Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 58

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 58
58 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opið hús í dag milli KL. 14 og 15 Galtalind 10 - Útsýni Opið hús í dag milli KL. 15 OG 16 Hallveigarstígur 4 - 101 Rvík Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. faste ignasal i Falleg og kósý 94,9 fm, 5 herb. íbúð í steinhúsi á frábærum stað í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin er á efri hæð og í risi í 2ja íbúða húsi. Fallegar gólffjalir á gólfum og panill í lofti. Eignin skiptist í 2 stofur, rúmgott eldhús með hvítri innr. og herbergi á hæð. Í risi er rúm- gott baðherb. með þakglugga, sturtu- klefa og tengi f. þvottavél ásamt 2 herbergjum. Annað er rúmgott hjóna- herb. með svölum og fallegum kvist- um. Hitt er barnaherb. með fallegum kvistglugga. Mjög kósý og notaleg íbúð. Gamaldags hurðir og falleg gluggasetning. Verð 28,5 millj. Sólveig og Guðmundur taka vel á móti gestum milli kl. 15 og 16. Efri bjalla. Teikningar á staðnum. Stórglæsileg 4ra herbergja 119,7 fm endaíbúð í litlu fjölbýlishúsi í Kópavogi. Íbúðin er innréttuð á glæsilegan hátt með vönduðum og samstæðum inn- réttingum. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, stofu, eldhús, baðherbergi með sturtuklefa og baðkari, þvottahús og þrjú svefnherbergi. Stórar flísa- lagðar svalir í suður með glæsilegu útsýni. Borðkrókur í eldhúsi er við fal- legan hornglugga með miklu útsýni. Verð 32,5 millj. Harpa tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 14-15. Teikningar á staðnum. Lóð við Þingvallavatn í Hestvíkinni Glæsileg kjarrivaxin 9.500 fm lóð í Hestvíkinni í Nesjaskógi við Þingvalla- vatn. Nánar tiltekið ca 500 m frá vatninu og í 30-35 m. hæð með glæsilegu útsýni yfir vatnið. Leyfi til að vera með bát í fjöru og fleira. Greinargóð leiðar- lýsing á heimasíðu okkar www.husavik.net. Allar nánari upplýsingar á skrif- stofu. Verð 12,0 millj. • Nýtt atvinnuhúsnæði, selst í 250 m2 einingum. • Stórar innkeyrsludyr, 3 m háar og 3,8 m að breidd. • Lóð verður malbikuð. • Verð á einingu 25,7 milljónir. • Upplýsingar veita: Haraldur og Þórhallur, sölumenn atvinnuhúsnæðis. ATVINNUHÚSNÆÐI - Hólmbergsbraut Reykjanesbæ Jóhann Ólafsson, Löggiltur FFS. gsm: 863 6323, johann@vidskiptahusid.is Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG OPIÐ HÚS í dag milli 14 og 15 Rúmgóð og björt 3ja herb. efri hæð 79 fm. í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin er m.a. hol, eldhús með búri innaf, standsett baðh. stórt svefnh. og 2 saml. stofur með rennihurð á milli. Húsið er mikið endurnýjað. Góð staðsetning. Verð 23,0 millj. REYKJAHLÍÐ 10 – RVÍK Karl Gunnarsson lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Efri sérhæð í þríbýlis- húsi 134 fm ásamt 25 fm bílskúr. Húsið er Steni-klætt. Stigahús, fremri forstofa, þvotta- hús/geymsla, eldhús með nýrri innréttingu, stór stofa með útgengi á vestursvalir og á sérgangi eru 4 svefnherbergi og flísalagt baðherbergi. Parket og korkur á gólfum. Góður bílskúr. VERÐ 34,9 millj. ÁLFHÓLSVEGUR - hæð m. bílskúr Á ÁRUNUM 1950 til 1960 lét Reykjavíkurborg reisa tvær vatns- aflsvirkjanir, Írafoss- og Stein- grímsstöð og fékk til þess fjár- magn úr