Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 66

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 66
66 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÁGÆTU kjósendur. Ég vil í stuttu máli segja ykkur frá því hvers vegna ég tók þá ákvörðun að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef alla mína tíð frá því að ég var ungur maður haft mikinn áhuga á pólitík. Snemma fannst mér að í mér blundaði jafnaðarmaður og finnst mér það enn. Hugsjónir og stefnur jafnaðarmannaflokkanna löðuðu mig að sér um tíma og ég í minni einföldu trú hélt ég að svo yrði um ókomna framtíð en það er nú af og frá. Bæði menn og konur sem hafa verið í forsvari fyrir þessa flokka hafa brugðist jafnaðarstefnunni annaðhvort fyrir eiginhagsmunapot eða þá að hafa misst tengsl við fólk almennt og hagi þess. Manni blöskrar sá mál- flutningur sem viðhafður er gegn stefnu Frjálslynda flokksins til dæmis í innflytjendamálum og ættu hlutaðeigandi aðilar að skammast sín. Ég vil spyrja: Er eitthvað sem bendir til að í stefnu- skrá frjálslyndra sé andúð í garð útlendinga? Minni ég þá á að for- dómar verða til vegna fávisku og við henni er til meðal sem heitir að kynna sér málið betur með því að lesa stefnuskrá Frjálslynda flokksins. Við í Frjálslynda flokknum erum með margar góðar tillögur til að betrumbæta aðstöðu innflytjenda og að taka vel á móti þeim ef á okkur er hlustað. Mér finnst það ákveðin vanvirðing við lýðræðið og innflytjendur að leyfa okkur ekki í Frjáls- lynda flokknum að tjá okkur eðli- lega um þessi mál vegna fordóma í okkar garð. Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem er með réttláta stefnu í sjávarútvegs- málum sem kæmi sér betur fyrir byggðir þessa lands. Við í Frjálslynda flokknum vilj- um minna á að góðar samgöngur eru nauðsýnilegar lífæðar við landsbyggðina. Okkur, sem erum tiltölulega frísk, ber að hugsa vel um þá sem minna mega sín og er það stefna okkar að gera stórátak í öldrunarmálum sem og að bæta stöðu öryrkja. Við viljum virkja í sátt við náttúruna og teljum að við eigum að nýta orkuna sem býr í iðrum jarðar til margskonar at- vinnusköpunar. Við erum að komast í þá að- stöðu að geta selt orkuna á hærra verði en nú er, öllum til hagsbóta. Að lokum þetta: Við erum lítil þjóð og við verðum að reyna að lifa í sátt og samlyndi, sama hvaða skoðanir við höfum. BJÖRN BIRGISSON, vélsmiður Mosfellsbæ, situr í 9. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi. Frjálslyndi flokkurinn og fordómar Frá Birni Birgissyni www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar SUÐURÁS 30 - 110 REYKJAVÍK Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00 Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 137,5 fm raðhús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr. Í húsinu eru tvö svefn- berbergi og stór og góð stofa. Stúdíóeldhús með glæsilegum innréttingum. Allar innréttingar og gólfefni, sem er parket, er nýlegt. Garðurinn við húsið er teiknaður af Stan- islas Bohic, garðhönnuði, og er einstaklega fallegur og alger paradís á góð- viðrisdögum. Stór og mikil timburverönd með trjáplöntum og runnum í tré- kössum og þarfnast garðurinn því lítils viðhalds. Stutt er í Árbæjarsundlaug- ina, hesthúsin og góðar gönguleiðir í Elliðaárdalnum og Hólmsheiði. Gjörið svo vel að líta inn. Daníel G. Björnsson sölufulltrúi sýnir húsið milli kl. 13.00 og 14.00 í dag. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16. Um er að ræða 112,7 fm efri sérhæð auk geymslu í kjallara í þríbýlishúsi með gríðalega miklu útsýni austur til Bláfjalla, suður til Keilis og vestur til Álftaness. Nýlegt eikarparket á holi, borðstofu og stofu. Sérinngangur. Rúmgóður 36,0 fm bílskúr fylgir eigninni. V. 31,4 m. DIGRANESVEGUR 38 - MIKIÐ ÚTSÝNI Ævar Dungal Löggiltur fasteignasali S. 440-6016 / 897-6060 dungal@domus.is Þrándastaðir 3 – 701 Fljótsdalshérað Glæsilegt útsýni í sveitasælunni Til sölu er glæsilegt 146,9 fm einbýlishús ásamt ca 50 fm bílskúr með góðri lofthæð, í frábærri sveitarómantík, örstutt frá Egilsstöðum. Í húsinu eru þrjú til fjögur svefnherbergi. Til afhendingar fljótlega. Stærð lóðar er 3.136 fm. Einstakt útsýni. Tilboð óskast. Allar nánari upplýsingar hjá Domus fasteignasölu. www.domus.is Akureyri Hafnarstræti 91 - Sími 460 4100 | Borgarnes Borgarbraut 61 - Sími 440 6140 | Egilsstaðir Lyngási 5-7 - Sími 545 0555 | Reykjavík Laugavegi 97 - Sími 440 6000 OPIÐ HÚS - DIGRANESVEGI 63 Sérlega falleg, töluvert endurnýjuð og vel skipulögð 60,8 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi. Auður, GSM 698 7045, sýnir í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 15. TIL LEIGU VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI Húsnæðið er 112 fm á jarðhæð í Faxafeni 9. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Blöndal í símum 588 1569 og 694 1569. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.