggva Emilssonar verkamanns um Fátækt fólk, bók, sem lætur engan ósnortinn, sem hana les, enda er hún saga foreldra, afa, ömmu, langafa og lang- ömmu þeirra Íslendinga, sem nú eru uppi. Með lestri hennar getum við kynnzt högum þess fólks, sem við erum komin af.“ . . . . . . . . . . 3. maí 1987: „Miðflokkurinn eða gamli bændaflokkurinn í Finnlandi hefur verið að tapa fylgi á undanförnum árum. Í Finnlandi eins og annars stað- ar hefur sú breyting orðið á þjóðfélaginu, að fólk flytur úr sveitum til bæja. Borgaralega sinnaðir kjósendur hafa yfir- gefið Miðflokkinn, þegar þeir hafa sest að í þéttbýli og hneigst til stuðnings við hægrimenn. Urho Kekkonen er frægasti foringi Miðflokks- ins, finnsk stjórnmál snerust í kringum hann um langt árabil. Fyrir utan það var Miðflokk- urinn þannig innréttaður, að hann gat starfað með flokkum jafnt til hægri og vinstri; hann var hinn dæmigerði ríkis- stjórnarflokkur og minnir Framsóknarflokkurinn óneit- anlega töluvert á hann.“ . . . . . . . . . . 4. maí 1997: „Umræðurnar að undanförnu hafa snúist um að fjölga valkostum í lífeyr- issparnaði, en ekki að leggja til atlögu við sameignarlífeyr- issjóði landsmanna. Engin spurning er um, að þeir hafa gefizt vel, og þess vegna óþarfi fyrir talsmenn þeirra að leggj- ast í vörn. Það er enginn að ráðast gegn sameign- arsjóðakerfinu. Þvert á móti snúast umræðurnar um að auka fjölbreytni í lífeyr- issparnaði. Talsmenn helztu sameignarsjóða hafa tekið undir þau sjónarmið og lýst í verki vilja til þess að fjölga valkostum með því að sækja um leyfi hjá fjármálaráðu- neytinu til þess að byggja upp séreignardeildir. Morg- unblaðið hefur tekið undir þær kröfur en jafnframt bent á, að með sama hætti ætti öðr- um að vera heimilt að setja upp sameignarsjóði, þannig að samkeppnin væri á jafnrétt- isgrundvelli.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. OF MIKIÐ SAGT? Það er rétt ákvörðun hjá Matt-híasi Halldórssyni, starfandilandlækni, að fara austur að Kárahnjúkum nú eftir helgina til þess að kynna sér af eigin raun hvað þar hefur gerzt. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Matthías Halldórsson: „Kannski var of mikið sagt, að 180 manns hefðu hlotið skaða af því að vera ofan í göngunum vegna and- rúmsloftsins. Það er þó til að drepa málinu á dreif að vera sérstaklega að tala um það. Málið snýst um að greini- legt virðist að einhverjir hafi hlotið af því talsverðan skaða að vera þarna niðri.“ Auðvitað er það rétt hjá Matthíasi Halldórssyni, að málið snýst um þann skaða, sem einhverjir starfsmenn hafa orðið fyrir vegna vinnu í göng- unum. En engu að síður er það mjög alvarlegt mál ef læknir á staðnum hef- ur gert of mikið úr þeim fjölda, sem við sögu koma. Að 180 manns hafi orðið fyrir skaða jafnast á við hópslys af stærðargráðu, sem við þekkjum tæpast hér á Íslandi. Þess vegna verður Matthías Hall- dórsson að ganga úr skugga um hversu margir starfsmenn eiga hlut að máli. Ef í ljós kemur að þeir voru ekki 180 heldur mun færri verður landlæknir líka að upplýsa hvernig á því stendur að slíkar tölur voru nefnd- ar opinberlega. Það verður líka að upplýsa í þessu máli, hvort rétt er að starfsmenn Impregilo hafi tekið lista með nöfnum hinna sjúku og upplýsingum um þá ófrjálsri hendi. Ásökunin er mjög al- varleg en það er líka mjög alvarlegt ef í ljós kæmi að eitthvað hafi verið of- sagt í þessum efnum. Impregilo og Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem fram kemur að það hafi verið afar óheppilegt og andstætt reglum, að bráðabirgðalisti um þá, sem hugs- anlega hefðu orðið fyrir mengunar- áhrifum, hafi borizt í hendur stjórn- enda Impregilo. Í þessari yfirlýsingu er staðfest