Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ný hugsun. Nýr lífsstíll. Nýtt hverfi. 15. maí. SAGAN sýnir okkur, að þegar á hefur reynt og losa þurfti um fjötra ríkisforsjár og flokksræðis og inn- leiða markaðsbúskap undir almenn- um leikreglum og fríverslun í utan- ríkisviðskiptum hefur frumkvæðið ævinlega komið frá jafnaðarmönn- um. Þótt Sjálfstæð- isflokkurinn sé stór og fyrirferðarmikill í flóru íslenska flokkakerfisins hefur hann aldrei nýtt burði sína til að hafa frumkvæði að hinum stóru umbótamálum, sem hafa skipt sköpum um nútímalega stjórn- arhætti á Íslandi. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur reynst vera bundinn í báða skó af vörslu ráð- andi sérhagsmuna, sem hann hefur ekki dirfst að styggja. Helmingaskiptin halda áfram Þetta kom t.d. rækilega í ljós við einkavæðingu ríkisbankanna. Loks- ins þegar af henni varð, eftir langvar- andi innbyrðis átök stjórnarflokk- anna, var bönkunum skipt skv. gömlu helmingaskiptareglunni milli hagsmunaaðila í nánum tengslum við stjórnarflokkana. Þar var illa haldið á almannahagsmunum og báðir bankarnir seldir á undirverði. Forystuhlutverkið fyrir hinum stóru umbótamálum hefur því verið í höndum jafnaðarmanna, sem hafa þó gjarnan notið atbeina Sjálfstæð- isflokksins, en með einni fortaks- lausri undantekningu þó. Hin helgu vé landbúnaðarkerfisins, sem helm- ingaskiptaflokkarnir hafa staðið trú- an vörð um, hafa ævinlega reynst ósnertanleg. Það gengur ekki miklu lengur. Hinar ríku þjóðir geta ekki lengur varið það með neinum hald- bærum rökum að loka mörkuðum sínum fyrir landbúnaðarafurðum þróunarríkja á sama tíma og þær gera kröfur um frjálsan markaðs- aðgang, t.d. í Kína, Indlandi og ann- ars staðar á mörkuðum þróunarríkj- anna. Nú er kominn tími til að gera atrennu að þriðju stóru umbótatil- rauninni til að festa í sessi þann árangur, sem náðst hefur, og tryggja þann stöð- ugleika í efnahags- umhverfinu, sem er for- senda framfara til frambúðar. Þetta snýst um markvissan und- irbúning að samninga- viðræðum við Evrópu- sambandið um inngöngu Íslands og upptöku evru. Þetta verður stærsta viðfangsefni íslenskra stjórnmála á næstu tveimur kjörtímabilum. Það kallar á samstöðu um nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Vendir hann sínu kvæði í kross? Það er því tímabært fyrir kjós- endur nú þegar, í aðdraganda þing- kosninganna í vor, að gera það upp við sig, í ljósi liðinnar sögu og að fenginni reynslu – hverjum er best treystandi til að vísa veginn á þeirri leið, sem framundan er. Hvað mun það taka hina nýju forystu Sjálfstæð- isflokksins langan tíma að snúa baki við pólitískri arfleifð Davíðs Odds- sonar og breyta um stefnu í Evrópu- málum? Framvarðarsveit atvinnu- lífsins hefur þegar tekið stefnuna á Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki geta til langframa leitt þá stað- reynd hjá sér. Hann er nú einu sinni valdabandalag sérhagsmunahópa og verður að lokum að dansa eftir þeirra pípu. Spurningin er því ekki lengur, hvort hann skiptir um kúrs. Hann hefur, eftir á að hyggja, gert það áð- ur. Í stjórnarandstöðu var hann á móti EES-samningnum. Hann skipti um skoðun í ríkisstjórn. Sem formað- ur aldamótanefndar Sjálfstæð- isflokksins var Davíð Oddsson yf- irlýstur stuðningsmaður Evrópusambandsaðildar. Hann skipti um skoðun í ríkisstjórn. Þetta sýnir, að hin rómaða stefnufesta Sjálfstæðisflokksins í utanrík- ismálum er líka bara goðsögn. Spurningin er því ekki lengur hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni skipta um skoðun. Spurningin er bara – hvenær? Til þess að beina honum á rétta braut væri hyggilegt af kjósendum að veita honum hæfi- legt aðhald hinn 12. maí næstkom- andi. Hvers konar framtíðarsýn? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um skort Sjálfstæð- isflokksins á frumkvæði í stórum umbótamálum »Hvað mun það takahina nýju forystu Sjálfstæðisflokksins langan tíma að snúa baki við pólitískri arf- leifð Davíðs Oddssonar og breyta um stefnu í Evrópumálum? Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur leiddi EES-samningana við Evrópusambandið 1989–94. UMRÆÐAN að undanförnu um umhverfismál og nýtingu orkulinda landsins hefur verið æði einsleit og nánast eingöngu snúist um að banna alla nýtingu auðlinda af umhverfisástæðum og vegna þeirrar mengunar sem til verður við fram- leiðslu m.a. áls. Lítið fer fyrir „global“ hugsun í þessu sam- hengi og „lókal“ sjónarmið ráða ríkj- um. Lítið eða ekkert hefur heyrst um þær mótvægisaðgerðir sem hægt er að grípa til gegn losun kolefnis í andrúms- loftið. Hvað er kolefnisbinding? Kolefnisbinding með land- græðslu og skógrækt felst í því að umbreyta koltvísýringi, CO2, í lífræn efni sem geymd eru í gróðri og jarðvegi. Markmið loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Íslendingar eru aðilar að, eru að halda styrk gróðurhúsalofttegunda í loft- hjúpnum innan hættumarka svo áhrif manna á loftslag jarðar verði sem minnst. Umbreyting koltvísýrings í lífræn efni í gróðri og jarðvegi gerir sama gagn og að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Möguleikar til kolefnisbind- ingar á Íslandi Aðstæður til kolefnisbindingar með landgræðslu eru óvenjugóð- ar hér á landi. Það stafar m.a. af því að: Um 96% skóglendis og um 50% gróðurs hér á landi hafa eyðst frá landnámi ásamt mikl- um jarðvegi. Þessari hnignun landkosta hefur fylgt stórkost- leg röskun vistkerfa og tap á lífrænu efni. Ígildi um 1.600 millj- óna tonna af CO2 hafa glatast. Þessi tala samsvarar því að með kolefnisbindingu sé unnt að mæta allri losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi í 500 ár. Íslenski eldfjallajarðvegurinn getur bundið í sér mikið af kol- efni. Einnig er unnið á örfoka landi þar sem úrkoma er næg og uppgræðsluskilyrði góð, sem á sér fáar hliðstæður í heiminum. Niðurbrot lífrænna efna er auk þess hægt. Kolefnisbinding með land- Auðlindanýting og umgengni við landið Benedikt Guðmundsson fjallar um álver við Húsavík, bindingu kolefnis með skóg- rækt og hvaða möguleikar eru fyrir hendi þar Benedikt Guðmundsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.