Morgunblaðið - 29.04.2007, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 29.04.2007, Qupperneq 64
Fréttir í tölvupósti 64 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Herrafataverslun Birgis er til sölu Allar nánari upplýsingar gefur Kristinn R. Kjartansson hjá Neseignum í síma 535 0200 og 820 0762. FASTEIGNASALA I ÁNANAUSTUM V/SÓLVALLAGÖTU 84 I NESEIGNIR@NESEIGNIR.IS I NESEIGNIR.IS Sími 535 0200 Fax 535 0201 Kristinn R. Kjartansson Sölustjóri GSM 820 0762 Pétur Kristinsson Lögg. fasteigna-, skipa- og firmasali Lögg. verbréfamiðlari GSM 893 9048 Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilega 117 fm íbúð á þessum vinsæla stað í Ásahverfinu í Garðabæ. Um er að ræða útsýnisíbúð í litlu fjölbýli í nálægð við skóla, leikskóla og þjónustu. Eignin skiptist í forstofu, hol, 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottahús og geymslu auk reglubundinnar sameignar. Fallegar innréttingar og gólfefni. Tvennar svalir. Eign fyrir vandláta. V. 34,9 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi í s. 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Asparás - Gbæ Hraunhamar fasteignasala hefur í sölu glæsilega hannað einbýli teiknað af Albínu Thordarson arkitekt. Eignin er 229,4 fm á tveimur hæðum. Þar af er innbyggður tvöfaldur 43,1 fm bílskúr með aukinni lofthæð. Einnig fylgir eign- inni ca 30 fermetra herbergi með snyrtingu á neðri hæð. Eignin er mjög vel staðsett á frábærum útsýnisstað innst í botnlanga í Ásahverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, gestasnyrtingu, herbergi, þvottahús og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, gangur, þrjú herbergi, baðherbergi, hjónaherbergi með baðherbergi og fataherbergi inn af. Innréttingar eru allar glæsilegar, sérsmíðaðar úr hlyni og gólfefni eru flísar. Gólfhiti er í stærstum hluta hússins. Lýsing er hönnuð af Lúmex. Fallegur garður. Glæsileg vönduð eign í sérflokki. Eignin getur verið laus fljótlega. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi í s. 896 0058. Hraunás - Gbæ - Einbýli Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Undirritaður kemst ekki hjá því að vitna ítrekað í stjórnmálaskrif blaðs- ins síns – Morgunblaðsins. 23. apríl sl. hefst leiðari blaðsins á vangaveltum um þann vanda stjórn- arandstöðunnar að þeir hafi ekkert „á“ ríkisstjórnarflokk- ana, og segir síðar að þetta sé merkilegt í ljósi tólf ára setu ríkisstjórnarinnar og fjórum árum betur hjá Sjálfstæð- isflokknum. Menn skyldu því halda að í ríkisstjórn sætu vammlausir vitringar. Getur verið að vammleysi hennar og stjórnkænska sé fólgið í: 1. Aðild að innrásinni í Írak og framhaldsstuðningi við ósköpin þar? 2. Óstöðugleika efnahags-, fjár- og peningamála? 3. Óbærilegri verðbólgu vegna verðtrygginga og vaxtaokurs? 4. Fyrirsjáanlegu gjaldþroti flestallra nýrra og ungra húskaupenda vegna kappleiks Íbúðalánasjóðs og banka um 100% lán á óviðráðanlegum kjörum? 5. Eindregnum stuðningi við að örfáir nái um allan Íslandsauð? 6. Áframhaldandi gjöf sjávarfangs til örfárra útvaldra? 7. Svikum við aldraða og öryrkja í flestum þáttum hagsmunamála þeirra? 8. Að látast vera ókunnugt um að fimmtán þúsund Íslendinga lifa undir fá- tæktarmörkum? 9. Að gefa S-hópnum 25 milljarða af almannafé með því að afhenda honum VÍS-hlutabréf Landsbankans á gjafverði? 10. Með lengri biðlistum í heilsugæslu? 11. Með lækkun barnabóta? 12. Með stórfelldum skattfríðindum stórefnamanna? 13. Með setningu nýrra laga um eftirlaun fyrir sig og sína. Fordæmalausan ósóma, sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna létu múta sér til fylgis við, með greiðslum upp á 250 þús. kr. á mánuði? Margfalt fleiri höggstaði má á ríkisstjórninni finna. Um þá verður kosið, nema fjórða valdinu, fjölmiðlunum, takist að fela þá fyrir kjósendum. Til þess skera a.m.k. Ríkisútvarpið og Morgunblaðið refana. Vammlausir vitringar Eftir Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. alþingismaður. Haft var eftir Dick Evans, for- stjóra Alcan, í vikunni að kosningin um stækkun álversins í Straumsvík um sl. mánaðamót hafi engan veginn verið bindandi, en fresti aðeins tíma- bundið ákvörðun um stækkun. Fréttavefur Dow Jones skýrir frá því að sl. þriðjudag hafi Evans lagt á það áherslu að afla þurfi aukins stuðnings við verkefnið í Hafnarfirði í ljósi þess að helm- ingur íbúanna hafi reynst því mót- fallinn. Alcan hafi svosum í gegnum tíðina mætt tímabundinni andstöðu hér og þar. Af þessu má ljóst vera að Alcan-menn eru engan veginn af baki dottnir. Áform þeirra um að stærsta álver Evrópu skuli prýða fordyri Íslands, sjálft borgarhlið höfuðborgarsvæðisins, standa óbreytt – enda ekkert bindandi í þeirra hugum af því sem kosið var um 31. mars sl. Forystumenn Samfylkingar í Hafnarfirði verða vonandi, hér eftir sem hingað til, samvinnufúsir og viljugir að greiða götu Dick Evans og félaga. Þá hafa sjálfstæðismenn á Suð- urnesjum ekki setið auðum álvers- höndum, því í vikunni var undirrit- aður samningur Norðuráls og Hitaveitu Suðurnesja um orkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Þar með er nokkuð ljóst að Þjórsá verður virkjuð upp úr og niður úr. Og Húsvíkingar sjá nú í hillingum þingeyskt æskufólk strita í ker- skálum framtíðarinnar. Í þeim áformum öllum hafa Vinstri grænir ekki látið sitt eftir liggja fremur en við fyrirhugaða rústun Álafoss- kvosar í Mosfellsbæ. Sjálfir höfuðpaurar álbræðslu- dýrkunarinnar á Íslandi ganga síðan hnarreistir og blygðunarlausir til kosninga undir yfirskriftinni Ekkert Stopp! Það er kaldhæðnisleg til- viljun að flokkurinn sem skammtaði sjálfum sér eigur gömlu Sam- vinnuhreyfingarinnar og Bún- aðarbankann í kaupbæti skuli nú prýða auglýsingar sínar gam- alkunnu grænu merki; sáðmaður Búnaðarbankans er genginn aftur og vakir nú yfir sínum gamla flokki í rándýrri auglýsingaherferð. Sáð- pokinn hefur að vísu verið fjar- lægður. Það þarf kannski ekkert að sá lengur. Hér mun að óbreyttu drjúpa nýbrætt ál af hverju strái. Eilítið tímabundið bakslag í Straumsvík Eftir Jakob Frímann Magnússon Höfundur skipar 1. sæti lista Íslands- hreyfingarinnar í SV-kjördæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.