að fyrirtækið hafi haft þessa lista undir höndum. Þar með er það skylda þess að upplýsa hvernig það fékk listana í hendur. Það er alvarlegt og óþægilegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýs- ingum, sem fram koma hjá starfs- mönnum heilbrigðiskerfis. Nú liggur ekki endanlega fyrir að svo sé. En ummæli landlæknis benda til þess, að einhvers staðar sé pottur brotinn. Jafnvel þótt einungis hefði verið um einn starfsmann að ræða væri það engu að síður ámælisvert af Impreg- ilo að hafa ekki þegar í stað gert ráð- stafanir til úrbóta heldur láta tvær vikur líða og gera ekki ráðstafanir fyrr en Vinnueftirlitið hafði lokað göngunum. En með sama hætti er það mjög ámælisvert og raunar vítavert ef þeir, sem við sögu koma af hálfu þeirra, sem sinna eftirlitsstörfum, gefa opin- berlega rangar upplýsingar um efni þessa máls. Þess vegna skiptir máli að Matt- híasi Halldórssyni takist að upplýsa þetta mál þannig að staðreyndir þess liggi fyrir. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Matthías Halldórsson: „Sem betur fer virðist sem flestir hafi náð sér og enginn er lengur á sjúkrahúsi en það er þó spurning með einhverja, hvort þeir hafi hlotið tjón af. Aðalatriðið er að reyna að fylgjast með því hvort allir nái sér að fullu og að reyna að koma í veg fyrir á ein- hvern hátt að svona endurtaki sig og að farið verði betur eftir því að til- kynna strax um leið og grunur vakn- ar. Það þarf ekki að vera nein stað- festing á að eitthvað sé í ólagi að tilkynna til sóttvarnarlæknis, heldur aðeins grunur og þá er það hans að gera sínar ráðstafanir.“ Væntanlega verður ferð landlæknis á vettvang til þess að málið allt verði upplýst. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ N ú eru tvær vikur til kosninga og líkurnar aukast á því, að töluvert megi lesa út úr skoðanakönnun- um Capacent-Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið um niðurstöðurnar. Ef tekið er mið af niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Capacent-Gallup, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, er ljóst, að þrátt fyrir erfiða stöðu í kosninga- baráttunni geti Framsóknarflokkurinn verið í lyk- ilstöðu að kosningum loknum að því leyti til að hann gæti tekið þátt í ríkisstjórn hvort sem er með Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu og Vinstri grænum. Það geta Frjálslyndir hins vegar ekki samkvæmt þessari könnun og skipta því ekki máli. Íslandshreyfingin nær sér ekki á strik og ólíklegt að það breytist á næstu tveimur vikum. Innan Framsóknarflokksins eru áreiðanlega skiptar skoðanir um framhaldið. Þar er hópur manna, sem er mjög ákveðinn í því, að halda beri áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn haldi flokkarnir meirihluta á þingi. En Framsóknar- flokkurinn er ekki alveg á einu máli. Siv Friðleifs- dóttir er þar eins og oft áður sér á parti og erfitt að átta sig á því á hvaða forsendum það er. Alla vega er erfitt að finna að málefnalegur ágreiningur sé fyrir hendi. Engu að síður hljóta að vakna spurn- ingar um hversu brothætt samstarf, sem byggðist á 32 þingmönnum, væri. Það er rétt að hafa orð á því hér í framhjáhlaupi, að Siv hefur haldið því fram að Morgunblaðið hafi í fréttum af tveimur málum haft uppi lygar um sig. Það kemur fyrir, að stjórnmálamenn haldi slíku fram, ef um er að ræða atburði, sem gerast í svo fá- mennum hópi að þátttakendur átta sig ekki á að fréttir af þeim uppákomum geti borizt út. Morg- unblaðið hefur engar lygar haft uppi um Siv Frið- leifsdóttur og hefur traustar heimildir fyrir þeim fréttum, sem hún vísar til. Innan Framsóknarflokksins eru líka uppi þau sjónarmið að fari kosningarnar á þann veg, sem