Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 63

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 63 UMRÆÐAN Stangarhyl 5, sími 567 0765 Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á www.motas.is Íbúðir fyrir fólk 50 ára og eldri, við Skipalón 22-26 á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og í Sóleyjarima 19-23, Grafarvogi. Báðir staðirnir skarta frábæru útsýni. Glæsilegar íbúðir fyrir 50 ára og eldri SkipalónSkipalón 22-26 á Hvaleyrarholti2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir á frábærum stað. • Gróið hverfi. • Frábært útsýni. • Ísskápur, kvörn í vaski og uppþvottavél fylgja. • Granít á borðum og sólbekkjum. • Innangengt úr bílageymslu í lyftur. Söluaðili: Sóleyjarimi 3ja og 4ra herbergja íbúðir á besta stað í Grafarvogi til afhendingar í október 2007. Sóleyjarimi Hvaleyrarholt Grafarvogur > Yfir 20 ára reynsla > Traustur byggingaraðili > Gerðu samanburð www.motas.is Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is Sími 533 4040 | www.kjoreign.is • Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu. Ótrúlegt útsýni. • Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi inn af hjónaherbergi. • Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og uppþvottavél fylgja. • Granít á borðum og sólbekkjum. • Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu íbúðunum. • 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og minniháttar tilefni). • Þvottastæði í bílageymslu. • Golfvöllur í göngufæri. Söluaðili: ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O T 3 56 41 0 1/ 07 Íbúðir tilbúnar til afhendingar Sumarbústaður við Gíslholtsvatn Til sölu sumarbústaður nr. 6 í landi Haga, Breiðuvík við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra, skv. fasteignamati 53,3 fm, sumarbú- staðalandið 4.300 fm. Um er að ræða eign- arlóð og eign í sameign m.a. leikvöll við bústaðinn sem lýtur skilmálum landeig- endafélagsins Breiðuvík. 24 bústaðir eru á svæðinu sem er afgirt og lokað. Í bústaðn- um eru tvö svefnherbergi, sturta á baði, eldhús með nýrri innréttingu, stofa, svefn- loft og lítið útihús/geymsla. Bústaðurinn er allur nýlega tekinn í gegn m.a. nýtt parket og klæðning að innan, nýlegir ofnar, lagnir og rafmagn. Allt innbú annað en persónu- legir munir fylgja m.a. nýlegur ísskápur og flatskjár. Góð verönd, mikil trjárækt og mjög fallegt útsýni yfir Gíslholtsvatn. Hitaveita, rafmagn og góður heitur pottur með nuddi. Bátur, bátalægi og veiði fylgir. U.þ.b. einnar klst. keyrsla frá Reykjavík, stutt í ýmsa afþreyingu m.a. golf, sund (Laugaland) og ýmsa útiveru. Óskað er eftir tilboðum. Nánari upplýsingar veita, Sirrý s. 481 1794, eða Ómar 893 2022 (sýnir bústaðinn). Fleiri myndir á www.eign.net „hægri-græns“ framboðs, m.a. í gegnum Framtíðarlandið. Þessir menn gera sér nú flestir grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun ofurseldur öfgafullri kapítal- ískri hugsjón sem í blindni setur ekki bara flest, heldur öll atriði mannlífsins undir mælistiku arðsemi og að í slíku umhverfi er að sjálf- sögðu ekkert pláss fyrir almannahag hvað þá heldur fegurð. Umhverfis- og náttúruvernd eiga einfaldlega ekki samleið með núverandi hug- sjónum flokksins og forystu hans og það er rökleg þversögn að ætla sér að vera í Sjálfstæðisflokknum og jafnframt að ætlast til þess að um- hverfis- og náttúruvernd séu þar á dagskrá. Veikburða tilraunir sumra flokksmanna, m.a. með tilvísunum til stöðu einkaeignarréttar á landi, gera það fullljóst að umhverfis- og nátt- úrvernd eins og hún er almennt hugsuð, og þarf að vera hugsuð, á akkúrat enga samleið með Sjálf- stæðisflokki dagsins í dag. Það er okkur fullljóst sem höfum skynbragð á málaflokkinn og vitum hvað er í húfi, að það að skipta um skoðun í einstökum tilvikum er ekki nóg, heldur þarf öll hugsun um um- hverfis- og náttúruvernd að byggj- ast á nálgun við málaflokkinn á hans eigin forsendum en ekki á for- sendum einkaeignarréttar og/eða markaðsverðs þess sem fer til spillis. Það að málverkið af Monu Lisu sé í einkaeigu réttlætir það að sjálfsögðu engan veginn að myndin sé eyðilögð og það sama á við um náttúru Ís- lands. Einkaeignarréttur, markaðs- hagkerfi og hagfræði geta vissulega styrkt, stýrt og beint almennri hag- sæld í farsælan farveg í mörgum og jafnvel í meirihluta þeirra viðfangs- efna sem samfélag okkar stendur frammi fyrir. Þegar kemur að eyði- leggingu lands eða útrýmingu nátt- úru eru fræðin okkar Illuga hins vegar gagnslaus. Þó hagfræðin nýt- ist að ákveðnu marki við verðlagn- ingu á mengun þá eiga einkaeign- arrétturinn og frjálsu viðskiptin einfaldlega ekki við þegar kemur að verndun umhverfis og náttúru. Sú stefna núverandi ríkisstjórnar og sú hugmyndafræði Sjálfstæð- isflokksins að framselja allar auð- lindir landsins í enn frekari mæli til örfárra einkaaðila er ekki í anda íhaldsstefnu, ekki í anda markaðs- búskapar og er ekki almannahagur. Hún er stefna í anda botnlausrar græðgi flokkseigendafélaga sem sví- fast einskis og er í raun framsal á líf- inu sjálfu. Þeir ótal nytsömu sak- leysingjar sem hittast brátt undir merkjum Sjálfstæðisflokksins á landsfundi munu ekki geta breytt því. Sú stefna mun þegar upp er staðið eyðileggja til frambúðar möguleika afkomenda okkar til heil- brigðs lífs í heilnæmu og fögru um- hverfi. Það er því rétt að allir s.k. hægri- menn meira en staldri við, þeir þurfa að stoppa og ákveða hvert skal halda. Hugsjón sem felur í sér um- hverfis- og náttúruvernd þarf alls ekki að vera andstæð íhaldstefnu, hún er í raun alvöru íhaldsstefna og góð stefna. Slík hugsjón á hins vegar enga samleið með þeim eyðing- aröflum sem nú ráða ríkjum. Hægri grænt – er það hægt? Já, vissulega. Það er bara ekki hægt með núverandi ríkisstjórn, eða Sjálf- stæðisflokki. Höfundur er hagfræðingur. smáauglýsingar mbl.is MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna ofarlega á for- síðu fréttavefjarins www.mbl.is und- ir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til geða reit. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 569- 1210. Nýtt móttökukerfi aðsendra greina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.