Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 49 hverfisverndarsinna er erfiður viðfangs. Ef nefna ætti eitthvert eitt mál, sem gæti útilokað samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í ríkisstjórn, er það fyrst og fremst að Vinstri grænir gengju of langt í kröfugerð í þeim málaflokki. Á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er hins vegar ekki til staðar sú gagnkvæma andúð, sem er á ferðinni á milli Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. Allt eru þetta vangaveltur en tímabærar vanga- veltur, þegar hér er komið sögu í kosningabarátt- unni. Einn þáttur þessa máls mun verka töluvert á forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks og hann er sá, að hleypa forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, hvergi að í stjórnar- myndun, sé þess nokkur kostur. Forsetinn bíður eftir slíku tækifæri og mun vafalaust leggja sína lóð á vogarskálarnar til þess að hér verði til ný vinstri stjórn. Þótt sá hópur, sem forsetinn um- gengst, hafi breytzt í grundvallaratriðum í forseta- tíð hans er þó ljóst að á milli hans og forystumanna Samfylkingar og Vinstri grænna eru enn þræðir frá gamalli tíð, sem verða virkir ef einhverjir möguleikar opnast. Það er auðvitað varasamt að vísa um of til fyrri tíðar. Breytingarnar í samfélagi okkar eru gífur- legar á skömmum tíma. En þeir sem fylgdust með stjórnarmynduninni 1971 minnast þess, að for- ystumenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna höfðu engan áhuga á, að ganga til stjórnarsam- starfs við Alþýðubandalag og Framsóknarflokk. En þeir voru þvingaðir til þess af eigin flokks- mönnum vegna þess að krafan var svo sterk, að halda Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki, sem starf- að höfðu saman í 12 ár, utan nýrrar ríkisstjórnar. Og þrátt fyrir hinn mikla sigur svonefndra A- flokka í þingkosningunum 1978 gátu forystumenn þeirra ekki hugsað sér að sitja í ríkisstjórn undir forsæti annars hvors og þess vegna var Fram- sóknarflokkurinn kallaður til að veita slíkri rík- isstjórn forstöðu. Hvort tveggja getur auðveldlega gerzt við myndun ríkisstjórnar að loknum kosningunum eftir tvær vikur. Á útleið T elja verður nokkuð víst, að litlu flokkarnir séu á útleið. Strengurinn á milli Sverris Hermannssonar, stofnanda Frjálslynda flokksins, og flokksins hefur slitnað með afger- andi hætti. Guðjón A. Kristjánsson, núverandi formaður flokksins, talar annað tungu- mál en aðrir þeir, sem þar eru á ferð. Örlög Guð- jóns geta vel orðið hin sömu og Sverris að þessu leyti. Kannski eiga þeir báðir eftir að ljúka ferli sínum í Sjálfstæðisflokknum ásamt Matthíasi Bjarnasyni? Það er hugsanlegt að Frjálslyndi flokkurinn nái einhverjum þingmönnum en það er nokkuð ljóst að sá flokkur er á útleið úr íslenzkum stjórnmál- um. Íslandshreyfingin hefur ekki náð sér á strik. Margrét Sverrisdóttir er ekki andlit flokksins. Því hlutverki gegnir Ómar Ragnarsson. Sennilega er það rétt sem sagt hefur verið að frægð á einu sviði verður ekki auðveldlega færð yfir á annað. Þótt þjóðinni þyki vænt um Ómar og meti hann að verð- leikum í því hlutverki, sem hann hefur gegnt, sýn- ist það ekki þýða, að hún telji hann eiga erindi á Al- þingi. Íslandshreyfingin á sér augljóslega ekki framtíð sem stjórnmálaafl. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ber augljóslega höfuð og herðar yfir aðra forystu- menn á sviði stjórnmálanna um þessar mundir. Hann mun leika lykilhlutverk í þeim átökum, sem hefjast á kosninganóttina. Þótt skoðanir séu áreið- anlega skiptar innan Sjálfstæðisflokksins um hvað við skuli taka eins og raunar er innan allra flokka er augljóst að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins munu fylgja Geir í þeim ákvörðunum, sem hann kann að taka á næstu vikum. Staða hans innan Sjálfstæðisflokksins er mjög sterk nú að loknum landsfundi. Haft hefur verið orð á því, að grundvallarmunur hafi verið á landsfundum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks hafi verið lögð áherzla á, að hinn almenni landsfund- arfulltrúi gæti tjáð sig og komið sjónarmiðum sín- um á framfæri, hversu erfitt, sem það kunni að hafa verið fyrir flokksforystuna á köflum. Hins vegar hafi landsfundur Samfylkingar augljóslega verið skipulagður með þeim hætti, að sem minnst- ur tími væri til almennra umræðna. Þessi sýn á landsfundi þessara tveggja flokka er í samræmi við þá athyglisverðu lífsreynslu mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, að ritstjórn netútgáfunnar varð fyrir þrýstingi af hálfu samfylkingarmanna um að taka út frétt um þær fátæklegu opnu umræður, sem þó fóru fram á landsfundi Samfylkingar! Und- an þeim þrýstingi var ekki látið enda tilefnislaus en segir óneitanlega skrýtna sögu um flokkinn, sem boðar samræðustjórnmál. » Þótt þeir sem ráða ferðinni innan Framsóknarflokksinsmundu hneigjast til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn getur þessi staða freistað Framsóknarflokksins, ekki sízt ef Sjálfstæð- isflokkurinn setti fram kröfu um að fleiri ráðuneyti kæmu í hans hlut í hugsanlegu framhaldi stjórnarsamstarfs þessara tveggja flokka. Framsóknarflokkurinn gæti þá notað þessa vígstöðu til þess að draga verulega úr þeim hugsanlegu breytingum. rbréf Morgunblaðið/Kristinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.