skoðanakannanir benda til nú, eigi flokkurinn að taka ákvörðun um að vera utan stjórnar næsta kjörtímabil til þess að byggja sig upp á ný. Kasta hnakkinum, taka beizlið úr og bregða á leik. Engu að síður má ganga út frá því sem vísu, að haldi stjórnarflokkarnir meirihluta sínum á Al- þingi íhugi þeir alvarlega að halda samstarfi sínu áfram. En þá má búast við að innan Sjálfstæð- isflokksins verði sterkar raddir um, að sú jafna skipting ráðuneyta og annarra vegtyllna, sem ríkt hefur í samstarfi þessara tveggja flokka síðustu 12 árin, gangi ekki lengur í ljósi mun veikari stöðu Framsóknarflokksins og færri þingmanna en áð- ur. Það getur orðið erfitt fyrir Framsóknarflokk- inn að kyngja því. Eigi Samfylking og Vinstri grænir möguleika á að mynda ríkisstjórn með tilstyrk Framsóknar- flokksins verður mikill þrýstingur innan þeirra tveggja flokka að freista þess. Í báðum flokkum verður sterk tilhneiging til að halda Sjálfstæðis- flokknum utan ríkisstjórnar. „Allt er betra en íhaldið,“ sagði Hermann Jónasson í kosningabar- áttunni 1956, þegar unnið var að því með reikn- ingskúnstum að halda Sjálfstæðisflokknum utan ríkisstjórnar, og sú setning á enn sterkan hljóm- grunn í báðum þessum flokkum og raunar öllum þremur. Í skoðanakönnun Capacent-Gallup, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, laugardag, eru Samfylking og Vinstri grænir hnífjöfn. Áhrif landsfundar Samfylkingar eru að fjara út og Vinstri grænir að ná sér á strik aftur. Ef niðurstaða kosninganna yrði sú, að staðan yrði mjög jöfn á milli þessara tveggja flokka, aukast líkur á því, að þeir gætu hugsað sér að bjóða þriðja aðila forsætisráðuneyt- ið og þá er átt við Jón Sigurðsson, formann Fram- sóknarflokksins. Þá væri komin upp staðan frá kosningunum 1978. Þótt þeir sem ráða ferðinni innan Framsóknarflokksins mundu hneigjast til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn getur þessi staða freistað Framsóknarflokksins, ekki sízt ef Sjálfstæðisflokkurinn setti fram kröfu um að fleiri ráðuneyti kæmu í hans hlut í hugsanlegu fram- haldi stjórnarsamstarfs þessara tveggja flokka. Framsóknarflokkurinn gæti þá notað þessa víg- stöðu til þess að draga verulega úr þeim hugs- anlegu breytingum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur? I nnan bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar eru raddir um að tímabært sé að þessir tveir flokkar taki höndum saman að kosningum loknum. Það sé eina leiðin til að mynda sæmilega trausta ríkis- stjórn. En yrði hún svo traust? Það á við um báða flokka að innan þeirra er sterk gagnkvæm andúð. Innan Sjálfstæðisflokks- ins eru sterkir hópar, sem eru algerlega andvígir samstarfi við Samfylkingu af mörgum ástæðum. Þeir sjá fyrir sér að ríkisstjórn þessara tveggja flokka undir forsæti Geirs H. Haarde mundi óhjá- kvæmilega þýða, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í stól utanríkisráðherra, og þá mundi hefj- ast sami leikur um Evrópusambandið og bryddaði á í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar en með sterkari hætti. Halldór fór þrátt fyrir allt með löndum en það mundi Ingibjörg Sólrún ekki gera. Á milli þessara tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, er grundvallarágreiningur um afstöðuna til Evrópusambandsins sem mundi varpa skugga á slíkt stjórnarsamstarf og valda miklum erfiðleikum innan dyra. Innan Samfylkingar er hópur af fólki og þá sér- staklega sá hópur, sem stendur í kringum for- manninn, sem hefur alla tíð þolað Sjálfstæðisflokk- inn mjög illa. Það má því ganga út frá því sem vísu, að frá degi til dags yrði slíkt stjórnarsamstarf mjög erfitt og reyna mjög á þolrifin í formönnum beggja flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mundi upp- lifa Samfylkinguna sem flokk hroka og yfirgangs og vafalaust yrði það gagnkvæmt. En þar að auki hljóta að verða uppi spurningar um hversu traustur samstarfsaðili Samfylkingin væri. Hér í Reykjavíkurbréfi hefur því verið haldið fram á undanförnum vikum, að í forystusveit Sam- fylkingar logi allt í illdeilum. Kjarni þeirra deilna eru auðvitað átökin á milli Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssonar. Það er barnaskapur að halda að þeim sé lokið. Fari kosningarnar á þann veg, sem kannanir benda til, getur Össur Skarphéðinsson sagt með rökum, að formanns- skiptin í flokknum hafi verið mikil mistök. Innan Samfylkingarinnar er fólk sem segir að Morgunblaðið geti ekki staðið á þeim fullyrðing- um, sem settar hafa verið fram á þessum vett- vangi, um að djúpstæður klofningur ríki í forystu- sveit Samfylkingar. Morgunblaðið getur staðið á þeim fullyrðingum og hefur fyrir þeim svo traust- ar heimildir að ekki verður fram hjá þeim horft. Og í ljósi þess er hægt að ræða í fullri alvöru, hvort stjórnarsamstarf með Samfylkingu væri á traustum grunni byggt. Að vísu má segja, að meirihluti þeirra tveggja flokka á Alþingi yrði svo stór, að jafnvel þótt kvarnaðist úr honum væri engin hætta á ferðum. En alvarlegar uppákomur í flokkum, sem eiga aðild að ríkisstjórn, hafa óhjá- kvæmilega mikil áhrif á samstarf í ríkisstjórn. Þess vegna hlyti Sjálfstæðisflokkurinn að íhuga hvort slíkt samstarf byggðist á nægilega traustum grunni. Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur T vennt mælir frekar með samstarfi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í ríkisstjórn en samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í fyrsta lagi er ljóst að þessir tveir flokkar eru sammála um það grund- vallaratriði í utanríkismálum, að Ísland eigi að standa utan við Evrópusambandið. Jafnvel þótt Steingrímur J. Sigfússon settist í stól utanríkis- ráðherra í slíku stjórnarsamstarfi yrðu engin vandamál uppi af því tagi, að utanríkisráðherrann væri alltaf að reka áróður fyrir umsókn um aðild að ESB eins og Ingibjörg Sólrún mundi gera. Nú er búið að ganga frá flestum þeim málum, sem varða öryggismál okkar Íslendinga, og þess vegna óþarfi að hafa áhyggjur af þeim málaflokki í sam- starfi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Þá er líka ljóst, að innan Vinstri grænna er mun meiri samstaða en innan Samfylkingar. Þótt greina megi vissar átakalínur á milli vinstri og grænna hjá Vinstri grænum eru þau átök ekkert sem kemst nálægt þeim illvígu átökum, sem eru til staðar í undirdjúpum Samfylkingarinnar. Margir sjálfstæðismenn líta hins vegar svo á, að Vinstri grænir séu beinir arftakar sósíalista 20. aldarinnar. Að vísu gat Sjálfstæðisflokkurinn unn- ið með Sameiningarflokki alþýðu – Sósíalistaflokki í Nýsköpunarstjórninni og mikil persónuleg vin- átta var á milli forystumanna sósíalista og Sjálf- stæðisflokksins á þeim árum. Sú gamla saga er þó ekki aðalatriðið heldur hitt, að grænir eru orðnir aðalþátturinn í starfi Vinstri grænna. Þótt Stein- grímur J. Sigfússon eigi rætur í fyrrnefndri stjórnmálahreyfingu sósíalista er hann í dag for- maður fyrir flokki, sem nú er fyrst og fremst grænn flokkur. Þá er spurningin, hvort svo mikill ágreiningur sé á milli grænna og sjálfstæðismanna í umhverf- ismálum, að slíkur ágreiningur útiloki samstarf þeirra í milli. Það er ekki hægt að útiloka það að svo sé. Innan Vinstri grænna er hófsemdarfólk í umhverfismálum en þar er líka að finna öfgamenn í þeim málum og reynslan sýnir að sá hópur um- Laugardagur 28. apríl Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.