Marshall-aðstoð Bandaríkjastjórnar ásamt ríkisábyrgð vegna bygginga Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi og Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi. Árið 1965 var Landsvirkjun stofnuð með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og síðar einnig Akureyr- arbæjar með yfirtöku á Sogsvirkjunum, Laxárvirkjun og fleiri smávirkjunum. Fyrsta verkefni Landsvirkjunar var undirbúningur að Búrfells- virkjun. Kaupandi að orkunni frá henni varð Álverið í Straumsvík, fyrsti áfangi. Við lok þessa áfanga voru uppi fleiri áform um virkj- anir. Efri-Þjórsá með uppistöðu- lóni í Þjórsárverum var einn möguleikinn en fallið var frá hon- um vegna verndunar heið- argæsastofnsins að kröfu breskra gæsaveiðimanna. Árið 1969 var lagður vegur frá Búrfelli inn að Sigöldu og byggð brú á Tungnaá. Á árunum 1970– 1972 var Köldukvísl veitt í Þór- isvatn þar sem ákveðið var að nota það sem miðlun fyrir næstu virkjanir, Sigölduvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá. Orku frá þessum virkjunum var búið að ráðstafa í lok bygging- artímans til stóriðju og jafnframt var mikil aukning til almennra nota á þessum árum. Vegna ónógrar vatnsmiðlunar á vatnasviði Þjórsár var ráðist í Kvíslárveitur sem liggja frá Þór- isvatni inn með Þjórsá að austan inn á móts við Hofsjökul. Allt vatn sem kemur í Kvíslárveitur á þessu svæði rann áður frá austri til vesturs í Þjórsá, einnig var austustu jökulkvísl Þjórsár veitt í veit- una. Síðustu 10 árin hafa verið byggðar Sultartanga- virkjun í Þjórsá og Vatnsfells- virkjun sem nýtir útrennsli Þór- isvatns á meðan það er (toppstöð). Ennfremur var hafist handa um byggingu Búðarhálsvirkjunar og einhverjum milljörðum eytt þar í hönnun, aðkomu og jarðvinnu. Ekki fékkst leyfi fyrir vatnsöflun að sinni með veitu frá Þjórsá til Þórisvatns, svo frekari fram- kvæmdum var slegið á frest. Aðrar virkjanir Árið 1975–76 var ráðist í Kröfluvirkjun, fyrstu alvöru- gufuaflsvirkjun á Íslandi. Röskun varð á allri þeirri framkvæmd vegna eldsumbrota á svæðinu og var orkuframleiðsla þar ekki full- nýtt fyrstu árin. Blönduvirkjun var byggð á ár- unum 1983–91, pólitísk byggða- ákvörðun án fyrirfram sölu á orku frá henni. Virkjunin tengdist inn á byggðalínuna en hringtengingu hennar lauk árið 1984. Kára- hnúkavirkjun og álver á Reyð- arfirði er svo annar kapítuli sem ég ræði síðar. Almenn orkusala. Öll fyrirfram sala á raforku til stóriðju frá öllum þessum virkj- unum hefur komið annarri raf- orkunotkun í landinu til góða, þar sem ekki hefði verið fjárhagslega hagkvæmt að ráðast í byggingu þeirra miðað við almennan markað og smærri einingar. Óhagkvæmari í rekstri og flutningi orkunnar. Með tilkomu þessara virkjana hef- ur verið byggt upp net flutn- ingalína þannig að dreifing raf- orku er orðin mikið öruggari og aðgengi betra fyrir alla lands- menn. Almenn viðhorf fyrr og síðar Í þessi rúmu 50 ár sem upp- bygging stóriðju og virkjana í Samspil virkjana, uppbygging og stóriðju á síðustu öld Sigurður Jónsson skrifar um virkjanir og áhrif þeirra » Það vefst ekki fyrirneinum sem til þekkja að þar sem reist- ar eru stórar vatnsfalls- virkjanir verða til at- vinnutækifæri... Sigurður Jónsson smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.